Þjóðólfur - 25.06.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.06.1886, Blaðsíða 2
102 flytja ])au í land, eins og lögboðið er að gjöra í 2 fyrstu stórstrauma vertíðarinnar. Þau fundust öll óskemmd og því nær full af fiski, djúpt og grnnnt á þeim miðum, sem þau voru lögð á fyrir veðrið. — Fyrir veðrið voru fáir búnir að leggja meira en bjer um bil helming neta sinna, því fram að því var mjög lítið um flsk á grunni, nema rjett fyrir veðrið varð vel vart í net á Vogahrauni. — Þann 6. apríl þutu allir út með öll sín net í von um mikinn afla; en sú von brást að mestu, því þann 7. varð að eins vart alstaðar, djúpt og grunnt, utast sem innst á öllu því svæði, sem fiskiveiðasam- þykktin nær yflr og jafnvel inn á fiskimiðum sjálfra Seltirninga. Á Akranesi var og sagt að verið hefði mokflski eptir norðanveðrið. Fram að 14. april var bjer mjög tregt í net- in, en alltaf og alstaðar vart, en úr því fór aflinn að glæðast. Þann dag (14. apríl) flsk- uðu hjer í fyrsta sinn á færi 3 bátar, um 30, 40 og 50 í hlut. Þann 15. apríl var landsynn- ingsstormur, reru þá margir, en gátu ekki vitjað um net eða setið fyrir stormi, nema fáir menn í Njarðvíkum, sem vitjuðu um 1 trossu hver á merkjalinunni út undir Leindandi og fengu 100—200 á skip. Daginn áður var mokfiski rjett fyrir utan merkjalínuna 300— 600 á skip, og þá voru margir Innnesingar, Garðmenn og Leirumenn búnir að leggja þar net sín. Þann 14. og 15. fiskaðist lítið innar- lega á merkjunum, en vel út við landið. Þann 16. var sunnan-stormur fyrri hluta dagsins, reru sumir með færi og fiskuðu allvel; seinni hluta dagsins lygndi, svo að sumir vitjuðu um net og fiskuðu þeir mæta vel, er áttu net sín nokkuð sunnarlega á merkjunum, en miður innar á þeim; þó varð allvel vart viða út á línunni, en lítið fyrir ofan hana (landmegin við hana). Þann 17. fiskaðist vel og nokkru innar með linunni en áður, en mjög litið landmegin við hana þegar nokkuð dró frá henni. Þann 19. gjörði landsynningsrok um miðjan morgun, svo allir urðu að hleypa frá netunum fullum af fiski; margir fengu meira en hálfermi í einni trossu. Þann 20. var hjer almennt mokfiski á merkjunum, allt að 900 á skip, Keilir um miðja Vatnsleysuströnd og sunnar, en þó treg- ara út við Leiruland. Þann 21. mjög tregt, út við landið, en mokfiski frá þvi Keilir um Brunnastaði allt inn um Knarnes og Súlur um ytri skoru. Innar voru ekki net lögð þá. Þann 23. aflaðist vel í net Keilir um Hlöðunes og inn um Breiðagerði; en þá þverraði aflinn út við Leiruland og færðist inn með línunni, þó komst aldrei mikill netafiskur inn fyrir lín- una, heldur leit út fyrir. að fiskigangan þok- aðist hægt og hægt inn með netagarðinum, sem lá á merkjalínunni, likt og þegar fjárhópur rennur með girðing-u, sem liann kemst ekki yfir. ' Þann 24. fiskaðist að vísu i þau net, sem ekki var vitjað um daginn áður, en mikið minna i j þau, sem þá voru tæmd. Nokkrir menn voru þá kornnir með net sin út fyrir merkin og fóru þeir }iá að afla betur en þeir sem áttu net á merkjunum, en ekki kom fiskur að mun lengra inn með linunni en áður er getið. Má af þessu ráða, að upp frá þessum degi fór fisld- gangan að halda norður og til djúps frá þeirri miklu netastöppu, sem hindraði hana frá að ganga á grunnið, þvi þann 27. var fremur tregt í net á línunni, en þá fiskuðu þeir Auðna- menn og Vatnslcysingar, sem áttu net fyrir utan línuna. Þann 24. fiskaðist vel á færi í Leirusjó. Þann 27. var almennt fremur tregt í net á merkjum eins og áður er sagt, en allir fiskuðu mæta vel á færi þann dag, bæði i Leiru- sjó og Strandarleir, að kalla má hlaðfiski al- mennt. 28. varð að eins vart í net; nokkrir bátar fiskuðu vel á færi á grunni, þó sumir lítið, en öll skip lítið. 29. var vestan-nepja, en þó allgott sjóveður, en enginn fiskaði vel. 30. var ágætt sjóveður, en enginn fiskaði, hvorki í net nje á færi. Frá 1. til 5. maí sama fiski- leysi bæði í net og á færi, 1—10 í hlut; þó fiskaði 1 skip á Leirukletti 40 i hlut og nokkr- ir Vatnsleysingar norðurí Forum þann 5. maí. Þann 6. mai fengu nokkrii hjer í Leirnum 10 —30 i hlut, en flestir fiskuðu þá mjög litið. 1.—5. mai voru net tekin upp. Bptir 6. maí. fóru sumir að róa með lóðir og beittu síld, fengu þeir töluvert af þorski og smáfiski fyrstu dagana, en bráðum minnkaði þorskaflinn. Af þessari skýrslu má nú ljóslega sjá: að fiskur hefur gengið snemma inn i (farðsjóinn í ár, að hann hefur verið seinn á sjer og tregur til að ganga þaðan inn á grunnið, og mik- ill fisku rhefur legið þar kyrr, af göml- um vana, að nokkuð af göngunni hef- ur smátt og smátt þokazt inn með Leirulandinu inn að netagarðinum, sem lá á merkjalínunni, en ekkert að mun inn fyrir netin, heldur hefur fisk- urinn þokazt inn með netunum djúp- megin og loksins hrakizt frá þeim til djúps, þegar hann varð sífellt fyrir þessari mótstöðu og grjótkasti. Fyrst að nú netin, sem á grunni liggja hrekja þannig fiskinn af grunn- inu, þá má geta því nærri, að því nær enginn fiskur hefði komið inn í Strand- arleir, ef nú hefðu legið eins mörg net í Garðsjó og undanfarin ár, og þá liefði orðið lítill afli hjer almennt. En nú munu vera hjer almennt 100—-300 til hlutar, sem er því að þakka, að hægra var að ná til aflans er undan- farin ár. Fiskiveiðasamþykktin hefur þarinig nú þegar á fyrsta ári haft mikið meiri og betri afleiðingar á aflabrögðin en flestir gátu búizt við í fyrra vor; en þó hefði þurft að taka upp net í 3 fyrstu stórstrauma, því þá hefði fisk- ur gengið á grunnbrúnir, lagzt þar og fengizt optar og lengur á færi en nú varð raun á. Þórustöðum 15. maí 1886. Egill Guðmundsson. Reykjavík 25. júní 1886. Þiug-mannakosniug'ar. Fyrir ísafjarðarsýslu eru kosnir sjera Sigurður Stefánsson í Vigur með 68 atkv. og Gunnar Halldðrsson, bóndi í Skálavík með 50 atkv. Th. Thorsteinsson, sem þar var og í boði, fjekk 17 atkv. 5 kjósendur kusu að eins annan þingmanninn. Fyrir Þing- eyjarsýslu sjera Benedikt Kristjánsson í Múla og Jón Jónsson bóndi á Arnarvatni. Norður- múlasýslu Þorvarður læknir Kjerúlf og sýslum. Einar Thorlacius. Suðuripúlas. bæjarfulltrúi Jðn Olafsson með 130(?) atkv. og sjera Lárus Halldórsson með 101 atkv. Sjera Sigurður Gunnarsson var þar og í boði og fjekk um 40 atkv. Austurskaptafellss. sjera Sveinn Eiríks- son á Sandfelli, sjera Jón prófastur Jónsson bauð sig og þar fram, en honum var hafnað. Vesturskaptafellss. Olafur Pálsson umboðsm. Þar bauð Jón Einarsson í Hemru sig fram. Vestmannaeyjas. Þorsteinn bóndi Jónsson. Strandferðaskipið Laura kom hingað 22. þ. m. kl. 10 e. h. að norðan og vestan. Með því voru um 100 farþegjar. Fór fram hjá Eski- firði og kom á Seyðisfjörð 12. þ. m. um miðjan dag. Var þá Tliyra nýlega farin þaðan, svo að Laura náði ekki i hana. Laura fór til baka til Eskifjarðar, en á leið þaðan kom hún ekki við á Seyðisf. Laura fór og fram hjá Húsavík til Akureyrar, síðan þaðan á Húsav., en er hún fór þaðan, kom hún við i Hrisey en ekki á Akureyri. Enn fremur kom Laura alls ekki á Skagastr. Með þessu háttalagi komst póstflutn- ingur og fleira hjeðan ekki til útlanda með Thyru, farþegjar og flutningsgóz ekki frá Eskif. á Seyðisfj., nje heldur frá Húsavík alla leið á Akureyri, heldur að eins til Hríseyjar, svo og ekkert til Skagastrandar eða þaðan. Svo sýn- ist þó, sem Lauru hefði ekki legið svo mjög á, því að hvað á hún að gera með að ligg'ja hjer í 8 daga? Það er ekki i fyrsta skipti sem ís- lend. verða fyrir gjörræði í þessum strandferðuin. Verð á vörum. Ymsjr af kaupöndum blaðs- ins hafa óskað eptir, að það flytti stutta skýrslu um verð á helztu vörum bæði útlendum og inn- lendum ekki að eins hjer i Rvik, heldur og sem viðast af landinu. Þess konar skýrslur yrðu þvi þegnar með þökkum. Kaupinenn hjer hafa enn eigi kveðið upp neitt ákveðið verð á innlendum vörum, svo að i þetta sinn er sett verð á útlendri vöru að eins, og tákna tölurnar innan sviga verðið mótipeningum, en hinar tölurn- ar verðiðí reikning: Rúgur 200pd. 16kr. (15kr.), rúgmjöl 18kr. (17kr.), bankabygg 28kr. (26kr.), baunir 24 kr. (22 kr.) og 26kr. eptir gæðum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.