Þjóðólfur - 14.05.1886, Blaðsíða 2
78
f
íiskigöngurnar, og ekkert óskaðlegri
en djúplagnir neta. Gætir þessa mest
hin síðari árin, er það er farið að
tíðkast, að senda fiskiskúturnar út með
vetrarvertíðarbyrjun, og ætla menn,
að þetta meðfram hafi orðið til þess,
að hamla fiskinum frá að ganga grunnt.
Sje nú svo, þá þarf þetta að lagast,
en það verður ekki gjört með sam-
þykkt; því samþykktir ná eptir lög-
um 14. des. 1877 ekki nema til fiski-
veiða á opnum skipum. Verður því
nauðsynlegt að skipa öllu þessu mál-
efni með skynsömum og óhlutdræg-
um löffum, sem tryggja jafnrjettið,
bæði milli hinna einstöku flskistöðva,
og fiskiskjpategunda; því það tjáir
ekki með neinu móti, að láta einstaka
hreppa og svo þilskipin hafa einka-
ieyíj jþ að spilla atvinnu al-
jnennings,,
oj/* nÞ* nI/* •\L’ 'Jx’ 'sL* 'sL' T
7 ÍSk BÖKMENNTIR. ÍSSf r
/js, /js, i/'J\, i/|\ /j\ */J\* ✓J\* */J\* */psi k
Stormurinn (The Tempest), sjónleik-
ur eptir William Shákspere. Frum-
texti með shyringum og íslenzk þýð-
ing eptir Eirík Magnússon, M. A. —
livík 1885.
Meistari Eiríkur Magnússon má eiga
það, að hann er ógleyminn ættjarðar
sinnar, þótt hann sitji í öðru ríki.
Hann hefur ávallt sýnt það bæði í
orði og verki, að hann hefur hugann
jafnan fastan á því, að styðja að öllu,
er til frama og farsælda mætti verða
fyrir fósturjörð hans. Við erum sann-
færðir um, að hann hefur enn haft
þetta fyrir augum, er hann rjeðst i,
að snúa þessum sjónleik skáldakóngs-
ins á móðurmál sitt. En hins vegar
verðum við að vera á því, að hann
mundi hafa getað náð þessu augna-
miði sínu betur á annan hátt.
Þegar menn velja bók, til að snúa
úr einu máli á annað, þá ber einkum
á tvennt að líta: gagn og sóma. Sje
þjóðin, sem þýtt er fyrir, mjög fá-
menn, verður gagnið að sitja algjör-
lega í fyrirrúmi. Og svo er með ís-
lendinga. Eins fámenn þjóð og íslend-
ingar hefur ekki ráð á þvi að vera að
prýða bókmenntir sínar með ritum út-
lendra snillinga, ef þau gera ekki
jafnframt því meira gagn. Nú hafa
þrjú skáld vor, hvert á fætur öðru,
spreytt sig á að þýða hin heimsfrægu
rit Shaksperes á íslenzku. Þeir hafa
sjálfsagt ætlað sjer að vinna þjóð
sinni með því bæði gagn og sóma.
Gragn með því að glæða fegurðartil-
finning hennar, bæta smekkinn og
skerpa hugsjónina. Þetta geta rit
Shaksperes allt gert, en sannast að
segja munu hinar íslenzku þýðingar
mjög lítið styðja að þessu. Megin-
þorri allrar alþýðu getur aldrei haft
nein veruleg not af þessum ritum.
Það verða jafnan að eins einstakir
menn — og þeir fremur fáir að til-
tölu — sem skilja þau, og það því
fremur, sem þýðingarnar verða jafnan
heldur óljósari en frumritin. Og þess-
ir fau, sem skilja ritin, munu því nær
allajafna verða þeir menn, sem eiga
kost á að lesa þessi rit á útlendu
máli. Og þá er lítið gagn unnið við
þýðinguna. Það er auðvitað nokkur
sómi fyrir oss, að eiga þessi snilldar-
rit á vorri tungu, en drjúgastur mun
hann þó verða fyrir þýðendurna sjálfa,
einkum hjá útlendingum, og mun það
því ekki minnsta hvötin fyrir þá, til
þess að þýða einmitt þessi rit. Reynsl-
an hefur sýnt, að alþýðu geðjast ekki
vel að þessum ritum, sem ekki er von,
þar sem fæstir skilja neitt í þeim.
Þýðingar þessar hafa hingað til allt
af verið gefnar út með styrk af al-
mannafje, af því þær hafa verið svo
lítið keyptar, og eru þær víst þau einu
skáldskaparrit, sem til slíks hefur
þurft að taka við. Hver jetur eptir
öðrum, að þau sjeu meistaraverk, en
gaman væri að vita, hve margir segja
það af eigin skilning. Margir þora
ekki annað en láta sem þeir skilji, af
því þeir halda, að sjer verði annars
brugðið um smekkleysi og heimsku.
En þar sem þýðingar þessar gera eins
lítið gagn eins og þær í raun og veru
gera, er rangt að styrkja þær af al-
mannafje. Það er nær að brúka þá
skildinga til annara þarfari bóka, sem
sannarleg þörf er á.
Um frumritið af bók þeirri, er hjer
liggur fyrir, er ekki annað að segja,
en að það er eins og önnur rit Shak-
speres hafið yfir okkar hrós. Að því ^
er til þýðingarinnar kemur, þá er hún
að mörgu leyti góð, en hefur þó sína
galla eins og annað. Yið höfum ekki
borið nema suma kafla hennar saman
við frummálið, en eptir þeim að dæma
er þýðingin víðast hvar rjett og ná-
kvæm. Skilningur á frummálinu á-
gætur. Kveðandi er viða fremur stirð,
og segir þýð. í formálanum, að það
komi af því, að hann hafi sett „þenna
kost (o: góða kveðandi) þýðingarinn-
ar skör lægra enn orðrétta nœrfœrniu.
En hann hefur sumstaðar sannarlega
verið of „nærfærinn“, því bæði hafa
við það hlaupið snurður á kveðandina
og orðaskipunin stundum raskazt svo,
að setningarnar hafa orðið svo óljósar
að illhægt verður að slnlja. Við skul-
um taka hjer nokkur dæmi. A bls. V
3 stendur „í tíu föllu; þetta skilst
ekki nema það sje borið saman við
enskuna. Þar stendur „ten tides“ —
tíu sjáfarföll (flóð og fjöru). Á bls. 8:
„Og andans ment í því er hefði þótt
enn dy'rmætara, ef ei svo dulið væri,
enn alþýða að fullu fengi metiðu (á
ensku: „and the bettering of my mind
with that which, but being so retired,
o’erprized áll popular rateu = og því
að mennta (fullkomna) anda minn með
því, sem var dýrmætara öllu almenn-
ingsmati (o: meira virði en svo að al-
menningur kynni að meta það), ef það t
hefði ekki verið eins dulið. Á bls.
89: „Nú, guðlast, náð sem blótar fyrir
borðu (á ensku: „Now, blasphemy, that
swer’st grace o’erboardu = Nú, guðlast,
sem blótar náðinni fyrir borð o: svo
frekt guðlast, að náðinni verður ekki
vært innanborðs fyrir blóti og ragni*). *
Sumstaðar er þýðingin nokkuð óná-
kvæm, og kemur það stundum af því,
að þýðandi hugsar sjer annan texta í
*) Sakir rúmleysis hefur hjer og víðar í rit-
gjörð þessari orðið að sleppa miklu af dæmum,
er höfundarnir tilfæra máli sinu til sönnunar.
Bitstj. '
i