Þjóðólfur - 03.09.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.09.1886, Blaðsíða 2
158 Atliug-as. Af holdgjafarium var í: Töðunni. Útheyinu. Amidsambönd1 . 0.325% 0.207 Eggjahvítuefni. 1.215— 1.653 1.540— 1.800% Til samanburðar á þessari efnasam- setningu við erlent hey, set jeg hjer hvernig Dr. Emil Wolíf telur í töfl- um sínum að það sje samseit: Slæmt Betra Meðal G-ott Ágætt hey hey h»y hey hey Vatn . . . . 14.3°/° 14.3% 14.3% 15.0% 16.0% Feiti . . , . 1.5— 2.0— 2.3— 2.2— 2.6— Holdgjafa- kend efni. . 7.5— 9.2— 9.7— 11.7— 13.5— Sykurkendefni 38.2— 39.7— 41.6— 42.3— 40.8— Trjeefni. . . 33.5— 29.2— 26.3— 21.9— 19.3— Steinefni. . . 5.0— 5.4— 6.2— 7.0— 7.7— ;ioo.o°/c 99.8% 100.4% 100.1%|99.9% Þegar litið er fcil efnarannsókna þess- ara á íslenzku og erlendu heyi, þá, sjest þegar, að islenzka heyið er að öllu leyti betra en hinar 2 fyrst töldu erlendu heytegundir. Sje þaðþáborið saman við hinar 3 síðast töldu heyteg- undir, þá kemur og auðvitað fram talsverður mismunur. Holdgjafakendu efnasamböndin i íslenzka heyinu eru viðlíka mikil eins og i meðalheyi eða góðu heyi erlendu, en sykurkendu efnin og feitin er meiri en í ágætis erlendu heyi, og trjeefni er viðlíka mikið eða minna. Af öllu þessu sam- anbornu má þvi ráða, að það hey, sem hjer um ræðir, jafnist á við á- gætishey erlendis. Það, sem kynlegast má virðist við íslenzka heyið er það, að í útheyinu er bæði meira af holdgjafakendum efnasamböndum og feiti en í töðunni, og samkvæmt þessu tvennu ætti það því að hafa verið fullt eins gott. En þar eð slíkt eigi að síður er mjög ó- líklegt, þá hlýtur mismunurinn að vera fólginn i því, sje hann nokkur og taðan sje betri, að hún meltist betur. Að hún sje ljettmeltanlegri en útheyið er líklegt, enda bendir vatnið i henni til þess, þar sem það er meira en í útheyinu, því það er jafnan meira i því heyi, sem betra er. Þó má einkum marka af „amidsam- 1) Amidsamhönd hafa nafn af því, að þau eru álitin samhand af „amid“ (N H2) við önn- ur efni. böndunum“ að taðan sje ljattmelta ri því þau eru hlutfallslega langt um meiri í henni en í útheyinu. Jeg tel mjög líklegt að vel hirt taða af góðum túnum muni almennt jafnast á við töðu þá, sem var rann- sökuð, en hitt tel jeg mjög óvíst, að úthey sjeu að jafnaði svo kjarngóð, sem hið umrædda. Það kostar talsvert að láta rann- saka hey efnafræðislega, og þvi get jeg naumast búizt við að margir láti gjöra það, en eigi að síður er mjög nauðsynlegt, að gjöra sjer grein fyrir heygæðum árlega, því slikt getur orðið góður leiðarvísir við ásetning og heygjafir síðar. Það má einnig takast að gjöra sjer nokkurn veginn glögga grein fyrir gæðum heysins, sje heyið vigtað, og skepnurnar, sem það er gefið, og á þann hatt má og gjöra samanburð á heygæðum í ýms- um árum. Jeg skal nú með fám orðum skýra frá, hvernig sams konar rithey og það, sem rannsakað var, reyndist til fóðurs síðastliðinn vetur. Heyið var gefið lömbum. Þau voru tekin á gjöf 22. október, og voru þau þá að þyngd að meðaltali 50 pd. Eptir 42 daga höfðu 106 lömb fengið alls 5,400 pd. af heyi, eða hvert lamb hafði daglega fengið 1.21 pd. A þessum 42 dögum þyngdust þau um 6.5 pd. hvert lamb að jafnaði eða 13°/0, en það samsvarar 15 kvinta þingdarviðatiha, á hverjum degi. Þetta mátti heita ágæt framför á lömbun- um, og sýndi ljóslega að heyið hlyti að vera ágætt, og myndi eigi standa á baki bezta erlendu heyi, svo sem raun varð á. Síðari hluta vetrarins hjeldust lömb- in vel við o:misstuekkert af þyngd sinni, þegar hvert lamb fjekk 1.36 pd. af heyi daglega. Það hey, sem þau þá fengu, mun hafa verið nokkru lakara en það, sem var rannsakað. Jeg skal leyfa mjer að tilfæra eitt dæmi frá útlöndum til samanburð- ar. Dr. Emil Wolíf segir(*: „í *) Sbr. Einil Wolfl Huspattedyrenes ration- elle Fodring bls. 147. Hohenheim voru 5 mánaða gömul lömb af blönduðu Wiirttembergkyni 50 pd. þung fóðruð í 9 mánuði fyrst með ágætis heyi, en seinna með með- al heyi, og þyngdust þau á þeim tíma um 22.3 pd. hvert lamb“ — i Þetta nemur liðugum 8 kvintum á dag. Hann segir ennfremur. Af þessum tilraunum hafa menn getað dregið, að hæfilegt sje að gefa þeim lömbum, sem eru 5—6 mánaða gömul og 56 pd. að þyngd svo mikið af góðu heyi, að það nemi 1.6 pd. daglega handa hverju lambi auk vatns og steinefna(*. Jegskalaðlokum getaþess, að veturinn 1884—85 reyndust 28 pd. af heyi hjer á Hólum eigi betur en 23 pd. siðast- liðinn vetur. Heyið, sem saman var borið var þó af sama engi og slegið hjer um bil jafnsnemma, en það þornaði eigi eins fljótt, en var þó ekki hrakið að mun. Beykjavík 3. sept. 1886. Embættisprófl við prestaskólann var lokið 27. f. m. TJndir pað gengu 11 prestsefni og fengu pessar einkunnir: (rðmversku tölurnar tákna einkunn, en hinar stig). Hafsteinn Pjetursson . . . . . I. 51 Björn Jónsson Skúli Skúlason . . I. 49 Hálfdán Guðjónsson . . . . . I. 45 Bjarni Pálsson . . I. 44 Arnór Árnason . .11. 41 Árni Þórarinsson . . . , . . .11. 39 Hannes L. Þorsteinsson . . . .11. 37 Olafur Stepliensen . . . . . . II. 31 Páll Stephensen . . .11. 29 Jón Jónsson . . III. 19 Hin skriflegu verkefni við próflð voru: í bifiíuþýðingu: 1. Kor. 12, 4—n ; í trúfrœði: að útlista lærdóm ritningarinn- ar um dauðann sem afleiðing syndarinnar; í siðfrœði: hver eru hin helztu dyggðameðul og hvert er gildi þeirra ? Bœðutexti: Matt. 11, 28_30. Brauð veitt 31. f. m.: Bergstaðir cand. t.heol- Birni Jónssyni, Goðdalir eand. theol. Hálfdáni I Guðjónssyni; Bíp eand. theol. Bjarna Pálssyni, sem tekur við brauðinu í næstu fardöguin; Tröllatunga cand. theol. Arnóri Árnasyni; Mikla- holt cand. theol. Árna Þórarinssyni; Fjallaþing cand. theol. Hannesi L. Þorsteinssyni; Kirkjubóls- 1 þing cand. theol. Páli Stephensen ; 1. þ. m. Mýr- dalsþing cand. theol. Olafi Stephensen. *) Sbr. E. Wolff Huspattedyrenes rationelle Poðring bls. 166 og 215. ;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.