Þjóðólfur - 24.09.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.09.1886, Blaðsíða 2
170 Til að verka þannig skinnfatnað, hefir reynzt bezt að brúka þunn skinn, því bæði gengur olían betur í gegn um þunn skinn og svo eru þau ljett- ari og voðfeldari í allri meðferð. Það mun láta sem næst að gangi upp allt að tveim pottum af olíu á stakk og buxur. Til Jóns Ólafssonar. —:o:— í greininni „um þingmannakosningar i Kjós- ar og Gullbringusýslu11 í Þjóðólíi þ. árs N. 22. eru margs konar hrakyrði til mín frá Jóni Ó- lafssyni. Bn honum eru það engar nýungar að illyrða menn, bæði lifandi og dána. Sem eitt dæmi þess af mörgum, hvernig Jón að ástæðu- lausu veltir sjer með illyrðum yíir saklausa menn, skal jeg leyfa mjer að tilfæra fáein orð úr „Skuld“ 1879. Þá er hann hefur þar ræki- lega brýnt þann, er i hiut á, með heimsku og illgirni, heldur hann sinum fagra pistli áfram svolátandi: „Bða hvernig á að skipta orðum við mann, sem hvorki kann að hugsa rétt né rita satt, sem hefir enga hugmynd um, hvað ríki er, hvað hjúskapr er, hvað eiðr er — og sem engan annan hæfilegleika eða hvöt hefir til að rita, en sorglegt meðvitundarleysi um sinn eigin vanmátt til að hugsa nokkra hugs- un eða færa hana i letr og hégómadýrð og heimskulegt sjálfsálit ?“ Þessi maður hafði mjer vitanlega það eitt til saka, að hann hafði þá enn eigi svo „færzt í hina frjálslyndariátt", að hann gæti verið Jóni samdóma um kirkjulegt málefni eitt. Þó mjer sje nú ekki vandara um en ýmsum hinum helztu mönnum landsins, sem Jón hefur ráðizt á saklausa, og jeg margfalt heldur vilji last hans en lof — þá verð jeg þó með fám orðum, að minnast á ýms fúkyrði lians mjer til handa. Jón segir, að jeg 1883 hafi veriði liðhlaups- flokki merkisberinn i annan fylkingararm. Jeg þekki nú engan liðhlaupsflokk á þinginu 1883, nema ef vera skyldi flokknefna sú, sem Jón Ólafsson var þá að bögglast við að inynda, en raunar voru fáir svo litilþægir, að þeir vildu vera með i þeirri halarófu, sern Jón Ólafsson ætlaði sjer að vera forustusauðurinn í. Skyldi annars þessi brígzlyrði við mig standa nokkuð í sambandi við það, að 1883 var jeg beðinn af manni nokkrum, að ganga í flokk, sem Jón Ó- lafsson væri að stofna, og tilfært sem ástæða — ekki það, að Jón væri rjettsýnn vitsmuna- maður nje mikilhæfur ættjarðarvinur — heldur hitt, að hann væri svo duglegur að agitera, að þeir sem ekki væru með honurn, mundu lítið haía að segja á þinginu og engri upphefð ná? Eg þykist nú vita, að þetta hafi verið gjört i því skini, að jeg skyldi ekki fara á mis við upphefðina, þegar Jón færi að skipta metoi'ð- unum, en jeg hafði einhvernvegiim ekki lyst á, að láta reka mig inn i halarófuna, enda sýnd- ist mjer eiga fullt svo vel við, að maður þessi hefði verið mannveiðari á annan hátt. Jón Olafsson ber mjer á brýn, að jeg hafi á Hafnarfjarðarfundinum i vor sagt kjósendunum tilhæfulausar ósanninda sögur. Jeg lýsi þetta hrein ósannindi; jeg hefi hvorki á þeim fundi nje öðrum sagt neitt ósatt. En hafi einhverj- um þar eða annarsstaðar komið illa orð mín, þá verður það svo að vera, jeg get ekki aðþvi gjört, þó mönnum þyki súrt að heyra sannleik- ann. Getsökum Jóns um, að það sje til að sýnast og til að kaupa mjer „billega“ lofdýrð allra grunnhyggnustu og fáfróðustu almúga manna, að jeg vil, að sparlega sje farið með fje lands- ins, skal jeg ekki svara, jeg er viss um, að hann veit það fullvel, að jeg fór þar eptir sann- færingu minni, og fyrir þá sannfæringu fyrir- verð jeg mig alls ekki. Enjeg vil spyrja hann, hvor okkar hefur fremur keypt sjer „billega" lofdýrð með atkvæði okkar i stjórnarskrármál- inu ? Hvor okkar hefur, með því að ausa hrópi og háðung á landsins beztu menn fremur reynt til, að láta hina „grunnhyggnustu glæpast á sjer“? En þar sem Jón er að tala um hversu miklu jeg hafi eytt frá landsmönnum, „til þess að gjöra þýðingarlaust og árangurslaust sparn- aðarglamur11, þá finnst mjer „skörin fara“ býsna mikið „upp í bekkinn“. Hann veit vel, að það er ekki mjer að kenna, þó bæði hann sjálfur og ýmsir aðrir þingmenn, hafi verið öndverðir sparnaði á landsfje — raunar hefur Jón, það má hann eiga! verið sjerstaklega spar á fjár- framlögum til búnaðarins :—. Hann veitsjálfur mjög vel, að hann hefur glamrað margfallt meira á þingi en jeg, og komið með miklu fleiri árangurslaus breytingaratkvæði, frumvörp og uppástungur heldur en jeg, eins og hver mað- ur mun geta sjeð, sem les tíðindi þriggja síð- ustu þinga; en mikla má Jón ætla fáfræði al- mennings um það, sem fram fer á þingi, að hann skuli álíta til nokkurs, að drótta því að mjer, að jeg sje ekki spar á fje landsins, þá er jeg eigi sjálfur að hafa þess not. Jeg hefi aldrei á þingi beðið um einn eyri handa mjer eða mínuin. Þingreikningar mínir eru í þingtíðindum fyrir almennings sjónum, og þó nienn ef til vill geti greint á, hvort jeg hafi tekið hæfilegan ferðakostnað 24 kr., þá mun þingið aldrei þurfa að gjöra neina gangskör að því, að krefja mig um fje. Jón brígzlar mjer um áreitni og óvild við sjera Þórarinn. í þessu mun Jón, eins og opt- ar, vaða reyk, nema ef hann kallar það óvild og áreitni, að jeg opt hefi eigi getað verið á sömu skoðun um ýms mál sem sjera Þórarinn og haldið minni sannfæringu gagnvart honum eins og hverjum öðrum. Mjer hefur að vísu opt á þingi sýnzt sjera Þórarinn talsvert fylgi- spakur við Jón, og það svo að mjer hefur á stunduin nokkuð sárnað hans vegna, en ekki man jeg til að jeg hafi nokkurn tima áreitt hann fyrir það, eins og ekki stóð heldur til- Eg held þvi, að þessi ummæli Jóns sjeu sprott- in af einhverri of nákvæmri umhyggju fyrií sjera Þórarni eða vinar viðkvæmni og svo af stöku minnisleysi náttúrlega. Ekki hefur mjer heldur komið til hugar, að Jón „lifði í allsnægtum11. Siðan 1881 hefut mjer vissulega fundizt, að jeg hafi haft fulla ástæðu til að ætla hið gagnst.æða; jeg hefi nefni- lega talið sjálfsagt, að Jón væri sá maður, að hann hefði fyrir löngu siðan endurgoldið lands- sjóðnum þessa skildinga, sem hann tók trausta- taki á hjerna um árið — jeg meina peningana til hinnar fyrirhuguðu Kaupmannahafnarferðar, sem ekkert varð af — ef hann hefði haft nokk- ur ráð til þess; en hitt er satt; jeg er þeirrar skoðunar, að bæði Jón Ólafsson og margaaðra, sem að staðaldri lifa í Reykjavík, vanti þekkingu á efnahag, búnaðarháttum og menntun alþýðn, til að geta dæmt rjett um, hvað henni er mest áríðandi. í þessari skoðun styrkir mig stjórn- arskrárbreytingin, sem fyllilega á upptök sín, í þeirri mynd, sem hún nú er, frá einstökum mönnum í Reykjavik, og sem þannig er löguð, að upphafsmennirnir sjálfir hafa ekki einusinni að vitni ísafoldar (sbr. ísaf. XII 52. bls. 20Ö) von um að fá henni framgengt. Óvirðingarorðum þeim, er Jón Ólafsson bein- ir að kjósendum minum, skal jeg ekki svara, þeir eru menn til að svara fyrir sig, ef þeir vilja, en það eitt veit jeg, að honum er ekki til neins, að kalla menn eins og Þorlák i Hvamm- koti, Ingjald á Lambastöðum, Erlend á Breiða- bólstöðum, Árna Hildibrandsson, Halldór í Þor- móðsdal, Gisla i Leirvogstungu, Þórð á Neðra- Hálsi og mjögmarga fleiri, sem kusu mig, „fífl“ ; slík orð falla á sjálfan hann en ekki þá.— Beyniv. 11. ágúst 1886. Þorkell Bjarnason. * S v a r til sjera Þorkels Bjarnasonar. —:o:— Það er ósatt sagt i framanritaðri grein, eins og allir geta sjeð, að það sje nokkur „hrakyrði" um persónu sjera Þorkels i „Þjóðólfi“ frá mjer fyrr eða siðar. Um pólitík hans og pólitíska aðferð hef jeg sagt álit mitt blátt áfram og þð með mikilli hlífð, og til þess hef jeg víst full- an rjett eins og hver annar skynberandi mað- ur; enda mun hávaði skynberandi inanna vera um þetta á líku máli sem jeg. Hverja jeg hef átt í deilum við einhverntíma á æfi minni um mál, sem hvorki koma sjera Þorkeli nje stjórnmálum við, það er alveg ð- viðkomandi þessu máli; og að sjeraÞorkelllief- ur ekki öðrum vopnum að beita, en að vitna í gamlar deilur, það sýnir að eins, að hann hef- ur verið svo reiður, að hann gætti ekki þess, að honum sæmdi bezt að haldasjer við umtals- efnið, en nota ekki óviðkomandi titúrdúra tu að leiða athyglina frá aðalefninu ; slíkt t

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.