Þjóðólfur - 17.09.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.09.1886, Blaðsíða 3
167 tóku þátt i mót 10 kr. tillagi. Voru þar haldnar margar fjörugar ræður; próf. Monrad frá Kristjaníu talaði fyr- ir hönd Noregs þakkarorö til Svía, próf. Wimmer fyrir hönd Dana, yfir- Umsjónarmaður Synnerberg fyrir Finna, Valtýr Guðmundsson fyrir hönd ísl. og dr. Schweitzer fyrir hönd útlendinga. Margir hjeldu þar fleiri ræður. Þar kynntust ungir og gamlir og knýttu bræðrabönd. ifem BQKMENNTlRT^a ✓fs. ^Ts. -T'* */Tv* ✓fs. ✓p- kJV. v-pJ Beikning-sbók handa byrjöndura eptir Jó- hannes Sigfússon. Rvík í prentsm. E. Þórðar- sonar 1885. Það er ekki stór bók pessi reikn- ingsbók, að eins 32 bls. í 8 blaða broti, og nær heldur ekki yfir margar reikningstegundir, einungis 4 höfuðgreinir, samlagning, frádragn- ing margföldun og deiling með heilum tölum, og fer pví nær ekkert út í margskonartölur. Meiri hluti kversins (bls. 5—24) er tóm dæmi, og fylgja engin svör eða úrlausnir á peim, bæði fyrir stuttleika sakir og „til pess að fyrir- byggja að börnin gætu haft pær við höndina á meðan pau væru að reikna dæmin“, enda er gert ráð fyrir pví, að kennari sje til leiðbein- ingar við notkun kversins og líti eptir, hvort rjett sje reiknað. Ætlast höfundurinn til, að kennarinn kenni reikningsaðferðirnar, en setur iptast (bls. 25—32) stuttar og greinilegar leið- beiningar um að lesa úr tölum og um aðferðir við samlagning, frádragning, margföldun og deiling, „til pess að börnin geti rifjað upp eptir peim pað, sem kennarinn hefur sagt peim“. Það er meiri vandi en margur hyggur, að búa til góðar kennslubækur. Kver petta er ætlað byrjöndum á barnsaldri, og vandinn pvi ekki hvað minnstur, að allt sje sniðið eptir proskaskeiði nemandanna. Þetta hefur höf- undurinn haft hugfast við samning kversins, pví að dæmin eru mjög ljett einkuin hin fyrstu í hverri reikningstegund en smápyngjast, pegar fram í sækir; mörg af fyrstu dæmunum eru svo ljett, að börn geta reiknað pau í hug- anum, og pað pvi fremur, sem tölurnar i mörg- um dæmunum eru bundnar við einhvern á- kveðinn hlut, sem börnin pekkja, t. a. m aura, penna, o. s. fr., sem er mikill kostur, pví að pað gerir nemandanum allt skiljanlegra en ella. — Kverið er einkarhentugt til pess, sem pað er ætlað, einkum til kennslu i barnaskól- um. Frá útlöndum. Khöfn 4. sept. 1886. Búlgaría. Eins og menn munu muna, voru par óeyrðir í fyrra sumar út úr pvi að Austur- rúmelía sagði sig úr bandalagi við Tyrki og gaf sig innundir Bolgara. Höfðingi peirra heitir Alexander, 28 ára að aldri frá Battenberg, og kom hann til rikis samkvæmt Berlínarfriðnum 1879. Siðan hefur par gengið hálf skrykkjótt, einkum vegna pess, aðBússar hafa iðulega verið að blása að kolunum og æsa pá upp til ófrið- ar, en Alexander er pó vel látinn af pegnum sínum. Þann 23. ág. barst sú fregn út, að Alexander væri tekinn höndum af her sínum, og neyddur til að afsala sjer rikisstjórn; í nokkra daga frjettist ekkert greinilega um petta nje hvar Alexander var niður kominn, en bráðum varð pað víst, að nokkrir samsær- menn höfðu ráðizt á hann á næturpeli, og neytt hann með valdi til að leggja niður völd- in; hann var siðan settur á skip og flnttur niður eptir Dóná, og var farið mjög illa með hann; loks komst hann til Lemberg eptir mikl- ar prautir, og par fjekk hann fyrst að vita, að pjóðin öll væri með sjer og hefði pegar sett uppreistarmennina frá stjórn, sneri hann pá óðara við aptur og var allstaðar tekið tveim höndum; til Sofía, höfuðstaðarins, á hann að koma í dag. Rússakeisari hefur opinherlega látið í ljósi, að sjer sje pað mjög á móti skapi, að hann hafl horflð aptur, og Bismarck tekur í sama strenginn. Það eru efalaust Rússar, sem hafa valdið pessu samsæri, enda virðist pað vera peirra æðsta mark og mið, að reyna að fá hafið aðalstyrjöld um alla Evrópu. Eptir pessu er pá framtið Alexanders heldur dimm. England. Þingið var sett 5. ág. en fundum frestað fram í janúar n. á. Hætt er við, að eigi fái írar bætt kjör sin undir stjórn Salis- burys. Útlit er fyrir, að peir Gladstone og Chamberlain muni taka saman liöndum aptur Allt af eru mjög miklar óeyrðir í Belfast. Holland og Belgia. Töluverðar róstur i Amsterdam milli lýðsins og lögreglunnar, fengu fjöldi manna bana af. — í Brussel hjeldu á dögunum um 50,000 verkamanna stórkostlegt mót; gengu fyrst hátiðagöngu gegn um bæinn undir merkjum, með allskonar áritunum, og glimjandi söng; ræddu síðan sín bágbornu kjör; fór pað allt fram með hinni mesta kyrrð og spekt. Frakkland. Það orð leikur á, að pjóðveld- isforsetinn Grévy ætli að leggja niður völdin; hann er nú áttræður. Þykir sjálfsagt, að Preyscinet komi í bans stað. Þýskaland. í öndverðum ágúst hjelt hinn nafnfrægi háskóli i Heidelberg stórkostlega há- tið, i miuningu pess, að hann pá hafði staðið í 500 ár. Háskóli pessi er, hinn priðji elsti á Þýzkalandi, stofnaður 1386 af Rúpreckt af Pfalz. Hið nafnfræga tónaskáld Eranz Liszt er nýdáinn, fæddur 1811. Ameríka. Það leit út fyrir að ófriður mundi verða milli Bandaríkjanna og Mexico. Ritstjóri einn Cutting að nafni hafði ritað skammir í blað sitt um stjórnina í Mexico og ljet pví stjórnin handsama Cutting skömmu síðar og dæma, er hann af hendingu var stadd- ur í Mexico. Var petta gegn landslögum og rjetti. Bandaríkin heimtuðu manninn lausan, en hinir pverskölluðust við. Lauk pví svo að Mexico ljet undan, og seldi fram manniun. Jarðskjálftar hafa gengið töluverðir í Norður- ameríku sömuleiðis á Grikklandi og ítaliu, 26. 27. f. m.; höfðu peir gjört mikið tjón og orðið mörgum að bana á Grikklandi. Banmörk. Berg hefur alltaf verið á ferðum, síðan hann kom úr fangelsinu, á fundum og í boðum, og verið vel fagnað. Gamli Monrað byskup hefur sagt af sjer pingmennsku fyrir elli sakir. Ný bráðabirgðalög gefin út 13. ág. sem takmarka mjög prentfrelsislögin 5. jan. 1851. Hin nýju lög gefa leyfi til að höfða mál gegn peim, sem virkilega stjórni blaðinu, en eigi peim sem standi á pvi sem ábyrgðar- maður, en sje pað pó eigi, og banna að hafa slíkamenn (straamænd). Málfræðingar Norður- landa voru á fundi í stokkhólmi frá 10.—13. ág. Barnaskólakennarar áttu fund með sjer i Höfn. Konungurinn í Portúgal Don Luis 1. var hjer nýl. á ferð. Ofsahitar síðustu dag- ana hjer. Málþráður tll íslands. Veðurfræð- ingar hafa lengi práð að málpráður væri lagð- ur til íslands. Hoftmeyer formaður veðurfræði- stofnunarinnar í Kaupmannahöfn barðist fyrir pví og fjekk komið málinu svo langt á veg, að til orða kom að gefa enskuin manni, Baird, leyfi til að leggja práðinn. Síðan Hoffmeyer andaðist, hefur pessu ekki verið hreyft, pangað til nú að heyrst hefur að Baird og öðrum manni, Wood, hafi verið veitt leyfið til að leggja práðinn, og að peir muni bráðlega byrja á pví. (Politiken 21. ágúst). Reyltjavik 17. sept. 1886. Prestvígsla. Sunnudaginn 12. p. m. voru vigðir pessir 10 prestaskólakandidatar: Árni Þórarinsson til Miklaholts, Arnór Árnason til Tröllatungu, Bjarni Pálsson til Rípur, Björn Jónsson til Bergsstaða, Hálfdán Guðjónsson til Goðdala, Hannes L. Þorsteinsson til Pjallapinga, Jóliann Þorsteinsson til Stafholts, er prjedikaði, Jón Thorsteinsen til pingvalla, Ólafur Stephen- sen til Mýrdalspinga, og Páll Stephensen til Kirkjubólspinga. Norskt gufuskip, Vaagen. frá Stavanger, skipstjóri J. Randolph, kom hingað 13. p. m. frá Seyðisfirði með 50 íslendinga hjeðan að sunnan, er verið hafa par eystra í sumar. Skipið, sem fór af Seyðisf. 11. p. m., fór ferð pessa eingöngu, til að flytja pá hingað; purftu peir að borga fyrir pað alls 1,000 kr. eða 20 kr. liver. Þetta hafði eigi fullgiörzt fyr en rjett áður en strandferðaskipið Tyra fór frá Seyðisfirði á föstudaginn var, svo að nokkr- ir Sunnlendingar höfðu keypt sjer far hingað með pví, en gátu ekki riptað peim kanpum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.