Þjóðólfur - 22.10.1886, Page 3

Þjóðólfur - 22.10.1886, Page 3
187 fara hjá Svíum en víðast annarsstaðar. Sýna Þeir með ]iví, að Jieir eru lengra komnir en flestir aðrir í ]>ví, að unna konum atvinnujafn- íjettis, enda sýna konur ]>ar ekki annan eins tepruskap eins og sumstaðar annarsstaðar. Yið háskólann í Stokkhólmi er kona prófessor eins og þjóðkunnugt er. Horfir þar öðruvísi við í þvi efni en á Þýzkalandi, þar sem komizt er svo að orði (af konum í blöðum), að sumar kon- ur sjeu svo ósvífnar að ganga í háskólana og hlýða á fyrirlestra. Það vanti nú ekki annað á siðaspillinguna, en að þær hori sjer líka inn á líkskurðarstofuna. Skárri væri það nú óhæf- an! Á flestum söfnunum í Stokkhólmi eru kon- ur umsjónarmenn. í mörguin rakstofum (rak- stuga) raka konur, og ferst þeim fullt eins fim- lega og karlmönnum. Jeg tala nú eklii um, hvað þær eru mjúkhentari. Við böð hafa kon- ur og umsjón, og hvað meira er, þær nugga menn nakta í hinum svo nefndu rómversku böð- um, og látá sjer hvergi bilt við verða. Þetta mundi óhæfa þykja sumstaðar. Bn sinn ersið- ur í landi hverju. „stóru stafirnir11. i fyrra stóð i dönsku timariti, „vor ungdom“, ritgerð eptir norskan mann, matias skard, lýð- háskólaforstöðumann, um „stóru stafina“, sem svo eru nefndir, eða „upphafsstafina"; hann leggur til að útrýma þeim með öllu bæði úr prenti og skript. eins og kunnugt er, er það það tíðska í flestum tungumálum, ef eigi ölluin, að hafa „stóra stafi“ eða „stóra upphafsstafi11 i byrjun orða í ýmsum orðum eða orðflokkum; þannig hefur oss íslendingum verið kennt, að hafa „stðra upphafsstafi11 í upphafi eiginnafna, og í uppbafi greinar á eptir depli (punkti) og tvídepli (kólon) [sjá t. d. ritreglur valdimars ásmundarsonar, akureyri 1880, bls. 61, og rjett- ritunarreglur h. kr. friðrikssonar, rvík 1859, bls. 231] og þessu er og hefur lengi verið fylgt i bókum og ritum hjer á landi. sumstaðar, t. arm. i danmörku og á þýzkalandi hefur al- mennast hingað til verið gengið enn þá lengra og „stórir staflr" verið hafðir i öllum nafnorð- um og orðum, sem hafa nafnorðsgildi. á þess- ari öld hefur sú skoðun töluvert rutt sjer þar til rúms, að f'ækka þeim orðum er rita skuli með „stórum upphafsstaf", eins og vjer sjáum á ymsum prentuðum bókum þaðan. enn hvorki lijer nje annarsstaðar liefur það reynst mögu- legt að gefa þær reglur fyrir því að rita „stór- an upphafsstaf", sem tækju af öll tvímæli í því efni 0g fylgt yrði með samkvæmni, eins og reyndar er með fleiri reglur fyrir rithætti. enn með þetta atriði er gott i efni, því að til þess að fá ótviræða reglu þar, er það óliult ráð og sjálfsagt eina ráðið, að hafa hvergi iprentinje skript „stóra upphafsstafi“, eins og matias skard leggur til. vjer viljum ráða til þessa, af því að vjer sjáum eigi, að neitt sje unnið við að hafa þá, og að það sje eintómur vani, sem held- ur þeim við; enn þessi tilbreytni hefir einmitt töluverða kosti með sjer, og það er þá fyrst, samkvæmt þvi sem talið er i ofannefndri rit- gerð, að það yrði allt að þriðjungi fljótlegra og hægra að kenna börnum að læra að skrifa, ef engir „stórir upphafsstafir“ væru hafðir, heldur að eins litlir (óbreyttir) upphafsstafir i þeirra stað. Enn fremur yrði þessi tilbreytni til stór- hugnaðar fyrir prentsmiðjueigendur og ætti það því að geta haft áhrif til lækkunar á söluverði bóka. vjer getuin og eigi annað sjeð, enn að hægra yrði að kenna börnum að læra að lesa, éf þetta kæmist á. þess er líka gætandi, að flestir menn skrifa „stóru stafiua“ illa eða verr að tiltölu enn þá litlu og þvi er það, að marg- ir kjósa nú að skrifa að eins „litla upphafsstafi", enn stækka þá þó í hlutfalli við hina, eins og vjer opt höfum sjeð, enn ekki fer vel á þvi. þó að þetta kunni að virðast litil endurbót og litilvægt mál, þá viljum vjer þó biðja rit- höfunda vora að hugleiða, hvort þeim virðist þetta ekki rjett og tiltækilegt, og sjerstaklega viljum vjer fela þetta atriði athygli allra barna- kennenda og uppeldisfræðinga, og óska fylgis þeirra að þessu, ef þeim virðist það til bóta. þetta er hægðarleikur og i rauninni er það ekkert nýmæli nje óheyrt tii þessa. í vorum fornu handritum af sögunum og öðru er, að þvi er jeg hef heyrt, vanalegast ekki hafðir „stórir upphafsstafir“ i eiginnöfnum og ekki nema að eins i upphafi nýrra málsgreina, enda er og njála þannig útgefin af konráði gislasyni 1875, o. fl. vjer höfum þvi og getum haft fornu handritin til fyrirmyndar i þessn efni; að eins þurfum vjer og eigum þá að sjálfsögðu að ganga lengra og hafa ekki heldur „stóran upp- hafsstaf" i byrjun nýrra málsgreina. að öðru leyti álitum vjer og sjálfsagt, ef út i það skal fara, að sleppa ætti einnig með öllu ýmsum stöfum úr stafrófi voru, eins og það nú er, og þá fyrst óþörfum stafsmyndum, sem að eins eru í fáeinum orðum i málinu; svo er t. a. m. með x og z [sjá rjettritunarreglur h. kr. friðriksson- ar bls. 185 og 209]. i norsku og dönsku eru margir farnir að sleppa x og rita ks i staðinn, og slikt hið sama gætum vjer íslendingar gert. z er hvorki höfð í dönsku nje norsku, og hún mætti eflaust inissa sig hjá oss og rita i henn- ar stað s eða leysa hana upp (úr ts, ds, ðs) sumstaðar eða allsstaðar, ef menn vilja það heldur. ef hún færi, þá ljettist það, að kenna börnum að lesa; allir vita, hversu óþægilegt nafn z hefur í sambandi við aðra stafi, tilþess að falla við þá. oss hefur fyrir löngu verið hent á þetta og fleira til lagfæringar i þessa átt, t. d. i ármanni á alþingi 1832 hls. 76 og þetta liefur opt verið tekið fram siðan og það af lærðustu málfræðingum. fleiri staiir inættu og ættu sjálfsagt að fara úr stafrófinu með öllu, enn vjer förum eigi lengra út i það í þetta sinn. — j. s. Reykjavik 22. okt. 1886. Pðstskipið Laura fór, eins og ætlað var, að kvöldi liins 16. þ. m. Með því fóru: stud. Brynj- ólfur Kúld, Benid. læknir Einarsson, Hafsteinn Pjetursson cánd. theol., Gísli trjesmiður Guð- mundsson, frú Jóhanna Kr, Bjarnason, Jón 0. Y. Jónsson kaupmaður o. fl. Póstskip kemur næst 20. nóv. (seinasta ferð). Fjiirtökuskip frá Slimon, Moravía, kom hjer 16. þ. m. og fór 20. með 2—3 vetra sauði hátt á 4. þúsund hjeðan af suðurlandi, keypta fyrir 12—131/,2 kr. í peningum hvern. Earþegar urðu hjeðan úr bæ: Páll Þorkelsson gullsm. (til Frakklands), Sigurður Jónsson járnsmiður, Sig- urður Magnússon fyrv. kaupmaður, báðir áleið- is til Ameríku o. fl. þangað. Töruskip til Knutzonsverzlunar, Eleonora, kom hingað hinn 20. þ. m., fermt steinolíu og salti; með því frjettist, að við Skotland hefðu beðið, er skipið lagði þaðan 6. þ. m., 11 skip frá Islandi með saltfisk að norðan, austan og vestan til sölu og ekki einu sinni fengið boð í hann. Mýtt íslenzkt lilnð geflð út í Winnipeg í \ Ameríku kom með Moravia, og er nefnt Heims- kringla, ritstjórn: Frímann B. Anderson (eig- andi), Einar Hjörleifsson, Eggert Jóhannsson; það á að verða vikublað og er í stóru broti (á breidd sem „Fjallkonan“ á lengd), og kost- ar 8 kr. i Evrópu árgangurinn. Hið eina núm- er, sem komið er af þessu blaði, lítur mun bet- ur út enn Leifur að efni, máli og prentun. Prentun alþiugistíðindauna 1886 (í ísaf.- þr.sm.) er lokið; þau urðu nú rúmar 63 arkir (í fyrra 193). Alþingiskostnaðurinn hefur nú orðið alls hjerumbil 17V3 þúsund kr., þar af f æðipeningar og ferðakostnaður þingmanna 12524 kr. 15 au. (í fyrra 17761 kr. 31 eyrir). Leikmaður prjedikar. Eins og sjezthefur af auglýsingum hjer í blaðinu hefur Lárus Jó- hannsson, íslenzkur leikmaður (sjómaður), ætt- aður úr Húnavatnssýslu, prjedikað hjer í hæn- um undanfarandi 3 sunnudagskvöld (2 þeirra í dómkirkjunni) og heldur því áfram fyrst um sinn. - Hann hefur lengi verið erlendis i sjó- ferðum eii tvisvar áður hefur hann ferðazt dá- lítið h/ér Im land og prjedikað; þá ferðaðist hann víst eigin kostnað, en nú er liann gerð- ur út af fjelagi í New-York, til þess að prje- dika guðs orð, einkum fyrir sjómönnum. Helzt mun hann hallast að kenningum og prjedikuu- arhætti trúflokks þess, er Metliodistar nefnast; flokkur sá kom upp á Englandi á fyrri öld, og er einkar-merkilegur fyrir kristniboð bæði með- al heiðingja og þeirra, sem kallast kristnir. Með- al liinna síðari snúa þeir sjer einkum að van- ræktum og óuppfræddum mönnum, t. a. m. viniiu- lýð í stórhorgum, og hafa þar opt haft mikil og góð áhrif; takmark prjedikana þeirra er að vekja hjá mönnum ofsafullt iðrunarstríð, er þeir telja alveg nauðsynlegt, til þess að nienn geti orðið endurfæddir; þess vegna beita þeir opt meðal annars ógnunum helvítis í ræðum sínum. Þegar leikmenn prjedika, verða þeir optast mjög hrifnir af orðinu og stundum getur tilfinning- in borið allt annað ofurliða, og i þessu liggja

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.