Þjóðólfur - 11.06.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
niorgna. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lð.júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXVIII. árg.
Reykjavík, föstudaginn 11. jiíuí 1886.
Nr. 24.
PÓLITÍK.
Sjerstök þjóð.
' Eptir ÞjóðliSa.
—O—
Það sem greinir eina þjóð frá ann-
ari, er venjulega hið náttúrlega ásig-
komulag og kringumstæður, stundum
rnannleg hlutsemi. Það er með ýmsu
moti, að náttúran greinir mannkynið
i sjerstaka flokka; stundum mun á
kynferði, loptslagi, landslagi og þvi
um líku; stundum höf, fjöll, ár eða
vötn. Sameiginlegt náttúrufar eins
flokks mannkynsins gjörir honum auð-
veldara og geðfelldara að lifa saman,
skipta saman; í stuttu máli: koma
sjer saman, og mynda fjelagslega heild,
en blandast þar á móti sem minnst
saman við aðra, er hafa ólíkt náttúru-
far. Þá er stór ár og vötn, himin-
gnæfandi fjöll, en þó einkanlega tor-
sótt höf hindra einn hluta mannkyns-
ins frá, að hafa tíðar samgöngur við
hina aðra hluta þess, er hann knúður
til, að hafa því meiri viðskipti inn-
kyrðis, og mynda samfjelag innan tak-
marka þeirra, er náttúran setur þeim.
Þá er nú hinar ytri og eðlilegu kring-
umstæður hafa ollað því, að þjóð er
mynduð, þá verður hún (þjóðin) sama
lögmáli háð, og sj erhver einstaklingur
annar; hún öðlast sjerstaka eiginleg-
leika fyrir sig, eiginlegleika, er eigi
finuast hjá öðrum þjóðum. Eiginleg-
leikar þeir eru þjóðemið. Til þjóðernis
heyrir: sjerstök tunga, sjerstakir lifn-
aðarhættir og siðvenjur, sjerstakt lund-
erni og skapnaðarlag, sjerstakar skoð-
anir og andastefna.
Mannleg hlutsemi hefur stundum
gripið fram í fyrir náttúrunni og leit-
azt við að greina eina þjóð í tvær eða
fleiri þjóðir, eða sameina fleiri þjóðir
I i eina. En hin náttúrlega skipting
j eða aðgreining þjóðanna er hin eðli-
lega, en hin skiptingin optast óeðli-
J leg. Það hefur borið við, að þjóðir,
er sundrazt hafa meðal ýmsra annara
þjóða og verið ætlað að innlimast þeim,
hafa engu að síður haldið miklu af
hinu forna þjóðerni sínu. Dæmi þess
eru Gyðingar, Pólverjar o. fl.
Sannindi þessi, er vjer vonum, að
sje algild, þykja sumum máske allt
of kunn til þess, að verið sje að bera
þau fram hjer. En vjer tölum (ein-
ungis) til hinnar íslenzku alþýðu og
hún hefur ef til vill eigi gjört sjer
þetta svo ljóst sem skyldi. Vjer gjör-
um það til þess, að eiga hægra með,
að heimfæra til þeirra það, er við-
kemur oss Islendingum.
Og hvaða skilyrði höfum vjer þá
Islendingar, er gjöri oss að sjerstakri
þjóð? — Þá er Haraldur hinn hár-
fagri lagði undir sig endilangan Nor-
eg, og kúgaði skatt af mönnum, greind-
ist þjóðin (o: Noregsmenn) í tvo flokka;
annan flokkinn skipuðu þeir, er þoldu
kúgunina og gengu til handa konungi,
hinn flokkinn þar á móti þeir, er eliki
þoldu kúgunina og stukku úr landi.
Island er að mestu byggt af hinum
síðarnefnda flokknum. Er það' eitt
nóg til að gjöra nokkurn þjóðernis-
mun Islendinga og Norðmanna. Af-
kvæmi fijálslynda flokksins hefur nú
lifað í þúsund ár út á heimsenda, að-
skilin frá öðrum þjóðum með stóru og
torsóttu úthafi. Þúsund ára ólik æfi
hefur nú eigi þurft til að gjöra tvær
þjóðir ólikar. Ekkert er því eðlilegra,
en að Islendingar hafi eiginlegleika,
er eigi finnast hjá öðrum þjóðum. Þeir
hafa verndað tungu, er eigi er töluð
annars staðar, en á þó móðurrjettinn
gagnvart öðrum tungum. Þeir eiga
bókmenntir, ergjörthafa miklu stærri
þjóð, en þeir eru, heiður með þvi, að
vera i vörzlum hennar. Þeir hafa af
stærri náttúruviðburðum að segja, en
flestar aðrar þjóðir í hinum menntaða
heimi. Þeir eru daglega háðir áhrif-
um, er engin þjóð þekkir önnur, og
þurfa að hætta lífi sinu gegn ógnunj,
er flestar aðrar þjóðir hafa lítið af að
segja. Þetta er það sem ollir því, að
eðlisfar Islendinga hlytur að verða mjög
svo frábrugðið, og það er næg ástæða
til þess, að Islendingar geta eigi ann-
að en verið þjóð út af fyrir sig, hvort
heldur þeim þykir það eptirsóknarvert
eða eigi. Væri Islendingar horfnir
með fósturjörðu sína suður til Dan-
merkur, væri þeim og eflaust tilvinn-
andi, að oflra tungu og þjóðerni og
gjörast ein þjóð með Dönum. Þá væri
það eðlilegt og gagnlegt; en þar sem
eins hagar til og er, þá er þvílíkt
þjóðernissamband hvorki framkvæman-
legt nje æskilegt.
Það er skoðun vor, og það er al-
menn skoðun, að hver einstaklingur
verði þá fyrst fær um —verði hann það
nokkurn tima—að sjá um sig sjálfur,
er hann er einn um það, einn um á-
byrgðina á starfi og lífi sínu. Haldi
t. d. einhver hönd, svo sem föður-
höndin allajafna hlifskyldi fyrir hon-
um, aptri honum frá sjerhverju því,
er miðað geti til tjóns og beri í einu
og öðru vit fyrir honum, þótt hann
sje kominn til vits og ára fyrir löngu,
lærir hann eigi á meðan að stjórna
högum sínum, sjá fyrir ráði sínu, þekkja
sjálfan sig og aðra. Plestra reynzla
mun vera sú, að þeim lærist þá fyrst
að sjá fyrir sjer, er þeir mega til. Það
er því nauðsyn og rjettur hvers ein-
staklings, er ekki er öðrum til byrði,
að hann ráði högum sínum sjálfur.
Hver sá, er ber blak af honum, veikir
einmitt með þvi sjálfstæði hans; því
reki hann sig á ófullkomleika, lærir
hann um leið að þekkja hann, og án