Þjóðólfur - 25.06.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.06.1886, Blaðsíða 3
103 hrísgrjón 26kr. og 28kr. (26kr.), Oveheradmjöl 100 pd. sekkir 12kr. 50a. (llkr. 50a.) með poka og 200 pd. á 20kr., hveitimjöl pd. frá 16a. til 20a. (18a.), kaffl pd. 40a., 50a., 55a. (50a.) tíg 60a.(55a.)eptir gæðum, exportkaffi pd.30a.,35a.og 40a. (38a.), kandís pd., 32a. til 36a. (28a. til 32a.) í kössum jafnvel ódýrara, hvitasykur pd. 30a. (26a.) í toppum 25a., púðursykur pd. 22a. (20a.), rjól pd,120a, 135a. til 140a.(125a.), munn- tóbak pd. 200a. (185a.), brennivín 80a., stein- olía 20a. pott., salt 450a. til 475a. tunn., stein- kol 4kr. 10 skeppur, járn pd. 16a. til 20a,, hestajárn gangurinn með nöglum 75a. til 116a. beztu járn án nagla lkr., ljáblöð lkr., 12 feta málsborð lOkr. til 12 kr. tylftin og minna hjá timburkaupmönnum. Nýlosiinð bruuð. Miklaholt 29./5., metið 1363kr. Mývatnsþing 29-/5., m. 921 kr. Oddi 15./6., m. 2730kr. Stafbolt 15./6., m. 1675kr. og Útskálar 15./6., m. 1697kr. (Prestarnir á siðastnefndum brauðum, sira Stefán próf. Þor- t'aldsson, r. af' dbr. og síj-a Sig. B. Sivertsen, r- af dbr. .fengu sama dag lausn frá pi’ests- skap). Kvennaskólinn á Ytriey veturinn’85—86. •ú skólanum hafa næstliðinn vetur verið 30 náms- nieyjar. Þarafl 2 allan veturinn, 6 annað kennslu- limabilið og 12 mismunandi langan tíma. Náms- loeyjuni var skipt i prjá bekki. í öðrum bekk voru 4 námsmeyjar. Bóklegt var þar kennt: íslenzka, danska, enska, veraldarsaga, grasa- fræði, teikning, söngur og orgelspil. Yerkle fatasaumur, ýmislegur útsaumur, prjón, bekl o í fyrsta bekk voru 14 námsmeyjar. Bóklc var par kennt: skript, reikningur, íslenzi landafræði, íslandssaga, veraldarsaga, dans og söngur. Verklegt: fatasaumur, ýmisleg útsaumur, prjón, hekl o. fl. í handavinnube Voru 12 námsmeyjar. Verklegt var þar keni fatasaumur, ýmislegur útsaumur, prjón, bekl o £ öllum bekkjum var keund matreiðsla, þvott og hirðing á berbergjum. Nokkrum sinm Horu haldnir fyrirlestrar i heilbrigðisfræði. Næstliðinn vetur var af kennslukonum úámsmeyjum Ytrieyjarskóla safnað til hlu ^oltu, til að stofna bókasafnssjóð fyrir kvenna skóla Húnvetninga og Skagfirðinga. Hlutavelt au var haldin að Ytriey 27. april, og varð á góði hennar 150kr., og auk þess eru á 8. hundr að munir eptir, sem síðar verður haldin lduta velli á. Á eptir ldutaveltunni var af 6 náms tteyjum leikinn sjónarleikur eptir Holberg, þari ®Ptir var sungið, og þótti það góð skemmtun. Kjörfundurinn í Árnessýslu var baldinn ai Hraungerði 9. þ. m. í byrjun fundarins vakt: sjei'a ísl. Gislason eptirtekt manna á, að kjör skrárnar væru ekki löglegar og sýslumaðui sjálfur játaði breint og beiut, að þær væru 6 löglegar, en buggaði menn með því, að víðai Væi'i pottur brotinn i þvi efni t. d. i Rvík optir þvi, sem bann befði heyrt. Sjera St, Stepbensen tók það fram, að slíkt væri að úenna sveitastjórnum, sýslum. og amtm. — ingmannaefnin töluðu eptir stafrofsröð, fyrst .sjera Jens Pálsson. Hann taldi sjálfsagt að breyta stjórnarskránni, sakir fjarsetu ókunn- ugleilca og ábyrgðarleysis hinnar æðstu stjórn- ar landsins. Stjórnarskrárfrv. frá 1885 rjeði þó eigi til hlítar bót á þessum göllum, 1. sakir ákvörðunarinnar að „konungur eða landstjóri" skuli skrifa undir ályktanir þær, er snerta lög- gjöf og stjórn, þvi að konungur gæti sjálfur haldið staðfestingarvaldinu og þá þyrftu málin að ganga út til Danmerkur til úrlausnar eins eptir sem áður. 2. Stjórnin hefði heimild til að gefa út bráðabirgðarfjárlög. 3. Konungur mætti náða ráðgjafa skylyrðislaust 'fyrir allt annað en brot á stjórnarskránni. Hann vildi því láta þingið i surnar kippa þessum göllum i lag með þvi að gera konungi óheimilt að gefa út bráðabyrgðarfjárlög og náða ráðgjafa án samþykkis neðri deildar. Það er og skoðun hans, sem hvergi hefur komið fram áður, að „undirskript landstjóra með hlutaðeigandi ráð- gjafa, skyldi vera nóg til að gefa ákvörðunum alþingis iagagildi, nema konungur liafi innan 12 vikna frá birtingu þeirra lýst ósamþykki sínu á með konunglegri auglýsingu og jafnframt viki landstjóra úr völdum“. Þessu öllu kvaðst bann muudi lialdafram á þingi. Ef þettanæði ekki fram að ganga á þingi í sumar, mundi hann greiða atkvæði með stjórnarskrárfrv. frá 1885. Hann var mikið með eflingu búnaðar bæði til lands og sjávar, mjög með alþýðu- menntun (sbr. ritgjörðir hans i ísaf. 1885) og samg'óngumálum; „þeir vegir, sem mest væri flutningsmagn um, ættu að sitja í fyrirrúmi, en alls eigi póstvegir,,; ætti því að leggja vagn- vegi frá kaupstöðunum upp eptir hjeruðunnm. Slcattamál öll í ólagi; kvaðst „hallast að af- námi allra fastra skatta en innleiðslu tolla“. Var með lagaslwla. Laun embœttismanna taldi hann hæfileg frá 1600 kr. til 4000 kr., og „engin ástæða væri til að launa kaupstaðar emb.m. hærra en sveitar emb.m., er störf þeirra væru jafnmikil og jafnmikilvæg11. Land- stjóra nægði þau laun, sem landshöfðingi befði nú, ráðgjöfunum 4000 kr. og skrifstofustjórum 2000 kr. Auk amtmannaembættanna vildi bann afnema biskupsembættið, er stjórnarbrt. kæmist á; vígslustarfa ætti forstöðumaður prestaskól- aus að hafa á hendi. I fjárveitingum þingsins vildi hann bafa fyrir augum gagn og nytsemi þess, sem fjeð væi'i veitt til. Fensmarhsmálið vildi hann láta þingið rannsaka og gjöra sitt ýtrasta til að fá bættan þann skaða, sem lands- sjóður befði beðið af völdum Pensmarks. Skúli Þorvardarson, sem bauð sig fram eptir áskor- un tveggja kjósenda, kvaðst að vísu lítt. fær til þingmennsku og færðist heldur undan kosn- ing, en þótti þö „mai\núðlegra“ að verða viðá- skoruninni. Hann var sömu skoðunar, sem sjera J. P. um öll uiálin, nema stjórnarskrár- málið og samgöngumál; viðurkenndi að vísu alla þá galla á stjskr. frv., sem sjera J. P. talaði um, en vildi þó gefa þvi atkvæði óbreyttu, af þvi, að það mundi siður ná samþykki, ef lengra væri farið. Vagnvegi kvað haun dýra. Þorlákur Gnðmundsson talaði ekki lengi því að kjósendurnir þekktu skoðanir hans af þing- tíðindunum, blöðunum og ritlingum hans. TJm- ræðurnar stóðu um l3/4 klukkustundar og þó sýndu menn óþreyju á meðan. Þorl. G. fjekk öll atkv. (108), S. Þ. 77 og sjera J. P. 31 at- kvæði. Kjörfundurinn í Húnavatnssýslu var hald- inn á Sveinsstöðum 10. þ. m. Fyrir þingmanna- efnin voru lagðar þessar spurningar: 1. „Er það fyrirætlun þingmannaefnanna, ef þau kom- ast á þing, að greiða atkvæði með stjórnar- skrárfrumvarpinu frá síðasta þingi alveg ó- breyttu? 2.. „Hver lög þarf næsta þing að semja og samþykkja sem afleiðing af því, að það fallist á stjskr.frv. síðasta þings og vilja þingm.efnin láta afnema biskupsembættið?11 3. „Hverjar eru skoðanir þingm.efnanna á gufu- skipaferðum og póstgöngum og lagaskóla?" 4. „Hvað vilja þingm.efnin láta næsta þing gera i Fensmarksmálinu ?“ 5. „Hvernig vilja þing- m,efnin láta skipa búnaðarskólamáli landins?“ Iíverjum af þessum spurningúm út af fyrir sig svöruðu þingm.efnin eptiruppbafsstaf nafuanna. 1. E. Briem var eindregið með stjórnarskr,- frv., en taldi óbyggilegt að gera kröfur um stjórnarbætur, sem færu fram yfir jafnrjetti við Dani. — Páll Pálsson svaraði i likurn anda; það, sem • bann legði áherzlu á að fá, væri inn- lend stjðrn og hún fengist, ef stjskrfrv. yrði að lögum. Frestandi neitunarvald vildi hann fara fram á, ef stjórnin væri útlend. eins og nú er. — Ska.pti Jósepsson fann margt að stjórnarskrárfrv., alveg hið sama, sem sjera Jens Pálsson og getið er hjer að framan. Auk þess þótti honum ótært, að eigi væri ákveðið, að landstjóri skyldi vinna eið að stjórnar- skránni, og hverrar trúar hann skyldi vera; enn fremur óbafandi, að í upptalningunni sjer- stöku málanna væri sleppt orðinu, „siglingar", sem stæði í stöðulögunum. Hann hjelt og fram frestandi neitunarvaldi. — Þorleifur Jónsson vildi samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið ó-- breytt, og taldi hyggilegast að fara eigi lengra en það gerði, fyrst af því að það fengist miklu heldur en frekari kröfur; í öðru lagi væri að gætandi, að konungur gerði ekkert i stjórnar- málum, nema eptir ráði ráðgjafanna, og er kon- ungur ákvæði, hver völd landstjóri skyldi hafa, færi hann eptir ráðum hinna isl. ráðgjafa, því að undir danska ráðgjafa heyrði það ekki, og myndu ísl. ráðgj. eigi ráða honum frá að láta landstjóra staðfesta lög og stjórnarályktanir; í þriðja lagi mætti seinna breyta stjórnarskr. á ný, ef reynslan sýndi, að ekki ^ væri nú nógu langt farið, og þær breytingar um frekari kröfur fengjust þá miklu fremup en nú, þar sem ekki þyrfti að sækja þær í hendur danskrar stjórnar, beldur væri það bvort þær fengjust, komið undir því, að isl. ráðgjafar rjeði til þeirra, og ekki ætlaði hann þá svo ódrenglynda og óþjóðholla að ráða frá því, sem landinu væri fyrir beztu. Sk. J. þótti ofgott traust borið til isl. ráðgjafanna, þar sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.