Þjóðólfur - 02.07.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.07.1886, Blaðsíða 3
107 leysið, sem er eðlileg afleiðing af býlafjöldgun- -inni við sjðinn, kemur einnig fram við gras- hússmennina; svo hafa lika jarðirnar á seinni árum verið bútaðar sundur í smásneiðir, til jiess að miðla af hinum yngri, uppvaxandi eða innkomnu nýbýlingum, og j>ar af leiðir, að margir, sem eru grashússmenn að nafninu, hafa engin veruleg búdrýgindi af jörðum )>eim, er |)eir sitja á, en verða þó að gjalda tilfinnan- legt eptirgjaid eptir þær, ef þeir eiga þær ekki sjálfir, auk þess, sem sumir, fyrir þessa litt nýtu jarðarbletti, sitja af sjer arðsama atvinnu um sumartímann. Því verður trauðlega neitað að hinar sorg- legustu afleiðingar af hinu takmarkalausa sjálfs- mennskulíii við sjóinn er vanhirða á uppeldi barnanna. Þau alast upp við hungur á stund- um, en ðhóf i millum, við klæðleysi, vinnu- leysi, betl og bæjaflakk á sumum heimilum, verða svo mörg þeirra, sem ekki þegar á unga aldri eru orðin að heilsulausum aumingjum, með þeim annmörkum, að fáir geta notað þau í vistum, þegar þau eldast, ýmist vegna leti eða annara galla; enda ber það ekki svo sjald- an við, að sum þeirra verði sveitarfjelögunum til þyngsla alla æfi. Þó að hreppsnefndir sjáv- arhreppanna vilji af alefli leitast við, að ráða bót á þessu, þá er þeim ekki mögulegt að út- vega svo marga uppeldisstaði, sem þörf er á með-þvi flestir þykjast liafa nægilega marga að annast, í því árferði sem menn nú optast mega venjast. (Pramh.). G. G. Utlendar frjettir. Þess var getið i síðasta blaði, að frumvarp Gladstones um sjálfsforræði íra liefði verið fellt. A undan atkvæðagreiðslunni urðu snarpar um- ræður; seinast hafði Gladstone sjálfur orðið og sagði meðal annars, að allstaðar hefði sjálfsfor- ræðið haft í tör með sjer betri einingu og sam- komulag en áður, aldrei hefði það raskað neinni ríkisheild, og færði til þess mörg dæmi. „Lít- um ennfremur" mælti hann, „á sambandið milli íslands og Danmerkur. Það er reyndar sagt, að búið sje að rjúfa alþing íslendinga, og að þar sjeu töluverðir erflðleikar á. Þetta er að því leyti satt, að það hefur verið barátta milli alþingis og hinnar dönsku stjórnar. en milli löggjaf‘arvalds Danmerkur og löggjafar- valds íslands, hefur engin barátta verið, að því er jeg frekast veit“. Á Frakklandi var 12. f. m. enn ekki útkljáð málið um að gera prinsana landræka, sem tal- að var um í Þjóðólfi 11. f. m. Nú er Grikkland loks búið að kalla herinn beim, og er þar því allt i kyrrð og ró. Konungurinn í Bayern, Ludv., 41 ára að aldri, hef- ur nú rikt í 22 ár og nálega aldrei á þeim tíma ver- iðineð öllum mjalla; hann hefurbyggt afardýr- ar hallir, hefur haft stórkostlegt leikhús barafyrir sig einan; og þar á ofan var hann nú kominn í svo botnlausar skuldir til ýmsra okurkarla, að þeir voru farnir að stefna honum; liann hef- ur nýlega verið gjörðnr ómyndugur, enda er hann vitskertur að áliti lækna. Rikisstjórnin er falin föðurbróður hans, sem heitir Luitpold. Noregur. 30. maí kom skáldið Björnstjerne Björnsson eptir 3 ára burtveru i Frakklandi heim til Noregs, var honum þar fagnað með mestu viðhöfn og veizluhaldi. Reykjavík, 2. júlí 1886. Próf í heimspeki við prestaskólann tóku 26. og 28. f. m. 13 studentar: Jón Steingríms- son (ágætl. -5-); Árni Bjarnarson, Einar Frið- geirsson, og Olafur Petersen (dável -f-); Jón Arason, Gísli Einarsson, Guðlaugur Guðmunds- son og Olafur Magnússon (dável); Björn Blönd- dal stud. med. & chir. og Magnús Bjarnarson (dável -1-); Þorsteinn Bergsson (vel -f-) 5 Olaf- ur Stephenssen stud. med. & chir. og Þórður Olafsson (vel). 2 stóðust ekki prófið. Lærða skólanum var sagt upp 30. f. m. Höfðu skólapiltar verið 114 þennan vetur, enn einn þeirra ljezt (Jóh. Danielsson). Aukþeirra lásu 13 utanskóla undir próf, sumir (8) árs- próf, sumir (5) burtfararpróf. Burtfararpróf stendur yfir, en er eigi lokið fyrr enn 5. þ. m.; undir það ganga alls 23. Af þeim hinum, sem lásu utanskóla og ætluðu að taka árspróf, stóðust að eins þrír próflð, en 5 ekki; 3 sátu kyrrir í þeim bekkjum, er þeir vóru í í vetur, og 3 höfðu eigi lokið ársprófi sökum veikinda; þar á meðal nýsveinn einn til inntökuprófs í 5. bekk: Eiríkur Sigurðsson (Sverrissen). Inn- tökupróf fór fram sumpart jafnframt ársprófi pilta og sumpart á eptir (29. f. m.); 1 var tek- inn í 3. bekk (Helgi Jónsson, prests Bjarna- sonar í Skarðsþingum), og 3 í 2. bekk, (Yaldi- mar Jakobsen frá Raufarhöfn, Ólafur Sveinarr Haukur Benediktsson, sýslumanns Sveinssonar og Július Þórðarson, látins bónda frá Fiskilæk í Borgarfj.sýslu) og 3 í 1. bekk (Sigfús Bjarn- arson Lúðvíkssonar Blöndals, Jóhann Sólmund- arson úr Borgarfirði og Þorvarður Þorvarðar- son, látins bónda frá Kalastöðum í Borgarfj.- sýslu). Skólapiltar eru því nú alls auk burt- farenda 111. Islenzkir fyrirlestrar í London. Úrfyrir- lestrum um ísland, sem sjera Matth. Jochums- son í Odda sigldi með í fyrra til að halda í London, koma út kaflar um þessar mundir í frjálslyndu kirkjulegu timariti þar, sem heitir „The Christian Life“, Fyrirlestrar þessir eru ágrip af menntunarsögu íslands 0. s. frv. • í „Student’s debating Club“, sem getið var um í 8. tbl. Þjóðólfs þ. á., hjelt stud mag. ValtýrGuðmundsson fyrirlestur 16./5. á ensku um samanburð á hljóðfræðislögmáli íslenzku og þeirra enskra orða, er runnin eru af sömn rót og islenzka eða úf henni (0: norrænu). Var gerður góður rómur að fyrirlestrinum, sem stóð yfir i 2 stundir. Konulát. 9. maí síðastl. dó af afleiðingum eptir nýafstaðinn barnsburð Júlíana Sofía Stef- ánsdóttir, kona veitingamanns Jðns Jasonsson- ar á Borðeyri, sem hún giptist í fyrra sumar. Hún var ágæt yfirsetukona og yflr höfuð mesta merkiskona. Brauð veitt. Kálfatjörn 30. f. m. sira Árna Þorsteinssyni á Ríp. Nýlosnað brauð. Rip í Skagaflrði 30. f. m., met. 722 kr. Brjefritari Bagblaðsins. Eins og mönn- um mun minnisstætt, gjörði kandídat. Páll Briem fyrirspurn til dr. B. M. ÓlSens i 6. tbl. Þjóð- ólfs þ. á., um það, hvort það væri satt, sem sagt er, að hann væri höfundur að brjefunum hjeðan úr Rvik til Dagblaðsins. B. M. Ó. gaf ekkert ákveðið svar; en i næsta brjefi hjeðan i Dagbl. 21. apr. stendur þessi kafli: „Brjefritari yðar heflr aunars nýlega orðið fyrir velviljuðum ummælum eða hitt þó heldur af kandidat nokkrum í lögfræði Páli Briem. í brjefum mínum hef jeg lítið eitt minnzt á ummæli dr. Finns Jónssonar í islenzkum blöð- um um stjórnarástand Dana, sem hr. Briem sjálfur telur röng; sömuleiðis hefi jeg, minnzt á handritaskýrslu F. Jónssonar, sem er illa af liendi leyst. Út af þessu hefur hr. Briem all- sendis að ástæðulausu gjört árásir á saklaus- an mann, dr. B. M. Ólsen, og ásakað hann fyrir að vera höfund að þessum skömmum, — sem honum svo þykja —, um vin sinn F. Jóns- son. Jeg leyfi mjer að mótmæla þessari rang- látu árás á mig sem nafnlausan brjefritara11. Þessi brjefkafli sýnir, liversu mikið brjefritar- inn gjörir sjer far um, að flytja lesöndumDag- blaðsins sannleikann eða hitt þó heldur, þar sem hann er að tala um árásir og sakargiptir ; gegn B. M. Ólsen. Póstskipið Romny fór hjeðan 29. f. m. með um 50 Ameríkufara og nokkra aðra farþegja. Strandferðaskipið Laura fór hjeðan i fyrri nótt vestur og norður um land með fjölda far- þegja. Leidrjetting. Af þvi að herra A. Fjeldsted á Hvítárvöll- um hefur þótt við eiga, að hnýta aptan við grein sína í Þjóðólfi 4. þ. m. athugasemdum um mig, sem eru mjög fjarri þvi að vera rjettar og sannar, þykir mjer nauðsyn á að leið- rjetta þær. Hann segir þá fyrst, að heyrzt, hafi „að þeir hjer i vestri partinum“ (líklega Mýrasýslu) „muni vilja fá hjeraðslækninn fluttan vestur yfir Hvitá“. Jeg veit það, að herra Fjeldsted heyrir svo margt, sem jeg ekki heyri, enda hef jeg ekki enn orðið þess áskynja, að aðrir hafi heyrt það, en hann. Verustaður minn hjer er samkvæmt lögum samþykktur af landshöfðingja, eptir að sýslunefndirnar i Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu höfðu fyrir sitt leyti samþykkt hann. Þó þykir herra Fjeldsted eðlilegt, aðjeg flytji vestur yfir Hvitá, og það af tveim ástæð- um. — Hin fyrri er sú, að síðan læknisumdæm- ið náði ekki lengra en að Hafnarfjöllum, sitji

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.