Þjóðólfur - 17.08.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.08.1886, Blaðsíða 3
143 Fensmark hefur gegnt þessari skyldu sinni og hvað landstjórnin hefurgjört í þessu máli, þá hefur Fensmark gert reikningana fyrir 1879 (fyrsta em- bættisár sitt) í tæka tíð, nema auka- tekjureikning ekki fyr en 19. júli 1880. Fyrir árið 1880 hefur hann ekki gert manntalsbókar-,spítalagjalds- og aukatekjureikninga fyr en 1. júlí 1881 og átti óborgað á síðasta gjald- daga (það er þegar reikningurin átti að vera sendur) liðugar 2,600 kr. Fyrir árið 1881 hefur hann afgreitt að eins umboðsreikning á rjettum tíma og átti eptir að borga á síðast gjalddaga liðugar 7,500 kr. Þá fyrst rumskast landsh. Hilmar Finsen og kvartar í brjeíi til amtm. B. Thor- bergs 30. maí 1882 um, að reikning- ana vanti og skorar á hann að heimta reikningana af Fensmark; amtm. ger- ir það þá þegar. 29. júlí s. á. skrifar amtm. aptur landsh. og kveðst ekki enn hafa fengið rekningana, og legg- ur til að landsh. hóti Fensmark að víkja honum frá um stundarsakir. Landsh. svarar s. d. og fellst á þetta og leggur fyrir amtm. að gera það. Amtm. gerir það s. d. Engin áhrif hefur þetta á Fensmark. 5. ágúst hættir Hilmar Finsen að gegna lands- höfðingjaembættinu sjálfur. en Berg- ur Thorberg gegnir því á hans ábyrgð, og þj ónar j afnframt amtmannsembætt- inu. Engin skil koma frá Fensmark enn; þó víkur B. Thorberg honum ekki frá, eins og lögin heimta og hann sjálfur hafði farið fram á við H. Einsen 29. júlí, heldur bíður hann til 31. ágúst; þá leggur hann fyrir landfógeta að halda eptir hálfum laun- um Fensmarks. 2. sept. skrifar svo landsh. Fensmark sjálfum og hótar honum að nyju að vikja honum frá um stundarsakir og sekta hann, ef hann geri ekki reikningsskil. Nú sýnist Fensmark óráðlegt að bíða lengur, afgreiðir því aukatekju- og aðflutnings- gjaldsreikninga 18. sept. og skrifar landsh. afsökunarbrjef, ber viðveikind- um, óvanalegamiklumönnumogeinkum að hann hafi haft ónýta skrifara, hann hafi reynt 3, „af þeim voru 2 meira til tálmana en til gagns, og sá trjede (á að vera þriðji) var eptir fáa daga neyddur til að fara“. 25. sept. skrif- ar laudsh. aptur Fensmark og frestar nú að vikja honum frá; heimtar manntalsbókarreikning fyrir 1881, sýslusjóðsreikninga fyi'ir árin 1879-1881 og ýmsar skýrslur, sem vantar. Fensm. hefur þá afgreitt 26. sept. 1882 mann- talsbókar og spítalagjaldsreikuingana fyrir 1881, og gegnir engu. 12. okt. ítrekar landsh. þetta við Fensm. og sektar hann um 20 kr. Aður hafði hann verið sektaður um 18 kr. alls fyrir vanskil á sýslusjóðsreikningum, skipaskýrslum o. fl. 21. okt. skrifar landsh. Fensm. og sektar hann að nýju um 100 kr. fyrir vanskil á eptir- ritum úr gjaldabókum, fyrir vantandi skýrslur og vanskil áreikningum. 15. nóv. sektar amtm. hann á ný um 4 kr. fyrir drátt á að senda yfirfj árráða- skýrslur fyrir árin 1879—80. Legg- ur landshöfðingi fyrir landfógeta að halda öllu þessu eptir af launum hans. Af reikningunum fyrir árið 1882, afgreiddi Fensmark að eins umboðs- reikninginn á rjettum tíma, og átti eptir óborgað á síðasta gjalddaga liðugar 12,000 kr. Svo líður og bíð- ur sá vetur, að Fensmark fær hvorki meiri sektir nje áminningar, en í brjefi 5. febr. 1883 til landfógeta leyf- ir landsh. að borga út Öll laun Fens- marks — 1. mai 1883 var B. Thorberg settur til að gegna landshöfðingjem- bættinu á eigin ábyrgð og M. Step- hensen til að gegna amtmannsembætt- inu. 19. maí s. á. atgreiddi Fens- mark aðflutingsgjalds- og útflutnings- gjaldsreikninga. Með brjefi til amt- manns 13. júlí s. á. sektar landshöfð- ingi Fensmark um 100 kr. fyrir vanskil og hótar meiri sektum og að honum verði vikið frá. Þetta tilkynn- ir amtm. Fensmark 18. s. m. Þá af- greiðir Fensmark aukatekjureikning- ana 22. s. m. — 27. sept. s. á. skrifar landshöfðingi Fensmark enn og hótar að víkja honum frá embætti. S. d. bannar hann landfógeta að borga út nokkuð af launum hans fyrst um sinn. — Loks 9. nov. 1883, afgreiðir Fensmark manntalsbókar- og spítala- gjaldsreikningana fyrir 1882. Af reikningunum fyrir árið 1883 kom enginn reikningur i tæka tíð, nema umboðsreikningur, og á síðasta gjalddaga átti Fensmark óborgaðar tæpar 21,000 kr. í júní 1884 fer settur mamtm. Magnús Stephensen vestur á Isafj örð og skoðar embættis- bækur Fensmarks. 16. júli s. á. gef- ur hann landsh. skýrslu um skoðunar- gjörð sina. Aðflutningsgjalds-, út- flutningsgjalds-, manntalsbókar- og tekjuskattsreikningana fyrir árið 1883 afgreiddi Fensm. ekki fyr en 14.—16. ág. 1884. 25. s. m. var konum vikið frá embætti. Auk allra þessara vanskila á reikn- ingunum, hefur Fensmark því nær aldrei sent eptirrit af gjaldabókunum, eins og honum bar að senda opt á ári. Skuldir Fensmarks við landsjóð eru nú eptir skýrslu hins umboðslega endurskoðanda 22,249 kr. 81 e.; upp í þetta mun fást af veði Fensmarks, sem eigi er komið nú, líklega um 3,000 kr. Sýslusjóði Isafjarðarsýslu skuldar Fensmark 1,080 kr. 64J/2 e. Einu dánarbúi, Kristínar Þórarins- dóttur, skuldar hann 142 kr. 75 a. Nefndin hefur eigi lokið starfi sínu, og er þvi enn óvíst, hverjar tillögur hún kemur með í þessu máli. Stjórnarskrármálið kom til 3. umr. í n. d. 13. (). m. Engar breytingartillögur komu fram. Eigi að síður urðu talsverðar umræður enn um málið. Landshöfðingi og Gr. Thomsnn töluðu á móti. Nó þreif landshöfðingi til þess óynd- isúrræðis að segja að stjórnarskrárfrumvarpið væri ekki að vilja landsmanna, og jafnvel að sumir þingmenn myndu ekki greiða atkvæði með því af sannfæringu um, að það væri gott, heldur af því að þeir flytu með straumnum. Þessi orð vöktu mikla gremju meðal þingm., enda var þeim rækilega mótmælt. Við atkvæða- greiðsluna var haft nafnakall og greiddu 2 atkvæði á móti írumvarpinu, Grimur Tliomsen og Jónas Jónassen; en hinir allir 21 voru með. Aldrei hefur Jónassen talað í þessu máli, og vita menn þvi ekki, hvað honum þykir að frum- varpinu. 1. umr. hyrjaði í efri deild í gær; var sam- þykkt, að setja nefnd i málið. Kosnir voru: Benedikt ICristjánsson, Jón Ólafsson og Skúli Þorvarðarson

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.