Þjóðólfur - 25.06.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.06.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júlí. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn (skrídeg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. júní 1886. Xr. 26. Fá orö um heyverkun. Eptir Hermann Jónasarson. —o— Nú er kominn síðasti mai, og sjest þó varla votta fyrir gróðri á túnum hjer á Norðurlandi, því að svo er tíðin ' köld. Ef þessari tíð heldur lengur, er auðsær grasbrestur í sumar. Ætti því hver og einn að hafa hugfast, að reyna að fá svo góða verkun á hey sín, sem verður, og tíðaffar frekast leyfir. Það, sem einkum er að athuga i þvi efni, er að sjá um, að hey, sem farin eru að þorna, rigni ekki nje blotni af tiáttfalli. Aldrei skyldi því láta hey Úggja í ljá, heldur raka það jafnóð- ef veður leyfir; því að ekkert hey skemmist eins fljótt sem það, er i ljá liggur; einnig sparar þetta verk; því að rakstur gengur mikið seinna, ef Ijain er rignd niður eða veðurbarin. Ef hálfþurt hey verður gegnvott, tap- ar það vanalega */g af næringarefnum sínum og jafnvel meiru, einkum efþað ©r snemmslegið; því að eptir því sem heyið er safameira og auðmeltara, eptir því þolir það ver hrakning. í- trekist það nokkrum sinnum, að sama hey rigni og hálfþorni á milli, miss- tst meiri hluti af næringarefnum þess. Að þur hey missi svona mikið við að ftgna, sjest af dæmum þeim, sem til eru bæði hjer á landi og erlendis, að heitu vatni hefur verið helt á þurt h0y og þannig búið til heyte, sem hefur svo verið haft í mjólkur stað handa kálfum. ]>ag er þvf áríðandi, Hð reyna ætið að taka hey saman, Sem farið er að þorna, á undan hverj- urn regnskúr; lata það aldrei liggja flatt að nóttu til, nema vindur sje og íyrirsjáanlegur þurkur, þvi að ófær er 811 aðferð, sem víða er höfð, að láta heyið liggja stöðugt flatt, jafnt nótt Sem dag, þar til það er orðið svo þurt eða kraptlaust, að óhætt sje að taka það inn. Enn ekki er hægt að verka heyið vel, nema þurkvöllur sje góður; ætti því að sækjast eptir að hafa hann sem beztan; enda sparar það opt vinnu, að flytja heyið saman á góðan þurk- völl, í stað þess að hafa það i mörg- um smáflekkjapentum, hjer og hvar um engið, á vondum þurkvelli. Þegar heyið er orðið þurt, skyldi ætíð binda það inn, svo fljótt sem hægt er; því að sú venja, semvíða er höfð, að láta heyið standa lengi í bólstr- um eða sæti, áður en það er bundið inn, ætti alls ekki að eiga sjer stað, þvi að mörg eru dæmi þess, að vatn eða veður hafi tekið slíkt hey. Allir hafa og sjeð, að hey, sem lengi stend- ur bert, verður hvítt utan; er það fyrir það, að það þornar eða blotnar til skiptis. Ef hey stendur því lengi í smábólstrum eða sæti, getur allt að x/8 heysins misst mestan hluta næringar- efna sinna. Enn er það, að heyið slagnar neðan, mygglar því vanalega og skemmist á þann hátt; því að mygglan lifir á næringarefnum, sem hún dregur úr heyinu. Þar að auki er mygglan óholl fyrir skepnur. Að taka hey svo illa þur, að soð- hiti hlaupi í þau, er og ófært, ef ahn- ars er kostur; þvi að við það missa heyin næringarefni. Kraptmest eru heyin, ef þau eru tekin svo þur, að ekki hitni í þeim, og þannig meðfarn- ar eru flestar heytegundir hollastar. Það hey, sem sett er í hlöður, ætti helzt að þekja ofan; því að við það þjettist heyið, svo að loptið nær síður áð verka á það. En eptir því sem minna lopt kemst að heyum, eptir því halda þau betur krapti sínum og gæðum. Þegar hlöðhrnar leka, skemmast og heyin síður, ef þau eru þakin. Mörgum mun þykja tafsamt að verka vel hey sín, en aðgætandi er, að eins, ef ekki betur, gefast 200 hestar af vel- verkuðu heyi, sem 300 hestar af hröktu og illa verkuðu heyi. Það er mikil hlífð við jörðina, að fella ekki grasið að óþörfu; og ef rjett er athugað, sparast opt vinna við að verka vel heyin, og þá fyrst er hægt að eiga hraustar og vel arðberandi skepnur. Að vísu er flestum þetta ljóst af reynslunni, en því miður er þess ekki jafnan gætt, því að sums staðar eru hey illa verkuð, hvernig sem tíðin er. Menn sjá bezt á veturna, hversu skað- leg ill verkun á heyjum er, enda ber það opt við, að menn segja þá: „Heyin voru svo illa verkuð, að þau eru ekki að hálfu gagni“. „Heyin eru svo illa verkuð, að skepnurnar ætla að drepast út frá þeim“. Skýrsla um flskiveiðarviðFaxaflóa síðustu vetrarvertíð. Nálægt viku fyrri en lög leyfa að leggja þorskanet í Paxflóa, lagði Þórður •bóndi í Görðunum við Reykjavik net sín íit í Garðsjó, flskaði þegar ágætlega í þau; en eptir fáa daga voruþau tekinupp af umsjónarmönn- um full af fiski og flutt í land samkvæmt lög- um. Þann 14. marz lögðu enn nokkrir Inn- nesingar i Garðsjóinn og fiskuðu þar ágætlega, þangað til net þeirra voru tekin upp. Þann sama dag voru og net almennt lögð á merkja- línuna og innan hennar, en þar varð að eins fiskvart fyrstu daga vertiðarinnar og mjög aflalítið allt fram að 28. marz. — En allan þann tíma voru Innnesingar við og við að leggja í Garðsjóinn, og var sagt, að þeir hefðu sumar nætur vakað yfir netum sínum, enda öfluðu þeir vel i netin, en á færi varð varla vart þar. Þann 15. og 16. marz fiskuðu nokk- ur skip við rek á Bollaslóð bæði þorsk og þyrsk- ling, sem liklega hefur hörfað úr Garðsjónum undan netafiskinum inn á Sviðið. Á grunni varð ekki vart á færi þessa daga og sárlitið í net. Þann 28. marz var komið hörku norðan- veður, sem stóð yfir í fulla viku með miklum sjávargangi og hörðu frosti, en smástraumur var. í veðrinu einkum fyrstu dagana, var hjer inn með landinu ákafiega mikil fuglferð. Sunnudaginn 4. april, sem var annar stór- straumsdagur eptir 14. marz, var komið blíða logn; fóru þá allir hjel- að vitja neta sinna og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.