Þjóðólfur - 17.08.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 17.08.1886, Blaðsíða 4
144 Vínfaiigatollur Frv. um liann var til 2. uinr. í efri deilti í gær. Komu fram margar breytingartillögur. frá Hallgr. Sveinssyni, Jak. Guðmundss., B. Kristjánss. og Jóni Olafss. um að lækka tollinn frá því, sem neðri deild hafði ákveðið; niðurstaðan varð sú, að breytingartil- lögurnar voru felldar og sömuleiðis frumvarpið sjálft. T(ibakstollur Frv. um hann var einnig til 2. umr. í e. d. í gær. Það frumvarp var einn- ig fellt. Á mðti báðum þessum tollfrumvörpum voru hinir konungkjörnu þingm. að undanskildum sjera H. Sv. Enn fremur voru á mðti Sighv. Árnason og Friðrik Stefánsson. Frumvarpið uni lausn frá árgjaldsskyldu af Laufásbrauði (sbr. síð. tbl.) var fellt í n. d. 13. þ. m. með 13 atkv. gegn 9. Lttg afgreidd frá þinginu. I. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja þjóðjörðina Höfðahús í Fáskrúðsfjarðarhr. í Suðurmúlasýslu: Ráðgjafanum fyrir ísland veitist heimild til að selja þjóðjörðina Höfðahús í Fáskrúðsfjarð- arhreppi fyrir söluverð, er að minnsta kosti nemi 1000 krónum, og skal um söluna farið eptir ákvæðum þeim, er gjörð eru í 2. og 3. gr í lögum nr. 26 8. nóvbr. 1883. Frá útlöndum. frjettist þetta merkilegast með Camoens: Frá Englandi. Gladstone hefur lagt niður völdin og Salisbury falið að mynda nýtt ráða- neyti. Frá Danmörku. Þess var getið i 31. tölu- blaði Þjóðólfs, að fangelsisvist Bergs værilokið 24. júli og að vinstri menn ætluðu þá að halda honum veizlu. Það gjörðu þeir líka 25. júli og tók múgur og margmenni þátt í því hátiða- haldi. Hátíðahaldið fór fram á „Marienlyst“ ; sigldu veizlugestirnir þangað út, á 16 stórum gufuskipum; gátu 600—1500 inanns verið á hverju þeirra og voru þau þó alskipuð. Á leiðinni ætluðu gestirnir að stíga á land í Karls- lundi í Svíþjóð, en var bannað það, og mælt- ist, illa fyrir }ivi hjá vinstri mönnnm bæði í Svíþjóð sjálfri og Danmörk. Þegar tíl Marien- lyst kom voru ræður haldnar og kvæði sungin. Meðal annara fleiri hjelt Hostrup gamli þar tölu ; sagði hann þá meðal annars fieira: „Hjer í grennd er grafreitur ágæts konungssonar (o: Hamlets). Þjóðskáldið enska (Shakspeare) legg- ur honum þau orð í munn: „Danmörk er fang- elsi“. Þessi orð hefi jeg heyrt fyrir löngu síð- an en mjer fundust, þau eigi vera sannmæli. Jeg hef lifað 30 ár undir stjóm einvalds kon- ungs, og ekki þá fundust mjer orð Hamlets geta átt við. En þegar farið er með frjálsa þjóö eins og ómyndug hörn, henni stjórnað ept- ir lögum, sem hún eigi viðurkennir, og fje hennar eytt, þá fara orð konungssonárins að eiga við. Nú hefur Berg fengið frelsi, en það mun hann þó eigi nota til að lifa imakindum, heldur til þess að berjast á löglegan hátt fyr- ir frelsi og framförum i Danmörk“. Úr ræðu Bergs: „Jeg þakka guði og góðum mönnuni fyrir, að jeg kem til yðar með glaðari hug og öruggari von, eptir 6 mánaða fangelsisvist, en jeg hafði fyr. Það er eins og jeg hafi í gær komið frá útlöndum. Eitt hefur þó unnizt á þeim tíma sem jeg hef verið í hraut og það er, að mótstöðumenn vorir eru orðnir 6 mánuðum eldri og komnir 6 mánuðum nær gröfinni eða þeim stað. sem þeir að loknm munu lenda í. En vjer erum orðnir 6 mánuðum yngri, og komnir 6 mánuðum nær viðreisnardegi vorum. Jeg veit ekki betur, en vjer höfum sama ráðaneyti sem fyrir 6 mánuðum, og af sögunni hef jeg ekki betur getað sjeð, en að það ráðaneyti sje hið lakasta, sem Danmörk nokkru sinni hefur haft. Tveir af ráðgjöfunum liafa sagt að stjórn- in vildi frið. En með lnlerjum kostum vill hún frið? Fyrst eigum vjer að samþykkja allt, sem stjórnin hefur gjört; í öðru lagi eigum vjer að láta stjórnina halda fram uppteknum hætti, og í þriðja lagi eigum vjer að gera oss ánægða með hvern þann ráðgjafa, sem konungur kann að skipa. Ef vjer göngum ekki að þessu, þá breytir stjórnin ekki stefnu sinni meðan Iiún hefur traust konungs. En konungs traust er breytilegt eins og annað. Stjórnin afsakar sig, og Scavenvius segir að hún hafi verið neydd til að lenda í þessari deilu. En það er ekki satt; vjer höfum aldrei neytt hana til þess. Kon- ungur Iiefur ekki heldur neytt hana til þess, því að það er sagt, að eptir síðustu kosning- ar hafi hann spurt ráðgjafana, hvort ekki mundi tími tilkominn að þeir legðu niður völdin. Annars allt við sama í Dnnmörku. B,eykjavík 17. ágúst 1886. Gufuskipið Camoens kom hingað aðfaranótt hins 14. þ. m. norðan af Akureyri, Sauðárkrók og Borðeyri. Þangað hafði það flutt talsvert af vörum til pöntnnarfjelaga þar nyrðra. Cam- oens hafði ekki orðið var við neinn ís á Húna- flóa og komst, alveg óhindrað fyrir Horn. Tsinn hlýtur þó að vera nálægt því að veðuráttan norðan lands bendir á það. Þar hafa nú um langan tíma gengið sífelldar þok- ur, norðanhrælur og óþurrkar, svo að menn eru í mestu vandræðum með að ná inn þessu litla heyi, sem fæst af jörðinni, svo að þegar þet.ta hætist ofan á slæman grasvöxt. þá er útlitið fyrir norðan an allt annað en glæsilegt. Með Camoens fjekk landsh. að vísu enga til kynningum emhættaveitingarnarhjer, eníbrjef- um fráKhöfn komu áreiðanlegar fregnir um, að yfirdómaraeinhættið væri veitt sýslumanni Kristjáni Jónssyni og bæjarfógetaembættið i Beykjavik veitt sýslumanni Halldóri Daníelssyni. AUGLYSINGAR í samfeldu niálj m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung jlálks-lengdar. Borgun út.ihönd. S»ilfurbúin hornbaukur, sem fundizt hefur undir Ingólfsfjalli, er geymdur hjá undirskrif- uðum. Á stjett bauksins eru 4 stafir, sem eig- andi veit um. Dysjum 10. ágúst 1886. Magnús Brynjólfsson. Tvö hdr. 38 áln. eptir fornn mati í jörðinni Álfsstöðum í Skeiðahreppi í Árnessýslu fást til kaups og getur kaupandi fengið þennan jarðar- þart til áhúðar í næstu fardögum. Sá, sem kynni að vilja kaupa, snúi sjer til ritstjóra Þjóðólfs fyrir lok næsta októbermánaðar. Jbrtauð hryssa á að gizka miðaldra, mark (ó- glöggt): heilhamrað eða gagnstigað hæði eyru, ó- járnuð og óafrökuð, er í óskilum á Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi. 30. júli 1886. — Br. Einarsson. Til almennings! Læknisaðvörun. Þess hefur verið óskað, að jeg segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Niss- en hefur búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Jeg hef komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Jeg verð að segja, að nafnið Brama-lifs- essents er mjög villandi þar eð essents þessi er með ollw olíkur hinum ekta Brama- lífs-elixír frá hr. Mansfeld-Búllner&Lass- en, og því eigi getur haft þá eiginlegleika, sem ágœta liinn egta. Þar eð jeg um mörg ár hef haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-e.lixír frá Mansfeld-Búllner & Lasscn er kostabezfur, get jeg ekki nóg- samlega mælt fram með honum einurn, um fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyft. Kaupmannahöfn 30. jflll 1884. E. J. Melchior, læj(njr. Einkenni hins óegta er nafnið C. A. Niss- en á glasinu og miöanum. Einkenni á vorum e.ina egtaBrama-lifs- elixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, Isemeinirbúatilhinn verðlannaða Brama-lifs-elixír. Kaupmannahöfn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorlelfur Jónsson, cand. ph.il. Skrifstofa: á Bakarastig. Prentari: Sigm. Qxiðmundsson. I

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.