Þjóðólfur - 17.09.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.09.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramöt, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjayík, fíístudaginn 17. septemher 1886. Xr. 42. Nœsti árgangur Þjóðölfs (1887) verð- ur eigi sendur neinum erlendis, nema borgun komi fyrir fram. Upptíningur eptir Valtý Guðmundsson, cand. phil. —:o:— n. Getwrn við staðið við stýrið?—Skoðun stjórnar- innar á íslendingum.—Hverjum þykir sinn fugl fagur. — Háseti og stýrimaður. — Macaulay: \Vpphaf vizkunnar, hófs og mildi.—Ofdrykkja \)g hófsemi.—Hálfbyggt hús.—Ariosto og snák- sagan eða álfurinn í ál'ógum.—Frelsið í dular- gervi. — Frelsið og homöopathían. — Sagan af aulabárðinum. Ein af aðalástæðum stjórnarinnar fyrir að neita oss um meira stjórn- frelsi en vjer höfum, er að vjermun- um ekki kunna með það að fara. Þetta er ekki neitt ný viðbára; hún hefur komið fram í flestum löndum. Það er ekki svo óskiljanlegt, að sú stjórn sem nú situr að völdum í Danmörku ætli slíkt um oss íslendinga, þar sem hún er á sömu skoðun um meiri hluta hinnar dönsku þjóðar, og heldur þar því dauðahaldi í stjórnartaumana. Mað- ur kippir sjer því ekki itpp við það, þótt maður heyri slíkt frá henni, því hverjum þykir sinn fugl fag- ur, og efast opt um að annar finnist jafnfagur. Sárara hlýtur manni að svíða, að sumir landsmanna sjálfra — þó þeir sjeu reyndar, sem betur fer, fáir — skuli taka í sama strenginn, og álíta að bezt sje að hlíta frelsi því, sem vjer höfum féngið. Þessir menn álíta oss það ofvaxið að stjórna oss einvörðu sjálfir, af því vjer sjeum í öllu svo lítilsigldir og skammt á veg komnir. Þeir svífast þannig ekki að færa það fram sem ástæðu fyr- ir því, að vjer eigum ekki að fá meira frelsi, að þjóð vorri hefur hrakað í hlekkjum þrældómsins. En einmitt j þetta sýnir hið gagnstæða: að því meira sem frelsið er, því meiri er fram- faravonin. En þó svo kynni nú að vera, að nokkur skortur reyndist á mönnum hjá oss nú, sem vel væru færir um að hafa stjórn landsins á hendi, þá sannaðist þar að eins að „fár er smiður í fyrsta sinnu. Þeir mundu fljótt læra að fara með stýrið. Því námfærir eru íslendingar ekki síður en aðrar þjóðir. En eins og sá há- seti getur aldrei orðið góður stýri- maður, sem aldrei fær að snerta á stýrinu, eins geta þeir aldrei lært að stjórna vel, sem aldrei fá að reyna það. — Jeg skal setja hjer grein ept- ir Macaulay1 (frb. Ma-kol-le) um þetta efni, úr bók hans „ Critical and Histor- ical Essays (Milton). Hún hijóðar svo: „Þessum byltingum er svo háttað, að vjer sjáum ávallt það versta af þeim fyrst. Menn kunna ekki að fara með firelsi sitt fyrr en þeir hafa verið nokkra stundfrjálsir. Innfædd- ir menn í þeim löndum sem vaxin eru vínviði, eru vanalega hófsamir í drykk. I þeim löndum, er vín er sjaldgætt í, keyrir drykkjuskapur fram úr öllu hófi. Það má líkja þeirri þjóð, er nýlega hefurfengið frelsi sitt, við hersveitir úr hinum norðlægari löndum, er skipað væri í landtjöld á Rínárbökkum eða við Xeres. Það er mæltað þegar hermenn, ersvo hagar til, sjá sjer færi að seðja taumlaust löng- un sína með svo sjaldgæfri og dýrri munaðarvöru, þá sje þar ekki að öðru að spyrja en eintómu ölæði. Gnægð vínsins kennir þeim þó brátt, að vara sig; og þegar þeir hafa neytt 1) Th, B. Macaulay, lávárður, (f. 1800, d. 1859) var einhver hinn bezti sagnaritari, er nokkru sinni hefur uppi verið, og frægastur allra Englendinga fyrir ritsnilli í ðbundnum stýl. vinsins í nokkra mánuði, svo að það er orðið þeim eins og daglegt brauð, þá fara þeir að verða hófsamari en þeir höfðu nokkru sinni verið heima í sínu eigin landi. Eins er með frels- ið. Ávextir þess verða að lokum um aldur og æfi vizka, stilling og mildi. Fyrst í stað leiðir það opt til greypi- legra glæpa, þráttunarglapa, og til þess að menn taka að efast um það, sem er deginum ljósara, og fúllyrða það, sem er dularfyllra en dauðinn. Einmitt meðan frelsið snýst á þessu skapahjóli, er fjöndum þess tamastað leiða það fram á sjónarsviðið, og sýna mönnum það. Þeir rífa styttuna frá hinu hálfbyggða húsi: þeir benda á hið rjúkandi ryk, hina hrynjandi tigl- steina; hin þægindalausu herbergi, og hina hræðilegu óreglu á öllu útliti þess. Og síðan spyrja þeir með hæði- legri fyrirlitningu, hvar sje að finna ljóma þann og þægindi, er heitið hafi verið. Ef slíkt blekkingarþvaður ætti að verða ofan á, þá mundi aldrei rísa upp gott hús nje góð landsstjórn í heiminum. Ariosto1 segir á einum stað í ritum sinum laglega sögu af álfi nokkrum, sem var háður einhvers konar dular- fullum eðlislögum, svo að honum var það áskapað, að birtast á nokkrum tímum ársins í gervi saurugs og eitr- aðs snáks. Þeir sem nú gerðu eitt- hvað á hluta hans, meðan hann var í þessu dulargervi, voru um aldur og æfi útilokaðir frá allri hluttöku i bless- un þeirri er hann veitti mönnum. En þeim, sem ljetu eklti leiðast af hans viðbjóðslega útliti, og aumkvuðust yf- ir hann og vernduðu, — þeim birtist hann á siðan í þeirri ljómandi fögru mynd, sem honum var eiginleg, fylgdi hverju fótmáli þeirra, veitti þeim all- 1) L. Ariosto (f. 1474, d. 1533) var frægt ítalskt skáld.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.