Þjóðólfur - 03.12.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 03.12.1886, Blaðsíða 4
212 tekt manna á þeira. Vjer vildum ðska, að rit- stjórinn skýri þau á annan veg og sýni að ísa- fold sje söm og áður. Fyrirspurn. —:o:— Eru nokkur núgildandi lög til, sem ákveða að safnaðir (sðknarmenn) skuli skyldir að vinna án endurgjalds að uppbyggingu sóknarkirkju sinnar, svo sem að flytja timbur og annað byggingarefni frá næstu kauptúnum, vinna að grjóti til grunnmúra o. s, frv., hvenær sem hlutaðeigandi kirkjueigandi eður umboðsmaður hans ákveður að verkið skuli framkvæmast. S. í reglngjörð 17. júli 1782 um tekjur presta og kirkna á íslandi 15. gr. stendur: „Bænd- urnir í sókninni skulu byggja kirkjugarða og veggi kirkjunnar, sömuleiðis leggja þakið á kirkjuna á sinn eigin kostnað; þó má gefa hin- um allrafátækustu, sem geta ekki sjálflr fætt sig, meðan þeir eru heimanað við vinnuna, mat einu sinni á dag á kostnað kirkjunnar og leggja þeim til verkfæri til vinnunnar. Þegar ein- hver mikil aðgerð á kirkju fer fram, skulu bændurnir sömuleiðis hjálpa til að flytja timb- ur og byggingarefni til kirkjunnar, og skal jafna því sanngjarnlega milli þeirra eptir efn- um hvers eins“. — Hjer er sjálfsagt gengið út frá torfkirkjum, og ef byggja skal torf- kirkju er svarið ljóst i framanskrifaðri grein, en þegar um timbur- eða steinkirkju er að ræða, er vafasamt, að hve miklu leyti sóknar- bændur eru skyldugir til að [hjálpa til bygg- ingarinnar, og úr þeim vafa eru dómstólarnir einir bærir að skera.. Mál þetta hefur komið fyrir stíptyfirvöldin, en þau eigi uppkveðið neinn almennan úrskurð. — Að líkindnm kom- ast sóknarbændur engan veginn hjá að flytja timbur i kirkjuna frá næstu kauptúnum og grjót í grunnmúr og jafnvel hlaða hann upp. Sjálfsagt verður kirkjubyggjandinn að ráða miklu um það, hvenœr það skuli gjöra. Bitstj. AUGLYSINGAR I samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útihönd. KYÖLDSKEMMTUN í GLASGOW til ágóða fyrir eptirlátnar fjölskyldur þeirra er drukknuðu hjeðan 30. fyrra mánaJar. Laugardaginn þann 4. þ. m. kl. 8 e. m. „Yesturfararnir11 eptir síra Mattías Joch- i umsson, 2. act; „Box og('ox“. Æ Steingrímur Johnsen, Halldór Jónsson og Úlaf- ur Stepensen sýngja (úr „Glunt,arne“, „Frithiof och Biörn“, m.fl.) Aðgöngumiðar á 2 kr., 1 kr. 50 a. og 1 kr. fyrír fullorðna og 50 aurar fyrir börn fást á laugardaginn á venjulegum stöðum. Veitingar á drykkjum Good-Templara verða á hinum efra sal og stendur hótelhaldari Ein- ar Zoéga fyrir þeim. Allt það, er kenmr inn fyrir aðgöngumiða- ana og fyrir veitingarnar verður öldnngis ó- skert afhent dómkirkjuprestinum til úthlutun- ar milli eptirlifenda, barna og ekkna þeirra, er drukknuðu 30. f. m., því allir, sem að skemmt- uninni vinna, gjöra það ókeypis, hús og ljós leyfa Glasgow-leigjendur fyrir ekkert, en Ein- ar Zoéga leggur til gefins það er veitt verður. Vjer skorum nú alvarlega á bæjarbúa, að þeir bregðist við drengilega. til að hjalpa þessum munaðarlausu fátæklingum og kaupi sem llest- ir og sem mest. Reykjavlk 2. des. 1886. í framkvæmdarnefnd Glasgow-leigjenda. Guðl. Guðmundsson. Konráð Maurer form. skrifari. Björn Kristjánsson. Þorlákur O. Johnson. Jón Ólafsson. Lífsábyrgð. „Leiðarvísir til að nota lífsábyrgðar- og fram- færslustofnunina frá 1871“, eða leiðbeiningar og töluskrár um það, hvernig maður getur fengið ábyrgð á lífi sínu og þannig átt vísa fjárhæð handa erfingjum sínum, eða tryggt skuldunautnm skilríka borgun á skuldum sín- um, o. s. frv., eða keypt sjer eða vandamönn- um sínum lífeyri eða uppeldisstyrk á elliárum — fæst ókeypis hjá dr. med. .7. Jónassen i Beykjavík og öllum hjeraðslæknum landsins, svo og hjá ritstjórunum. — Hjá dr. Jónassen fást einnig eyðublöð, sem gerð eru handaþeim, er kaupa sjer lifsábyrgð, og þurfa menn hjer á landi ekki annað en að fylla þau út og senda þau dr. J. Jónassen, ásamt hinu fyrsta trygg- ingargjaldi. Dr. J. Jónassen veitir hverjum sem óskar allar nauðsynlegar upplýsingar áhrærandi lífs- ábyrgð. Tannlæknir. Hjer með leyfi jeg mjer að tjá mönnum, að jeg ætla mjerað dvelja nokkra mánuði í Reykja- vík, og að jeg tek að mjer tannlækningar, án þess að draga tennurnar út, með þvi að fylla holar tennur (Plombering), hreinsa tennur, setja í menn Amerikanskar glerungs- (Emaille) tenn- ur af beztu tegund og koma reglu á tanntöku hjá börnum. Auk allskonar tannlækninga tek jeg enn fremur að mjer lækning á allskonar munnsjúkdómum. O. Nickolin cand. pharm., tannlæknir. Þegar jeg fyrir tveim árum varð að fara hjeð- an til útlanda til að leita mjer heilsubótar, var jeg svo lánsöm, að hr. Eggert Gunnarsson, sem varð mjer samferða til útlanda, tókst á hendur að annast mig og sýndi mjer hvervetna þá um- önnun, sem faðir eða bróðir hefði bezt getað gjört, og sparaði hvorki fje nje ómak tíl að útvega mjer hjálp beztu og nafnkunnustu lækna og alla hjúkrun og aðhlynning, sem jeg ann- ars þurfti. í Englandi kom jeg til vors nafn- kunna landa herra Eiríks Magnússonar i Cam- bridge, og sýndi hann mjer þá dæmalausustu gestrisni, sem jeg get hugsað mjer, og leystí mig síðan út með höfðinglegri gjöf, sem jeg get eigi bundizt að þakka honum, þótt hann bannaði mjer að geta um þetta. í Kaupmannahöfn naut jeg hjúkrunar margra lækna, en engum lækni, hvorki hjer nje þar1, á jeg jafnmikið að þakka, sem hinum gððfræga landa vorum Móritz lækni Halldórssyni Frið- riksson. Honum má jeg næst drottni þakka heilsubót mína, og fæ jeg honum ekki fullþakk- að alla hans hjálp og velvild. Eptir að jeg naut ekki herra Eggert Gunn- arssonar lengur við, þar eð hann ferðaðist burt, tók bróðir hans herra Tryggvi Gunnarsson við, og gjörði hann ekki endasleppt við mig, held- ur hjálpaði mjer allt til síðustu stundar, og má jeg þakka honum, auk ótalmargs annars, að jeg nú er heim komin eptir að jeg er orðin aptur heil heilsu minnar. Reykjavík 30. nóv. 1886. Þorbjörg Sveinsdóttir. 1) Hjer heíi jeg ekki veriö undir læknis hendi, þar eð hjer voru engin tök á að veita mjer þá umönnun, sem sjúkdómur minn þurfti. ____ Jörðin SYÐSTAMÖRK í Yestur- Eyjafjallahreppi fæst í komandi fardögum 1887 til ábúðar. — Þeir, sem vilja sinna þessu, snúi sjer til ábúandans, sem nú er, fyrir lok febrú- armánuðar 1887. Með þvi að jeg bregð mjer nú utan með þessari ferð póstskipsins, hef jeg falið syni mín- um Ásgeiri á hendur að standa fyrir verzlun minni meðan jeg er erlendis. Er það því vin- samleg bón min til allra viðskiptavina minna, að þeir sýni honum sömu velvild og þeir á- vallt hafa sýnt mjer, og haldi áfram viðskipt- um sínum við verzlan mína eins og jeg væri sjálfur viðstaddur. Reykjavík 27. nóv. 1886. Eyþór Fclixson. Mig undirskrifaðan vantar af fjalli úr næst- liðnum rjettum 2 veturgamlar ær, svartar, með brennimark: Þ. G. Rvk. Hver sem hitta kynni þessar kindur, er vinsamlega beðinn að fóðra þær í vetur upp á minn kostnað, eða láta mig þá vita um þær sem allra fyrst. Görðunum 1. des. 1886, Þórður Guðmundsson. kBETRI KJÖR”. Af þvl mjer skilst á „fsafold“ 1 gœr, að ritstjóri hennar vilji bráðum fá ódýrt far til Ameriliu, vil jeg nú bjðða honum — sem er fremur ljettur I viktina — að „slæðast" mjög „billega“ með til Canada, á „voldugu“ skipi, þ. e. að segja, ef hann ekki tekur „Mosfellið" með sjer „aukreitis". Sigm. Quðmundsson, umboðsm. Anch. Ununnar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastig. Prentari: Sigm. Guilmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.