Þjóðólfur - 02.07.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 02.07.1886, Blaðsíða 4
jeg á enda umdæmisins. Jeg skyldi kunna herra Pjeldsted þakkir fyrir, gæti hann komið því til leiðar, að hrepparnir fyrir utan Hafn- arfjoll yrðu læknisumdæmi sjer, með því mundi hann vinna hjeraðinu meira gagn, eu níðritum sínum um embættismenn þá, er honum þðkn- ast að kalla óbrúkanlega. Jeg skyldi þá aptur gjöra honum þann greiða að fræða hann á, að þótt umdæmi mitt næði ekki lengra en að Hafn- arfjöllum, sæti jeg þó ekki á enda umdæmis- ins, eins og hver einn, þótt ókunnugur sje í hjeraðinu, getur gengið úr skugga um, með því að líta á uppdrátt íslands. Hin síðari á- stæða hans fyrir, að honum þykir flutningurinn eðlilegur, er sú, að jeg sje fremur þungur til ferðalaga og þurfl að sitja sem haganlegast fyrir mig og þá, er þurfi að vitja min. Mjer mundi hafa þótt vænt um, að herra Fjeldsted lætur sjer svo annt um hag minn, að hann vill að jeg sitji mjer sem haganlegast í hjeraðinu, ef hann hefði eigi fært þá ástæðu fyrir því, að jeg væri fremar þungur til ferðalaga. Að vísu get jeg ekki gizkað á, hvaða þýðingu hannlegg- ur í þessi orð, þótt jeg sje manninum gagn- kunnugur, því honum er tamt að þýða orð og atvik öðruvísi en aðrir menn. Bn hafi hann lagt þá þýðingu í þau, eins og flestir eða allir hljóta að gjöra i því sambandi, er þau standa í, að jeg sje latur til ferðalaga að gegna lækn- isstörfum mínum, hlýt jeg að frábiðja mjer þessi ámælisorð. sem alveg ástœðulaus og ðsönn, enda treysti jeg svo sannleiksást flestra ann- arra hjeraðsbúa minna. að fáir mundi verða til að vitna þetta með honum. Þá sjaldan jeg hef látið hjá líða að vitja sjúkra, er jeg hef verið beðinn þess, hef jeg haft gildar ástæður til þess, og jeg er mjer að minnsta kosti ekki meðvitandi nokkurrar vanræktar í þeim efnum. Stafholtsey 23. júní 1886. P. J. Blöndal. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. Fjárlialdsmenn skólapilta eru beðn- ir að sækja fyrir þá í síðasta lagi 10. júlí næstkomanda um ölmusu, heima- vist í skólanum, inntöku í skólann, ókeypis kenslu og aldrsleyfi. Það sem eigi er sótt um, verðr eigi veitt. 28. júní 1886. Jðn Þorkelsson. TOMBÓLA. Laugardaginn 3. þ. m. verður í skólahúsinu í Hafnarfirði haldin tomhóla til ágóða fyrir nýtt fund'arhús handa Good-Templars-fjelaginu í Hafnarfirði og byrjar hún kl. 4 e. h. Inngöngumiðar: 15 a. fyrir fullorðna, en 10 a. fyrir börn. Drátturinn 2ó. aura. Margir gódir munir. Lítið af núllum. TNTú er kominn á prent „Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir11. Með strand- ferðaskipinu, er fór hjeðan 1. júlí, höfum við sent hókina á ýmsar hafnir, og eru það vin- samleg tilmæli okkar, að konur þær í nær- sveitunum, er safnað hafa áskrifendum á hoðs- hrjefin, láti vitja hennar á verzlunarstöðunum. Enn fremur skulum við geta þess, að bókin fæst til kaups hjá okkur undirskrifuðum fyrir 3 krónur, en eptir nýár kostar hún 3 kr. og 25 aura. Þ. Pjetursdóttir. Jardþr. Jónsdóttir. KCjer með leyfi jeg mjer, að tjá mitt inni- legasta þakklæti öllum þeim, sem sýndu hlut- tekning sína, við jarðarför tengdaföður míns sál. 17. þ. m. og sjerstaklega þeim, sem heiðr- uðu minningu hans með að skreyta kirkjuna. Reykjavík, 26. júní 1886. Fyrir liönd ættingja og vandamanna. Jóhanne Bernhðft. Jfc-Leiðheizli með koparstöngum hefir fundizt hjá húsi Björns Guðmundssonar, og get.ur eig- andinn vitjað þess þangað. Út er komin á prent á mitt forlag: Utanlör eptir Kristján Jónasarson. Skemmtileg og fróðleg ferðasaga úr Englandi. Kostar í kápu 70 aura. Kr. Ó. Þorgrímsson. r’jármark vitavarðar Jóns Gunnlaugssonar á Reykjanesi er: Hamarskorið hægra, hvatt v. og biti fr. Brennimark: J. G. Rnes. Jr’jármark Jóns Helgasonar sama staðar: Ham- arskorið hægra, stýft vinstra og fjöður fr. Týnzt, hefir úr pössun við Reykjavik móbrúnn foli 5 vetra með marki: hiti fr. vinstra, burst- rakaður, taglskelldur fyrir neðan hækilbein , klárgengur, járnaður með gengnum járnum með þriggja nagla haldi á apturfótum. Hver sem hitta kynni fola þennan, er beðinn að skila honum sem fyrst til Ólafs Guðmundssonar í Mýrarhúsum. BORÐ TIL SÖLU. Góð og þur horð, sem legið hafa inn í húsi frá því í fyrra, eru seld í þessum mánuði með niðursettu verði hjá undirskrifuðum. 1. júli 1886. .7. E. Jenssen. TPil leigu fást 4 herbergi með öllu tilheyr- andi fyrir þingmenn. Ritstjóri Þjóðólfs ávísar. Þingmálafumlur. Þingmenn Kjósar- og Gullbringusýslu vilja eiga fund með kjósendum sínum til undirbún- ings undir í hönd farandi Alþing. Fundurinn verður haldinn í þinghúsinu í Hafn- arfirði laugardaginn 24. þ. m. og byrjar kl. 11 f. h. 1. júlí 1886. Þórarinn Böðvarson. Jón Þórarinsson. Með því að eg hefi framselt þeim herra B. Muus & Co. í Kaupmanna- höfn allar minar útistandandi skuldir, eins og þær eru eptir verzlunarbók- unum þann 22. júní þ. á., og hefi falið cand. jur. Cluðlaugi Guðmunds- symi á hendur að ganga eptir skuld- unum, þá vil eg hjer með áminna alla, sem skulda mjer, um að borga skuldir sínar hið fyrsta. Reykjavík 22. júní 1886. Þorlákur Ó. Johnson. Samkvæmt ofanritaðri auglýsing er hjer með skorað á alla hlutaðeig- endur að greiða mjer hið fyrsta skuld- ir sínar, eða semja við mig um borg- un á þeim, Þeir innanbæjar- og nærsveitamenn, er eigi hafa gert það fyrir þann 5. júlí þ. á., geta búízt við lögsókn án ýtrari fyrirvara. d. u. s. Ciuðl. Guðimindsson, cand. juris. Til almennings! Læknisaðvörun. Þess hefur verið óskað, að jeg segði álit mitt um „bitter-essents", sem hr. C. A. Niss- en hefur búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Jeg hef komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Jeg verð að segja, að nafnið Brama-lífs- essents er mjög villandi þar eð essents þessi er með öllu ólíkur hinum ekta Brama- lífs-elixír frá hr. Mansf eld-Búllner & Lass- en, og því eigi getur haft þá eiginlegleika, sem ágceta hinn egta. Þar eðjegummörg ár hef liaft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld-Bíillner & Lassen er kostabeztur, get jeg ekki nóg- samlega mælt fram með honum einum, um fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kauprriamiahöt'n 30. júlí 1884. E. J. Melchior, læknir. Einlce.nni hins óegta er nafnið C. A. Niss- en á glasinu og miðanum. Einkenni á vornm eina egta Brama-lífs- elixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld- Bídlner & Lassen, semeinirbúatilhinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarast.ig. Prentari: Sigm. Buömundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.