Þjóðólfur


Þjóðólfur - 12.11.1886, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 12.11.1886, Qupperneq 2
I lítið fbður. Allur vinnukraptur, hversu lítíl hreyfing sem er, kostarfóður; það er fæðan, sem framleiðir þennan krapt. Hjer að framan er líka sagt, að fóður þurfi til þess að líkamshitinn haldist við. Því meiri sem kuldinn er, því meiri hiti missist frá líkamanum, og þarf liann því meiri næringu. Skepn- urnar þurfa því mun meira fóður, ef þær mæta hrakningi og kulda, en ella. Opt er því svo lítið um jörð, og erfið- leikarnir svo miklir við beitina, að skepnur fá í haganum eigi svo mikið fóður, sem það, er verður að eyðast við hrakninginn og kuldann; og ef svo er, þá er skaði að því að beita. Þegar fje stendur inni, verður ætíð að gefa því á sama tíma, opna húsin og loka þeim á sama tíma, og hafa gjöfina sem allrajafnasta, þannig að vigta hana eða mæla nákvæmlega. Einnig að blanda saman betra og lak- ara fóðri, en gefa eigi sitt á hverjnm tíma. Enn verður að gæta þess, að ganga sem þrifalegast um heyin, og gefa svo af þeim, að sem minnst Iopt nái að leika um þau. Þá er og að gæta þess, að hiti sje sem jafnastur í húsum. Þegar fje stendur inni, er hit- inn hæfilegur, ef iiann er um 8° R. á fullorðnu fje, sem er í góðu standi, en 10—12° R. á lömbum, og því fullorðnu fje, sem magurt er. Nú er það athugandi, að töður eru víða svo hraktar, að þær munu lítið betur gjöra, en vera viðhaldsfóður, hversu mikið sem gefið verður af þeim. Það er því hræðilegt að hugsa til þess, ef gagnið af kúnum missist að miklu leyti; því að margur treystir því mik- ið til, að lifa af mjólkinni yfir vetur- inn. Þegar hey eru jafn hrakinn, sem þau eru víða, nú, hefði verið mikill hag- ur að því, að bæta þau upp með ýms- um mattegundum. En það ern fæstir, sem geta keypt á þessum dögum, og neyð- in er enginn hagfræðingur. Jeg vil samt geta þess, að við sjávarsíðuna ætti að liirða allan fiskúrgang og gefa kúm hann. Víða.mætti og skera upp víðir, og gefa kúm hann; því að góð- 198 ur smávíðir bætir upp hrakið fóður. Það er auðvitað neyðarkostur að eyði- leggja viðinn. Enn hvað skal segja? Líka er rjettara að nota hann til skepnu- fóðurs, en til brennslu, sem svo marg- ir gjöra. — Þar, sem eru gamlir og fóðurfrekir hestar, virðist líklegt að hagur mundi að því, að drepa þá, og gefa kúnum þá upp úr skinni. Skal þess þá gætt, að hirða allt vel, svo sem blóð og innýfli. Innýflin verður að hreinsa vel, svo má fara með þau eins og kjötið, annaðhvort gefa þau ný, salta þau niður eða láta þau hanga úti, unz þau eru gefin. Blóð- ið láta sumir storkna, og gefa svo blóðlifrarnar; aðrir setja mjöl í það, og hagtæra því á sama hátt og blóði, sem haft er til manneldis. — Þar, sem töður eru mjög hraktar, væri rjettast að gefa kúnum nokkuð af mjólkinniúr sjer, t. a. m. pott í mál, ef ekki er um aðrar mattegundir að gjöra; því að miklar líkur eru til, að kýrin mjólki þeim mun meira, og að eins mikil mjólk fáist því í búið. Mjólkin, sem kúnum væri gefin, bætir að nokkru upp þau efni, sem heyið hefur mist við hrakninginn. Hlötföllin verða því rjett- ari í fóðrinu, það er að segja, líkari því, sem þau eru frá náttúrunnar hendi; það meltist því meira af þessu skemmda fóðri. Mjólkin vinnur því tvenns konar gagn, nærir sjálf, og eykur þá næringu sem næst úr fóðrinu. Hagurinn við að gefa mjólkina, þegar ekki er hægt að gefa nema skemmt eða lítið fóður, er því sá, að kúnni líður betur, hún gengur út að vorinu í meiri nyt, mjólk- ar því meira yfir sumarið, og það þriðja, að hún reynist betur næstu ár á eptir; því að ef kýrin stendur hálfgeld á þeim tíma, sem henni er það óeiginlegt, það er að segja fyrsta missirið eptir að hún ber, þá nær hún sjer eigi til fulls, að mjólkurhæð, fyr en eptir 2—4 ár. Þetta er og eðlilegt; því að þegar líf- færin leiðast að öðru, en að framleiða mjólk, þá breyta þau eigi apturstefnu sinni þegar í stað. Óskandi væri nú, að menn myndu eptir því, að fara sem sparlegast og haganlegast með heyin. Húsbændurn- ir verða að gæta þess. Það er skylda þeirra gagnvart sjálfum sjer og fjöl- skyldu sinni; því að ef fjenaðurinn fellur, hvað tekur þá við? Það er og skylda þeirra gagnvart þeim skepnum, sem þeir eiga ráð yfir. Líka hvíl- i ir siðferðisleg skylda á þeim fjármönn- um, sem eru annara hjú, að gæta verka sinna vel. Eldingar og eldingavarar. í fýrra vetur var svo að orði kveð- ið í „ísafold11 (nr. 8 þ. á.) að Reykja- vík væri orðinn „heimsfrægasti þrumu- leiðari“; þó að þar sje ef til vill held- ur freklega til orða tekið, þá hef- ur þó ekki verið borið á móti því enn þá, og það efar víst enginn, að Reykja- vík er orðið mjög hætt við að draga að sjer eldingar síðan járnþökin og járnklæðningar á húsum fóru svo mjög að tíðkast og aukast ár frá ári, sem vonlegt er. En ef svo er, því er þá i eigi goldinn varhugi við þessu ? Er það eigi mögulegt? Eða halda menn, að hjer þurfi eigi varna við, af því að eldingar sjeu hjer á landi svo ótíð- ar, og að þær hafi enn þá eigi gert skaða? Vitaskuld er það, að lijer á landi er ekki mikið um eldingar móts við það, sem víða er í öðrum löndum, en það þarf heldur ekki nema eina eldingu niður í Reykjavík til þess að kveykja í henni, og þær geta komið hjer; mig minnir, að það sjeueigimeir enn 7 ár síðan eldingu sló hjer niður í sjóinn rjett fyrir framan lækjarósinn, en þá vóru eigi járnþökin og járn- klæðingarnar komnar hjer. Eptir ná- kvæmum athugunum í öðrum löndum um 50 ár hefur það sýnt sig, að eld- ingar gerast þar alltaf tíðari og jafn- framt verða eldsvoður af eldingum tíð- ari. Hjer hafa víst þess liáttar athug- ' anir aldrei verið gerðar, en skyldi ekki hið sama tiltölulega geta átt sjer stað lijer á landi, þó að hjer sje að ýmsu leyti öðru vísi ástatt og betur farið í því efni? Og vel er mögulegt, að reyna að varna tjóni af eldingum; það vita allir, að til þess eru hafðir

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.