Þjóðólfur - 23.07.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.07.1886, Blaðsíða 3
119 Útlendar frjettir. Kliöfn 12. jíilí 1886. Ekkert að frjetta úr heiminum; það eina, sem blöðin tala um, eru kosning- arnar á Englandi. Þær byrjuðu 2. júli og er eigi lokið enn, en þó má sjá, að Giladstone bíður ósigur, náttúrlega var hann sjálfur og helztu mennirnir kosuir með miklum atkvæðafjölda; þó hefur Gladstone misst suma af sínum betri mönnum. Þegar síðast frjettist var búið að kjósa 525 þingmenn af 670. Af þessum 524 eru 264 Toryar (hægri menn), 54 er hafa hlaupið und- an merkjum Grladstones og kalla þeir sig „Unionists“ (alríkismenn), 183 á- hangendur Gladstones og 73 Parnell- ingar. Þannig eru 318 móti Gladstóne en 206 með, en eptir er að kjósa 146, svo litlar eða engar líkur eru til, að Giladstone sigri, hvað sem þá tekur Við; kosningarnar hafa verið sóttar með miklu kappi og opt hafa orðið töiuverðar ryskingar með mönnum. FrakUand. Prinsarnir, sem burt var vísað, fóru þegar á stað frá Frakk- landi, og hafa flestir tekið sjer bólfestu í Belgíu. Þessa dagana er fuhdur i Kristjaniu öieð náttúrufræðingum frá norðurlönd- Hm, og í ágúst verður málfræðinga- fundur í Stokkhólmi. — í Randers varð töluverður eldsvoði um daginn, skaðinn metinn um miljón króna. Fornmenjar Hólakirkju. —o— I Hólakirkju í Hjaltadal eru margir fornir og mjög merkilegir dýrgripir, sem geymzt hafa þar um langan ald- ur á þessu höfuðbóli. Sumir af þess- Um dýrgripum eru af sjer gengnir, liklega mest fyrir slæmt húsnæði og Vanhirðingu, sem þeir hafa orðið fyrir Þótt ganga megi að því vísu, að bet- Ur verði hirt þar um þá framvegis, þá eiga þeir þó óefað betur heima annars staðar. Öllum fornmenjum, sem nokkuð kveður að, ætti að safna sainan á Forngripasafnið og þá eins þessum dýrgripum í Hólakirkju. Á Porngripasafninu geymast þess konar munir bezt, og þegar þeir eru þang- að komnir, er fengin vissa fyrir, að þeir missast ekki út úr landinu. Þar verða líka flestir til að sjá þá og skoða, og þar geta því hlutirnir orðið fleir- um til fróðleiks en annars staðar. Til þess að fá forngripi Hólakirkju á Forngripasafnið mun þurfa leyfi stiptsyfirvaldanna og eiganda kirkj- unnar, sem nú er búnaðarskólastofn- unin á Hólum. Telja má víst, að stiptsyfirvöldin veiti þetta leyfi fyrir sitt leyti, en ólíklegt er, að stofnunin sleppi þessum fornmenjum, nema hún fái eitthvað í aðra hönd, t. a. m. ef Forngripasafnið fengi altaristöflurnar, þyrfti kirkjan aptur að fá nýja altaristöflu, og yfir höfuð þyrfti hún að fá þóknun fyrir munina eins og um semdist. Þess konar þóknun getur ekki fengizt á annan hátt en af landsfje, enda liggur beinast við að taka hann þaðan, ef menn vilja fara að dæmi annara þjóða, sem leggja fram mikið af almannafje til forn- gripa. Ætti þvi þingið að veita fje til þessa. Að vísu er ekki hægt að veita það fje í sumar, en eitthvað gæti þó þingið i sumar gjört i þessn máli, t. a. m. skorað á landstjórnina að grennslast eptir, hvort munirnir fáist, og með hverjum kostum. Gæti það orðið góður undirbúningur undir þing- ið 1887. Það má og beinlínis ætlast til þess af Fornleifafj elaginu, að það verji öllum sínum kröptum til að Forn- gripasafnið fái þessa muni; betur get- ur það ekki varið kröptum sínum, þvi að forngripirnir á Hólum eru einhverjir hinir beztu á landinu. F. Fyrirspurn. Um reiknmg-a kvennaskólans. í reikningi kvennaskólans i Rvik frá 31./8. 1882 til 31./8. 1883 (ísafold 1884, bls. 60) stendur, að forstöðukonunni haíi verið borguð öll launin 600 kr. fyrir það ár, en í næsta árs reikningi (ísafold 1886, bls. 52) eru þó taldar 100 kr. af þessum 600 kr. til útgjalda fyrir það ár. Hvernig getur þetta verið rjettur reikningur? Dessar 100 kr. eru tvítaldar. Hvernig stendur á því að styrkur til skólaris frá Suðuramtinu, Yallö, Classenske Pideikommis og Rvík er eigi haflnn árlega, heldur stundum fyrir 2 ár i einu? Hvi eru reikningar skólans eigi auglýstir árlega? Er það satt, sem el' fullyrt, að alveg sje hætt að endurskoða þá? S. —o — Vjer erum ekki máli þessu svo kunnugir, sem skyldi, en vonum að liin heiðraða forstöðu- neínd gefi nægilegar upplýsingar um það. Bitstj. Reykjavík 23. júli 1886. Júbildagur biskups. Þess var getið í síð- asta blaði, að 17. þ. m. væru liðin 50 ár síðan biskup Pjetur' Pjetursson var vígður til prests- embættis. Þennan dag (17. þ. m.) um hádegi söfnuðust þvi flestir embættismenn bæjarins, bæjarstjórnin og nokkrir utanbæjar prestar á heimili biskups og fluttu honum heillaóskir. Próf, Þórarinn Böðvarsson las upp og afhenti honum ávarp frá nokkrum prestum. Porstöðu- maður prestaskólans Helgi Hálfdánarson flutti honum munnlega kveðju frá prestaskólanum. Auk þess ávörpuðu hann formaður bæjarstjórn- arinnar settur bæjarfógeti Jón Jensson, for- stöðumaður hins lærða skóla dr. Jón Þorkels- son, og læknaskólakennari Tómas Hallgrimsson í fjarveru landlæknis. Biskup þakkaði allar þessar ræður með fáum orðum. Strandferðaskipið Thyra kom hingað á þriðjudagsmorguninn var; komst ekki fyrir Horn sakir íss og sneri þaðan 17. þ. m. og fór austur um land. Eptir stundardvöl hjer fór skipið vestur á Isafjörð. Camoens, sem fór hjeðan 5. þ. m. vestur og norður og um land til Skotlands, kom hingað á þriðjudagskveldið var. Með því skipi kom ljósmyndari Sigfús Eymundsson og 14 Englend- ingar. Mannslát. 20. f. m. dó fyrrum ritstjóri Björn Jónsson á Akureyri fullra 84 ára. Þeg- ar hann var kominn til fullorðins ára, stundaði hann fyrst búskap, síðan verzlun og 1853 varð varð hann ritstjóri Norðra, hvarf frá því starfi 1856, en 1862 stofnaði hann blaðið Norðanfara og var síðan útgefandi og ritstjóri þess til þess, er það hætti 29. ág. f. á. Hæstarjettardómur var upp kveðinn 28. f. m. í máli, sem yfirdómari L. E. Sveinbjörnsson hafði liöfðað gegn landssjóði, er svo er vaxið, að þá er hann var vorið 1878 settur til að gegna bæjarfógetaembættinu í Reykjavik og sýslumannsembættinu i Gullbringu- og Kjósar- sýslu um stundarsakir, eptir að hann var orð- inn yfirdómari, þá lofaði, að hans sögn, lands- höfðingi honum öllum óvissum tekjum í þessum embættum auk hálfra sýslumanns- og bæjarfó- getalaunanna. Ráðgjafinn bauð honum að skila aptur óvissu tekjunum, með því að hann het'ði engan rjett liaft til þeirra eptir launalögunum 15. okt. 1875, 4. gr. sbr. 3. gr. og ljet halda jafnmiklu eptir af yfirdómaralaunum hans, er hann vildi eigi hlýðnast því. — L. E. Svein-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.