Þjóðólfur - 25.06.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.06.1886, Blaðsíða 4
104 menn hefðu dæmin fyrir sjer, hvernig konung- kjömir þingmenn og sumir emb.menn hefðu reynzt. Þ. J. kvað ekki miðandi við það, því að þeir hefðu átt upphefð og embætti að sækja í hendur danskrar stjðrnar, en það hefðu ekki ísl. ráðgjafarnir. 2. spurningunni svöruðu öll þingm.efnin likt, að þingið þyrfti að semja lög um stofnun ráð- gjafaemh. og skrifstofustjðraemb. og í sambandi við það um afnám og breytingu á æðstu emb. laudsins, þar á meðal hiskupsemb., sem hlyti að taka miklum hreytingum og eptir skoðun Þ. .T. mætti afnema. Sömuleiðis lög um laun hinna nýju emb.m.; gat Þ. J. þess, að laun landsstj. ættu í hæsta lagi að vera 10000 kr., laun ráð- gj. í hæsta lagi 5000 kr. og skrifstofustj. 2500 kr. Mundi þá kostnaðurinn við hina nýju stjórn eigi geta orðið meiri en nfi er. Enn fremur ætti þingið að semja lög um kosningar til efri deildar, og ef vel væri lög um ábyrgð ráðgjaf- anna. 3. Gufuskipin vildu þ.m.efnin láta koma á sem flestar hafnir; Þ. J. vildi láta skipta 1. vorpóstferðinni eins og gert er með vetrarferð- irnar; hann vildi og láta aukapósta ganga að sumrinu frá höfnunum, þar sem strandferða- skipin koma, upp um sveitirnar jafnoptog skip- in koma; þá þyrfti ekki aðalpósta nema frá Rvik og austur í Skaptafellssýslu og norður í Hfinavatnssýslu. Lagaskóla vildu allir fá. 4. Eensmarksmálið vildu öll þ.m.efnin láta næsta þing rannsaka, og Þ. J. hætti því við, að það þætti sjer ekki fullnægjandi; hann vildi láta þingið gera það, sem unnt væri, að hvorki landssjóður , nje ómyndugir, eða sýslusjóður , biði tjón í þessu máli, og að þingið færi svo langt í þvi, sem unnt væri. 5. Bfinaðarskólamálinu voru öll þingm.efnin hlynnt, en ekkert ákveðið fyrirkomulag komu þáu með, nema Þ. J„ sem vildi hafa 1 búnað- arskóla í hverjum fjörðungi; skyldi hfinaðar- skólagjald þeirra sýslna, sem væru um hvern skóla, ganga til hans. Landssjóður skyldi veita lán til að stofna þá; og síðan árlegan styrk, sein yrði að miðast við fitgjöld skólanna, eink- um laun kennara, námspiltahald, endurborgun á skuldum og jarðabætur. Sjálfsagt að bfinað- arskólastofnunin ætti sjálf búið og jörðina. Ýmsar fleiri spurningar voru lagðar fram, en sakir þess, hve áliðið var dágs, voru þær tekn- ar aptur, en eptir áskorun lofuðu þ.m.efnin að eiga jafnan fund með kjósendunum fyrir hvert þing. — Við kosningarnar ætlaði einn kjósandi ekki að kjósa nema annan þingm., en kjör- stjórnin firskurðaði, að atkv. lians yrði ekki tekið til greina, nema liann kysi tvo, svo að hann gerði það. Þrátt fyrir slæma vegi og mikla yatnavexti var fundurinn vel sóttur (133 kjósendur, en alls um 200 manna). Póstskipið Kornnv kom hingað i gær. Með því komu nokkrir farþegjar; þar á meðal fá- einir Englendingar. Yfir höfuð tíðindalitið f'rá útlöndum, nema frá Englandi. 7. jfiní fór fram við 2. umræðu atkvæðagreiðslan í parlamentinu um frumvarp Gladstone, um sjálfsforræði íra; var frv. fellt með 341 atkv. móti 311. Gladstones ætlar að rjfifa þingið og situr því að völdum, þangað til hann sjer, hvernig hinar nýju kosningar ganga. Missögn. í 15. nr. Þjóðólfs þ. á. er sagt, að Helgi á Svarfhóli hafi verið í vitorði með Eyrarbakkaþjófunum, en það er mishermt og er maðurinn að öllu leyti saklaus samkvæmt vott- orði frá Stefáni sýslum. Bjarnarsyni dags 27. maí þ. á. AUGLYSINGAR f samíeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Nýja kistu með nafninu Elísahet Gests- dóttir, hefur einhver, sem kom nú með Lauru óviljandi eða viljandi dregið sjer. Á þá per- sónu er skorað að skila kistunni til Sigm. prent- ara Guðmundssonar. TAKIÐ EPTIR. Brúkuð íslenzk frímerki eru einungis borguð með hæsta verði í J. P. T. Brydes búð. N. B. Nielseu. Snemmai þessuin mánuði hefurrekiðá Herdísúar- vikurfjöru hvíthnýflóttur sauður 2ja vetra með mark: hálft af apt. bæði. Rjettur eigandi má vitja andvirðisins til undirskrifaðs að frádregn- um kostnaði fyrir septemberlok næstk. Herdísarvík 31. raaí 1886. Bjarni Hannesson. _t'’rá miðjum jfilímánuði næstkomandi verður ferðamönnum seldur greiði og hýsing i Dalasýslu fyrir þessa borgun: máltið af góðum en óbreyttum mat á 30 aura kaffibolli......................-10 — rfimlán fyrir einn mann nséturlangt - 15 — fjórðungur af heyi eptir gæðum á 25-50 — Þetta auglýsist hjer með eptir ósk hrepps- nefndanna og í umboði sýslunefndarinnar í Dalasýslu. Skrifstofu Dalasýslu, Staðarfelli 16. d. jfiním. 1886 Halldór Daníclsson. Uppbo ðsauglýsing. Laugardaginn næstkomandi, 26. þ. m. verð- ur opinbert uppboð lialdið á borgarastofunni hjer i bænum, og verður þar eptir heiðni cand. Ásmundar Sveinssonar, selt töluvert af bókum. Listi yfir hækurnar liggur til sýnis á skrif- stofu bæjarfógetans daginn fyrir uppboðið, sem byrjar kl. 12. á hádegi, og verða uppboðsskil- málar auglýstir á uppboðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Reykjavik 23. júní 1886. .Jón Jensson settur. Hjer með gefst til kynna, að verzl- nn sú, er jeg hef átt part í, og und- anfarandi ár hefur gengið undir nafn- inu J. M. Falck & Co., hef jeg nú afhent frá mjer, til eignar og umráða herra kaupmanni M. Joehuinssyni, sem var sameigandi minn að tjeðri verzlun. ísafirði 6. jfiní 1886. J. M. Falck. Að ofannefnd verzlun J. M'. Falck & Co. verður nú hjer eptir rekin und- ir nafni M. Jocliumssonar, auglýsist hjer með öllum skiptavinum nefndrar fjelagsverzlunar, og eru þeir jafnframt vinsamlega heðnir að snria sjer til mín undirskrifaðs sem fyrst með lúkningu á skuldum sínum, eins og þeir, er til góða eiga hjer á landi við tjeða verzl- un, verða áð eiga við mig um borgun á því- ísafirði, 6. júní 1886. M. Jochumsson. GS-óðir íslenzkir rokkar fást hjá Markfisi Magnússyni í Kirkjulækjarkoti í Fljót.shlíð fyrir 8 kr. til 14 kr. og eru þeir hvergi eins ódýrir. Jb’inns kirkjusaga fæst til kaups hjá ritstj. Þjóðólfs. Með þvi að eg hefi framselt þeim herra B. Muus & Co. í Kaupmanna- höfn allar mínar útistandandi skuldir, eins og þær eru eptir verzlunarbók- unum þann “22. júní þ. á., og hefi falið cand. jur. Guðlaugi Gruðmunds- syni á hendur að ganga eptir skuld- unum, þá vil eg hjer með áminna alla, sem skulda mjer, um að borga skuldir sínar hið fyrsta. Reykjnvík 22. jfiní 1886. Þorlákur 0. Johnson. Samkvæmt ofanritaðri auglýsing er hjer með skorað á alla hlutaðeig- endur að greiða mjer hið fyrsta skuld- ir sínar, eða semja við mig um borg- un á þeim, Þeir innanbæjar- og nærsveitamenn, er eigi hafa gert það fyrir þann 5. júlí þ. á., geta búizt við lögsókn án ýtrari fyrirvara. d. u. s. duðl. Ouðmundsson, oand. juris. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastig. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.