Þjóðólfur - 24.08.1886, Page 1

Þjóðólfur - 24.08.1886, Page 1
Kemur út á, föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júli. OÐOLFUR (Jppsögn (skrifleg) bund- in viö áramöt, ögild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXYIII. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 24. ágúst 1886. Nr. 38. Frá útlöndum. Khöfn 27. júlí 1886. Eptir kosningamar á Englandi lýsti Glaðstone því þegar yfir, a5 hann legði niðnr ráðgjafa tignina, og hef- ur nú drottningin falið Salisbury á hendur að mynda hið nýja ráðaneyti. Salisbury vildi fyrir hvern mun fá Hartington inn í hið nýja ráðaneyti, og bauð honum jafnvel sjálft stjórn- arforsætið, en hann hafnaði, en hjet aptur á móti Salisbury sínum styrk og flokks síns, þó með því skilyrði, að ekkert frumvarp um írska málið yrði lagt fyrir þingið, nema hannhefði sjeð það áður, og fallizt á það. Flokka- skipunin á hinu nýja þingi er haldið að verði þannig: Toryar 317, Glad- stonesmenn 191, Parnellingar 86, og alrikismenn 76. Panmörk. Hinn 24. júlí hafði Berg fólkþingsforseti lokið sinni 6 mánaða fangelsisvist; vildu þá vinir hans og aðrir fiokksmenn hans, halda veizlu honum til dýrðar i „Dyrehaven“. En „Dyrehaven“ er eign ríkisins, og bann- aði Estrup hátíðahaldið þar. Leituðu þá frelsismenn yfir til Svíþjóðar til Landskrónu, og var þeim þar vel tek- ið, og leyft að halda hátíðina þar, en tveim dögum áður en hátíðin skyldi vera þ. 2B. þ. m., kom boð frá borg- meistaranum í Landskrónu, að hátíð- in yrði bönnuð þar; og jafnframt kom það boð út frá landshöfðingjanum yfir Skáni, að Dönum væri með öllu bönn- uð landganga á Skáni. Sagt er að Estrup hafi farið í sendiherra Svía hjer, og hann útvegað bannið hjá ósk- ar konungi. Hjer áttu þá vinstri- menn við hart að etja, en þó hjeldu þeir hátíðina við Helsingjaeyri, þar sem heitir „Marienlyst11 , og sigldu þangað á 16 troðfullum gufuskipum ; fyrst var tilætlazt, að eigi skyldu vera fleiri en 3 skip, en bann Estrupshjálp- aði svo upp á sakirnar, að þau urðu 16 og um 20,000 manns, sem fögn- uðu Berg. Svensk blöð láta mjög illa yfir þessum tiltektum, og spyrja hvað sje orðið af gestrisni Svia1. Nýdáinn er einhver helzti forvígis- maður dansks þjóðernis í Sljesvík J. P. Junggreen; hann var þingmaður Norður-Sljesvíkinga á ríkisdeginum i Berlín og þótti mjög dugaudi maður. Atkvæði mitt í brúamálinu. —:o:— Af því, að jeg hef sjeð það tekiS fram i tveim blöðum (IsafoldogFjall- konunni), að alþingi 1885 hafi fellt brúamálið með eins atlcvœríis mun. og heyrðist þar að auki í fyrra sumar, að mjer væri einkanlega kenntum mála- lokin af sumum Sunnlendingum, þá finn jeg hvöt til að gera grein fyrir, hvernig málinu víkur við í raun rjettri. Það er að vísu satt, að málið var fellt frá 3. umræðu í neðri deild með 12 atkvæðum gegn 11, en það er með öllu óvíst, hve margir af þessum 11 hefðu orðið með málinu við 3. umr. i þeirri mynd, sem það kom fram á þinginu. því að sumir munu hafa vilj- að lofa því að ganga til 3. umræðu fyrir orð 2. þingmanns Árnesinga (M. A.),, og í þeirri von, að frumvarpið mundi eitthvað verða lagað af flutn- ingsmönnum þess. Jeg fyrir mitt leyti vænti þess ekki, að frumvarpið mundi verða neitt aðgengilegra við 3. umræðu, úr því að viðkomandi sýslu- búar höfðu með engu lýst því, að það væri vilji sinn að leggja neitttilbrú- argerðarinnar, og því greiddi jeg at- kvæði móti frumvarpinu, því að ein- ungis með því skilyrði vildi jeg styðja málið, að Árness- og ítangárvallasýsl- 1) Annars er sagt nákvæmar af veizluhald- inu sjálfu í 36. tbl. Ritstj. ur tækju góðan þátt í kostnaðinum, enda gat mjer hvorki fundizt það ó- sannlegt í sjálfu sjer, nje ofþungt fju-ir hlutaðeigendur, að taka lán með góðum kjörum, þar sem þeir láta ár- lega úti stórfje í ferjutolla, sem þeir hlytu að losast við, ef brýrnar kæm- ust á. Mjer þykir nú vænt um að sjá, að höfundur greinar um brúamálið í ísa- fold 11. tbl. þ. á. tekur því eigi fjarri, að þeir sem mest mundn nota brýrn- ar kosti einhverju til þeirra, og vona, að Sunnlendingar verði nú svo skyn- samir, að gina ekki lengur við þeirri flugu, að landssjóður einn eigi að kosta brýrnar, (því að þetta hefur ein- mitt spillt mest fyrir málinu að minni hyggju), heldur geri sitt til, að beina þessu áhugamáli sínu í hið eðlilegasta horf, og búi það svo undir alþingi 1887, að þeir, sem eru málinu í sjálfu sjer hlynntir, nevðist ekki til að vera á móti því. En geri þeir þetta ekki, þá er ekki að sjá, að þeim sje þetta neitt sjerlegt áhugamál, því að lítill áhugi lýsir sjer í því, að heimta allt af landssjóð, en vilja ekkert leggja til sjálfur. Það er alveg vandalaust verk. Bjarnanesi 1. d. maím. 1886. J'on Jónsson. STORMRINN. —:o:— Sapientia prima stultitia caruisse. Alvarlegasta aðfinning jieirra heiðruðu herra J. St. & Y. G. við þýðingu mína á storminum er sú: „að orðaskipuninin stundum raskast svo, að setningarnar hafa orðið svo óljósar að ill- hœgt verður að skilja11. Þessu til sönnunar eru tilfærð þrjú dæmi. Hið fyrsta eru orðin: ’i tíu föll’, á hls. 3, sem ekki eiga að geta skil- izt, nema borin sé saman við enskuna. Af pvi þau eru klipin út úr sambandi sínu, set eg hér alla málsgreinina: Þú viðkjaftaði fantur vildi eg mættir í hafsins þvælast djúpi og vera að drukkna í tiu föll.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.