Þjóðólfur - 03.09.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.09.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXYIII. árg. Reykjarík, föstudaginn 3. septemker 1886. Xr. 40. Um heygæði eptir bíinaðarskólastjóra .Irtsef J. Björnsson. Opt er talað um ólík heygæði, sem eðlilegt er. Græði heysins eru mjög misjöfn, en það er eðlileg afleiðing ýmsra orsaka á þeim tíma, sem gras- ið vex, svo sem: ólíks veðráttufars, ólíkra gæða jarðvegsins, hversu snemm- slegið það er og loks hvernig það nýtist. Þegar mjög votviðrasamt er að vor- inu og framan af sumri, þá verður grasið stórgjörðara, vatnsmeira oggróf- gjörðara, og því þungmeltara, en þeg- ar þurviðri og vætur skiptast á. Þetta leiðir af áhrifum sífelldrar bleytu á jarðveg og jurtir. Heyin verða því í votviðrasömum árum lakari en ella. Af frjóvsömum, þurlendum og há- lendum jarðvegi fæst hið bezta hey, nýtist það vel. Jurtirnar á slíkum jarðvegi eru smávaxnar, en hafa mörg og heldur mjúk blöð; þær eru þvi kjarngóðar og auðmeltar. Túnin hafa opt slíkan jarðveg, enda er taðan, sem er sambland margs konar fóðurjurta vort bezta hey. Sjeu votlendir part- ar i túnunum, þá sjezt einatt, að á slíkum blettum vaxa aðrar og lakari jurtategundir, en á hinum pörtum túnanna, sem þurrir eru; þær eru og grófgjörðar, og taðan af slíkum stöð- um er þvi ekki góð. . Snemmslegið hey er miklum mun betra en síðslegið. Þetta leiðir af því, r að eldri hlutar jurtanna trjena, og Verða bæði snauðari af nærandi efn- Um og þungmeltari en hinir yngri, Aður jurtin fer að blómstra eru bæði stönglar og blöð næringarefna- fik, en þegar hún er blómstruð og fræ fer að myndast, þá dregst alt hið bezta næringarefnanna frá hinum hlut- 4 unum til fræmyndunarinnar. Stöngl- ar og jafnvel blöð þeirra jurta, sem svo langt eru komnar á þroskaskeiði sínu, að fræ er myndað, hafa þvi lít- ið fóðurgildi, en fræið því meira. Yið þurrkinn er hætt við að fræin falli burt, og því verður hið síðslegna hey miklu lakara en hið snemmslegna, þó góð nýting fáist á það. Þetta er það, sem veldur því, að menn kvarta opt í góðum grasárum yfir að heyin sjeu ljeleg, en þá er vanalega meira eða minna af jurtunum búnar að mynda fræ, þegar slegið er. Heppitógast er að slá túnin, þegar meginfjöldi jurtanna er í byrjun blóm- timans. Nýtingin hefur ákaflega mikil áhrif á gæði heysins. Bezt er að það þorni sem fyrst eptir að það er slegið, og mjög er áríðandi, að hlifa því fyrir alls konar vætu, eptir að það er far- ið að þorna nokkuð, því ella missir það mjög mikið af beztu næringar- efnum sínum. Það er ekki nóg að vernda hálfþurt hey fyrir regni, það þarf líka að vernda það fyrir dagg- falli svo vel, sem auðið er. Þegar ræða er um heygæði á Is- landi yfir höfuð, þá er eðlilegt, að leitast við að íá samanburð áíslenzku heyi og erlendu, eða miða gildi heys- ins við aðrar fóðurtegundir. Ymsar getgátur hafa komið fram með tilliti til þess, hve gott íslenzkt hey myndi vera i samanburði við hey erlendis. Mörgum mun hafa virzt miklar líkur til, að íslenzku heyin væru mjög góð og þyldu vel sarnan- burð við erlend, því með því mælir mjög margt. Torfi Bjarnason í Ólafsdal segir í ritgj örð sinni nUm súrhey“ í And- vara X, bls 144—45: „Engin senni- leg astæða er til að ímynda sjer, að vel ræktuð taða og og vel hirt ígarð standi hið minnsta á baki bezta heyi erlendis, heldur þvert á móti, að hún sje máske enn þá ríkari afmeltanleg- um næringarefnum". Þetta er nú getgáta, er eigi hefur nægilegar sann- anir við að styðjast, til þess að geta haft almenna þýðingu. En á hinn bóginn er hún mjög sennileg, með því hún er byggð á fleiri ára reynslu og athugunum Torfa sjálfs, og jeg þyk- ist þess jafnvel fullviss, að hún muni sannast með tímanum. Að því er útheyið snertir, þá er mjög erfitt að gjöra nokkra sennilega almenna ályktun um gæði þess. Það vex á mjög misjöfnum jarðvegi, sumt á harðvelli en sumt á flám og í for- öðum, sumt til ijalla en sumt til dala o. s. frv. Auðvitað er að allt það út- hey, setn er af votlendum engjum mun grófgerðara en harðvellishey eða taða °g þvi þungmeltara, en gæði þess geta og verið talsvert ólík. Yfir höf- uð ætla jeg þó að úthey hjer á landi muni fullkomlega jafnast á við hey, sem erlendis er talið að vera gott. Síðastliðinn vetur rannsakaði Y. Stein, prófessor i Kaupmannahöfn fyrir mig töðu og úthey hjer frá Hólum. Tað- an var af túni, sem nú er i allgóðri rækt, var snemmslegin, vel hirt og tekin úr miðju stáli i tópt eptirmiðj- an vetur. Útheyið var af raklendu stararengi, fremur snemmslegið, þorn- aði vel og fljótt, og var tekið úr tópt um sama leyti og taðan. Bæði taðan og útheyið var grænt. Efna-samsetningin reyndist þannig: Taða. j Úthey. Yatn 12.10% í 11-20% Feiti ...... 2.88— 3.20— Holdgjafakennd efni . j 9.62— 1 11.62— Sykurkennd efni . . 46.92— 46.33— Trjeefni 19.53— i 18.93— Steinefni . . , . . 1 8.95— 8.72— 100.00% 100.00% Holdgjaflnn (N) = l-54°/0 1-86%

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.