Þjóðólfur - 16.07.1886, Side 1

Þjóðólfur - 16.07.1886, Side 1
Kemur út á föstudags- niorgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lð.júlí. ÞJOÐOLFUR Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Arnljótur Ólafsson og sannleikurinn. —0— Arnlj. Ólafsson hefur skrifað í Fróða langa grein móti 7. tbl. Þjóðólfs 1886, þar sem talað er um hringlanda Arnlj. í lagaskólamál., amtm.mál., ábúðar- og lausafjárskattsmálinu og stjórnarskrár- málinu. Arnljótur byrjar með því að kalla greinina í Þjóðólfi álygagrein, og að segja, að núverandi ritstjóri Þjóð. kappkosti að ávinna sjer vitnis- burð um, að hann þjáist af andlegri limafallssýki, að hann lifi. i pólitísku og poetisku dilirium o. s. frv. Arn- ljótur játar þó, að það sje nokkur til- hæfa í því, sem Þjóðólfur segir um, að hann hafi sýnt „hringlanda og ó- sarnkvæmni“ í amtmannamálinu, „en einber og helber ósannindi, er hann er að þvögla og þvaðra um hin málin“; hann talar um ósómann í Þjóðólfi ; segir, að tilgangurinn með grein sinni haíi eingöngu verið sá, „að skýra málin fyrir lesendum Fróða, og sýna jieim ofan á, hversu liæpið sje að trúa frásögum þjóðmála- skúmanna, sem kunna vel þá íjirótt, að gylla sjálfa sig með því, að sverta aðra, sem kunna svo vel utanbókar latneska málsháttinn: „rægðu röggsamlega, ætíð mun eitthvað eptir loða““. Menn sjá af þessum orðum, að það væri full ástæða til að segja hið sama Km Fróða og Jón Sigurðsson sagði um Norðanfara, þegar botnlausu skamma- greinarnar eptir Arnlj. Ólafss. voru þar 1867 um hann og framkomu hans í fjár- hagsmálinu og stjórnbótamálinu. J.Sig. sagði, aðN.fari væri of saurugur til þess, að maður gæti lagt sig niður við að taka fyrir greinarnar, sem stæðu í hon- Um og þyrftu leiðrjettingar eða ávít- hfiar við, ef maður væri ekki svo ó- iireiriu undir, að manni mætti stancía á sama, þó maður ataði sig út(Ný fjel.rit 1867 150. bls.).—En af þvi að Arnljótur er prestur, hefur setið í amtsráði, hef- ur verið þjóðkjörinn þingmaður, og er 11 u kosinn aí konungi til setu á al- Reykjavík, föstudaginn 16. júlí 1886. þingi, til þess að fylla það sæti, sem biskup lands vors hefur setið i þar um langan tíma, af þvi að Arnljótur hef- ur látið mikið til sín taka, og af því að hann þykist koma fram i nafni sannleika og þekkingar, þvi að það þykist hann jafnan gera, og í skamma- greinunum gegn J. Sigurðss. þóttist hann koma fram í nafni sannleikans, — þá er full nauðsyn á að skoða þenn- an sannleika, sem hann ber á borð fyrir lesendur Fróða, ofurlitla stund upp við ljósið. Það er hjer ekki mikil þörf að tala um hringlanda og ósamkvæmni Arnlj. í ábúðar- og lausafjárskattsmálinu og stjórnarskrármálinu ; þessi hringlandi er alkunnur, og ef menn vilja lesa al- þingistíðindin, þá eiga menn hægt með að sjá við útúrsnúningum og hártog- unum hans. Aptur á móti eiga menn ekki almennt færi á að bera orð hans frá fyrri tímum um lagaskólann sam- an við orð hans nú, því að þau finn- ast í tveim óprentuðum bænarskrám, sem eru geymdar í skjalasafni alþingis. — Arnljótur hefur skrifað undir tvær bænarskrár um lagaskóla, sem sendar voru til alþingis frá ísl. stúdentum i Höfn árin 1855 og 1857. Arnljótur stendur undir þeim báðum fyrstur á blaði, og eptir hendinni á þeim að dæma hefur Arnlj. skrifað þær báðar. 1. Arnljótur Ólafsson segir nú : „Kostnaður skólans er álitinn að nema muni 10,000 kr. árlega; væri því með stofnun hans Jiessum kostnaði ófyrirsynju dembt upp á landið“. Árið 1855 segir Amljótur: „í þriðja lagi þá mun óhætt að fullyrða, að kostnaðurinn verði. langt um minni, þegar alls er gætt, ef settur yrði skóli á íslandi, heldur en ef nokk- urt annað ráð yrði tekið“. Hann talar þá um, að kostnaðinum við lagaskólann yrði jafnað niður á landsmenn, sem þó var miklu órjettlátara þá, meðan fjárhagurinn eigi var skilinn við Dani, og segir hann um þetta: „væriþáland- ið enda betur farið, þótt . . . öllum kostnaðin- Xr. 29. um væri jafnað niður á alla landsmenn“. Þetta var um kostnaðinn. 2. Nú segir Arnljótur: „í öðru lagi er naumast til þess að hugsa. að nokkur vildi heldur sækja lögfræðingaskóla í Reykjavík en háskólann í Höfn, fyrir því að námið við há- skólann, einkum ef stúdentinn er iðinn, verður honum ódýrara og að öllu samanlögðu bæði skemmtilegra, fýsilegra og meira menntandi“. Árið 1855 segir Arnljótur: „Yjer ætlum og svo til, að skólatiminn verði 3 ár, og mun þá, hver sem nemur lög í skólanum, komast af með 600 rdl. þessi 3 ár, og sparar landið þá með þessum hætti 600 rdl. 4 hverjum einum og enda meir, því að það mun of lágt metið, að 1200 rdl. renui út úr landinu að meðaltölu með hverjum þeim, sem les lög hjer í Danmörku“. Islenzkir stúdentar fengu styrk til há- skólanámsins 1855 eins og mí; árið 1855 telur Arnlj. það of lágt að ætla, að námstími í Höfn sje helmingi dýr- ari en námið í Heykjavík, en nú segir hann að námið i Höfn sje ódýrara en við lagaskóla á íslandi. Arnlj. segir nú að námið í Höfn sje „skemmtilegra, fýsilegra og meira menntandi“. Al- veg hið sama sagði Þórður Jónassen á alþingi 1855, þegar hann var að mæla á móti lagaskólanum. Þórði Jónassen fórust svo orð: „Eu þó skól- inn, sem hjer ræðir um, komist á, mundi eins eptir og áður allir þeir, sem ættu kost á því, sigla til háskólans og nema þar lög eins eptir og áður, og það' er svo margt, sem að því styð- ur, að æskumanninum þykir þetta æskilegra, en að kúldast hjer, því að auk þess að hann ber meira frá borði, gefst honum einmitt kostur á að sjá mannlifið í nýjum búningi og með allt öðrum blæ en hjer úti og yfir höfuð að sjá og heyra svo margt og mikið, sem er lærdómsríkt, girnilegt til fróðleiks og menntandi i hvers konar tilliti, að það er ekki að búast við öðru en að þetta hafi hin verulegustu áhrif á laga- skólann hjerna“ (Alþt. 1'855, bls. 67). — Hjer er þetta atriði miklu nákvæmar skoð- að en hjáArnlj.nú, en eigi ljetArnlj. sannfærast af því þá, því að skömmu síðar, 1857, skrifar Arnlj. undir nýja bænarskrá um lagaskóla á íslandi, þar sem hann einmitt skýrskotar til um- ræðnanna á alþingi 1855.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.