Þjóðólfur - 04.06.1886, Blaðsíða 3
91
konur, gætið þess, að enguxn ætti heill
yðar og heiður að liggja ríkara áhjarta
en yður sjálfum, þjer eigið að færa
yður sem bezt i nyt þær litlu rjettar-
bætur, sem þjer þegar hafið fengið,
þjer eigið að kappkosta að sýna yður
færar um, að neyta þessara og annara
meiri rjettinda, þjer eigið að vinna að
því með þreki, stillingu og þolgæði,
&ð þjer getið náð þeirri stöðu i þjóð-
fjelaginu, sem yður með sanni ber.
Yjer getum einnig dregið það af
þvi, hve konur neyta lítt rjettinda
sinna, að löggjafarvaldið hafi eigi knúð
hinn rjetta streng, er það fór að auka
rjettindi kvenna vorra. Þegar gjöra
skal mikilvægar breytingar á skipu-
lagi þjóðfjelagsins, fer því fjarri að
einu gildi á hverju er byrjað. Allir
hlutir taka framförum eptir vissum
allsherjarlögum; sjerhvert framfarastig
heimtar sitt ákveðna skilyrði.
Framför einstakra manna, heilla
Þjóða og alls mannkynsins fylgir sömu
meginlögum i stóru sem smáu. Mun-
ur á framförum ei er að eins fólginn í
því, hvað þær eru skjótar og hve
langt þær komast, en allir menn og
allar þjóðir feta hinn sama fastákveðna
feril að takmarki fullkomnunarinnar.
Ef vjer því viljum bæta hag kvenna,
verðum vjer fyrst að íhuga, hvað út-
heimtist til þess, að hagur þeirra geti
tekið bótum, og því næst fullnægja
þeim skilyrðum, sem til þess eru nauð-
synleg, og síðan hrinda hag þeirra í
l&g smátt og smátt, en þó svo fljótt,
sem auðið er og undanfarandi ómiss-
audi skilyrðum er fullnægt. Það er
ekki til neins að ætla sjer að aflúka
elíku stórræði á einu eða fáum árum.
Þegar menn gjöra það í einum svip,
er samkvæmt eðli sínu þarf langan
tíma,hlýtur að koma apturkast(reaction).
Höfum vjer gætt þessaí kvennfrelsis-
uiálum? Því fer fjarri. (Niðurl.).
Til ritsljóra Þjóðólfs.
—0—
• . . Menn heimta stjórnarbót, en jeg vil
sPyrja, hvað eigum við að gjóra við hana. þeg-
ar við líðum yfirmönnum okkar að við hafa
skaðlegan og óbrúkanlegan emb.rekstur til tjóns
skammar þjóðinni? — Ekki svo að skilja,
að jeg sje á móti stjórnarbót, nei langt
frá; en jeg vil, að þjóðin láti sjer ant um, að
verkamenn hennar, hinir afardýru emb.m. standi
sómasamlega í þjónustu hennar, jeg er á því,
að við hjer í Þverárþingum sjeum of þagmælskir
um driptaleysi sýslumanns okkar, og þó mun
sumt, er almenningi mun ekki kunnugt.
Dað mundi nauðsynlegt, að hreppstjórum væri
gjört að skyldu, að gefa í tvennu lagi, einu
sinni á ári, skýrslur um dauðsföll nfl. til amts-
ins eða landshöfðingja, jafnframt sýslumönnum,
því með því gæti amtm. ekki sagt, að hann
vissi ekki af, að dánarb.ú lægi svo árum skipti
óskipt hjá skiptaráðanda, eins og mun eiga sjer
stað hjer í Þverárþingum, og ætti þingið að
taka það til íhugunar nú í sumar, ef tími leyfði
frá stjérnarskránni, því skeð getur að öll kurl
ekki komi þar til grafar fyrir landssjóð á
stundum ; en ómak það, er hreppst. hetðu við þá
skýrslu, er ekki teljandi. Það væri gaman að
heyra frá yður, hvað mörg ár sýslumenn mættu
draga, að dæma þá menn, er uppvisir væru að
fengsemi, því hjer munu menn vera til fleiri
ára gamlir. Það er í mæli, að Jón Hannesson,
sem kvað hafa verið vinnumaður Páls læknis
á Stafholtsey yfirstandandi ár, muni vera kom-
inn á þriðja ár síðan hann meðgekk, og heyrzt
hefur, að Jón nokkur Kunólfsson muni vera á
6. ári siðan hann varð uppvis að gripli; jeg i-
mynda mjer að sýslum. ekki eigi að draga slikt
í það óendanlega, af þvi að það sýnist mjög
skaðlegt, kemur, ef til vill, miður vönduðum
mönnum til hins sama, sem þeir sjá aðra kom-
ast vel af með o. s. frv.
Heyrzt hefur, að þeir hjer i vestri partin-
um muni vilja fá hjeraðslæknirinn fluttanvest-
ur yfir Hvitá, og er það eðíilegt, siðan læknis-
umdæmið náði ekki lengra en að Hafnarfjöllum,
þvi siðan situr hann á enda umdæmisins, en
lækniriún fremur þungur til ferðalaga, og þarf
að sitja sem haganlegast fyrir sig og þá, er
þurfa að vitja hans.
Hvitárvöllum 22. apríl 1886.
A. Fjeldtsted.
Herra ritstjóri!
Af því að hvergi er enn þá greinilega sagt
frá, hvernig slys það vildi til, er talað er um
i Þjóðólfi 9. þ. m., finn jeg skyldu mina að
gefa um það skýrslu mina, svo sanna og greini-
lega, sem mjer er unnt, sem jeg bið yður um
að taka sem allra fyrst i blað yðar, til að
fyrirbyggja allar missagnir, og er hún svo
hljóðandi:
7. þ. m. rjeri jeg til fiskjar og aflaði fremur
vel (á að gizka 30 í hlut i 21 stað). Litlu
eptir hádegi lagði jeg á stað heimleiðis og sigldi
til lands; vindur stóð af landsuðri (s. a.); hjelt
jeg nálægt vindi eða fullkomlega í austur.
Þegar við höfðum litla stund siglt, sáum við
hvar frakknesk skúta kom siglandi og hjelt
sömu leið, nálgaðist hún óðum og lijelt á hlje-
borða við okkur. En þegar hún hafði færzt
svo nærri mjer, að jeg sá að mjer var einn
kostur nauðugur, hleypti jeg upp í vindinii,
því ekki var hægt fyrir mig að slá undan, og
ljet leggja út árar, en í stað þess að slaka
nokkuð til, hleyptu Frakkar líka upp í vind
og sigldu þannig beint á skip mitt, var þetta
hjer um bil mílu sjávar undan landi, engir
boðar, sker nje grynningar að óttast. Hið
frakkneska skip lenti þá með hraðri ferð á
skip mitt við austurrúmið, braut það ogsökkti
því svo, að að eins sást í hnifla þess og við
skipverjar allir í grænan sjó, að fáum undan-
teknum, er náðu í kaðla á skútunni, er þeir
náðu í og gátu haldið sjer á um tíma, og 2
er komust strax með snarræði upp á skútuna
og unnu þeir ásamt nokkrum af Frökkum mest
og bezt að því að bjarga okkur, með þvi að
fleygja til okkar kaðalendum og draga þá upp,
eríþánáðu og sem gátu haldið sjer; enmargir
þeirra frakknesku virtust mjög kærulitlir við
björgunina og enginn bátur settur út nje önn-
ur tilraun höfð til að hjálpa okkur. Loksins
eptir langt og strangt volk (o: nokkuð á aðra
kl.st.) komumst við fyrir guðs náð og hjálp
þessara fáu frakknesku manna og háseta minna
er hjálpuðu eptir megni þá þeir komust upp,
hver fyrir sig, 15 að tölu, upp á skútuna.
Einn háseti minn drukknaði Jiania, Árni Guð-
mundsson frá Kirkjubæ, duglegur maður á bezta
aldri, en 2 bjargaði annað róðrarskip, er var
skammt frá og kom til hjálpar, þó því gæti ei
orðið meir ágengt, þvi illt var hjer við að eiga
fram undan brjóstum skútunnar í talsverðum
vindi. Annað skip kom siðar úr landi, er ætl-
aði okkur til hjálpar, flutti það 5 af okkur í
land, en mig og 9 háseta mína flutti hin frakkn-
eska skúta til Rvíkur, flesta meir eður minna
þjakaða og komumst við þangað daginn eptir.
Þess má geta Frökkum til hróss, að þeim
fórst vel við okkur, þá við vorum um borð
komnir og veittu þeim veiku góða aðhlynningu.
Mjer finnst og skylt að votta mitt innileg-
asta þakklæti þeim Reykvíkingum, er sýndu
okkur staka alúð og aðstoð við þetta tækifæri,
og vil jeg þartil nafngreina þá herra, Consul
G. Finnbogasen, verzlunarmann Arnb. Ólafsson
og kaupmann M. Johannessen. Fyrir manua-
sjónum er ekki sjáanlegt, hvort jeg næ nokk-
urn tima sömu heilsu og jeg áður hafði, en
ligg sárveikur og 1 skipverji minn og fleiri
þeirra eru enn mjög mikið eptir sig. Skip
mitt með öllu fórst algjörlega. Jeg vil ei fleir-
um orðum fara um viðburð þennan að þessu
sinni. En ekki mætti álíta ósennilegt, að hlut-
aðeigandi yfirvöld ljetu sjer hann koma við.
Það er ekki í fyrsta sinni, að við sjómenn höf-
um orðið fyrir óskunda og blekkni af þessari
útlendu þjóð, er næg vitni geta borið, þó ei
hafi fyr svo ósvífurlega verið að farið. Á slíkt
lengi að líðast?
Gerðakoti, 21. apríl 1886.
Yirðingarfyllst,
Tómas Eyjólfsson.