Þjóðólfur - 03.12.1886, Síða 1

Þjóðólfur - 03.12.1886, Síða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjayík, föstudaginn 3. desemlber 1886. Nr. 53. Um sameinig Klausturhóla- og Mosfellsprestakalla. (Úr Grímsnesi). Oss Grímsnesingum komu á óvart þau úrslit, sem þetta mál fjekk á al- þingi í sumar. Oss gat eigi dottið ann- að í hug en þingið mundi verða við þessari ósk vorri, þar sem það hafði engan kostnað í för með sjer. Bæði er það að alþingi hefur áður tekið slíku vel og svo hugðum vjer, að það mundi treysta því, að vjer og fullrúar Árnes- sýslu, bæði þeir, sem mæta á hjeraðs- fundi sýslunnar, og þeir, sem mæta á alþingi, mundu hezt þekkja það, sem oss mætti verða heillavænlegast í þessu máli. Enn fremur hugðum vjer að al- þingi, sem hefur barizt fyrir frelsi söfn- uðunumtil handa í því, aðfásembezta presta, mundi ekki vilja neita nokkr- um söfnuðum um þau skilyrði, sem þeir þurfa, til þess að þau rjettindi, sem lögin um hluttöku safnaða í veit- ingu brauða (frá 8. janúar 1886) veita þeim, verði þeim að verulegum notum. En þetta skilyrði er það, að brauðin Verði svo góð, að um þau verði sótt af svo mörgum, að um einhverja verði að velja. Oss var heldur en ekki forvitni á að sjá umræður þær, sem urðu um þetta mál á alþingi í sumar, þvi að eigi var ætlandi annað, en að mótstöðu- ®enn þess hefðu komið fram með eitt- hvað nýtt, eitthvað merkilegt, sem gat orðið máli þessu að fjörtjóni, þessu máli, sem oss er mikið velferðarmál, en land- inu kostnaðarlaust, þessu máli, sem hlaut að fá framgang samkvæmt fyr- Verandi frelsisstefnu alþingis, þessu hiáli, sem hefur með sjer stjórnarstefnu hinna frjálsustu landa heimsins. Nú höfum vjer lesið alþingistíðindin °g vonir vorar hafa eigi brugðizt al- gjörlega. Vjer höfum fundið þar ým- Islegt nýtt, að það sje merkilegt skul- um vjer ekki segja, en einkennilegt er það, og það afareinkennilegt fyrir við- komandi alþingismenn. Hjer er nátt- úrlega ekki rúm til þess að benda á öll þau snarphugsunarrjettu meistara- stykki, sem þar má finna eptir þá gáfu- mennina sjera Svein Eiríksson og Þor- vald Bjarnarson, en það er líka óþarfi, því þau eiga helzt heima í strangvís- indalegri sálarfræðislegri rannsókn fram- þróunar sálarþroska þeirra. Aðeins skal tekinn aðalmergurinn, höfuðástæðan úr máli þeirra. Sjera Sveinn vildi fella þetta mál af því að menn í kjördæmi lians „eru hæstóánægðir með brauða- sameininguna í prestakallalögunum 27. febrúar 1880“. En, sjera Sveinn, getur það skaðað þá þótt vjer Grímsnesing- ar viljum búa svo um hnútana að vjer ávallt getum haft góða presta? Jafnvel þótt þeir breyttu þar að dæmi voru, mundi það ekki verða þeim svo skað- legt. Þorvaldur Bjarnarson vildi láta þetta mál „drukkna brauðlaust i sínu eigin blóði“ af því að „sannkölluð morð- vötn“ gjöra umferðina örðuga „í Vest- ur-Skaptafellssýslu og Rangárvalla- sýslu“! Sjera Sveinn og herra Þor- valdur! jú, það er gaman að geta tal- að með, en sumir segja, að það sje líka kunnátta að kunna að þegja þegar við á. Aðalmótstöðumaður þessa máls var þó sjer Árni Jónsson, og hann kemur fram með þá einu ástœðu sem við á á móti sameiningunni í sumar, en liún er er, að eigi liggur á að alþingi sam- þykki hana fyrr en að ári, vegna þess að sameiningin nær til fardaga 1888. Það er eðlilegt að þessi ástæða getur vegið mikið hjá þinginu, því frá sjón- armiöi þess er nægur tími, þótt þessu sje frestað til næsta sumars. Vjervcrð- um líka að ætla, að það hali felltsam- eininguna vegna þessa. En fyrir oss Grímsnesinga er þettta eigi næg ástæða. Vjer höfum núna prest, sem vjer vilj- um halda framvegis, og sem köm til vor, af því bæði hann og vjer hjeldum að sameiningin yrði samþykkt af al- þingi ; vjer vildum fá hana fullgjörða sem fyrst, til þess að vjer hefðum trygg- ing fyrir því, að hann sækti eigi í burtu, og vissa trygging fyrir því, að vjer gætum framvegis valið um góða presta*— og haldið þeim hjá oss með- an þeim vinnst aldur til. Vel hefði þetta getað kostað oss það, að prestur vor sækti í burtu, en vjer vonum, að það verði eigi. Sjera Árni er á móti þessu máli „fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að honum þykir það mjög leitt, að þing eptir þíng skuli vera að káka við þessi prestakallalög“. Vjer getum tek- ið undir með sjera Árna og sagt, að oss þyki það líka mjög leitt, að þing eptir þing þurfi að endurbæta lög sín, oss þykir það leitt, að það skuli eigi vera svo fullkomið, að það geti undir- búningslítið búið til lög, sem ávallt eiga við, hvernig sem allt kann að breytast, því það sparaði tíma og peninga, en vjer heimtum eigi, að alþingi geti þetta. Hvenær hefur nokkurt mannlegt lög- gjafarvald getað þetta? Getur sjera Árni nefnt oss nokkur lög manna, sem staðið hafa um aldur og ævi og átt við alla tíma? Hjer skilur með oss sjera Árna. Vjer viljum að alþingi endur- bæti lög sín, eptir því sem reynslan sýnir að bezt má fara, eptir því sem breytingar og kröfur tímans heimta. Það er mikill vandi, að búa svo presta- kallalögin úr garði, sem bezt má verða. Til þess þarf nákvœmustu þekkingu á öllum byggðum landsins, miklu ná- kvæmari en heimtandi er almennt af þingmönnum, þótt töluvert sje heimt- andi af þeim og að það sje siðferðis- leg skylda þeirra að afla sjer sem rjett- astrar þekkingar á landinu og hag þess.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.