Þjóðólfur - 03.12.1886, Side 3
211
Markúsar Bjarnasonar, Páll Bjarnarson
og Pjetur Þórðarson. í stýrimanna-
fræði leystu þeir úr 6 skriflegum spurn-
ingum, sem póstskipstjóri P. Christjan-
sen hafði valið; gerðu þeir það í við-
urvist hans eða stýrimannsins af póst-
skipinu. í viðurvist þeirra voru læri-
sveinarnir eínnig reyndir í þekking á
siglingareglum og notkun sextants og
laterna. G-af Christjansen þeim vitnis-
hurð fyrir það allt saman ásamt hinum
prófdómendunum, dósent Eríki Briem
og skipstjóra G-uðmundi Kristjánssyni.
Munnlega voru lærisveinarnir og reynd-
ir í stýrimannnafræði, talnafræði og rúm-
málsfræði. Páll fjekk 67 stig, en Pjet-
ur 64. (Flest stig við þess konar próf
eru 84, en fæst 24).
Námsmeyjar á kvennaskólanum á
Ytriey. (Eptir stafrofsriiJ).
2. bekkur:
Martha Stephensen, Sigríður Briem,
Þuríður Jakobsdóttir.
1. bekkur:
Björg Sigfúsdóttir, Guðrún Gfísladótt-
ir, Guðrún Kjerúlf, Gróa Sveinsdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Sig-
urðardóttir, Jóhanna Kjerúlf, Kristín
Guðmundsdótfir, Sigurbjörg Daníelsdótt-
ir, Steinvör Lárusdóttir, Sigríður Sig-
urðardóttir.
Handvinnubekkur
Guðríður Árnadóttir, Guðbjörg Pálma-
dóttir.
Við lok fyrra tímabilsins 22. des. fer
ein úr 1. bekk. Við byrjun seinna tím-
bilsins 2. jan. koma sex. Auk þeirra
verða tíu mismunandi langan tíma ept-
ir nýár.
Verzlunarfrjettir. í síðari hluta október
seldust íslenzkar vörur í Kaupmannahöfn með
þessu verði: Saltfiskur vestflrzkur jaktjafiskur,
beztategund lmakkakýldur40 kr. skpd., óhnakka-
kýldur 37,50, lakari tegundir stór 28,30, smár
26, ýsa 25, norðlenzkur fiskur stór 26,28, smár
25,26, ýsa 24,25. Engín verðhækkun á salt-
fiski á Spáni. Gufubrætt hákarlslýsi ljóst 33,80
tunnan, dökkt 28, venjulega brætt hákarlslýsi
!jöst 32,75—31,32, dökkt 26 til 27. Þorska-
lýsi vanaleg tegund 26 kr. Beztu sundmagar
70 a. pd., lakari sundmagar 50 a. Hvít lamb-
skinn 30 a. hvert, mislit 15 a., saltaðar sauð-
argærur 3,50 til 4,75 vöndullinn (2 gærur) ept-
ir vikt; vestfirzkt sauðakjöt 36 kr. tunnan
1) Þar er eingöngu kennd handavinna.
(224 pd.), norðlenzkt 40 kr. tunnan, vestfirzkir
sokkar 40 a. parið, norðlenzkir 50 a.; ull með
líku verði sem í sept. allt að 68 a. pd. (sbr.
46. tbl. Þjóðólfs); æðardúnn heldur að lækka í
verði.
líý útflutningslína er eptir áreiðunlegum
frjettum í undirbúningi með að taka að sjer
fólksflutninga hjeðan af landi til Ameriku i
sumar komandi með betri kostum en fæst hjá
nokkurri annari línu, og munu koma greinlegri
skýrslur um pað með næsta póstskipi.
Þjóðviljinn heitir hið nýja blað ísfirðinga.
Ritnetnd þess er stjórn prentfjelags ísfirðinga.
Ábyrgðarmaður er próf. Þorvaldur Jónsson.
Þjóðviljinn kemur út að minnsta kosti tvisvar
í mánuði og kostar 3 kr. árgangurinn.
Síðan Þjððólfur kom út síðast, hefur ýmislegt
komið fyrir í blaðamálum, sem vert er eptir að
taka. ísafold hefur komið út og ber ýms merki
þess, að hún sje að snúast, og að hr. Gestur
Pálsson sje nú að syngja síðasta versið með
Suðra. Það er talið sem sjálfsagt, að Suðri
muni hætta um nýjár ; þótt stjórnin hafi reynt
að halda í honum lífinu með auglýsingunum,
verður hann samt að deyja, af þvi að almenn-
ingur vill eigi halda hann. íslenzkri alþýðu
kann að vera ábótavant í mörgu, en það verð-
ur hún þó að eiga, að hún hefur hafnað þessu
blaði. En hvert blaðið á þá að verða stjórnar-
blaðið og fá þennan feita bita auglýsingarnar ?
Það verður ekki Þjóðólfur. Ekki fær Fjallkon-
an hann heldur; hún fer sinna ferða og lítur
ekki við bitanum. Austri, Norðurljósið og
Þjóðviljinn eru sjálfstæð blöð, sem ekki liugsa
um stjórnarhylli. Fróði er norður á Akureyri,
svo að hann getur þess vegna ekki borðað bit-
ann, og þar að auki er hann nú líklega sálað-
ur eða þá í andarslitrunum, af því að almenn-
ingur er eins harðbrjósta við hann eins og
Suðra sjálfan. Það er þá ekki eptir anuað blað
en ísafold. Hún mun þiggja bitann, segja
meun, enda er hún auðsjáanlega að búa sig
undir að taka við stjórnar hyllinni. Það muna
víst flestir, hvernig ísafold var stofnuð, og
hvert starf henni var ætlað. Það muna menn
einnig, hvernig seglin voru hjá henni sumarið
1883, og þess vegna hafa margir furðað sig á,
hversu hún hefur verið þögul um langan tíma
um ýmislegt i landsstjórnarmálum, sem miður
hefur farið, enda hafa margir getið þess, að
þetta logn væri undanfari einliverra veðra-
breytinga. Vjer viljum eigi fullyrða neitt um
þetta, en það er óhætt að segja að ísafoldar-
blaðið, sem út kom síðasta miðvikudag, bar
mikihn keim af Arnljótsku. Fyrst og fremst
er þar brjef úr Eyjafirði dags. 9. nóv., þar
segir: „Engimi maður minnist á stjórnarmál-
efni, og sá hinn míkli áhugi, er var á stjórn-
arskrármálinu í vor, er nú annaðhvort sofnað-
ur eða dáinn, enda mun annað nær garði um
að hugsa í vetur“. Þetta eru sannlega ein-
kennileg orð, þvi að það er þó undarlegt að
vera að prjedika um áhugaleysi Eyfirðinga á
sjálfstjórnarmálinu, eptir að þeir ráku jafn
greinilega af sjer slyðruorðið við þingkosning-
arnar í vor, og ekki siður undarlegt er það að
koma með þessa gömlu tuggu allra apturhalds-
manna, að í'slendingum sje nær að hugsa um
eitthvað annað en bætur á landsstjórninni.
Enn fremur er það einkennilegt, hvernig Isa-
fold fagnar hinu nýja blaði ísfirðinga Þjóðvilj-
anum. Með síðasta pósti kom fyrsta tölublað
af honum, sem bar á sjer einarðlegan og drengi-
legan svip, og gefur loforð um, að blaðið muni
fylgja frjálslyndri stefnu. Það hefði mátt bú-
ast við, að ísafold tæki á móti þessum nýjaliðs-
manni með fögnuði, en það er öðru nær. Henni far-
ast þannigorð: ,,„Þjóðviljinn“ hefur núloks „brot-
izt fram“ úr skauti ísfirðinga 30. okt. þ. á. ept-
ir að „grýlan er dottin úr sögunni og frelsi
fósturjarðarinnar fagurlega borgið“ — „bráð-
látur í allt það er hann ætlar að fleygt geti
þjóð vorri fram i andlegu og efnalegu tilliti“ og
kostar 3 kr. árgangurinn, ekki minna en 24
blöð“. Mikið einstaklega hefur ritstjóranum
tekizt þarna vel. Þessi skynsamlegi samtýn-
ingur og útúrsnúningur er dæmalaust skemmti-
legur. ísafold minnist og á hindranir þær, sem
stjórnarvöldin lögðu í veg fyrir blað ísfirðinga
og segir, að Þjóðviljinn „skelli þar skuldinni
upp á stjórnarvöldin ; — annars heldur hann sig
ekki geta komið fram eins og skilgetinn Þjóð-
vilji. Inn í þennan harmagrátprjónarhannsvo of-
urambögulegum skætingi til ritstjóra ísafoldar
— sem veit sig annars enganvegin hafa kom-
ið fram eins og meinsmaður þessa fyrirtækis ísf.—,
fyrir það, að hann vill ekki undirskrifa þá trú-
arjátning þjóðviljabvítvoðunga að allt sje rangt,
illt eða ljótt, sem stjórnin gérir, en allt rjett,
gott og fagurt, sem hver sjálfboðinn þjóð-
garpur gerir eða segir“. Yjer ætlum eigi að
fara neinum orðum um Arnljótskuna í þessum
orðum, en vjer ætlum aðeins að spyrja ritstjóra
ísafoldar, hverjir þessir þjóðviljahvítvoðungar
eru og þessir sjálfboðnu þjóðgarpar. Er þessu
beint að þingmönnum eða hvað ? Það vita all-
ir, að enginn hefur verið harðari í horn að taka
við stjórnina en Jón Sigurðsson. Er hjer ver-
ið að sneiða hann? Var það hans trúarjátning,
að „allt sje rangt, illt eða ljótt, sem stjórnin
gerir, en allt rjett, gott og fagurt, sem hver
sjálfboðinn þjóðgarpur gerir eða segir“ ? ísafold
minnist á rökstuddar dagskrár og segir um
þær: „Og er þó orð á því gert, að þingið neyti
annars harla óspart þess breiða vopns, eins
og það ímyndi sjer, að það geti aldrei sljóvg-
ast hvernig sem þvi er sargað“. Þessi orð
verðum vjer að kalla bæði óviðurkvæmileg og
órjettlát við alþing, því að það er sannarlega
eitthvað hægt að finna að þinginu fremur en
að það sýni ofmikla snerpu og hörku við stjórn-
ina. Annars viljum vjer spyrja ritstjóra ísa-
foldar, við hvað hann á, og biðja hann að segja
með tullri einurð, hvenær þingið hefur sýnt
þessi afglöp, sem lianu er um að dylgja. Oss
hafa f'undizt þessi orð bera vott um veðraskipti
hjá ísafold ogþess vegna höfum vjer vakið eptir-