Þjóðólfur - 01.10.1886, Blaðsíða 2
174
brúarmálið 1883, það er að landssjóð-
ur kosti alla aðalpóstvegi um landið
og þá líka að brúa stórárnar á þeim
leiðum, að því leyti, sem það er mögu-
legt, sjerstaklega þar sem eins stend-
ur á sem lijer, að mest vörumagn er
innfiutt af öllum vegum á landinu, og
af liafnaAejú fyrir suðurströnd landsins
hlýtur það svo að verða meðan land
byggist.
p. t. Reykjavík 24. ágúst 1886.
P. Guðmundsson.
+
Ásgeir Einarsson,
Nú er að foldu hníginn höldur
Húnvetninga kjörsnillingur
Ásgeir prúði Einars niður
aldar blóm og hjeraðs sómi,
þingskörungur þarfur mengi
þreki studdur veg sem ruddi
ítri þjóð á ísaláði
að Iiugsnild með huga mildum.
Hönd að hvar og huga sneri,
hann ótrauður fram að dauða
áfram keppti, og með krapti
i forvígis sporum týginn
stóð sem bjarg og bifaðist hvergi
við bylgjuvastur heims aðkasta;
áfram vildi ætíð halda,
efla þjóða hagsæld góða.
Hver af mengi Húnvetninga
hefur sjer betri orðstír getið,
og verðugri reist sjer varða traustan
vígðan hjörð er guð sjer kjörði?
Þingeyra kirkjan það er merka
þess burt dána sigurfáni;
lífs þar saga lausnarans fögur
ljómar skær með snild frábæra.
Hver og meir af höldum vorum
hefur starfað lýð til þarfa
að þjóðbrauta endurbótum
er til hvatir gaf ólatur?
Hver og frarnar happasamur
höfn rjeð kjósa’ á Blönduósi
fyrir kneri fermda vörum,
sem frjóvga þjóðar velferð góða?
Maðurinn var, þess minnast gjörum,
mjög fjölbreyttum gáfum skreyttur,
vel sannkristinn, vináttu fastur,
virðing bar fyrir skyldum rara.
elsku ríkur ekta maki,
arfa studdi vel til þarfa,
heimilisstoð og hjeraðs prýði,
hug af bezta veitti gestum.
Hvað vill tjá og tölu drýgja
tunga mín, því verkin skína
látins öldungs ofar moldum
eins og ljós, og mæring hrósa?
Þörf var hvildin þjáðum höldi
þreyttum af sinna daga vinnu
trúrra þjóna verðlaun vinur
víst hefur hreppt þá æfi sleppti.
H. N.
Reykjavik 1. okt. 1886.
Konulát. Hinn 9. f. m. dó eptir
nýafstaðna barnsfæðing Guðrún Jóns-
dóttir, kona Jóns G-uðmundssonar á
Guðlaugsstöðum í Húnavatnssýslu, dótt-
ir Jóns Pálmasonar og I. Salóme
Þorleifsdóttur í Stóradal. Hún var
fædd árið 1856 ; var hjá foreldr-
um sínum til þess, er hún fluttist
að Guðlaugsstöðum vorið 1878 og gipt-
ist Jóni Guðmundssyni um haustið saina
ár. Guðrún sál. var merkiskona í sinni
stöðu, virt og vel látin af öllum, sem
hana þekktu.
Prófastar skipaðir af biskupi 2. f.
m.: Hjörleifur Einarsson á Undirfeili
fyrir Húnavatns-prófastsdæmi og sjera
Jónas Hallgrímsson á Skorrastað fyrir
Suðurmúlasýslu-prófastsdæmi.
Heiðursverðlaun úr styrktarsjóði
Kristjáns konungs hins níunda hefur
landshöfðingi veitt dbr.m. Þorkeli Jóns-
syni á Ormsstöðum í Grímsnesi og Guð-
brandi Sturlaugssyni bónda í Hvítadal,
hvorum 160 kr. fyrir frábæran dugnað
í búnaði.
Gufuskipið Minsk kom hingað 27.
f. m. frá Newcastle með vörur frá Laur-
itzen & Co. Það fer aptur meðlifandi
fje og hesta.
Gufuskipið Boniny fór hjeðan til
Hafnar 25. þ. m. og Strandferðaskip-
ið Thyra 26. f. m. norður og vestur um
land; sneri aptur hingað daginn eptir
og fór síðan um nóttina 28. f. m.
Tíðarfar. Eptir því sem frjetzt hef-
ur nú áreiðanlegar en áður, með kaupa-
fólki og fl., kom þurkatíð fyrir norðan
og vestan um 20 vikur af sumri (í
fyrri hluta september) svo að hey náð-
ust öll inn, en meira og minna hrakiu.
Heyskapur norðanlands og vestan frá-
munalega lítill svo að menn þurfa að
að lóa miklu af fjenaði sínum i haust.
Yerzlunarfrjettir. Eptir skýrslum, sem vjer
höfum fengið, hafa eptirnefndar íslenzkar vör-
ur selzt pannig erlendis í sumar: Ull. Haust.
ull (ópvegin) í jímí á 39 a. pd.; síðast í júlí á
Englandi leyfar af beztu norðlenzkri ull frá í
fyrra 73/4 Pence enskt pd. þ. e. röma 64 a.
danskt pd. 11. ág. kom til Hafnar með norsku
gufuskipi Dronning SopMc firá Seyðisfirði 324
ballar af ull, sem seldist með umbúðum á 66
a. pd. (sbr. 42. tbl.) svo að ull hefur stígið í
verði, — Æðardúnn síðast í júlí 17—18 kr.
pd., síðast er frjettist 17—19 kr. pd. — Salt-
fishur. Síðast í júní i Höfn mestmegnis frá
vesturlandi hnakkakýldur 36—40 kr. skpd.,
óhnakkakýldur 33—35 kr., þyrsklingur 32—33
kr., ísa 30 kr.: þá voru og seldar leifar af
gömlum fiski á 20 kr. stór óhnakkakýldur, 25
—28 kr. hnakkakýldur. Snemma í júlí seld-
ust 2 skipsfarmar frá Vestmannaeýjum til
Spánar á 37—36 ríkismörk skpd. þ. e. tæpar
33 og 32 kr. skpd.; þá var og boðinn sunn-
lenzkur saltfiskur til Spánar með sama verði,
án þess að hann gengi út. í Höfn seldist þá
nokkuð af stórum saltfiski á 35, 36, 37Y2 og
40 kr. skpd., ísa 30 kr. Um það leyti seldist
i Liverpool á Englandi þyrsklingur á 13 pd.
sterling tonið þ. e. hátt á 37. kr. skpd., og
ísa 11 pd. st. tonið þ. e. liðugar 31 kr. skpd.,
en þá seldist þar ekki stór saltfiskur, Síðast
í júlí seldist fiskur frá Vesturlandi, sem kom
með Lauru, stór hnakkakýldnr 38—40 kr.,
stór óhnakkakýldur 36—37 kr., þyrsklingur
32—33 kr. og ísa 30 kr. — Harðfiskur ijúníog
júliekkiihærraverðien 70—80 kr. skpd. Lýsisíð-
astíjúnigufubr. 37J/2,36og 35Y4kr. hver 210 pd.;
vanal. br. hákarlsl. ljðst 35,32y2, 32, og 31 kr.;
dökkt 26 og 25. Snemma i júlí ljóst hákarlslýsi
32V2—34V2 kr.. dökkt soralaust 28 kr. Síðast
í júli 321/,, 333/4. 35, 35V4 og 351/,, kr., dökkt
27—28 kr.; þorskalýsi 30—31 kr., allt sora-
laust og eptir gæðum. — Sundmagar í júlí 70
—80 a. pd. með umbúðum eptir gæðum.— Ept-
ir seinustu frjettum frá byrjun þ. m. var salt-
hjöt 35 kr. tunnan (14 lpd.) þ. e. liðuga 11 a.
pd., gœrur 2 kr., tólg 20—22 a. pd.
Verð á sláturfje er hjer mjög lágt; hjót
14 a. (eða jafnvel 12 a.) pd. i kindarfalli und-
ir 30 pd., 16 a. i 30—40 pd. falli, 18 a, i
40—50 pd. falli, og 20 a. i kindarfalli yfir
50 pd. Gœrur 7 pd. og þar yfir 28—30 a.
pd. rýrari gærur 22—25 a. pd. Mör 25—28a.
pd. Haustull 35—40 a. pd. -— Að norðan að
frjetta mjög lágt verð á fje. Á Sauðárkrók