Þjóðólfur - 04.06.1886, Síða 1

Þjóðólfur - 04.06.1886, Síða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júlí. ÞJÓÐÖLFUR. Cppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. okt.óber. XXXYIII. árg. lteykjavík, föstudaginn 4. júuí 1886. Nr. 23. POLITIK. Polltísk fjelög, cinkum Þjúðlið íslendiiiga. (Niðurl.). Þjóðlið íslendinga var stofnað 1. des. 1884 á fundi að Múla í Aðaldal. Vorið áður hafði verið kosin nefnd manna á “hjeraðsfundi Suðurþingeyinga, til að semja uppástungur til laga (frumskrár) °g reglur fyrir flokkinn. Á fundin- um að Múla voru uppástungur þær ræddar og samþykktar, og ákveðið að prenta þær og senda út um land til ýmsra merkra manna, er menn ætluðu, 1 að helzt myndi efla flokkinn. Frum- skrá og reglugjörð liðsins var þegar prentuð, og sent út svo sem ákveðið . hafði verið. Annað aðalmál á Múlafundinum (1. des. 1884) var það, að leitast við að koma á Þingvallafundi á undan al- þingi 1885. Fól Þjóðliðið jóni alþm. Sigurðssyni á Gautlöndum að gangast fyrir því, að fundurinn yrði haldinn. Jón Sigurðsson ávarpaði þjóðina og skoraði á hana, að senda fulltrúa sína a Þingvöll eins og kunnugt er. Þjóð- ln tók áskoruninni tveim höndum, og nálega öll kjördæmi landsins sendu fttlltrúa síaa, einn eða tvo til fundar- ms. Þjóðliðið sendi og tvo menn á sinn kostnað á Þingvallafundinn; veitti hann þeim fullkomin fundarmanna- rjettindi, eins og þeim mönnum, er kjördæmin höfðu sent, og viðurkenndi með því, að Þjóðliðið hefði rjett til, að taka opinberan þátt og eiga atkvæði 1 hinum mestu áhuga- og velferðar- málum þjóðarinnar*. *) Það er eigi nákyæmt í Þingvallafundar- gjörðinni frá 27. júlí 1885, að úr Þingeyjarsýslu liafl mætt 4 menn á Þingvallafundinn. Kjör- | dæmið (sama jiings) sendi að eins tvo, en Þjððl. Þegar í upphafi leitaðist Þjóðliðið við, að fá sem flesta menn, og sem bezta krafta undir merki sitt. ítitaði það ýmsum merkum mönnum viðs- vegar um land og skoraði á þá til full- tingis og sambands. Undirtektir manna við þeim áskorunum urðu all-misjafn- ar, en þó yfir höfuð afar-daufar. Og allt til þessa dags má svo heita, að Þjóðliðið hafi eigi náð útbreiðslu lengra en til takmarka Suður-Þingeyjarsýslu. Það eru að eins örfáir Þjóðliðsmenn, er annars staðar eiga heima. Og svo er að sjá, sem fáir þingmenn hafi gjört sjer mikið far um að útbreiða það. Ætti þó þingmönnum ekki hvað sízt að vera umhugað um það; og mætti víst margur þingmaður þakka fyrir, að hafa þvílikt fjelag, eða grein af þvíliku fjelagi í sínu kjördæmi, til þess á milli þinga að eiga samvinnu með því að undirbúningi mála undir þing- Auk þess, sem Þjóðliðið átti mestan þátt í því, að koma á Þingvallafundi í fyrra, er ekki ljósum lýst að því, hve mikil áhrif, það hefur beinlínis og óbeinlínis á þingmannakosningar í ár. Áhrif Þjóðliðsins á hið pólitíska líf innbyrðis hafa nú þegar einnig orðið töluverð. Fundir Þjóðliðsins hafa vakið áhuga liðsmanna, skýrt skoðanir þeirra, og einkum eflt eindrægni og samheldi þeirra á meðal, og stækkað þeirra pólitiska sjóndeildarhring, það er að skilja: fært út fyrir takmörk hreppa og hjeraða meira en áður var. Skip- aðra tvo, og voru greidd atkvæði um pað, hvort jieir, Þjóðliðsfulltrúarnir, skyldi hafa fundarmannarjettindienda lýstu þeir sjálflr yfir jiví, að jieir væri eigi erindisrekar neins sjerstalcs kjördœmis, heldur flokks þess, er nefndi sig „Þjóðlið íslendinga11, og sem alls eigi er eptir eðli sínu hundinn við neitt kjördæmi, jiótt hann sje fjölmennari i einu kjördæmi en öðru. un Þjóðliðsins hefur og gefiztvel, svo sem eðlilegt er, því hún er vel fallin til þess, að hver einstakur liðsmaður finni það, að hann er eigi þýðingar- laus í liðinu. Og hinir mörgu fundir eru einkar vel fallnir til, að hrinda af mönnum drunga þeim og deyfð, er oss Islendingum hefur svo opt og eigi að ósekju verið brugðið um. Það er eptirtektarvert, að i Þing- eyjarsýslu, einmitt í einhverri hinni harðindamestu sveit landsins, er mest fjör og áhugi álandsmálum, menntun einna bezt og búskapur óvíða jafn- góður. Þangað eiga ýms stórfyrirtæki rót sína að rekja. Þaðan er Þjóðvina- fjelagið komið og þar er nú aðalað- setur Þjóðliðsins. Þótt það hafi ekki orðið enn útbreiddara, en það er, þá vonum vjer, að það nái mikilli út- breiðslu og óskum því vegs og gengis, því að það getur gjört ómetanlegt gagn. Brjef frá Lundúnum. Eptir stud. mag. Jön Stefánsson. —o— I. Ferðin. Temps. Járnbrautir. Richmond. (Framh.). Jeg fór í land á ferju. Það fyrsta, sem jeg gerði, þegar jeg kom upp í City, sem er þar á nyrðri bakkanum, var að setja úr mitt eptir járnbrautar- stöðinni, sem varð fyrir mjer; á Eng- landi er ákafllega nauðsynlegt að vita upp á liár hvað, klukkan er; England er 50 mínútum á eptir Danmörk. Jeg fórsvo á neðanjarðarjárnbraut (under- ground railway) til Richmond; það er smábær utan í London að ofanverðu, sem jeg ætlaði að búa í. Það er heilt net undir London af undirjarðarjárnbrautum. Maður tekur farseðil i húsi ofanjarðar og fer svo niður fjölda af steintröppum ofan i jarðhús og bíður þar vagnanna; það

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.