Þjóðólfur - 12.11.1886, Síða 1
Kemur öt á föstudags-
morgna. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir 15. jölí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramðt, ðgild nema
komi til útgef. fyrir 1.
oktðber.
XXXVIII. árg. Ruykjiivík, föstudaginn 12. nóvcmlber 1886. Nr. 50.
Um heysparnað
eptir Hermann Jónasson.
Þetta síðast liðna sumar hefur verið
eitt hið bágasta, sem menn muna eptir,
fyrir öllu Norðurlandi og víða vestan-
lands- og austan. Hjer sunnanlands er
og sumstaðar kvartað um, að grasbrest-
ur hafi verið nokkur, og nýting miður
góð áheyjum. Yfir höfuð eru því hey-
byrgðir með lang minnsta móti, ogþað
sem verst er, eru hey víða mjög hrak-
in, einkum töður, svo að á mörgum
stöðum eru þær ekki að hálfu gagni.
Almennt er því ásetningur liinn voða-
legasti, ef nokkuð þrengir að, og er
það vorkunn, þótt menn hafi kin-
okað sjer við að lóga fje sínu svo
í haust, að þeir yrðu fóðurhyrgir fyrir
það í vetur, þegar litið er til liins afar-
lága verðs á fjenaði í haust.
Ætíð er þörf á að fara sparlega með
hey, en ef til vill ríður aldrei meira á
því en nú. Bágindin þrengja að á
allar hliðar, svo að ef það bætist á, að
þessi fái fjenaður falli úr hor, eða hrykkti
af dauðvona, þá liorfir til stórra vand-
tæða.
Með korngjöfum og mörgum öðrum
aðkeyptum tegundum má mikið spara
hey og bæta upp skemmt fóður. En
öú er til lítils að benda á þess konar;
því að fæstir eru megnugir að kaupa;
það væri líkt og sagt væri við ósynd-
&n mann, sem væri að drukkna: „Hafðu
þig upp á landið. þá er þjer borgið“.
Hjer getur því varla verið að tala um
annað en að fara svo sparlega, sem
^nnt er, með það fóður, sem menn hafa
fyrir hendi, og drýgja það á hvern
hátt, sem auðið er, án þess þó að leggja
^t peninga, og að því vil eg reyna
stuðla með línum þessum.
Þess skal þá fyrst geta, að vandlega
verJUr aíJ varast, að fje leggi aý fram-
'lfl aJ vetri. Á með'an skepnan er í
góðu standi, og fita er í bandvef húðar-
innar, er húðöndunin minni, en þegar
skepnan er mögur. Það streymir
því minni liiti frá líkamanum þegar
skepnan er feit, og hún verður eigi
eins kulsöm. En líkamshitinn verður
æ að vera hinn sami, og því meiri hiti,
sem streymir burt úr líkamanum, því
meira efni verður að brenna í honum,
til þess að jafnvægið haldist. En þau
efni, sem brenna, verða að veitast með
fóðri, og það því meira fóðri, sem skepn-
an er magrari; eða með öðrum orðum,
því magrari sem skepnan verður, því
meira og betra fóður þarf hún. Ef skepn-
ur því leggja af snemma vetrar, er tím-
inn svo langur eptir, sem þær eru fóð-
urfrekari; og að öllu samlögðu fara þá
meiri hey í þær en ella. Það er því
auðsætt, að ef menn neyðast til, að
láta skepnur lifa á sínum eigin líkama,
ef svo mætti að orði komast, eða með
öðrum orðum, að láta þær leggja af,
þá er áríðandi, að það sje sem seinast
á vetrinum.
Enn fremur er auðvitað aldrei frem-
ur en nú þörf á að nota útbeit, þar
sem þess er kostur. En í því efni er
einkum athugandi.
í fyrsta lagi að standa ætíð yfir fje,
það er að fylgja því í og úr haga, eða
að minnsta kosti, þegar jarðskart er, eða
eitthvað að véðri. Opt sækir fjeð eigi
annað út en hrakninginn, ef það er lát-
ið vera mannlaust í haganum, en gæti
að öðrum kosti fengið úti meiri hluta
gjafar, eða jafnvel nægilegt fóður. —
Fyrr á dögum tíðkaðist mikið meir að
standa yfir fje, en nú gjörist. Höfðu
þá hjástöðumenn opt rekur með sjer og
mokuðu hjer og hvar snjóinn ofan af;
dreifðist svo fjenaðurinnn um þessa
bletti, og jók þar út krappstra. Nú
er almennt kvartað yfir, að menn fáist
eigi til að standa yfir fje, en slíkt er
óheyrilegt, og óþarft að láta það eiga
sjer stað. En hjer bryddir sem víðar
á voru mikla þjóðarmeini, að húsbænd-
urna vantar þekkingu og þrek til að
stjórna, og þjónana þekking, vilja og
rjettlætistilfinning til þess að hlýða eða
gæta skyldu sinnar.
í öðru lagi verður að reyna að sjá
um að hús fyrir heitarfje sjeu sem köld-
ust, svo að mismunur á hita og kulda
verði sem minnstur; því að ef fje fer
úr heitum húsum út í snjó og kulda,
bregður því svo við, að það hefur opt
ekki kjark til að bera sig eptir björg-
inni. Líka veiklar þessi mikli mismun-
ur mjög heilsu skepnanna. Ef unnt
væri, ætti hitinn í húsum á beitarfje
aldrei að vera meiri en 0°, eða hvorki
frost nje hiti, eins og komist er að orði,
það er að segja ef liitinn úti er ekki
meiri en svo. Ef tíð er mjög köld, er
bezt að nokkurt frost sje í húsunum. Rjett-
ast væri því að láta hús beitarfjár
standa opin á daginn, ef ekki fennir
inn í þau. Því þótt kuldinn hafi fóð-
ureyðslu í för með sjer, eins og síðar
verður vikið á, þá er hann þó nauð-
synlegur í húsunum, fyrst ekki er hægt
að komast hjá honum á daginn.
í þriðja lagi er hyggilegast að gefa
beitarfje á morgnana; „því að miklu er
það hollara og notalegra fyrir sauðfje,
að fá gjöfina að morgninum, heldur en
ef það er rekið fastandi . . . út í snjó
og kulda. Fjenu verður því síðurhætt
við bráðasótt, lungnaveiki og ýmsum
fleiri sjúkdómum. Það sækir beitina
með meira fjöri og kjarki; velur betra
fóður í haganum, og heldur sjer betur
að beit síðari hlnta dags; þvi að það
verður eigi eins heimfúst og það fje,
sem veit að heygjöf bíður þess heima“*.
í fjórðalagi verður að gæta þess, að
láta þó heitarfje ekkt út, þeqar sjeð verð-
ur, að það sæld mikinn hrakning, en
*) Sjá ritgjörö mína um, „meðferð á sauðfje
til ullarbóta“ í „Andvara“ 1886 bls. 94.