Þjóðólfur - 29.10.1886, Page 1

Þjóðólfur - 29.10.1886, Page 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Ileykjavík, föstudaginn 29. október 1886. Nr. 48. Veitingarhluttökulögin. Lög 8. jan. þ. á. „um liluttöku safn- aða í veitingu brauða“', sem öðlast gildi 1. jan. 1887, eru af sumum álit- in mikil rjettarbót fyrir landsmenn. Jeg skal eigi bera á móti því, að þau geti verið það, sje þeim vel beitt, þó jeg fremur óttist, að þau verði almenningi að litlum notum, ef búast má við, að líkt verði á þeim haldið og verið hef- ur hingað til um mörg önnur lög og ákvarðanir Iíks eðlis. Það er mikið leiðinlegt, þegar þjóð- in eigi færir sjer í nyt þau rjettindi, sem henni eru veitt með lögum, sem mikið hefur verið strítt fyrir að fá framgengt, og hafa verið borin fram sem ósk og vilji hennar; þvi bæði er það þá sjálfskapað víti að fara rjettar síns á mis, og í annan stað gefur það þeim, sem neita tilveru þjóðviljans og álíta þjóðina óhæfa til að skipa sínum málum, ástæðu fyrir því áliti sínu, sem þjóðin mun þó ógjarnan vilja styrkja. En það sem opt veldur því, að lög- in koma eigi að fullum notum, og freistar til eða gjörir mögulegt að mis- beita þeim, er vanþekking alþýðu á þeim. Lög, sem eins og þessi, eiga að auka rjettindi allrar alþýðu, og hafa því að eins nokkra verulega þýðingu, að menn neyti rjettar síns samkvæmt þeim, ættu að vera hverjum manni kunn. Það er því ekki nóg að benda á þau í stjórnartíðindunum; þau þurfa að vera til á hverju einasta lieimili; þau þarf að útþýða nákvæmlega fyrir almenn- ingi, til að vekja athygli manna á þeim. Lað er mitt álit, að almenningsfje væri eins vel varið til að gefa út sjerprent- uð slík lög með skýringum og útbýta hverju heimili í landinu eintaki af þeim, J) Prentuð í Alþingist. C., 1885, bls. 450; ®tj6rnart. A., 1886, bls. 2. og í flestum blöðum tandsins í fyrra. eins og til sumra þeirra bókagjörða, sem styrktar hafa verið af almannafje að undanfórnu. Um leið og jeg vildi vekja athygli manna á veitingarhluttökulögunum, skal jeg benda á nokkur vansmíði á þeim, sem ástæðu fyrir því áliti mínu, að þau muni lítt að haldi koma söfnuðunum, og ekki nægilega tryggja þeim þann rjett, að ráða sjálfir nokkru í vali presta sinna, ef hinir æðri stjórnendur kirkju- mála vorra kynnu að vilja veraeinráð- ir í því eins og verið hefur. 2. gr. segir, að „þegar fleiri en 3 hafa sótt um embættið, skal landsh., með ráði bisk., velja 3 af umsækjendum til kosningar er honum virðist liafa bezta hœfileika til þess að geta komið tilálita1 við veitingu embættisins“. Þótt nú svo sje ákveðið, að landsh. velji með ráði bisk., getur lh. látið vera, að taka þau ráð til greina. Hann get- ur ekki verið skyldur til þess, því bisk- up hefði þá eins vel getað gert úrval- ið einn. Mjer virðist þessi ráðfæring- arákvörðun því alveg þýðingarlaus með tilliti til veitingarinnar, en cinungis miða til að bendla geistlega og verz- lega embættismenn sem mest saman, gjöra þá ósjálfstæða og hvern öðrum háða í embættisfærzlunni, og hana sem flóknasta að óþörfu. Lh. skal velja þá „er honum virðist hafa bezta hæfileika til að geta komið til álita“. Það er nú vandi að vita hverjir hæfileikar útheimtast til þess, en ætla má að hjer sje eigi átt við liæfileika til prestþjónustu, því ef svo væri, er eðlilegra að ætla biskupi, sem yf- irmanni prestastjettarinnar, að meta þá. Orðin: „er honum — embættisins“, á- lít jeg óþörf í greininni. Úr því úr- valið er gefið á vald lh., er þýðingar- laust að lögákveða, „að hann skuli gjöra það eptir eigin þótta. Hefði greinin 1) Jeg gjöri leturbreytinguna. átt að fela í sjer praktískar reglur fyr- ir veitingu prestembætta hjer á landi, mátti orða hana á þá leið: „skulu landsh. og biskup . . . velja þrjá . . . er þeim virðist haf'a bezta hæfileika til að þjóna embættinu". Yirðist mjeríþessu efni eigi mega minna vera en að bisk- up hafi atkvæði jafnt við landsh. til að velja og meta hæfileikana, og vilji þeir vera samvizkusamir í valinu, gæti þetta verið bending til þess, að upp- gefnum eða heilsulitlum prestiyrði eigi vegna tekju-auka veitt erfitt embætti, sem hann eigi væri fær um að þjóna rækilega; einnig að þeim presti, sem hefði sýnt sig góðan búmann, væri fremur öðrum veitt embætti, þar sem bújörð og landbúnaður væri aðaltekjugrein em- bættisins. Landsh. skal velja 3, eða, liafi að eins 3 sótt um emb., 2, til kosningar. Það er þannig engin trygging fyrir því, að söfnuðirnir fái þann prest, er þeir heizt óska. Landsh. getur bægt ein- mitt þeim presti frá kjöri, með því að taka umsóknarbrjef hans frá. Þá er rjettarbótin innifalin í því einu að velja á milli 2 eða 3 presta, er söfnuðirnir ef til vill eigi þekkja eða geta fellt sig við. 2. gr. hefði átt að hafa viðauka þess efnis, að: „Þó skal sá umsækjandi ætíð vera í kjöri, er fengið liefur og sent með umsóknarbrjefi sínu meðmæli að minnsta kosti 1 /., hlutakjörbærra manna í prestakallinu“. [Niðurl. næst]. Sóknarnefndnrmaður. Ferðabrjef "úr Svíþjóð eptir Taltý Ouðniuiidsson. II. Stokkhólmi 11. ágúst 1886. Stokkhólmur er talinn ein af hin- um fegurstu höfuðborgum í Norðurálf- unni. Sækja útlendir ferðamenn þang- að mjög, og telst svo til, að þangað komi um 80,000 ferðamenn á hverju ári. Bær- inn er reyndar ekki ekki mjög stór að

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.