Þjóðólfur - 23.07.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.07.1886, Blaðsíða 1
i Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (orlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júlí. » ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVUI. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. júlí 1886. Nr. 30. Reglugjörð bankans og störf hans. —0— Bankareglugjörðin er dagsett 29./5. þ- á. og skiptist í tvo kaíia. Fyrri kaflinn er um stjórn bankans, en binn síðari um störf hans. í þetta sinn er , það einkum nokkur atriði í síðara kaflanum, sem vjer viljum minnast á, °g verður það þá belzt til leiðbein- mgar þeim, sem nota vilja bankann. Samkv. 11. gr. reglugj. „veitir bank- mn lán gegn tryggingu í fasteign, þó ©kki gegn tryggingu í húsum, nema í Rvík, og ávallt gegn 1. veðrjettiu. Sumurn, sem eiga hús fyrir utan Rvi'k, mun koma illa að geta ekki fengið h neitt lán út á þau í bankanum; enda sýnist, að hættulítið hefði verið að lána eitthvað ut a vátryggð hús á Akureyri og Isafirði. „12. gr. Til J>ess að menn geti fengið lán v ái' landsbankanum gegn fasteignarveði, verða menn að fnllnægja þeirn skilmálum, er nú skal greina: a. Láta virða eignina til peninga af 2 óvilhöll- um, kunnugum, dómkvöddum mönnum. Skal eigninni nákvæmlega iýst í virðingargjörð- inni og þess getið, hver hús sjeu á eigninni, sje pað jörð, og hvað þau sjeu virt út af fyrir sig; einnig skal í henni tekið fram, livert afgjald sje af jörðinni, og hafl jörðin nýlega gengið að kaupum og sölum, livað gefið hafi verið fyrir liana. b. Útvega vottorð lilutaðeigandi embættismanns samkvæmt, afsals- og veðbrjefabókunum um, bvort nokkur veðskuld eða önnur eignar- lmnd liggi á eigninni, og hver þau sjeu. o. Útvega vottorð hlutaðeigandi embættismanns samkvæmt embættisbókum hans um, að hlut- aðeigandi liafi þinglesna heimild að fasteign- ' inni, eða, sje það ekki unnt, þá vottorð hans um, eð eignin sje vitanlega eign lians“. Með „dómkvöddum mönnum“ í staf- lið a er meint að virðingarmennirnir skuli vera skipaðir af hlutaðeigandi sýslumanni eða bæjarfógeta, til að virða eignina, og þarf þá með lánbeiðslunni fyigja sjálft skipunarbrjefið eða vottorð syslumanns um, að hann hafi skipað þá til þess. — Að virða skuli sjer á partihús, sem fylgja jörðu, mun vera heimtað til þess að koma í veg fyrir, að menn geti fengið lán út á dýrar húseignir á jörð, t. a. m. timb- urhús eða steinhús, í sambandi við jörðina sjálfa. Ef t. a. m. timburhús, sem er 5000 kr. virði, er á jörð, sem sjálf er 3000 kr. virði, og ef þessi á- kvörðun væri ekki í reglugjörðinni, þá inætti búast við, að virðingarmenn- irnir liðuðu ekki í sundur húsverðið og jarðarverðið, heldur yirtu jörð- ina með hrisum 8000 kr., og eig- andi vildi fá lán út á hana með því virðingarverði. Svo sýnist þó, sem nóg hefði verið að heimta sjerstaka virðing á timburhúsum og steinhús- um á jörð, því að það er bæði talsverð fyrirhöfn og kostnaðarauki fyrir lán- biðjanda að láta virða hvert eitt og einasta bæjarhús og peningshús á jörð sinni sjer á parti.—Annars mun þessu ákvæði ekki vera fylgt stranglega. Ef einhver vill fa lán út á annars manns eign, þarf auðvitað að fylgja lánbeiðslunni leyfi til þess frá eigand- anum, undirskrifað með 2 vitundar- vottum. 13. gr. „Landsbankinn lánar fjegegn sjálfskuld- arábyrgð, þó því að eins, að ábyrgðarmennirnir sjeu búsettir í Rvík eða í nágrenni við hana“. Eitthvað er það skrítið, að enginn ann- ar er tekinn gildur ábyrgðarmaður, hversu efnaður og áreiðanlegur sem hann kann að vera. 14. gr. „Landsbankinn lánar fje gegn hand- veði. En meðan bankinn ekki hefur húsnæði, sem með öllu er óhætt fyrir eldsvoða, tekur hann ekki til sín annað handveð en arðberandi verðbrjef“. Hvenær skyldi það verða, sem hann fær þvílíkt húsnæði ? „Bank- inn lánar ekki minni upphæð en 50kr.“ (16. gr.) og venjulega ekki meir en helming af virðingarverði veðsins og aldrei meir en 2/8 þess (18. gr.); til 10 ára er lánað í lengsta lagi; hvett lán veitist móti afborgun og vöxtum eptir því sem nánara um semst við bankastjómina (23. gr.). Auðvitað má borga lánið fyr en ákveðið er í skulda- brjefinu (22. gr.). „Bankinn getur heimtað eins árs vexti fyrirfram“ af lánum sínum (17.gr.). Gjakldagi fyr- ir afborganir og rentugreiðslu er á- kveðinn í skuldabrjefunum frá 16. til 30. sept. ár hvert, rentan er 5 af hundr- aði á ári, og verða lántakendur að skuldbinda sig til að borga jafnan 1 árs rentu fyrirfram, og um leið og menn fá nú lán úr bankanum, er meir að segja tekin fyrirfram rentan af láns- fjenu til 30. sept. 1887, eða fyrir 2 mánuði framyfir ár, að vísu þó ekki fyrir þessa tvo mán. nema með leyfi lántakanda. Með þessu kemur þegar eigi alllítið skarð í lánsfjeð, og svo sýn- ist, sem bankanum hefði nægt að taka rentu fyrirfram að eins til næsfa gjaldd. (30.sept.), eptir að lánið er tekið; því að bankinn er ekki stofnaður til að fjefletta landsmenn, heldur til að greiða fyrir viðskiptum þeirra á ýmsan hátt. „Um lán úr bankanum verður að biðja brjeflega og má fá prentuð eyðu- blöð undir slík brjef í bankanum“ (19. gr.). Eyðublöð þessi eru mjög óhand- hæg, þegar um lánið er beðið fyrir annan. Bankinn ætti því að gefa út ný sjerstök eyðublöð til þess. Svar upp á lánbeiðslur gefur banka- stjórnin munnlega „og getur enginn, sem synjað er um lán, heimtað, að hon- um sje gjörð grein fyrir, hverjar á- stæður sjeu til synjunarinnar“ (20.gr.). Ef þessi ákvörðun nær til þess, þegar mönnum er synjað um lán fyrir ein- hverja formgalla á skjölunum, þá er hún ófær. Bankastjórnin ætti að vera skyldug til að gefa allar skýringar, sem með þarf, þar að lútandi. „Um önnur störf, er bankinn getur haft á hendi, vísast til 6. gr. laga um stofnun landsbanka“. Þó tekur bank- inn fyrst um sinn ekki móti innláni

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.