Þjóðólfur - 01.10.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.10.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- öiorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJÓÐÓLFUR (Jppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1, október. XXXVIII. árg. Reykjayík, föstudaginn 1. októker 1886. Nr. 44. Þeir kaupendur Þjóðólfs, sem enn eiga eptir óborgaðan þennan árgang hans. eru vinsamlega beðnir að borga hann sem allra fyrst, með því að nú er liðið langt fram yfir gjalddaga. Frá útlöndum. Höfn 17. sept. 1886. Bulgaría. Eins og áðnr er ávikið sneri Alexander fursti aptur heim til ríkis síns, og var alls staðar tekið tveim höndum einknm í Sofía, höfuðstaðnum, en eigi hafðist hann lengi þar við, því að Rússakeisari hafði opinberlega látið í ljósi óánægju sína yfir apturkomu hans þangað, og þýzku stjórnarblöðin tóku í sama strenginn, svo að Alexand- er sá sjer eigi annað fært en leggja niður völdin. Áður en hann fór sendi hann auglýsingu til þegna sinna, og skýrði hann í henni frá, að hann gerði þetta til þess að halda við hinu góða samkomulagi og friði við ítússland, og að hann vildi sýna heiminuni, að hann tæki hag þegna sinna frarn yfir sinn eigin hag. Eptir það hjelt hann til Þýzkalands til föður síns í Darmstadt. En þó hann sje þannig farinn, þá er þó efalaust eigi allt á enda kljáð enn. Til eptirmanns Alexanders, nefna blöð- in einkum tvo, Alexander hertoga í Oldenborg, og Valdemar prins, og ætla hann muni verða hlutskarpari. England. Parnel hefur lagt fyrir neðri málstofuna frumvarp, sem miðar til að bæta kjör írskra leiguliða. Lit.il líkindi eru til, að það nái fram að ganga. Salisbury ætlar sjer eigi að bæta hag Ira í nokkru. Hjer í Haninörku er nú semstend- ur kosningar til landsþingsins, en eigi búnar enn; talið er víst, að vinstri menn koma fleirum af sínum að, en áður. í stað Monraðs biskups, var Henning Jensen prestur, sem vikið var frá í fyrra, kosinn í einu hljóði. Þ. 6. sept. var markaður haldinn í Brönderslev ná- lægt Álaborg; á markaðinum urðu nokkr- ir menn kenndir eins og opt kann til að bera, ætluðu þá nokkrir „ljósbláir11* (gensdarmar) að hepta hina drukknu. En þeir ljósbláu eru allt annað en uppáhald þjóðarinnar, svo að lýðurinn — þar voru nokkur þúsund manns — veittu þeim aðsúg, og urðu þá þeir bláu að hörfa undan, og drógu sverð sín, lýðurinn þrengdi því fast- ara að, og köstuðu steinum, og öðru sem þeir gátu hendur á fest, meiddust þar margir, en þó beið enginn bana af Hægri blöðin kenna æsingi vinstrimanna um þetta áhlaup og heimta harða refs- ingu sökudólgunum til handa. Fjöldi manna, sem grunaðir eru um, að hafa verið frumkvöðlarnir í þessu máli, hafa þegar verið handsamaðir. Nýdáinn er hjer Adolph Steen pró- fessor í stærðfræði (Mathematik). Svo lengi sem „bláa bókin“ er brúkuð í latínuskólanum, mun hans minning lifa þar. „Atkvæöi mitt í brúarmálinu“. Með þessari yfirskrípt er grein í 38. tbl. Þjóðólfs, sem út kom í dag; höf. kveðst finna hvöt til að gera grein fyr- ir, hvernig málinu víkur við í raun rjettri. Það er nú orðið Ijóst, að hann hefur fundið hvöt til að verja skoðun síua á málitiu, en ekki get jeg sjeð, að honum hafl tekizt að sýna, hvern veg málinu víkur við í raun rjettri, til þess þarf að skrifa lengra og gagnorðara. — Þegar mál er fellt með 12. atkv. á móti 11, þá er ekki gott að segja hver það var af þeim 12, sem varð banamaður málsins, því sá sem fyrstur segir nei að við höfðu nafnakalli er hvorki frægari eða ófrægari, en hinn, *) hermenn í ljósbláum einkennisbúningi. er seinastur segir nei, af því að hann á neðar sæti í stafrofsröðinni. En hjer stóð svo á, að það voru meiri líkur til að þingmaður Austurskaftfell- inga hefði nærnari tilfinningu en sumir aðrir þingmenn fyrir þörf og sanngirni þessa máls, og því greiddi atkvæði með því, þar sem hann lúatd að þekkja af eigin reynsla og kunnugleika í sinu kjör- dæmi, hver plága sundvötn og samgöngu- leysi er; mjer er ókunnugt, hvert nokk- ur af þeim 11, sem greiddu atkvæði með málinu, hafa gert það fvrir orð 2. þingm. Árnesinga, að draga lífið í frum- varpinu tilgangslaust, þar sem ekki neitt breytingaratkv. lá fýrir, og ekki var von á neinu breytingaratkv. frá mjer sem flutningsmanni. — Jeg skal ekki gera neinum þingmanni þær getsakir, að þeir sjeu að leika sjer með frum- vörp og spila upp á tíma og peninga; hitt ætla jeg, að þeir hafi fellt jafn- þýðingarmikið mál, sem þetta af fullri alvöru og sannfæringu. — Það get jeg vel skilið að honum þyki vænt um hverja þá skoðun, sem nálgast lians apturhald í málinu. — Jeg er nú viss um, að Árnesiugar verða svo skynsam- ir að gína aldrei yfir þeirri fhigu, að taka lán til að brúa árnar, því það er hvorutveggja, að þeir ekki geta það, enda fjarri allri sanngirni aó neyða þá til þess; það er margbúið að færa rök fyrir því. Hvað kom til að hann ekki á þingi 1885 bar fram beiðni frá Austur-skapt- fellingum um að fá lán úr landssjóði, til að geta fengið gufuskip á Hornafjarð- arós, — með fullu tilliti til þess að það mundi í spöruðum ferðakostnaði ekki verða minni fjárupphæð, en allir ferju- tollar í í Árness- og Rangárvallasýslu nema?— Jeg ætlanú fyllilega að vona, að sú skoðun nái meiri og meiri festu á þinginu, sem jeg mun fyrstur hafa flutt inn á þing í ræðu minni um

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.