Þjóðólfur - 23.07.1886, Page 4

Þjóðólfur - 23.07.1886, Page 4
120 björnsson vann málið fyrir yfirdómnum, en hæstirjettur komst að gagnstæðri niðurstöðu, og í ástæðum sínum fer hann þessum orðum um málið: „Það er hvorttveggja, að eptir pví sem fram er komið i málinu, hetur ]tað ekki verið tilgangur landshöfðingja að heita stefnda (L. E. Svh.) meiri tekjum en hann hafði heimild til eptir áminnstum lagafyrirmælum, með því að loforðið stafaði eingöngu frá skökkum skilningi á lögunum, enda hefur stefndi eigi haft ástæðu til að gera ráð fyrir, að landshöfðingi hafi vilj- að gefa slíkt loforð. Þetta sjest á ummælum þeim, er landshöfðingi hafði, eptir því sem stefndi segir sjálfur frá, pegar þeir áttu tal saman um þetta, ót af því að hann hafði 'sjálfur boðizt til að þjðna nmbættunum með, enda er ekkert fram komið því til styrkingar, að ekki hafi mátt fá embættum þessum viðunanlega þjónað með þeim kjörum er lögin heimiluðu". Tíðai'far. Hjer syðra hafa nó síðan um fyrri helgi mátt heita stöðugir þurkar, optast norðanátt, þangað til i gær að talsvert rigndi. (trasvöxtur er hjer syðra og í Árnessýslu víða allgóður. í Borgarfirði illa sprottið. Ann- arsstaðar af landinu er yfir höfuð að frjetta grasbrest, og hann mjög mikinn á öllum ót- kjálkgm fyrir norðan og vestan. Skoskt skemmtiskip, gufuskipið Mohican, kom hingað í gærkveld. EigaBdi þess John Clark frá Paisley Anchor Mills brá sjer hingað í skemmtiferð á skipinu og 14 ferðamenn, karlar og konur, með honum. John Clark er eigandi tvinnaverksmiðju og fjáður vel. Munu margir kannast við nafn hans, Clark, sem stend- ur á svo mörgum t/vinnakeflum, sem hingað koma. Skipið fór frá Glasgow 15. þ. m., tafði lítið eitt í Færeyjum á leiðinni hingað; fer hjeðan aptur innan skamms (á sunnud.?). Þang- að til ætla ferðamennirnir að skoða sig hjer um og fara til Þingvalla. AU G L Y SINGAR \ samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. „Þess verður getið sem gjört er“. Það er mannlegu eðli samboðið að hafa vilja og löngun til að endurgjalda þegnar velgjörðir, en sá fátæki hefur sjaldan annað til að borga með en þakklát orð, og þau eru það minnsta, sem þiggjendur eru skyldir um. Eg sem rita þess- ar linur, hefi þegið svo miklar velgjörðir af einstökum mönnum, að tilfinningar mínar leyfa mjer ekki að láta þeirra eigi getið opinberlega, þareð jeg hvorki gat borgað fyrir mig með pen- ingum, enda peningar eigi þegnir; jeg finn mjer þvi fremur skylt að láta opinberlega getið velgjörnings þess, er jeg hef hlotið, sem slík hjálpsemi, er að miklu Jeyti var innifalin í lækningum, sætir ofsóknum um þessar mundir af þeim, sem þykjast hafa einkarjettindi til að lækna, og þannig neyða menn til að sæta sínu dýrkeypta, en fyrir mínum augum opt árang- urslausa lækningakáki, þótt margir sjeu sann færðir um. hvílík nauðsyn það er fyrir íslend- inga, sem bæði eru fátækir og bóa strjált, að fleiri menn sjeu til meðal þjóðarinnar, er hafi vilja og þekkingu til að hjálpa í veikindatil- fellum, heldur en hinir lögskipuðu læknar. Veikindi mín byrjuðu neðan í hælnum á hægra fætinum með kvalarverk, sem lagði upp allan fótinn, fjarska köldu og sóttveiki, hjelzt sami kvalarverkur i fætinum í viku, en þar eptir minnkaði verkurinn og kom lint bólguþykkni utan um hnjeð; um það leyti byrjaði samkynja veiki í hinum fætinum, og í báðum handleggj- unum. 1 þessu bágborna ástandi mínu þurfti jeg læknishjálpar, en með því jeg, blá-fátækur maður, hafði eigi peninga til að kosta upp á sendiför eptir hjeraðslækni, er auk meðala mundi hafa kostað frekar 20 kr.. rjeð jeg af að senda til óðalsbónda Sigurðar Sigurðssonar á Skegg- stöðum, sem hefur undir höndum talsverð hós- meðul. Sigurður varð þannig við þessari nauð- syn minni, að hann sótti mig þangað sem jeg lagðist, því þar gat jeg eigi fengið nauðsyu- lega aðhlynningu, og fluttu mig heim á sitt heimili, þar sem hann sjálfur og kona hans Margrjet Þorsteinsdóttir veittu mjer alla þá aðhjókrun og nákvæmni, sem þeim var framast unnt, rjett eins og jeg væri hur þeirra eða bróðir; auk þess varði Sigurður sjerstakri alóð til að ótrýma hinum illkynjuðu, þrálátu og margbreyttu veikindum mínum, er honum tókst eptir 16 vikur svo gjörsamlega, að jeg varð að mestu leyti alheill. Fyrir allt þetta, meðul, fæði og fyrirhöfn á mjer, tók velnefndur Sigurður ekki einn eyri, þótt það hefði ef til vill kostað um 200 kr. hjá lögskipuðum lækni.—Þar sem jeg þannig hvorki gat borgað fyrir mig og borgun ekki þegin, leyfi jeg mjer opinberlega að tjá velnefndum heiðurshjónum mitt innilegasta þakklæti um leið og jeg get þessa þeim til maklegs heiðurs. Staddur á Bollastöðum 16. apr. 1886. Einar Jðnasson. HATTAR alls konar frá hinni alkunnu verksmiðju A. F. Bodeckers fást hjá F. A. Löve. JELjer með auglýsist, að jörðin Urriðafoss í Yillingaholtshreppi i Árnessýslu er til sölu og getur kaupandi fengið hana til ábóðar í far- dögum 1887. — Jörðin er einhver hin bezta hagbeitar- og slægnajörð, með miklum nýgerð- um jarðabótum á tóni og engjum, laxveiðajörð einhver hin bezta. Á jörðinni eru meðal ann- ara hósa stofa máluð með járnþaki og heyhlaða með spónþaki, sem tekur fulla 400 hesta. — Sá sem kynni að vilja kaupa jörðina, snói sjer til Einars Einarssonar og Gísla Einarssonar á nefndum Urriðafossi. Lækningabók Dr. Jónassens og „Hjálp í viðlögum“ fást hjá öllum bóksölum hjer á landi. Þeir bóksalar, sem enn eigi hafa fengið nefndar bækur, fá þær nó með strandferðaskipinu. Leiðarvísir til lífsábyrgðar og eyðublöð til ótfyllingar fæst ókeypis hjá öllum hjeraðslækn- um; allar aðrar upplýsingar um lifsábyrgð gef jeg hverjum sem hafa vill. Bvík 21. jólí 1886. J. Jónassen. Café og Conditoríið í Lækjargötunni. Nýjar birgðir af Good-Templaranna eðladrykk. Castalina, einnig Hot-Tom Gingerale, Gingerbeer Sódavatni og Dönskum Lemonade. Rvík 22. jólí 1886. Kristín Bjarnadóttir. Uppboösauglýsing. Föstudaginn 30. þ. m. kl. 11 f. h. verður opinbert uppboð sett og haldið í leikfimislmsi barnaskólans og þar seld- ir hæstbjóðendum lausafjármunir til- heyrandi ýmsum dánarbúum m. m. Söluskilmálar verða birtir kaupend- umá uppboðsstaðnum á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavik 21. júlí 1886. Jón Jensson settur. Til aliueiiTiings! Læknisaðvöruu. Þess hefur verið óskað, að jeg segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Niss- en hefur bóið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lifs-essents. Jeg hef komizt yfir eitt glas af vökva þessnm. Jeg verð að segja, að nafnið Brama-lífs- essents er mjög villandi þar eð essents þessi er með öllw ólíkur hinum ekta Brama- lífs-elixír fráhr. Mansf éld-Bullner & Lass- en, og því eigi getur haft þá eiginlegleika, sem ágœta hinn egta. Þar eðjegummörg ár hef haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að B rama-lífs-elixír frá Mansfeld-Búllner & Lassen er kostabeztur, get jeg ekki nóg- samlega mælt fram með honum einum, um fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöí'n 30. júlí 1884. E. J. Melchior, læknir. Einkenni liins óegta er nafnið C. A. Niss- en á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egtaBrama-lífs- elixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merki-skildinuin á miðanum sjest blátt Ijón og gullhani, og innsigli vort. MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, semeinirhúatilhinn verðlaunaða Brama-lifs-élixir. Kaupmannahöfn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þoi'leilur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.