Þjóðólfur - 11.06.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.06.1886, Blaðsíða 4
9 io Ó. R. hinum fyrra og H. Kr. P. hinum síðara. Þriðja þingm.efnið, Dr. J., væri aptur með hvorugum eða vissi alls ekki hvað hann vildi, væri hvorki hrár nje soðinn jafnvel á helztu málunum; gætu J)ví ekki aðrir kosið hann en jieir, sem hvorki vissu upp nje niður í neinu. Dótt hann væri duglegur læknir, væri ekki jiar með víst að hann yrði duglegnr þingmaður, menn læknuðu ekki „mein þjóðarinnar með plástrum og pillum". Kali milli sveitanna og Rvíkur væri enginn; en þótt svo væri, Jiá væri Jiað eigi ráðið til þess að koma á sátt og sam- lyndi að smeygja inn á þing manni, sem væri í helztu málum andvígur fulltrúum sveitanna, manni, sem væri bundinn á báðar hendur við em- hættismannafiokkinn í Rvík. Hver upplausn þings væri um áskorun frá stjórninni til kjós- endanna um að segja annaðhvort já eða nei til þess, sem á undan væri gengið. Pyrir því ættu menn að kjósa sem annaðhvort væru með eða móti, annaðhvort 0. R. eða H. Kr. P., en ekki mann, sem hefði varizt allra svara um helztu málin og ætlaðist til að menn kysi sig í blindni. Halldór Priðriksson hafði einn 1 meðmælanda, sem varð honum að sárlitlu liði. Sjálfur kvaðst hann vonast eptir, að menn bæru nú sama traust til sín sem um svo mörg undanfarin ár, enda inundi hann í engu hafa brotið það traust manna af sjer, þar sem hann jafnan hefði fylgt því fram, er hanu vissi sannast og rjettast; hefði hann því, t. d. ýmist verið með stjrón- inni eða mót, allt eptir því sem á sig hefði lagzt. Skoðanir sinar væru kjósendum kunn- ar, bæði sem alþingismanns og hæjarfulltrúa. Hann væri enn sem fyrri móti því að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vildi halda uppi rjetti kjördæmis sins. Til þess að dæma um hæfilegleika sína sem þingmanns, yrði að gæta allrar framkomu sinnar frá upphafi, enda væri ekki auðvelt „að gera svo ollum líki“. Skýr- skotaði hann til vitnisburðar um sig 1874 og samvinnu sína við aðra þingmenn, að: „þeir [o: þingmenn] mundu ljúka upp einum munni um það, að ötulli verkmann og ósjerhlífnari fjelaga hafi þeir varla átt þar“, og sama mundi enn verða ofan á. Hann væri með með því að færa stjórnina inn i landið, en eigi fara lengra fyrst en svo, að fá sjerstakan ráðgjafa, sem ekki hefði um annað að hugsa en íslands mál. Munur- inn á milli sín og lúns flokksins lagi því ein- ungis í aðferðinni, ætti slíkt eigi að koma sjer á kaldan klaka. Hann vildi styðja og efia at- vinnuvegina, vildí veita sveitunum rjett til að setja sjer sjerstök lög um sjerstakar atvinnu- greinar (t. d. fiskiveiðar). Alþýðumenntunina hæri hann og f'yrir brjósti sjer jafnt sem áður. Mætti liann því, þegar á allt væri litið, vænta hins sama trausts kjósanda og velvildar sem að undanförnu. Dr. Jónassen hað menn kjósa sig eptir sann- færingu, en láta alla annarlega vináttu vera heima í liyllunni. Að öðru leyti vonaðist hann eptir, að meðmæli J. 01. með 0. R. hefði hjer sömu áhrif sem í Borgarfirði, þar sem skjól- stæðingar hans hefði ekki fengið eitt einasta atkvæði. [Þessi ummæli hans reyndust þó mis- skilningur einn, því að Björn búfræðingur var ekki í kjóri þegar til kosninga kom, en við hann var hjer átt, sbr. Þjóðólf nr. 19]. Olafur Rósenkranz kvaðst vera með stjórnar- skrárbreytingnnni, og hafa gefið kost á sjer til þess að þeir, sem henni væri hlynntir, gæti kosið mann með sinum skoðunum. Kjósendur ætti að ímynda sjer að þeir stæði hjer frammi fyrir þingi og þjóð, ætti að gera hvorumtveggja reikningsskap skoðana sinna, ætti því þær ein- ar að koma til greina. Því næst lögðu þeir H. Kr. Fr., B. Ólsen og J. Ól. ýmsar smáspurningar fyrir þá Dr. J. og Ó. R. um, hvernig þeir vildu hafa nýju kosn- ingarlögin og um fyrirkomulag eða samband barna- og alþýðumálanna og hinna æðri skóla. En þeir gerðu annaðhvort: voru öldungis eins og úti á þekju, svöruðu út í hött (Ó. R.), eða vörðust allra svara (Dr. J.). Kjörfundurinn stóð í 3 tíma. Kosinn var Dr. Jónas Jónassen með 82 atkv. Halldór Kr. Priðriksson fjekk 34 atkv. og Ólafur Rósenkranz 8 atkv. — Ekki meir en rúmur helmingur bæj- arbúa neytti kosningarrjettar síns. En þar á ofan eru hjer um bil 40—50 manns ólöglega numdir burt af kjörskrá, enda kjörskráin að öðru leyti ólögmœt, að því er sagt er. Þingmaður Borgfirðinga er kosinn 4. þ. m. Dr. Grímur Thomsen með 30 atkv. Þórður á Leirá fjekk 14 atkv. Þingmaður Snæfellinga er kosinn 2. þ. m. Sigurður sýslum. Jónsson í Stykkishólmi. Þingmenn Árnesinga eru kosnir Þorl. Guð- mundsson í Hvammkoti og Skúli Þorvarðarson. Landsbankinn. Reglugjörð fyrir hann er nú út komin og er sarain af bankastjórninni og staðfest af landsh. 5. þ. m. Tíðarfar. Sunnanátt með allmiklum rign- ingum alla þessa viku. Alli talsverður hjer á Inn-nesjum, þegar gefið hefur á sjó. ■þ 10. þ. m. D. Bernhöft, bakari 1 Rvík. AUGL YSINGAR I samfeldn máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð ,15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. íslensik frímerki brúkuð eru keypt á hæzta verð í Thoinsensbúð, Jtvík. C. B. Lohrer i Kjöbenhavn. etableret 1852 Commission, Spedition, Agentur & In- casso. Sorte & kulörte Bogtrykfarver & Fernis; Yalsemasse, samt alle Slags Lakfemisser fra Christoph Schramm i Oífenbach a./M. Malerfarver, Lim & Schellac etc. anbefales. Café og Conditori Um leið og jeg þakka hinum heiðruðu bæjar- búum, fyrir hversu vel þeir hafa sótt minn Café og Conditori síðan eg opnaði leyfi jeg mjer að tilkynna, að nú hef jeg fengið stðrar byrgðir af alls konar Lemonade Gingerbeer, Gingerale. Enn fremur hinn nýja bindindismannadrykk Castalina og Zoedone er eg sjerstaklega vil benda hinum heiðruðu Goodtemplurum á. Yirðingarfyllst Kristín Bjarnadóttir. Fornaldarsögur Norðurlanda. Annað bindi af sögum þessum er komið út, vandað að oll- um frágangi (stærð 223/4 arkir. — Yerð: á- skrifendur 3 kr.; aðrir 3 kr. 75 a.). Nýir kaup- endur geta fengið þetta bindi með áskrifanda- verði, og 1. bindi (sem nú er útselt), er það verður endurprentað. Sifrurður Kristjánsson. Ágætur bústaður fyrir familiu í nýju húsi hjer í bænum, með kjallaraplássi, fæst til leigu með mjög vægu verði frá 1. júli þ. á. — Lysthafendur snúí sjer til Þorl. Ó. Johnson’s hjer í bænum, er gefur allar upplýsingar. Smölun á hrossum. Á morgun föstudaginn 11. þ. m. fer fram almenn smölun á hrossum í landareign bæjar- ins, og verður öllum þeim hrossum, sem þar finnast, án þess beðið hafi verið fyrir þau, ráð- stafað að Laugarnesi og þau gfiymd þar gegn hæfilegri borgun unz eigandinn leiðir sig að þeim, þó eigi yfir 3 sólarhringa, en eptir þann tima verður farið með þau sem óskilahross. Hrossin verða rekin kl. 1 e. m. á morgun að rjettinni i Grænhálsinum. Bæjarfógetinn í Reykjavik, 10. júni 1886. Jón Jcnsson, settur. White amer stál-saumavjelar. Oss undirskrifuðum, sem keypt höfum rískar saumavjelar hjá kaupmanni M. Johan- nessen hjer í bænum, er sönn ánægja að votta það, að þær eru hinar beztu saumavjelar, er vjer höfum saumað með. Þær taka öðrum saumavjelum einkum fram i því, að þær vinna mjög ljett og þögult, að nál og skytta eru mjög auðþræddar, að þær spðla sjálfar án þess, að maður þurfi að skipta sjer af tvinnanum, og að þrýstarann má hækka eða lækka eptir því, live þykkt eða þunnt er saumað i þeim. Reykjavík 27. febr. 1886. Hólmfríður Björnsdóttir. Yigdýs Ólafsdóttir. Slcræder H. Andersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastig. Prentari: Sigm. Guðrmmdsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.