Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.12.1886, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 17.12.1886, Qupperneq 1
Kemur út á föstudags- oiorgna. Yerö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJÓÐÓLFUR Dppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ögild nema komi til útgef. fyrir 1, október. XXXVIII. iírg. Rcykjarík, föstudagiun 17. desemker 1886. Hannyröabókin fest enn til kaups fyrir sama verð hjá átgefendunum. Um laganám mitt. í 32. blaði Suðra hefur hr. Gestur j Pálsson komið með grein um mig og J laganám mitt, sem skrifuð er með þeim °rðum, að það væri full ástæðatil þess j að svara henni eigi. Hr. Gestur Páls- i 8on segir, að jeg sje skapaður með ein- hverju yíirlýsingar bráðafári, talar um barnaskap hjá mjer, segir að þingið hafi eigi haft sjerstaklegt traustámjer, ekkert útlit fyrir, að jeg gæti unnið i nijer brauð, jeg hefði sáralitla verð- | leika, gripi fyrsta tækifæri, sem byðist, til að krækja mjer í embætti, jeg hafi eigi ent loforð, kallar mig meðalpilt o. 8. frv. Það sjest af þessu, að jeg get j Varla skoðað Gest svaraverðan, og það ' Því fremur, sem jeg þekki orsökina til J þess, að hann hefur hlaupið á stað til að sverta mig og breiða út um mig illmannleg ósannindi, því að eptir or- j sökipni að dæma verða leiðrjettingar i Þinar eigi til þess, að Gestur leiðrjetti sig og viðurkenni sannleikann, heldur j Verða þær honum hvöt til að bæta gráu °fan á svart, forherðast í ósannindunum °g brúka ljótan munnsöfnuð. Þrátt fyr- i ir þetta hefur mjer fundizt rjett að skýra almenningi frá laganámi mínu, af því, að þá getur hann betur dæmt ( Um, hvernig styrk mínum er varið, og taki menn almennt minn málstað, get- . hr það seinna meir orðið hvöt og upp- Örfun fyrir unga lögfræðinga til þess leggja stund á íslenzk lög og láta sjer í ljettu rúmi liggja, þótt þeirmegi búast við álygum og ósannindum. En fyrst verð jeg að gjöra nokkrar ^thugasemdir. Vorir 1883 gekk jeg úndir embættispróf í lögum og fjekk 2. Gnkunn, eins og Gestur tekur greini- lega fram, en þessi 2. einkunn var góð, því að jeg hafði „láð“ í 4 námsgrein- um og vantaði að eins eitt „láð“ til að ná 1. einkunn. Þegar eptir prófið gerði Dr. juris C. Goos, kennari í lög- p,m við háskólann í Khöfn, sem þá hafði lært að þekkja mig dálítið, mjer það tilboð að veita mjer svo mikla pen- ingalega hjálp, að jeg gæti þess vegna gengið undir próf aptur. Jeg var mjög efablandinn um það, hvort jeg ætti að taka þessu veglynda tilboði, því að bæði höfðu þeir íslendingar, sem jeg vissi um, fengið 2. einkunn við próf í öðru sinni1, og svo hafði jeg ráðgjört að verða aðstoðarmaður föður míns í Skaga- fjarðarsýslu, og þurfti því að ráðgast um þetta við foreldra mína. Jeg fór því til íslands um vorið, varð skrifari við alþing um sumarið, fór síðan norð- ur í Skagafjörð til föður míns, og ept- ir samráði við hann tók jeg tilboði há- skólakennara C. Goos, sigldi til Khafn- ar seint um haustið, las undir próf um veturinn og tók það um vorið2 með 1. einkunn. Eptir að jeg hafði lokið próf- inu, langaði mig til að fá lítinn styrk af landsfje til að stunda íslenzk lög; talaði jeg um það við Oddgeir heitinn Stephensen, forstjóra ísl. stjórnardeild- arinnar i Khöfn, en hann sagði að ráð- gjafinn gæti eigi veitt hann; jeg bað einnig þingmann hjer í Rvík, að tala um þetta við landshöfðingjann, en þessi þingmaður varð eigi við bón minni, og vissi jeg það fyrst löngu síðar. Enn fremur gjörði jeg. hvað jeg gat, til þess að útvega mjer stöðu í Khöfn, sem gæti gefið mjer tíma til að stunda ís- lenzk lög. Þannig hafði jeg von um stöðu við leyndarskjalasafnið í Khöfn, sem veitt var um áramótin, en sú von brást; eptir það varð jeg þá að fara 1) Gestur segir að nær allir haíi fengið 1. einkunn, er ]teir hafi tekið embættisprðf í lög- um i annað sinn. Þetta eru ðsannindi. 2) Gestur segir að jeg hafi tekið þetta prðf ári síðar „skömmu fyrir alþing 1885“. Þetta eru ósannindi. Nr. 55 að leita mjer atvinnu og varð umboðs- maður hjá yfirrjettarmálfærslumanni, C. Konradsen í Khöfn, en hafði jafnframt von um að fá stöðu 1 ísl. stjórnardeild- inni; jeg átti tal um það við Oddgeir heitinn Stephensen, en svo dó hann um vorið, og með honum fóru þessar vonir mínar í gröfina. Jeg sá þá eigi til neins að vera lengur í Khöfn, því að jeg hafði svo mikið að gjöra hjá málfærzlumanninum, að jeg gat eigi sinnt öðru, og fór því hingað til lands um vorið 1885 og varð skrifstofustjóri við alþing um sumarið. Jeg sótti þá um styrk til að stunda íslenzk lög í tvö ár8. Árinu áður höfðuýmsir máls- metandi þingmenn komið fram með til- lögu um að veita einhverjum kandídat 2000 kr. styrk til að frama sig, enjeg sótti um meiri styrk, því að mjer bauðst staða með liðlega 2000 kr. launum3 4, sem jeg hef orðið að fara á mis við, og svo er íslenzkt laganám svo erfitt, að ef vel væri, þyrfti maður að hafa eins langan tíma (o: 5 ár) til þess að stunda íslenzk lög eins og dönsk lög. Eptir að jeg hef gjörtþessar athuga- semdir, skal jeg stuttlega skýra frá laganámi mínu. Yeturinn sem jeg var í Khöfn að lesa undir próf í annað sinn, fór jeg lítið eitt að kynna mjer forn- lög vor, Grágás, og rit þeirra Dr. jur. Konráðs Maurers, háskólakennara í Miinchen og Dr. juris V. Finsens, hæsta- rjettardómara, um þau. Eptir að jeg tók próf um vorið 1884, tók jeg að mjer að leiðbeina nokkrum námsmönn- um í lögum, en leitaði mjer að öðru 3) Gestur segir, að jeg hafi ekki sótt um styrk nema fyrir eitt ár. Þetta eru ósann- indi. 4) Gestur segir að það hafi ekkert útlit ver- ið fyrir, að jeg gæti unnið mjer hrauð. Þetta eru ósannindi. Hann segir enn fremur að ekk- ert emhætti væri laust fyrir lögfræðinga, en sumarið 1885 vissu menn, að staðan fyrir báða málfærslumennina við yfirrjettinn mundi verða laus frá nýjári, og þá var einnig amtmanns- embættið laust, og því eru þessi orð hans einn- ig ósannindi.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.