Þjóðólfur - 29.10.1886, Blaðsíða 3
191
sigumerkjum. í grafhýsi Banérs er og mynd
af honum.
Ef gengið er lengra til vinstri handar frá
kirkjunni, })á kemur maður að alþingishúsi Sví-
anna (Biksdagens hus). Byggingin er sjálf
nokkuð stór, en þingsalirnir eru að tiltölu held-
Ur litlir. Geta þeir ekki staðið þingsölum vor-
um á sporði að snyrti. í þinghúsinu er mál-
fræðingafundurinn haldinn og kem jeg }>ar því
á hverjum degi. Úr }»ví jeg minnist á þinghús
Svíanna, held jeg að jeg verði að drepa nokk-
uð á þingið og fyrirkomulag }>ess. ímyndajeg
mjer, að menn hafl gaman af að heyra eitthvað
um }>að heima einmitt nú, þegar hugsað er svo
mikið um pólitík og stjórnarfar. Þingið (Kiks-
dagen) skiptist í tvær deildir (kamrar). Þær
,hafa jafnan rjett og atkvæði í öllum málum.
Þíngið kemur saman til reglulegra funda 15.
janúar ár hvert, en eins og hjá oss getur kon-
ungur stefnt því saman til aukafunda, þegar
honum sýnist. Kjörgengir til efri deildar eru
þeir einir, er náð hafa 35 ára aldri, og sem í
3 næst undanfarin ár hafa átt fasteignir, sem
sjeu að minnsta kosti 80,000 kr. virði, eða hafa
greitt skatt í ríkissjóð af minnst 4000 kr. ár-
legum tekjum af höfuðstól eða iðn. Þingmenn
efri deildar eru kosnir til 9 ára. Þeir eru
kosnir af landsþingunum (o: eins konar sýslu-
nefndir eða hjeraðsþing), eða bæjarfulltrúum í
þeim hæjum, sem eigi eiga hlutdeild i hjeraðs-
þingunum. Hvert hjeraðsþing eða bæjarþing
kýs eptir fólksfjölda hjá sjer, einn þingmann
fyrir hverjar fullar 30,000. Þingmenn efri
deildar fá eygin laun fyrir þingsetu sína. —
Kjörgengur til neðri deildar er hver sá, er hú-
settur er í sveitinni, og atkvæðisrjett hefur í
almennum sveitarmálum, ef hann á fasteign
annaðhvort í hæ eða í sveit, er nemi að minnsta
kosti 1000 kr. að virðingarverði, eða ef hann
hefur jörð til ábúðar æfilangt eða um 5 ára hil
að minnsta kosti, er sje minnst 6000 kr. virði
eða greiði skatt af minnst 800 kr. árlegum
tekjum. Þingmenn neðri deildar eru kosnir
sumpart heinlinis af kjósendum í sveitinni og
sumpart af kjörmönnum (elektorer), einum fyr-
ir hverja 1000 af sveitarbúum. Þingmenn n.
d- eru kosnir til 3 ára, einn fyrir hverja sýslu
(domsaga = lög'sagnarumdæmi), og einn fyrir
hverjar fnllar 10,000 innhúa í bæjunum. Sjeu
fleiri innbúar en 4,000 í einni sýslu, er henni
skipt í 2 kjördæmi, og kýs þá hvert þeirra um
sig einn þingmann. Þingmenn neðri deildar
skulu vera fullra 25 ára; þeir skulu og hafa
átt kosningarrjett í sveitinni að minnsta kosti
eitt ár á undan kosningunum. Þeir fá ferða-
kostnað sinn til þings og frá þingi endurgold-
inn, og 1200 kr. í laun fyrir hvert þing. —
Konungur kýs forseta og varaforseta fyrir
hverja deild fyrir sig, úr hennar eigin fiokki,
en hver deildin um sig kýs sjer sjálf skrifara.
Rangar hugmyndir um drengskap.
(Úr „The Christtan Life“ 24. jt'olí þ. &.).
Á hinu prótestantiska Englandi er einvíg úr
gildi og venju nurnin; á hinu kaþólska Erakk-
landi eru þau enn í tízku. Yjer höfum allir
lesið í hlöðum þessara daga um einvíg þeirra
Boulangers hershöfðingja og baróns de Lareintys.
Oss varðar nú ekkert um atvik þessa við-
hurðar, nema hvað vjer fögnum því, ao hvor-
ugur þessara mðtstöðumanna varð öðrum að
skaða. Vjer viljum einungis henda á, hvernig
hólmgöngur líta út frá siðgæðisins sjónarmiði.
Vjer fullyrðum, að menntun án trúar sje ekk-
ert annað en menntaður villidómur; og vjer
hætum við, að það atvik, að svo grimmur sið-
ur sem hólmgöngur skuli haldast hjá jafn há-
menntaðri og hæverskri þjóð tilaðjafna dreng-
skaparmál, sanni þau ummæli vor. Yæri Erakk-
land rækilega kristið land, hefðu hólmgöngur
verið numdar þar úr lögum að minnsta kosti
jafn snemma eins og á Englandi. En það er
vitaskuld, að hreinn kristindómur hefur aldrei
verið ýkjasterkur máttarviður í þjóðlífi vorra
gallisku nágranna. Siðaþjónusta og systirhenn-
ar, hálfvelgjan, hafa þar mjög rænt og rúið
gleðiboðskapinn og eytt hans íbúanda lífskrapti.
Einvígi er alveg ókristilegt. Engum vel kristn-
um manni getur komið til hugar að skora á
annan mann til einvígis, hvernig sem á stend-
ur. Einvíg eru sprottin af röngum hugmynd-
um um sæmd manns og rjetta karlmennsku.
Þær hugmyndir smáir kristindómurinn og leið-
rjettir. Það er t. a. m. gjörsamlega rangt að
sæmd manns sje undir öðrum komin en sjálf-
um honum. Hans sæmd er fólgin í rjettvisi
hans, hreinum hugsunarhætti, áformum hans og
sjálfráðu athöfn. Hann einn er aðili og einka-
vörður síns innra manns og mannkosta; hans
innra rnæti flekkar enginn, ef hann ekkfgjörir
það sjálfur. Mannorði þínu geta aðrir spillt,
en mannkostum þínum ekki; ójafnaður og ó-
virðíng annara kann að særa þig sjálfan og
meiða orðstír þinn, en snertir eltki þína sönnu
sæmd. Allt um það ætla margir, að það sje ó-
mennska að hefna sin ekki fyrir áreitni; að
vera ekki viðkvæmur fyrir því, sem aðrir segja
um sig eða við sig, er haldinn vottur um vesal-
mennsku. En að vjer eigi nefnum Krist, má
nefna Pál postula, sem dæmi. Enginn kennir
hann við litilmennsku eða lága sál; en hans
áminning er sifellt sú, að vjer sjeum seinir til
reiði, að vjer umberum allt, þolum allt, sjeum
sáttgjarnir og hógværir. Satt að segja, er
heiptrækni og hefndargirni vissasti vottur um
vesalmennsku. Þar kemur fram, að sá, sem
svo er skapi farinn, finnur ekki farsæld, frið
nje þrek i sjálfum sjer, í sálu sinni, því ella
mundi hann ekki æsast svo fljótt við útvortis
atvik. Þegar miKill maður og góður er áreitt-
ur, er hans huggun sú, að leita til síns innri
manns; þegar illmenni og lítilmenni er áreitt,
þá á hann ekki þá huggun til, og leitar því
hugfróunar í hefnd yfir mótstöðumanni sinum,
Og hugfró kann hann að fá sem snöggvast, en
skamma stund verður hönd höggi fegin. Að
svala hefndargirni sinni er hæði óviturlegt og
litilmannlegt; það er gagnslaust, auðvirðilegt
og ókristilegt, það er dýrsins og siðleysingjans
aðal, en ekki hins siðaða manns. Og þó er
það þessi fýst, að svala sjer, sem mestu ræður,
þegar einvíg eru háð. Þar sem menn verða
svo upplýstir fyrir sannan kristindóm, að menn
skilja, að það er hógværð og þollyndi, en ekki
ofstopi og reiði, sem einkennir göfga og guð-
um líka karlmennsku, þá hætta öll einvíg eða
hólmgöngur, eins og vitaskuld er.
Það er sorglegt, að þjóðirsem einstakir menn
skuli svo lengi hafa verið alnar og táldregnar
á slíkum hleypidómum um sæmd og drengskap,
og að þeir hleypidómar skuli hafa getið afsjer
samkynja hleypidóma um ættjarðarást. Þeim
hefur verið innrætt, að sjerhver sigurvinning
með herskildi unnin væri heiður og sæmd, en
sjerhver ósigur i hernaði rýrð og sneypa-— án
alls tillits til þess, fyrir hverja sök að vopn-
um var beitt. Þeim hefur verið kennt, að það
að vera skjótur til að hefna fyrir órjett eða ó-
virðing, sómi hetur tign þjóðarinnar en þolin-
móðlega að leita samninga og sátta. Þeim
hefur verið talin trú um, að æskilegra væri að
vera sterlcur og sigursæll, en að meta lengi
með sjer, hvort barizt væri með rjettvísi og
sanngirni eða ekki, og að álykta svo, að meiri
sæmd fyrir þjóðina væri að sigra í orustu en
að játa ávirðing og viðurkenna misræði, að skoða
yfirráðin eins og meira virði en það, að fremja
gððar og heillaríkar athafnir. Þessar hugmynd-
ir hafa opt ráðið mestu í föðurlandsástinni —
sem í sjálfri sjer er helg og hrein hvöt eða
dygð — og fyrir þvi hefur hún einatt úrkynj-
azt og orðið alþjóðlegur ofmetnaður, eigingirni
og liroki. Vjer segjum, að þannig hafa þjóð-
irnar fyr meir verið uppfræddar, en með gleði
megum vjer játa, að nú er þeim öðruvisi og
betur kpnnt. England og Amerika, hinar fremstu
og frjálsustu nútíma-þjóðir, hafa á hinum síð-
ustu árum gefið óyggjandi sannanir þess, að
hugmyndir þeirra um þjóðsæmd taka æ betur
að sæma lærisveinum friðarins höfðingja. Þær
hafa sýnt á hreinan og óbrotinn hátt í verk-
inu, að sigur á vopnaþingi er miklu minna
virði en sigur rjettlætisins, og að þær álíti frið-
samlega gerðardóma vera miklu skynsamlegri
og sannkristilegri aðferð til að jafna mál manna
og þjóða, en leikslok ófriðar og handalögmáls.
En það sem England og Ameríka liugsa í dag
um slík málefni, það hugsa allar þjóðir á morg-
un. Ef dagur allsherjarfriðar er eigi þegar
kominn, þá er hann vissulega i nánd. Og
hann kemur þvi fyr, sem vjer flýtum oss het-
ur að útrýma heiðnum og fornum kleypidóm-
um — (M. J.J.
Safnaðarfundur í Reylgarík
25. þ. m. hafði til meðferðar 3 mál, og var
þeim öllum visað frá. Á fundinn komu hátt á
2. hundrað manna alls. Fyrsta málið var, með
hvaða kjörum söfnuðurinn vildi taka að sjer
umsjón og fjárhald kirlgunnar i Reykjavík (sam-
kvæmt ályktun alþingis 1885 viðvíkjandi lands-