Þjóðólfur - 17.09.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 17.09.1886, Blaðsíða 4
168 Sakir þessa urðu færri með Vaagen en hefðu getað verið og kostnaðurinn því meiri á hverjum en ef fleiri hefðu verið. Samt sem áður var ferðin með Vaagen mikið hagræði fyrir þá, .sem hana gátu notað. Þeir voru að minnsta kosti viku skemur á leiðinni en með strandferðaskipinu, geta notað þann tíma til ýmislegs þarflegs, auk þess sem þeir komast þannig hjá ýmsum aukakostnaði, sem þeir þurfa eðlilega að hafa á strandferðaskipinu. Þetta er því hagkvæmara, sem meðfevð á þeim á Vaagen af skipverja liálfu var hin bezta,— allt önnur en þeir höfðu að venjast á strand- ferðaskipunum dönsku. Sem dæmi upp á lip- urleik og greiðvikni skipstjðrans má geta þess, sð skipið gerði sjer, án nokkurrar aukahorgun- ar, og án þess, að um það væri samið, ferð til Vestmannaeyja með kvennmann, sem var með i förinni og þurfti þangað að komast. Öll likindi eru til að skip þetta eða annað frá Noregi fáist til að fara bæði haust og vor eina ferð milli Rvíkur og Seyðisfjarðar. Væri það ekki smáræðishagræði fyrir íslendinga, þvi að ef margir notuðu þær, kæmi lítill kostn- aður á hvern, þeir spöruðu tíma og, það sem ef til vill væri mest í varið, þyrftu ekki að fara nema á hentugasta tíma, — þyrftu t. a. m. ekki að fara frá ág'ætis afla á Austfjörðum, eins og nú getur komið fyrir, þegar þeir eru bundnir við strandferðaskipin, o. s. fr. — Það væri annars full ástæða til að grennslast eptir, hvort Norðmenn vildu ekki taka að sjer skipa- ferðirnar kring um landið annaðhvort að öllu eða nokkru leyti. Það er t. a. m. ekki óhugs- andi, að þeir vildu fara ferð kring um landið í október, sem að mörgu leyti er mjög nauð- synleg. — Víst mundi enginn sakna Dana, þótt þeir hættu við strandferðirnar, þvi að svo opt hafa þeir á þeim sýnt af sjer ófyrir- leitni og gjörræði. Gufuskipið Romny kom hingað í gær frá Kaupmannahöfn. Af þvi að póst- og strand- ferðaskipið Thyra hafði ekki getað tekið nærri allar vörur, sem þurftu að komast hingað til lands með þessari ferð þess, kom Romny þessa aukaferð með vörur bingað; hafði komið víð í Leith ogáFæreyjum. Með Romny komu frök- en Þóra Jónsdóttir frá Höfn, norskur prestur að nafni Vik, sem ætlar að skoða sig hjer um og kaupm. Lauritzen frá Newcastle; ætlar hann að halda hrossamarkaði á Stórólfshvoli 21. þ. m. kl. 10; Ægissíðu s. d. kl. 3; á Laugardælum 22. kl. 10; á Steinum 24. kl. 12, á Leirá 25. kl. 12, á Möðruvöllum í Kjós 26. e. h. í Kollafirði 27. kl. 10. Ætlar hann að borga hrossin með peningum eða ef menn óska með matvöru í Reykjavík. Um fjárkaup vill hann semja á hrossamörkuðunum. Verzlunarfrjettir fráHöfn. íslenzkar vör- ur yfir höfuð í sama verði sem áður og seljast dræmt, nema hvað ull hefur heldur stigið i verði. Ull af Austurlandi hefur selzt 66 aura pundið. Af útlendum vörum var í byrjun þ. m. rúgur 4 kr. 70 a. til 4 kr. 80 a., banka- bygg 7 kr. til 7 kr. 50 a. og 8. kr. til 8 kr. 75 a., rúgmjöl 6 kr. 35 a., flórmjöl 9 kr. 25 a. til 9 kr. 50 a., (100 pd. af hverri tegund). Þorvaldur Thoroddsen kom hingað í fyrra dag úr ferðum sinum fyrir vestan. Hann fór hjeðan l.júlíísumar til Bíldudals. Hefur rannsak- að og skoðað firðina þar fyrir sunnan og Látra- bjarg, alla strandlengju Barðastrandarsýslu inn i Gilsfjarðarbotn, alla Srtandasýslu og Horn- strendur norður á Horn. Tíðarfar segir hann hörmulegt af Ströndum. í ágúst verra en elztu menn þar muna, sí- felldar rigningar, kaföld og kuldar; 5. sept. engin tugga komin inn af heyi fyrir norðan Reykjarfjörð. í Steingrimsfirði aptur á móti betra. — Pyrir norðan í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum hefur tíðin batnað litlu eptir septemberbyrjun og um helgina sem leið var þar þurkur. Eptir frjettum af Seyðisfirði hefur þar og batnað tiðin um sama Ieyti; og svo mun hafa verið víðar um land. — Hjer syðra var góður þurkur 10.—14. þ. m. og hafa þá flestir náð inn heyjum sinum. 15. þ. m. var hjer rigning; i gær góður þurkur. Heyskapur hjer sunnanlands mun vera allt að því í meðallagi allvíðast; en sumsstaðar ekki einusinni það. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Veitingar 1 Glasgow, Þeir, sem kynnu vilja taka að sjer veiting- ar við leiki og aðrar skemtanir í Glasgów frá 1. október þ. á til 1. marz 1887 (áætlað að minnsta kosti 20 skemmtikveld), eru beðnir að skýra frá því, með hverjum kjörum þeir vilji taka það að sjer (hvað þeir vilji gjalda leigj- endum fyrir allan tímann fyrir veitingarnar). Enga áfenga drykki má veita. Tilboð í lokuð- um seðli sendist cst. yfirrjettar-procurator Guð- laugi Guðmundssyni helzt fyrir 22. þ. m. Reikningsbók handa byrjöndum eptir Jóhannes Sigfússon fæst hjá Sigurði bóksala Kristjánssyni í Reykja- vík fyrir 35 aura. A ðfaranótt hins 5. þ. m. fannst hjer á göt- um bæjarins reiðbezli með koparstöngum og getur eigandinn vitjað þess til Þorláks beykis Magnússonar á Hlíðarhúsastíg móti sanngjörn- um fundarlaunum og borgun fyrir þessa aug- lýsingu. Sökum hinna miklu skemmda, sem jeg hef orðið fyrir á túni ábýlis mins af umférð eink- um um rjettaleytið, þá eru bæði lesta- oglaus- ríðandi menn, hjer með vinsamlega beðnir, að fara götuna gegnum túnið, ef þeir annars ekki vilja fara þjóðveginn fyrir utan það. Fitjakoti i Kjalarneshreppi 13. sept. 1886. Kristján Magnússon. N Ý R MÁLFÆRSLUMAÐUR. Hjer með auglýsist, að jeg tek að mjer ept.irleiðis alls konar málfærslu, svo sem sækja eður verja mál við undirrjett, rita sáttakærur, stefnur, samniuga og fleiri þess konar skjöl svo lögmæt sjeu, innkalla skuldir og fleira. Eptir 18. september næstkomandi verður mig að hitta á skrifstofu minni í húsi Gunnlaugs prentara No. 2 í Þinghpltsstræti hvern virkan dag kl. 3—5 eptir hádegi. Reykjavík 24. ágúst 1886. ismundur Sveinsson. fyrrum settur sýslumaður í Barðastrandar- og Dala-sýslum. Gjótuspaðar úr stáli, sem eru mjög hentugir til ofanafskurðar við þúfnasljettun, fást með mjög vægu verði hjá járnsmið B. Hjaltested í Reykjavík. Til alniennings! Læknisaðvörun. Þess hefur verið óskað, að jeg segði álit mittum „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen hefur búið til og nýlega tek- ið að selja á íslandi og kallar Brama- lífs-essents. Jeg hef komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Jeg verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög villandi þar eð essents þessi er með (illu ðlíkur hinum ekta Brama-lífs-eliocír frá hr. Mansfeld-Búllner & Lassen, og því eigi getur haft þá eiginlegleika, sem ágœta hinn egta. Þar eð jeg um mörg ár hef haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld-Búlln- < er & Lassen er kostabeztur, get jeg ekki nógsamlega mælt fram með hon um einum, um fram öll önnur bitter- efni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melchior, lœknir. Einkenni hins óegta er nafnið C. A. Nissen á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs- elixír eru firmamerki vor á glas- inu, og á merki-skildinum á iniðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L \ grænu lakki er á tappanum. Mansféld-Bídlner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama- lifs-elwcir. Kaupmannahöfn Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifui' Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Gtuðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.