Þjóðólfur - 24.09.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.09.1886, Blaðsíða 3
171 Sei'a þeir einir, sem ekki eiga góðs úrkosti og erU ekki vandir að vopnum. Um flokkaskipunina á þingi 1883 skal jeg ekki prátta við sr. Þork.; hann var ]>ar í hinu sfo nefnda ,,riddara“-liði. Sá „flokkur11 er nú úndir lok liðiun. Bn það er ósatt, að jeg hafi leitazt við að mynda nokkurn flokk par. 1881 Var fastur meirihluta-flokkur á þingi, og vor- hm við í honum báðir sr. Þork. og jeg. 1883 tók hr. Tr. G. sig út úr og myndaði nýjan flokk *>ted því einu marki og miði, að útiloka nokkra þingmenn, og sjerstaklega mig, Ben. Sveinsson og Þór. Böðvarsson, úr öllum nefndum, og yf- ir höfuð að svipta oss öllum áhrifum á þing- mál. Sjera Arnljóti var boðið í þennan flokk, en hann var svo drenglyndur að smá boðið. Ben. Sv. mun og hafa verið boðið að náða hann með upptöku í flokkinn, en hann vildi heldur ekki þiggja það. Yið hjeldum því ásamtnokkr- ttm öðrum fram sömu stefnu sem 1881. Hvort sjera Þorkell hafi verið beðinn að fylla þennan flokk, veit jeg ekki; en það veit jeg, að jeg hef aldrei reynt að „mynda flokk“ 1883, og hvorki jeg nje neinn annar þingmaður hefur því getað beðið sr. Þork. að ganga í flokk, sem jeg væri að mynda. Það hlýtur að vera ósatt. Svo skal og þess getið, að flokkur sá, sem jeg var í, en sem jeg áleit ávallt að hinir eldri þingmenn hefðu forustu fyrir,—sá flokkur hafði alls ekki það mark og mið, að útiloka vissa menn frá nefndarkosningum eða embættum á þingi. Það var einmitt flokkur sá, er sr. Þork. var í, sem hafði það (og það hið eina) mark og mið. Jeg t. d. get nefnt ýms mál, þar sem jeg greiddi Tr. G. atkvæði mitt í nefnd í. Jeg Vona það hafi aldrei framkomið í þingmennsku niinni, að jeg hafi greitt atkvæði eptir öðru en sannfæring minni; sjerstaklega aldrei eptir ó- vinskap við nokkurn mann. Því að jeg kýs jafnan þá til hvers starfs, sem jeg treysti bezt og álít hæfasta, þótt þeir sje beinir fjandmenn mínir í prívatlífinu. Það sem sr. Þork. er enn á ný að bera mjer 4 brýn að jeg hafi verið „öndverður sparnaði á landsfje“, þá er þetta að höggva enn á ný í Sama farið sem áður með ástæðulaus Ó3annindi. Sýnt þetta nje sannað getur hann ekki, en þá mtti hann líka að vera svo vandur að virðing sinni, presturinn, að bera það eigi á borð, sem engin hæfa er fyrir. Hann dróttar að mjer, að jeg hafi liaft á móti fjárframlögum til bún- aðar. Þetta er nú hálfur sannleikur, sem þann- rg framsettur verður að einberum ósannindum. Jeg hef verið því mótfallinn að veita lands- stjórninni stórfje til útbýtingar í þessu skyni, af þvi jeg hef sjeð hve lítil not verða að því °g hversu það er vanbrúkað. En jeg hef aldr- ei haft á móti að alþingi sjálft veitti fje til búnaðar-fyrirtækja—helzt stórfyrirtækja. Má að nokkru leyti sjá skoðun mína á þessu af Alþ.tíð. 1885, B, bls. 957—59 og víðar. Sjera Þork. kveðst aldrei hafa beðið alþingi ttm fje (hef jeg sagt það?). Bn hefur hann aldrei beðið landsstjórnina um fje til sinna þarfa ? Hann hefur farið í kringum að neita því um- svifalaust og vífilengjulaust; enda á hann kann- ske örðugra með það. Það á víst að vera storkun til sjera Þórar- ins, að tala um, að hann hafi verið fylgispak- ur mjer; sannleikurinn er, að jeg sem yngri þingmaður hef fylgt þeim skoðana-flokki, sem jeg var í, og hefur sjera Þórarinn verið einn af forvígismönnum þess flokks, og að því leyti hef jeg þá heldur fylgt sjera Þórarni. Þá kastar nú tólfunum, er sjera Þork. fer að bregða mjer um, að jeg hafl „tekið trausta- taki á peningum landssjóðs". Það er þessi marguppkokkaði grautur frá Tr. G. um ferða- kostnað minn 1881, sem þingið fyrir löngu hef- ur viðurkennt að mér bar með öllum rjetti. Bf það er „meining“ sjera Þorkels að drótta óráð- vendni að mjer með þessum dylgjum sínum, þá skora jeg á hann ef hann vill koma fram sem ærlegur maður í sakaráburði á mig, að ganga við því og segja það með berum orðum, svo mjer gefist kostur á, að veita honum það svar, sem svo ærulaus áburður á eitt skilið. En á meðan skoða jeg það að eins sem ódrengilegar dylgjur, sem sjeu ósamboðnar sjera Þorkeli bæði sem manni, sem presti og sem fyrverandi alþingismanni, sem í öll þau sinni, sem málið var fyrir á þingi (alls 6 sinnum, 1883 og 1885) hefur greitt sjálfur athvœði fyrir, að mjer bœri það fje, sem hjer er um að rœða. Fyrirverður sr. Þork. sig nú ekki að beita slíkum vopnum, sem þessu? Jeg hef aldrei kallað Þorlák í Hvammkoti „fífl“. Það er eitt af ósannindum sjera Þor- kels. Jeg hef sagt, að það væri „pólitískur fíflaskapur“ af sömu kjósendum, að kjósa tvo þingmenn með gagnstæðum skoðunum í stjórn- málum. Það er allt annað ! Öllum verður einhver heimska á einhvern- tima á ævi sinni; en fyrir það eru ekki allir heimskingar. Þannig getur kjósanda orðið á pólitískur fiflaskapur, án þess að hann sje nokkurt fífl fyrir það — ekki einusinni póli- tíkst fífl. Sjera Þorkell hefur i grein sinni komið fram með ýmislegt ósatt gegn mjer, og jafnvel með ódrenglegar getsakir, og þó álít jeg hanu hvorki ósannsöglan mann nje ódreng fyrir það. Jeg skoða þetta, eins og allt hans mögl út afkosn- ingunum, að eins sem breyzkleika og geðbrest, sem eigi að fyrirgefa honum. Jón Ólafsson. Reykjavik 24. sept. 1886. Strandferðaskipið Thyra kom hingað í fyrra kveld norðan og vestan um land með fjölda farþegja; hafði ekki komið á Skagaströnd; barði við hvassviðri. Málfærslumaður við yfu'dóminn var settur 15. þ. m. Jón Jensson landritari í staðinn fyr- ir Franz Siemsen. Endurskoðari við landsbánkann var liinn sami maður Jón Jensson skipaður 16. þ. m.; á hann að fá 500 kr. á ári fyrir það. Prentsmiðjuleyfi hefur nú loks verið veitt Prentfjelagi Isfirðinga 19. f. m. af konungi. Nýju sálmabókina má nú samkvæmt leyfi ráðgjafans frá 25. f. m. hafa við guðsþjónustu lijer á landi í heimahúsum og kirkjum, ]>ar sem prestar og söfnuðir koma sjer saman um það. Tíðarfar norðanlands og vestan enn mjög bágt einkum á útkjálkum, þar sem töður voru enn óhirtar sumstaðar, er strandferðaskipið fór um. Til dala voru aptur ámóti víðast töður ný- komnar inn og nokkuð af útheyi. — Úr Skapta- fellsýslu að frjetta mikil votviðri síðan um höf- uðdag. — Hjer hafa þessa viku verið góðviðri og þurviðri til þess í gær, að rigndi lítið eitt. Yerð á sláturfje hafa kaupmenn hjer ekki uppkveðið enn. M O Ð. —:o:— Menn geta fengið hugmynd um, hvernig miljónaeigandi liflr, af þessari lýsingu á bú- stað hins ameríska auðmanns Jay Goulds í Nýju Jórvík: Húshúnaðurinn er feikna skraut- legur; málverk þau, sem eru á veggjunum, eru 2 miljóna króna virði, og húsgögnin (Meubler) og annar húsbúnaður hinn dýrmæt- asti. Gesta- og dagveruherbergin eru á 2. lopti, á 3. lopti svefnherbergi, fatskiptaherbergi og baðherbergi. Á 1. lopti hefur einkadóttir Goulds, Nelly, mörg herbergi mjög skreytt. A 4. lopti er bóksafn og stórt barnaherbergi handa sonum hans þrem og hafa kennarar þeirra tiltölulega 8,000, 16,000, 7,000 kr. laun á ári. Þjónar og þernur búa á efsta lopti. Yfirbrytinn hefur 4,000 kr. laun á ári, aðstoð- armaður hans 1,600, þjónn Goulds sjálfs 2,400 aðaleldamaður og aðstoðarmaður hans 6,000 kr. hvor og ráðskonan 4,000 kr. Dóttir hans fær 20,000 kr. á ári, til fata og skrauts. Kostnaðurinn við vagnstjóra og hestahald er 30,000 kr. á ári. Landbú Goulds er í Irving- ton; það keypti hann 1880 fyrir 800,000 kr. og nú er það álitið 4 miljóna kr. virði. Það er við Hudsonsfljótið og er fagurt útsýni það- an. Undir það liggur heilmikið landflæmi, og er nokkur hluti þess skðgi vaxið. Þar eru 18 inenn árið um kring, en á sumrin hjer um bil 100. Gufubátur Goulds, Atalanta, kostaði 400,000 kr. —Stjórnin í Japan hefur nýlega sent einn af embættismönnum sínum, Makinó að nafni, til Bvrópu og Ameríku, þess erindis, að kynua sjer þar allt, er lýtur að fiskveiðum, til þess að efla fiskveiðar, einkum þorskveiðar, við strendur Japans; hann á að kynna sjer veiði- aðferðirnar og einkum hvernig lýsisverkun er í Noregi. Makinó þessi er í akuryrkju- og verzlunarráðneyti Japansmanna ; hann kom til Kaupmannahafnar 24.júliogfór þaðandaginnept- ir yfir til Noregs áleiðis tilBjörgynjar og Lófóten.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.