Þjóðólfur - 24.09.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.09.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJOÐOLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramöt, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, Uistudaginii 24. septemlber 1886. Nr. 43. Leiðrjetting. í 36. tbl. 142. bls. 1. d. 12.1. a. o. stendur: „l>að eitt er þeim til svars“, en á að vera: „Það eitt er ærið þeim til svars“. Viðvörun. i Eins og dr. Jónassen hefur opt brýnt fyrir mönnum, kemur sullaveikin af bandormi eða bandormseggjum úr bund- unum, en bandormarnir í þeim mynd- ast af kindasullum, sem hundarnir jeta. — Til þess að fyrirbyggja sullaveik- ina, er því áríðandi að koma ívegfyr- ir að hundar jeti sulli. Menn ættu því ævinnlega og einkum um sláturstíðina alvarlega að varast, að láta hunda með nokkru móti ná í sulli, og þess vegna vandlega gæta þess, að hundar komi ckki þar að, sem fje er slátrað, og hirða vandlega alla sulli, og grafa þá 'í jörðu niður, brenna eða eyðileggja á 'annan hátt. Hjer á Iandi þjást um 1300 manns <,ð staðaldri af sullaveiki. Það er hörmu- legt til þess að vita, að menn skuli ekki gera sjer alvarlega far um að við :a*a þau einu tiltækilegu ráð, til að út- rýma þessari veiki. Varúðarreglur gegn sullaveikinni ept- ir dr. med. J. Jónassen fást ókeypis hjá bóksölunum hjer og ritstjórunum. Ætti hver maður að kynna sjer þær. Það er hægðarleikur, þar sem þærkosta ekki neitV Um skinnklæðaverkun, eptir Hafliða Eyjólfsson í Svefneyjum. —:o:— Með því að vjer íslendingar erum komnir mjög skammt á veg að verka skinnklæði — eins og í flestum iðn- aði — skal jeg leyfa mjer í sem fæst- um orðum að geta þess, hvernig ný- fundið er upp að undirbúa og verka skinnklæði, sem eiga að mæta stöð- ugri vosbúð. Fyrst skal raka skinnin mjög vand- ! lega, svo ekki sjáist hið minnsta ept- I ir af hárum hárramsmegin, þurka skinnin síðan á þrifalegum stað við dragsúg, — ekki i eldhúsi. Eptir að skinnin eru orðin vel hörð, skal lung- elta þau, svo vel út í æsar, að hlaupi upp á skinninu, svo að þegar maður horfir í gegn um skinnið móti glugga eða góðri birtu, skimi þau sem minnst. Skinnin verða að vera sem allra mjúkust og mjög vandlega elt, og ríður á að skafa úr skinninu allar kjöthimnur og fitutætlur, er eptir fláninguna ’kunna að hafa orðið eptir í holdrosanum; eins þarf að skafa skinnið hárramsmegin, sje það óhreint; yiir höfuð þurfa skinnin að vera sem hreinust, Eptir að búið er að undir- búa skinnin, eins og nú var sagt, skal sníða og sauma skinnin, hvort sem menn vilja heldur í skinnstakk eða buxur; hefir reynzt hentugast að hafa skinnstakkinn tvíhnepptan að framan, eða með sama eða liku sniði og olíustakka, sem flytjast í verzlun- um; annars er auðvitað að maður getur haft hvaða snið sem maður vill. Skinnklæðin getur maður saumað í borð- eða fótmaskinu, og er sauma- maskínan alveg óskemmd fyrir þeirri áreynslu, bezt hefir reynzt að brúka fyrir saumþráð hörtvinna; þó má A brúka góðan bómullartvinna. Eptir að 0 búið er að alsauma stakkinn eða bux- urnar með hnappagötum*), skal rjóðra á skinnfatið með farfakúst farfolíu (fernis) hárramsmeginn eða rjett- hverfumegin; er þá bezt að bera svo mikið á, að skinnfatið verði alvott af áburðinum; síðan skal brjóta skinn- fatið saman og láta það liggja á hlýj- um stað, ekki skemur en sólarhring; eptir þennan tíma er olían horfin að *); Menn hafa hjer vanalega stakkinn tvö- íaldan á olbogum og öxlum, og saumaða skinn- reim eptir barminum aðframan undir hnöppunum. mestu inn í skinnin, svo þau eru að mestu þurr; þá skal taka skinnfatið úr brotunum, og bera á það eins og i fyrrasinnið, og leggjaþað síðan saman sem fyrri og skal þá láta skinnfatið liggja i tvo eða þrjá sólarhringa; eptir þennan tíma mun olian vera víðast gengin í gegn um skinnin inn i holdrosa einkum þar sem skinnin eru þunn; enefþað sjest, að einhver- staðar er olían ekki gengin i gegn um skinnin, skal bera á þann blett á ný, þangað til olian hefur gagn- tekið allt skinnið, svo maður sjái að allstaðar sje komin deigjainn i hold- rosann; einkum ríður á að bera vel og nákvæmlega á alla sauma, svo vatnið nái ekki að komast að saum- þræðinum. Eptir að skinnfatið er þannig undirbúið, þurkar maður það helzt við sólarhita og vind eða við yl af eldamaskinu — þó mun það ekki vera eins gott. — Þannig skal þurka skinnfatið í marga daga, viku eða lengur, eptir því sem þörf gjörist. Að lyktum skal bera olíu á skinnfat- ið i þriðja sinni, verður það þá gljá- andi eða glansandi: síðan þurkar mað- xir algjörlega fatið, þangað til olían er orðin þur, eptir þvi sem þurfa þykir. — Skinnfatið verður mjúkt og voðfelt; harðnar ekki við vind, eða sólskin; blotnar ekki við vætu, og drepur ekki, svo menn eru alveg þurrir und- ir þannig verkuðum skinnklæðum. — Menn hafa brúkað þannig verkuð skinnklæði hjer, lengur en eitt ár, bæði á þilskipum og á opnum bát- um við fiskiróðra og eins við slátt; hafa skinnklæði þessi reynzt einkar- vel; jeg ímynda mjer, að skinnklæði, sem þannig eru verkuð, endist svo árum skipti. Ef olían vill slitna af skinninu, þarf að endurbæta með nýj- um áburði.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.