Þjóðólfur - 11.06.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.06.1886, Blaðsíða 3
{tetta hafa mótstöðumenn Gladstones stælzt svo wjög, að öll líkindi eru til, að frumvarpið falli. Ríkisskrifarinn Bryce mælti við þessa umræðu meðal annars á þá leið, „að Danmörk hefði haldið íslandi einungis með þvi að veita því sjálfsfor- ræði; en aptur á móti hefði Holland misst Belgiu og Danmörk Slesvík og Holstein, af þvi þau hefðu eigi viljað veita þeim nein sjálfs- forráð“; þetta hafa dönsk blöð eigi álitið alls- kostar rjett, og Morgunblaðið liefur af þeirri ástæðu skrifað ágæta grein um, að íslendingar væri eigi svo allskostar ánægðir með stjórnar- skrá sina. Nú í dag er mælt að Gladstone niuni ganga að einhverjum frekari breytingum, en hvað um )>að, )>á er )>að talið alveg víst, að falli frumvarpið, eða verði )>að samþykkt með litlum atkvæðamun, )>á muni Gladstone rjúfa þingið og boða nýjar kosningar, og þannig skjóta málinu til kjósendanna, og treystir hann þá hinni afarmiklu hylli, er hann nýtur hjá öllum þorra landsbúa. Grikkland. Yaldboði stórveldanna að leggja mður vopnin innan ákveðins tima, kvaðst Delyannis eigi geta hlýtt, þvi að það væri að ofbjóða sjer og Grikkjum, en kvaðst mundu hafa gjört það ef valdboðið hefði eigi komið. Öðara og sendiherrar stórveldanna fengu þetta svar, fóru þeir burt úr Aþenu og sambandsflot- inn færðist nær frá fióanum við Suda og Salamis, þar sem liann hafði hafzt við; þetta knúði loks Delyannis til að leggja niður völdin, varð þá Valvis stjórnarforseti, en Valvis þessi var eigi lengi í Paradís, heldur varð hann að fara þeg- ar frá, og fá völdin i hendur Trikupis, sem þótti sá eini maður, er væri fær um, að greiða úr öllum vandræðunum, enda hefur hann nú hoðað herinn heim, og er því liklegt, að allar þrautir sjeu þar á enda. A Fralcklandi hefur mikið verið talað um það síðustu dagana að visa prinzunum af Orleans burtu; prinzarnir álita sig nefnilega rjettborna til rikis á Frakklandi. Einn þeirra kallar sig konung og hefur ráðaneyti af vildarmöunum sinum, og nota þeir hvert tækifærið til að gera kröfur sinar gildandi. Bismarck gamli hefur hafzt það að núna síð- ustu dagana að takmarka mjög frjáls fundar- höld borgarmanna, kvað hann það nauðsynlegt hafa verið, með þvi socialistar hefðu eigi notað fundi til annars en æsa lýðinn upp til mótþróa við yfirvöldin. Á Ítalíu hefur kólera verið að stinga sjer niður hjer og livar, i Venedig og Róm og víðar, en þó eigi að mun. Etna hefur verið að gjósa, eru þar gigir margir og stórir. Drottningin á Spáni, ekkja Alfons 12 hefur a'ið son, Alí'ons 13. Don Carlos hefur þegar sett fram mótmæli gegn konungstign hins reif- aða sveins. í Chikago í Ameríku liafa verið geysimiklar öeirðir í öndverðum þessum uiánuði, hefur slegið 1 bardaga milli skrilsins og lögreglunnar. Skrillinn kastaði dynamitkúluin,- lögregluliðið skaut af byssum. Danmörk. Þeir tveir þýzku menn, sem jeg gat um síðast, að hefðu komið hingað til að heimta Danmerkur riki sjer til umráða reynd- ust þegar til kom svo, að hinn eldri var gam- all tugthúslimur frá Stettin, sem þá var nýlega búinn að enda 10 ára hegningarvinnu, en hinn yngri var uppeldissonur hans, þeir voru þegar sendir til sinna átthaga og eru nú úr sögunni. Fyrir skömmu dæmdi hæstirjettur eldri hæsta- rjettardóm ógildan. Svo var mál með vexti, að árið 1884 fannst á eyjuimi Feiö barn dautt; var það kennt ungri stúlku og hún grunuð um að hafa fætt í dulsmáli, og drepið svo bamið, liún játaði glæpinn, og móðir hennar, að hún hefði verið í vitorði með. Stúlkan var svo með hæstarjettardómi dæmd til 5 ára betrunarhús- vinnu, og móðirin til lifláts, en því var breytt í fangelsi ævilangt. Þegar stúlkan hafði'verið i fangelsi nokkra stund, fór hún að impra á þvi, að hún hefði aldrei átt barn og heimta að hún væri skoðuð. Hún var þvi næst skoðúð af tveimur af hinum frægustu læknum í Höfn, og þeir staðfestu, að hún hefði aldrei fœtt barn, voru þær mæðgur svo dæmdar sýknar en eigi hafa þær fengið neinar bætur. Hjeraðsdómar- inn hafði beitt þvingun við þær til að meðganga. Hinn 22. mai var silfurbrúðkaup C. Bergs for- manns fólksþingsins, hann var í fangelsinu þann dag eins og áður. Danir höfðu skotið saman um 50,000 kr., er þeir færðu honum í silfurskálum; honum bárust mörg hundruð heilia- óskir þann dag úr öllurn áttum, ein var frá Björnstjerne Björnsson, og hafði inni að halda þessi tvö orð: „heillaósk — aðdáun". Hjer hafa verið ritdeilur miklar milli Hörups rit- stjóra Politiken og herforingja; hafði Hörup á fundi einum sagt um herforingjana, þá er voru við Als 1864, að ófarirnar við Als hefðu verið ritaðar með blóðugum rákum á bökum þeirra, vildi hann með því segja, að þeir hefðu flúið af hræðslu. Þessi ritdeila hefur komizt svo langt, að menn hafa haft á orði að skora Hörup á hólm, enda hefur Hörup fengið áskorun þar að lútandi, þó eigi úr þeirri átt, heldur frá einum úr hinum nýstofnaða lifverði konungs, sem menn segja sje stofnaður gegn lögum. Hefur lífverðinum þótt Hörup hafa farið sví- virðilegum orðum um sig og fána sinn. Reykjavík 11. júní 1886. PÓÍSTSKl PH) LA UBA kom hingað að kveldi dags 7. þ. m. Á því voru um 50 farþegjar auk 100 Færeyingu, sem ætla til fiskiveiða á Austfjörðum. Meðal farþegja má nefna Arthur Feddersen, flskifræðing, og Niels Hovdenak, veg- fræðing, sem báðir verða hjer í sumar, Jón Thorsteinsen, prestaslcólakandídat, Olaf Guð- mundsson, lækni, Sighvat Bjarnason, landshanka- bókara, og kaupmennina: Ficher, Thomsen, Lefolii, Knudtzon og Slimon. Prestaköll. Akureyrarbrauðið er 25. f. m. af konuugi veitt sjera Matth. Jochumssyni í Odda. — Sjera Sigurður Sivertsen á Útskálmn hefur sótt um lausn frá prestsskap. Lækiiaskipun. Þorgrímur Þórðarson á Akra- nesi hefur fengið læknishjerað Austurskapta- fellssýslu og Olafur Guðmundsson aukalæknis- hjerað á Akranesi. Herskipið Fylla kom hingað 4. þ. m. á leið til Grænlands til þess að hafa gát á útl. flski- mönnum. Á skipinu var Valdemar prinz meðal annara yfirmanna. Þingmaunakosningar. Hjer í Rvik fóru kosningarnar fram 7. þ. Höfðu þrír boðið sig fram: yfirk. H. Kr. Friðriksson, Dr. J. Jónassen og leikfimiskennari Olafur Rósenkranz. Dr. Jóuassen hafði 5 meðmælendur og fórust einum þeirra, Dr. Birni Olsen, orð á þessa leið: hann væri góður drengur og hefði góðan vilja á að verða þjóð sinni að sem mestu gagni ; þótt skoðanir hans á þjóðmálum væru að mestu ókunnar enn, þá þyrfti ei að efa að hann mundi verða þar jafnhollur ráðanautur sem i svo mörgu öðru, sem þegar væri fram komið. Hann mundi engu siðri hæfilegleikum búinn en hinir; þótt eigi væri liann jafnþvældur sem H. Kr. Fr., þá hefði hann þó kynnt sjer almenn landsmál og væri starfsmaður hinn mesti; bæru ritstörf hans þess Ijóst vitni, þar sem hann hefði afkastað meiru en flestir aðrir embm. hjer með jafnmiklum störfum. Sveitirnar bæru kala til Rvíkur og væri slíkt illa farið, og til mikils skaða landi sjálfu. Hefði H. Kr. Fr. litið gert til þess, að bæta úr þessu eða væri alls ekki fær um það; hinn væri þessú betur vaxinn. Hann væri samdóma stefnn meiri hlut- ans í stjórnarskrármálinu: að draga stjórn sér- stöku málanna inn í landið; en nú sem stæði væri engau vegin hentugur timi til slíkra starfa; kostnaðarauki mikill fyrir landið, en alþýða víðast hvar að velta út af i volæði; allt ann- að en búnaðarlegar og hagfræðislegar framfari.i ætti því að sitja á hakanum. Á sömu skoðun væru og erlendir íslandsvinir, Dr. Maurer og próf. Fiske, hefði þeir skrifað sjer það óspuröir, annar hefði komizt svo að orði: „góðir vegir eru meira verðir en einn ráðgjafi". Mönnum hefði verið mislagðar hendur á síðasta þingi, að ætla sjer að setja hjer upp kostnaðarsama og margbrotna stjórn; einn ráðgjafi mundi að minnsta kosti nógur, þar sem allt hefði áður gengið í ljúfri löð gegnum landshöfðingja ein- an og farið vel. Það mundi fara að grynnast i landsjóðnum þegar tekið væri aðhorga öllnm þessum nýju embættismönnum laun og eptir- lauu. Það væri ósanngjarnt að heimta ský- laust svar af þingm.efninu um stjórnarskrá. Hann mundi fara í þessu máli sem öðrum ept- ir beztu samvizku. Ólafur Rósenkranz hafði 1 meðmælanda, Jón Olafsson, er talaði á þessa leið: kvaðst eigi ætla að halða langan kapitula um pólitik, það mundi ekki koma að neinu haldi, því að menn ljeti víst eigi snúast hjer á þingi frá sannfær- ingu sinni, sem þeir hefðu heima haft. í Rvík væru 2 flokkar kjósenda, annar með og hinn mót stjórnarskránni; hjer væru og 2 þingm.- efni, sem hvort um sig fylgdi sinum flokki,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.