Þjóðólfur - 02.07.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.07.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- niorgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nenia komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, íostudaginn 2. júlí 1886. Xr. 27. Leiðrjettingar. í 23. tbl. bls. 89, 1. d., 1. 1. a. n.: samaþings fyrir Þing- ayjarsysla. 92. bls. 2. d. 20. 1. a. o.: sumum póstferðunum fyrir sumar póst- ferðunum. í 24. tbl. er og blaðsíðu- talan röng. Um heimfiutning Hafnardeildarinnar. frá Islendingi í Kaupmannahöfn. —:o:— Það er leiðinlegt, ef menn í Reykja- vík verða mjög svæsnir út af sam- þykktum deildarinnar bjer um heim- flutninginn. Það er von, að deildin bjer vísi frá árásum Reykjavíknrdeild- arinnar. Þessar árásir komu mjög ó- kurteislega fram, og voru menn hjer margir mjög óánægðir yfir þeim skorti á virðingu fyrir deildinni hjer, sem i þær baru vott um. Fjelagsmenn hjer þykjast allt eins góðir íslendingar eins og menn í Reykjavík. Islenzkir námsmenn í Höfn hafa aldrei getið sjer ófrægðarorð fyrir ófrjálslyndi eða ræktarleysi við ísland; jeg heldþvert j á moti, enda er það eðlilegt, því að ættjarðarástin er sjaldan meira lif- andi, en þegar menn eru í framandi landi og þrá ættjörðina. Það er þess- vegna vel skiljanlegt, að fallegustu kvæðin, sem ort hafa verið um ísland, hafa einmitt verið ort hjer; þetta á sjer stað bæði um kvæði eptir nú- litandi skáld og þau, sem áður hafa verið uppi. Hjer orti Jónas Hall- grimsson „ísland farsælda frón“ og hjer orti Bjarni þjóðkvæði vort „Eld- gamla ísafold“. Það er undarlegt, þegar menn í Reykjavik halda, að það sje frægð fyrir ísland. að flytja deildina hjer heim og tala um, að íslendingar, sem halda með Hafnardeildinni, sjeu mosa- vaxnir í selstöðuhugmyndinni , sem allir þekkja frá stjórnarbaráttunni, því að er hjer eigi allt öðru máli að gegna j en um stjórn landsins? Að hafa ís- j lands stjórn hjer er eigi rjett, af því að það, sem stjórnin á að sjá um er á Islandi, og stjórnendurnir hjer eru danskir, sem eru ókunnir högum Is- lands. En það, sem deildin hjer á að sjá um, er hjer í Kaupmannahöfn, og því eiga Reykj aví kurmenn, eins erfitt með að hafa stjórn á því, einsográð- gjafinn hjer á illt með að stjórna því, sem er á Islandi. Og þegar um frægðina er að tala, er það þá eigi einmitt frægð fyrir ísland að hafa deildina hjer. Deildin er eins og nokk- urs konar nýlenda íslands í Kaup- mannahöfn. Sýnir það eigi nokkurn krapt hjá Islendingum, að þeir í öðru landi skuli geta haft einskonar vís- indalega nýlendu ? Framkvæmdir deildarinnar sýna, að hjer eru krapt- ar, sem notáðir hafa verið til mikils gagns fyrir ísland, og er það þá rjett að íteykjvikingar setji loku fyrir, að þessir kraptar geti verkað íslandi í hag eins og að undanförnu ? Ef Royk- víkingar vilja vinna fyrir frægð og frama íslands, þá geta þeir það á ó- teljandi vegu, án þess að hefja ófrið við deiklina hjer, og gjöra árásir á sjálfstæði hennar. Það hefur eigi verið laust við, að fjelagsmenn hjer hafi á fundum ver- ið harðorðir um Reykjavikurmenn;. slíkt á auðvitað eigi að vera, þó að valla sje ástæða til að furða sig á því, eptir því sem árásir Reykjavíkur- manna voru frá upphafi. A fundin- \im í vetur sagði t. d. danskur mað- ur, sem ann Islandi og islenzkum bókmenntum, í ræðu, sem hann hjelt um þetta mál, að hjer væri.alveg eins °g þegar tveir menn væru í verzlun- j fjelagi; annur ynni eptir megni og ; hjeldi uppi verzluninni, en binn lægi upp í rúmi og gerði litið, en svo risi hann einn góðan veðurdag upp úr rúminu og segði við þann, sem starf- að hefði mest: „GTóðurinn minn, nú vil jeg ekki hafa þig lengur; jeg vil vera einn um verzlanina, þess vegna ætla jeg að hengja þig og hjálpaðu mjer nú til‘\ — Það hefur líka heyrzt hingað, að það hafi verið talað margt óþvegið orð í Reykjavík um deildina hjer, og það sem verst er, að á fund- inum, sem haldinn var sumarið 1883, þegar samþykkt var að fella deildina hjer, kvað hafa verið farið mörgum ó- sannindaorðum um deildina hjer; sagt að hún hefði gjört ýmislegt rangt, sem hún eigi hefur gjört. Deildin hefur eigi getað hrakið þetta, því að hún hefur aldrei fengið að vita, hvað menn höfðu henni þá til ámælis, þó að hún hafi þrábeðið um það. Menn hafa stundum verið að nefna það til, að alþingismenn flestir greiddu at- kvæði með heimflutningnum sumarið 1883. En þetta er eigi undarlegt, er þeir hafa trfiað þeim ósannindum, sem Reykvíkingar breíddu út um deildina hjer. Af brjefum, sem hafa komið með síðustu póstskipsferð frá Reykjavík, er auðsjeð að Reykvík- ingar eru reiðir út af nefndarálitinu um heimflutninginn. En þá ættu þeir að reyna að hrekja það með rök- um, sem víst verður erfitt fyrir þá. Það verður að vísu eigi hrakið, sem þar segir um kostnaðinn, og skoð- un manna hjer á lögum fjelagsins og sambandi deildanna, er skýrt er tek- ið fram í álitinu, hefur við mjög margt að styðjast, og víst er það, að ýmsir lögfræðingar, og það hinir beztu hafa látið i ljósi, að þessi skoðun sje rjett. Þurrabúöir, sveitarþyngsli o. fl. —:o:— Bæði í Þjóðólfi og Isafold fyrra ár birtust mjög vel samdar ritgjörðir um

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.