Þjóðólfur - 02.07.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.07.1886, Blaðsíða 2
106 sveitarþyngsli, sveitarstjórn og ileira þaraðlútandi. Ritgjörðir eptir sra. Ólaf Ólafsson og „Hu í ísafold þóttu mjer taka fram flestum öðrum, en lít- ið minntust höfundar þessara greina á það, sem jeg meina að sje aðalund- irrót hinna sívaxandi sveitarþyngsla í sj&vWrhreppunum. Jeg þykist bæði af eigin reynslu og líka af sveitarbók- unum vera viss um, að það er ekkert annað fremur, en hinn vaxandi tómt- húsmanna og húsmannafjöldi, sem er aðalorsök til hinna miklu sveitarvand- ræða, sem nú dynja yfir sjávarhrepp- ana, ogjeg vil meina að sjálfsmennsku- eða þurrabúðalífið við sjóinn komi líka mörgum sveitahreppi á knjen, því að á þessum síðustu árum hafa ýmsir sveitar hreppar fengiðfrá sjávarhrepp- unum ekki svo fáa sveitarómaga, en undirrótin til þessa er sú, að þeir, sem vegna fátæktar, jafnvel stundum vegna leti, ekki geta haldið jörð í sveit, eða vilja vera þar í vist, flykkjast að sjón- um í þeirri von, að geta lifað þar næðissamara og betralifi; sjvarmenn- irnir gefa þeim tækifæri til að setja sig þar niður með því að leyfa þeim og leigja þeim húsnæði, ef hús skyldi kalla, því híbýli margra þeirra mundu góðum búmönnum i sveitum ekki þykja boðleg fyrir reiðhesta sína. Eptir að þessir aumingjar hafa svo lifað hjer nokkur ár við örbyrgð og atvinnubrest og sumir hverjir reitt af sjer fjaðrirnar til þei'rra, sem leigt hafa þeim híbýlin, þá neyðast hreppsnefnd- ir sjávarhreppanna til að skerast í leikinn og endirinn verður optast sá, að þetta fólk er sent eins og fje til átthaga sinna aptur, opt með langan hala af illa siðuðum og vanhirtum af- kvæmum og ef til vill með sveitar- skuld í ofanálag. Sjávarmenn þurfa þó naumast að sækja fast eptir að- komandi mönnum í þurrabúðir sínar, því að það sýnist ekki orsök til að kvarta yfir því, að sjálfræðisfýsnin við sjóinn sje svo dauf, að ekki megi út- vega sjer í þær nóg af innlendum mönnum, auk þess, sem jeg álit skað- laust fyrir hreppsfjelagið, þótt þær fækkuðu að góðum mun. Það er sorglegt, en þó mun hægt að sanna það, að af öllum þeim fjölda, sem á síðastliðnum 20 árnm hefur flutt inn í þennan hrepp og sezt hjer að í þurrabúðum, eru einungis sárfáir menn, sem geta talizt verulega upp- byggilegir. Hinir, sem hjer eru inn- fæddir, eru að vísu allfæstir uppbyggi- legri, en um þá tjáir ekki að tala, þeir verða hjer að vera og lifa á ann- ara, sveitunga sinna, efnum, þegar þeir sjálíir eru orðnir bjargþrota. Orsakirnar til hinnar almennu ör- byrgðar meðal tómthúsmanna eru ekki ætíð þær, sem sumir hafa haldið: að þeirekki hefðu leyfi til aðgjöra sjálf- ir út bát eða skip til fiskiveiða. Hjer í hreppi hafa þeir víðast hvar leyfi til að gjöra út, ef þeir vilja, að minnsta kosti um vetrarvertíð, en þeir geta það margopt ekki sökum örbyrgðar; þeir byrja margir hverjir þetta bú- hokur svo snauðir, að þeir eiga enga fleytu, og þótt þeir eigi bát eða skip geta þeir hvorki fengið veiðarfæri nj e sjómenn, nema ef til vill óvaninga eða uppgjafagamalmenni, svo þeim er opt betra að róa í góðu skiprúmi á annara vegum, en að kosta upp á útgjörð með slíkri skipshöfn, en auðvitað er, að einn hlutur hrekkur sjaldan til framfæris þessum heimilum. Ekki er það heldur œtící leti, eins og sumir hafa borið þeim á brýn, sem veldur örbyrgð þeirra, þvi að jeg þekki marga, sem aldrei vilja iðjulausir vera ef þeir gætu fengið vinnu, en atvinna fæst sjaldan á veturna, allra sízt þeg- ar sjávarafli bregzt. Samt verður trauðlega borið á móti því, að í þurra- búðum miklu fremur en við grasbýli sjást menn opt dögum og vikum sam- an iðjulausir, nema þá dagana, sem á sjó gefur, og sumir þurrabúðarmenn fást ekki i vinnu, nema þeir aukfæð- is, fái fyllsta kaup, þótt þeir ekkert hafi að vinna fyrir sjálfa sig, og ef til vill, ekki annað á að lifa, en það sem þeir • daglega sækja til hrepps- nefndarinnar, en, því miður, eru það opt vorir eigin heimalningar, sem ganga fremstir í flokki letingjanna, og sýna af sjer mesta heimtufrekju í kaupgjaldinu, ef þeir vinna. Aðalorsökin að örbyrgð tómthús- manna mun.án efa vera sú, að þeir byrja margir örsnauðir þetta búkókur sitt, og ef þeir þá hitta fyrir aflaleys- isár, eru þeir óðara komnir á sveitina, en þó að þeir byrji með nokkur efni, þá er i raun rjettri engin furða, þótt þeir komist illa af, þegar aflabrögð misheppnast eins opt og nú er farið að eiga sjer stað. Sumir eru þeir, sem aldrei ættu að hugsa til að eiga með sig sjálfir, þvi að af þvi þeir eru óspilunarsamir og ráðlausir, þá verð- ur þeim ekkert úr þvi, sem þeir afla. Það eru þeir menn, sem hafa gott kaup á meðan þeir eru i vistum, auk fæðis og fatnaðar, en vefjast þó í skuldum, eða að minnsta kosti hafa engan afgang. Til eru líka þau hjú, sem elska hægð og næði og sækjast þessvegna eptir að komast undan hússtjórn hins atorkusama bónda inn í þetta næðis- sama þurrabúðarlíf við sjóinn, en nærri má geta, hvernig þeim reiðir af, þeg- ar þau eiga að fara að stjórna sjer sjálf, þvi að mörgum þeirra hætt- ir þá við að taka sjer fleiri hvíldar- daga en þá, sem lögboðnir eru; en þess háttar nýbýlingar eru opt í ná- býli einhverjir hinir hættulegustu menn, þvi að með vinnuleysi sínu draga þeir úr iðjusemi annara og kveykja hjá vinnuhjúumlöngunina til að komast inn í þetta sama iðjuleys- islíf, því að sum af þeim eru svo lynd, að þau heldur vilja vinna það fyrir hægðina að lifa í sjálfsmennsku við kulda og kvalir, óþrifnað og örbyrgð en að vera í góðum vistum við alls- nægtir. Fyrir hina miklu eptirsókn eptir sjálfsmennsku ganga sumir ein- feldningar að svo hörðum kostum hjá þeim, sem leigja þeim húsnæðin, að þeir ekki geta komizt af til lengdar, þótt þeir leiti allra bragða og gjöri allt, sem þeir megna til að komastdf. Enginn skyldi taka orð mín svo, sem jeg meini að allir þeir, sem á grasbýlum eru, komist betur af en sumir í tómthúsunum, því að atvinnu-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.