Þjóðólfur - 03.12.1886, Side 2
210
Er eigi í slíku máli margs nð gæta?
Eru ekki „morðvötn" í sumum sveit-
um en eJcki í sumum ? Eru ekki sum-
ar byggðir lagaðar af náttúrunni til
þess að vera einn hreppur og eitt prest-
kall fyrir sig? Hljóta ekki lögin frá
8. jan. 1886 um hluttöku safnaða í veit-
ingu brauða að hafa áhrif á þetta mál?
Hlýtur ekki vaknandi og vaxandi á-
hugi almennings að hafa áhrif á þetta
mál eins og önnur? Hlýtur ekki ný
reynsla og ný eptirtekt að láta heyra
til sín? Neitar sjera Árni ölluþessu?1
Sjern Árna „þykir mjög athugavert,
að vera að fækka prestaköllunum ein-
mitt þegar prestaefnum er að fjölga
svo mjög“. Við þessum orðum höfð-
um vjer eigi búizt af slíkum manni
sem sjera Árni kvað vera og allra sízt,
þar sem hann hefur dvalið í ríki eins
og Bandaríkjunum. í lok 19. aldar
ætti þó hver löggjafi menntaðrar þjóðar,
þótt hún sje eigi lengra á leið komin
en vjer Islendingar, að vera orðinn svo
innilega sannfærður um að embættin
eru til vegna þjóðarinnar en ekki vegna
embættismannanna. Sjera Árni ætti
ekki að vera að hugsa um, að hafa til
embætti handa hverjum þeim manni,
sem útskrifast af prestaskólanum, því
það er alkunnugt, að margir koma það-
an, sem ættu alls ekki að verða prest-
ar. Þannig hefur það gengið jafnan
hingað til og reynslan segir að svona
muni það verða. Sumir prestar, bæði
úr latinuskólanum og úr prestaskólan-
1) Vjer ætlum að bæði mundi pað happa-
sælla og kostnaðarminna að ráðin yrði bót á
skipun prestakallanna eða á lögum frá 27. febr.
1880, smátt og smátt eptir þvi sem reynslan
kennir, heldur enn að prestakallalögin yrðu
tekin fyrir öll í einu, og einkum er pað frá-
leitt að gjöra það nú þegar að sumri eða á
næstu þingum, áður en næg reynsla er fengin,
til þess að taka allt málið fyrir, því það mundi
taka meiri tíma, en þau hefðu ráð á, ef það
ætti að verða viðunanlegt og varanlegt verk.
Þær þjóðir, sem eiga nú einna bezt lög, hafa
stundum farið svo að, að þær hafa tekið kafla
og kafla úr umfangsmiklu máli í einu og búið
til lög um hann, og svo þegar allir lagaþætt-
irnir hafa verið ræddir vandlega og reyndir á
alla vegu, þá hafa þeir steypt þeim saman í
eiua heild (codificere). Væri eigi vert að hug-
leiða, hvort eigi væri ráðlegt að fara hjer likt
um, síðan hann var stofnaður, hafa ver-
ið landinu til skaða og skammar og
hömuleiðis prestastjettinni. Það eru
þessir karlar, sem hafa komið óorði á
prestastjettina innan lands og utan, og
því meiru en hún verðskuldar að vorri
ætlun. Þjer sjera Árni og aðrir góðir
klerkar, ættuð að berjast fyrir því, að
aðrir þyrftu ekki að vígjast en þeir,
sem verða söfnuðinum til sannrar upp-
byggingar og stjett sinni til sóma, því
að það er í alla staði bezt og þá mundi
það óorð hverfa, sem prestastjettin hef-
ur haft á sjer, þá þyrftu góðu prest-
arnir eigi að þola vansæmandi ummæli
að ósekju. En á þessu verður að eins
ráðin bót á einn veg, á þann veg að
nógu margir kandídatar í guðfræði sjeu
til; en það verður bæði með því, að
nógu margir gangi á prestaskólanu og
brauðin sjeu ekki óþarflega mörg. -Það
er fjarri því, að skaðlegt sje að uokkr-
ir kandídatar sjeu til, heldur er það
nauðsynlegt, til þess að um megi velja.
Það veitir ekkert af, þótt þeir væru til
þetta um 10 ; stundum fleiri og stund-
um kannske færri eptir ástæðum. Þeim
er eigi vorkennandi að geta haft ofan
af fyrir sjer um eitt ár eða svo, af því
að embættisnám þeirra er svo stutt.
Þeir, sem efnilégir æru, þurfa varla að
bíða lengi. (Niðurl.).
Skólasparisjóðir. Á Frakklandi
var hinn fyrsti skólasparisjóður stofn-
aður 1874, en 1884 voru í 23,222 skól-
um á Frakklandi sparisjóðir, og áttu
þá 488,624 börn í þeim 8,100,000 kr.
í Belgíu voru árið 1883 173,213 börn,
sem áttu í sparisjóði á þriðju milljón
króna, í Ungverjalandi áttu 24,000 börn
fje í sparisjóð árið 1884. Á Engiandi
er kostað mjög kapps um, aö efla skóla-
sparisjóði, og þar hefur komið til tals
að þeir skólar einir, sem sparisjóði stofn-
uðu ættu að njóta styrks af ríkisfje.
Sú raun hefur þótt verða á, að börn
lærðu betur að fara með fje sitt og
meta gildi peninga, þar sem skólaspari-
sjóðir eru, en ella, og að þau legðu í
að? Ætli vjer gætum eigi fengið góð presta-
kallalög á þann hátt með tímanum? llóf.
þá margan eyrinn, sem að öðrum kosti
mundi fara að forgörðum.
Ættum vjer íslendingar ekki að hugsa
til að koma upp svipuðum sjóðum?
Reykjavik 3. des. 1886.
Skipskaðar. Á Þriðjudaginn var
30. f. m. fórust 2 skip hjeðan úr Reykja-
vík á uppsiglingu úr fiskiróðri. 13menn
drukknuðu, en einum varð bjargað.
Annað skípið, sexæring, átti formaður-
inn Oísli Björnsson bóndi á Bakka,
mesti atgervis- og dugnaðarmaður. Þeir
sem með honum drukknuðu voru Eirik-
ur Ouðmundsson og Gísli Stefánsson
tómthúsmenn, Hannes Ouðmundsson og
Sigurður Sigurðsson vinnumenn, og
Þórður Ouðmundsson húsmaður. Ann-
að skip, sem sem var á uppsiglingu,
fann 3 mennina af skipi Gfísla; voru
þeir á fiotj og allir örendir.
Hitt sjdpið var ættæríngur, eign Jó-
hannesar Ólsens, útvegsbónda í Reykja-
vik. Formaður á því var Jón Ólafsson
tómthúsmaður hjer í bænum; drukkn-
aði hann og 6 hásetar hans, en einum
varð bjargað, Eyþóri Oddssyni frá Fje-
lagsgarði. Af þessum 6 voru tveir
bræður Einar og Friðrih Gfuðnasynir
ffá Guðnabæ í Reykjavík; hinir voru
Gisli Helgason í Grjóta í Reykjavík,
Kristján Sigurðsson í Helgabæ í Rvík
— allir tómthúsmenn, — Jón Arnason
og Hélgi Jón Ólafsson; þessir 2 voru
vinnunenn skipseigandans.
Allir þessir menn, sem drukknuðu
voru á bezta aldri. 6 þeirra voru kvænt-
ir, einn var ekkjumaður; alls láta þeir
eptir sig 15 börn í ómegð, og heimili
þeirra sum meira og minna bágstödd.
Enginn af þeiin, sem drukknuðu, hafði
fengið á sig lífsábyrgð, sem mundi hafa
getað dregið mikið úr bágindum hinna
eptirlátnu ekkna og munaðarleysingja.
Þessi svipl. atburður ætti að-vera mönn-
um, einkum sjómönnum, ný hvöt til aðút-
vega sjer lífsábyrgð hjá Dr. Jónassen í
Reykjavík, ef þeir með nokkru móti
geta það.
Próf' í stýrimaiinafræði var liald-
ið 25. og 26. þ. m. lijer í bænum. Und-
ir það gengu 2 af lærisveinum skipstj.