Þjóðólfur - 29.10.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.10.1886, Blaðsíða 2
190 fólksfjölda til (ekki fullar 200,000), en landslagið er ljómandi. Byggingar eru þar víða mjög fallegar, en margar göt- ur eru þar þröngar og lítilfjörlegar. Steinlagning gatna er sumstaðar varla í meðallagi og jafnast yfir höfuð ekki við steinlagning í Khöfn. — Bærinn stendur á smáhólmum í Leginum (Málar- en), þar sem Norrström fellur út í Eystrasalt. Þar hjet Agnafit í fornöld. Á hólmunum skiptast á hæðir og dæld- ir og eykur það eigi lítið á fegurð hæj- arins. Þótthærinn liggi nokkuð dreift, eru samgöngur í hænum hægar og fjörugar. Milli hólmanna ganga brýr, afarmikil mannvirki, en auk þess ganga eim- snekkjur (ángsluppar) fram og aptur um síkin, og getur maður þar fengið ferju úr einum hólmanum í annan, og þann- ig tekið af sjer margan krók. Ferju- tollurinn er mjög látt settur (vanal. 3 aurar). Á tveim stöðum, þar sem mjög háar hæðir eru, geta menn líka tekið af sjer það ómak að ganga upp brekk- una með því að ganga inn í dálítinn klefa fyrir neðan hæðina; er klefanum svo lokað og veit maður þá ekki fyrr en maður líður í lopt upp og nemur fyrst staðar þegar maður er kominn jafnhátt hæðinni. Þessi lyptiklefi er á sænsku kallaður hiss eða elevator. Kost- ar 5 aura að fara upp, en 3 aura nið- ur. Auk þessa ganga margir hraut- vagnar um hæinn með hestum fyrir, og er akkaup mjög lágt á þeim. Miðdepill hæjarins er Oustaf Adolfs torg. Það er flóraður flötur við líka stór og Austurvöllur í Reykjavík. Á miðju torginu stendur líkneski Gústafs Adóifs. Stallinn undir líkneskinu er prýddur myndum af köppum hans og herforingjum: Torstenson , Wrangel, Banér og Königsmarck. Ef maður stend- ur á þessu torgi og snýr ásýnd mót suðri, þá er að baki manni stórt veit- ingahús, á vinstri hönd: kgl. stóra leik- húsið og á hægri hönd: erfðaprinzhöll- in (Arfprinsens palats). Þessi höll er hyggð af Lennart Torstenson, hinum fræga herforingja í 30 ára stríðinu. Þar er nú sýnt safn mikið af' ýmsum þjóð- fræðismunum (etnografiska fóremál), mest frá Asíu. Á árunum 1883—1885 fór nefnilega einn af sonum Svíakonungs á skipi, er hjet Vanadís, kring um jörðina, og á þeirri ferð söfnuðu skip- verjar búningum og munum, er lýsa lífi og þjóðháttum hjá ýmsum þjóðum, lielzt villiþjóðum í Austurálfu og Eyja- álfunni. Má þar margt kynlegt sjá. Þar eru gerðar vaxmyndir af mannæt- um og alls konar óþjóðalýð, og eru pær færðar í búninga sína. Eru þær ekki frýnilegar sumar hverjar. í suður frá Gústafs Adolfs torgi Iiggur lítill hólmi, sem heitir Heilags- andahdlmur (Helgeandsholmen). Liggur þangað breið hrú. Ef maður gengur eptir brúnni og áfram götuna yfir hólm- ann, þá liggur á vinstri hönd, mót austri, dálítill tangi út í síkið, er um kringir hólmann. Sá tangi heitir Straum- nes (Strömparterren). Er það sljettur eyraroddi sem liggur miklu lægra en gatan og liggur steinrið af götunni nið- ur þangað. Þar sitja Svíar mjögfjöl- mennir á kveldin og borða þar og drekka undir berum himni. Þar er ávallt leik- ið á hljóðfæri á sumarkvöldum. Þar er bæði matskáli og ölskáli undir sjálfri götunni, og er vín og vistir borið það- an til gestanna út áoddann. Frá odd- anum ganga eimsnekkjur á hverjum fjórðungi stundar til annara skemmti- staða svo sem út til Hasselbacken, (sem jeg skal síðar minnast á) oggetamenn því brugðið sjer þangað, ef menn verða þreyttir á að sitja allt af á sama stað. — Ef menn ganga áfram yfir þennan hólma, koma menn á nýja brú, sem liggur yfir í hólma allmikinn, og kallast sá hluti bæjarins, er þar liggur, Staden. Þar blasir beint á móti manni hæð, sem heitir Ljónshœð (Lejonbacken). Áþeirri hæð stendur konungshöllin. Það er á- kaflega mikil bygging, um 460 fet á breidd frá austri til vesturs, og um 500 fet á lengd frá norðri til suðurs. Er sagt, að hún liafi kostað 12 milj. kr. Upp að norðurhlið liallarinnar er geng- ið upp á hæðina upp tvö steinrið, ská- höll. Þar uppi standa 2 Ijón, afarstór, úr eiri. Voru þau gerð á dögum Karls 12. og sett upp 1704. Á austurhlid hallarinnar liggur skrautrið mikið upp til konungsherbergjanna, og blasir þar við risavaxin líkansmíð, Ijómandi lista- verk. Það er Axel Oxenstjerna, sem telur afreksverk Oústafs Adolfs fyrir sögugyðjunni. — Ef gengið erspölkörn til suðvesturs frá konungshöllinni kem- ur maður á Hiddarhustorget. Þar er líkneski Gústafs Vasa. Er hannhetju- legur og tignarlegur mjög yfirlitum,. og tekur skeggið á bringu. Frá þessu torgi liggur brú yfir á Biddarholmen. Til vinstri handar þegar komið er yfir brúna stendur RidÆirholmshirkjan. Hún er byggð í gotneskum stíl. Þar eru geymdir fánar og sigurmerki (um 6000), er Svíar hafa tekið á herferðum sínum. Allt gólfið í kirkjunni er þakið legstein- um eins og í kórnum á Hólakirkju í Hjaltadal. Út úr kirkjunni liggja mörg grafhýsi, sem seinna hafa verið byggð við hana. Hægra megin við altarið liggur Oustavíanska grafhýsið (grafkor- et). Á því eru 7 háir og mjóir glugg- ar. Undir þeim standa þessi orð á lat- ínu: in angustiis intravit (= hættuferð- ir tókst hann á hendur), pietatem amavit (= ráðvendina elskaði hann), hostes prostravit (= sína fjendur lagði hann að velli), regnum dilatavit (= ríki sitt jók hann), suecos exaltavit (= Svíana hóf hann til vegs), oppressos liberavit (=þjáða frelsaði hann), moriens triumphavit (= deyjandi sigraði hann). í þessu graf- hýsi hvílir Gustaf Adolf i líkkistu úr grænum marmara, Var hann settur þar 1832. Þá voru liðin 200 ár frá því liann fjell. Fjöldi fána og sigur- merkja umkringja gröfina. Kistuna ljet gera Gústaf IH. suður á Ítalíu, og ætl- aði handa fóður sínum, en Karl Jóhann á- kvað hana hetjukonunginum mikla, er sigraði í dauðanum. Við hliðina á þessu grafhýsi liggur grafhýsi konungsættar þeirrar, er nú situr að völdum. Að norðanverðu við hákórinn er Karolinska grafhýsið. Þar stendur líkkista Karls XII. úr svörtum marmara á grænum marmarastalla. Ofan á líkkistunni ligg- ur gyllt Ijónshúð, og á henni kóróna, veldissproti og sverð. Npðan til áljóns- húðinni stendur: Carolus XII. — Enn fleiri grafhýsi eru við kirkjuna, t. d. Lennart Torstensons og Johan Banérs og eru bæði ríkulega skreytt fánum og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.