Þjóðólfur - 17.12.1886, Blaðsíða 2
218
leyti eigi neinnar fastrar atvinnu eins
og áður er getið, heldur varði tíma
mínum í næstu 6 mánuðinær eingöngu
til að halda námi mínu áfram. Jeg
varð að hleypa mjer í skuldir þess
vegna, en hins vegar gat jeg á þeim
tíma aflað mjer nokkurs fróðleiks og á-
rangurinn af þessu námi mínu er rit-
gjörð um Grágás, sem prentuð er í Tíma-
riti Bókmenntafjelagsins, og framhald
þessarar ritgjörðar, sem eigi er prent-
að. Um nýjár 1885 varð jeg sakir
fjárskorts að hætta við nám mitt og
gat fyrst byrjað á því aptur eptir al-
þing 1885. Þá tók jeg Grágás aptur
fyrir, jafnframt því er jeg las ýms rit
um íslenzk lög, og fór að rannsaka
kviðdóma eptir henni; gjörði jeg þetta
bæði af því, að þetta efni er mjög
merkilegt, og svo hafði einu sinni í ísa-
fold verið sjerstaklega skorað á ísl. lög-
fræðinga að rannsaka þetta efni, áður
en málfærslulög, sem nú eru á prjón-
unum í Danmörku, yrðu lögleidd þar
og síðan lögð fyrir þingið hjer. Þegar
jeg var búinn að kynna mjer þetta efni,
þótti mjer þó rjettara að láta það bíða
fyrst um sinn, án þess að verja tíma
mírium til þess að rita um það. Jeg
sneri mjer því að öðru og fór að kynna
mjer íslenzk lög og venjur um hefð.
Benidikt Sveinsson sýslumaður benti
mjer á þetta efni. haustið 1883 á sam-
ferð norður í land. Jeg varði töluverð-
um tíma til þess að rannsaka þetta efni
ogþará meðal einkum dóma frá elztu tím-
um og fram á þessa öld. En hjer kom í
veginn spurningin: Hver lög gilda á
íslandi ? Jeg sá að þetta var aðal-
atriði og undirstaða fyrir öllu ísl. laga-
námi; þess vegna varð jeg að hætta við
hefðina og taka þetta atriði fyrir til
rannsóknar; ætlaði jeg mjer að eins að
taka yfirlitið og taka svo aptur til
hefðarinnar, en þetta var hægra sagt
en gjört. Yafinn er svo mikill um
hin elztu lög eptir að Grágás gekk úr
gildi, að það er ómögulegt að byggja
á því, sem skrifað hefur verið um gildi
þeírra, og verður að rannsaka einstök
atriði með hinni mestu nákvæmni. Jeg
hafði í ritgjörðinni um Grágás, sem ó-
prentuð er, rannsakað dálítið samband
hennar við Járnsíðu og Jönsbók og
Kristinnrjett Árna biskups. Um þetta
atriði voru tveir af fyrirlestrum þeim,
sem jeg hjelt hjer í Beykjavík í fyrra
vetur. Jeg sá, að jeg varð að halda
hjer áfram og rannsaka sögu laganna
eptir að Jónsbók var lögleidd. Fyrst
tók jeg jöfnum höndum rjettarbæturn-
ar og Kristinnrjett Árna biskups og
kirkjulögin, en síðan sá jeg, að Kristinn-
rjetturinn og kirkjulögin þurftu að ganga
á undan hinuogaðþau vorumjernóg rann-
sóknarefni. (Niðurl.). JFáU Briem.
Ferðabrjef úr Svíþjóð
eptir Yaltý Guðmundsson.
IV.
Stokkhólmi 14. ágúst 1886.
(Niðurl.) Skammt frá Hasselbacken
liggur stöpull einn afarhár, þar sem
hólminn er hæstur. Hann er byggður
í sama tilgangi og Skólavarðan í Reykja-
vík, til þess að njóta þaðan fagurs út-
sýnis. Hann heitir „Belvaderen". Þang-
að koma ferðamenn vanalega einna fyrst
til þess að njóta útsýnis yíir bæinn og
landið umhverfis. Þaðan er víðsýni mik-
ið. Það er einhver sú fegursta sjón,
sem jeg hef sjeð, sem jeg naut þar
uppi. Enn jeg var líka sjerstaklega
heppinn. Það hafði verið þoka um
daginn og rigning, en um kvöldið
rjett fyrir sólarlag stytti upp og
rofaði til þokuna. Þá var jeg
þar uppi. Skýflókarnir sem hulið höfðu
sólina allan daginn þynntust smátt og
smátt, og hið alskæra alheimsauga gægð-
ist fram og varpaði ylblíðum aptan-
geislum á hina úðadrifnu eikartoppa.
Eptir nokkra stund var himininn orð-
inn alheiður í vestrinu, en sólarinnar
naut ekki lengi, því neðri rönd hennar
var þegar að hverfa við sjóndcildar-
hringinn. Jeg leit allt í kríng um mig
fjær og nær, því frá stöplinum sjest yf-
ir allan bæinn og yfir landið umhverf-
is margar mílur í burt. Jeg varhögg-
dofa -af undrun yfir undrafegurð þeirri
sem bar fyrir auga mjer. Hjer sá jeg
fyrst aptur töfrafegurð þá, sem borið
hafði fyrir mig í draumum mínum í
bernsku, þegar jeg var að lesa „Þúsund
og ein nótt“. Móti vestri blasti við
Stokkhólmsbær með öllum prúðhýsum
sínum og turnum, eu umhverfis bæinn
landið allt skógi vaxið, þar sem ekki
voru skrúðfletir eða akrar; þar skiptist
á dalir og hæðir, klettar og vellir, og
innan um allt þetta iðgræna skrúð- *
lendi liðaðist svo Lögurinn með sínum
skínandi óteljandi örmum, þar sem eim-
snekkjurnar þutu um fram og aptur.
Og yfir allt þetta var svo varpað eins
konar glitblæju samanofinni úr endur-
skini kveldroðans og regnúða þeim, er
hinn liðni dagur hafði dreift vfir land-
ið. Sumstaðar hurfu sýkin sjónum
manna milli hólmanna og komu svo
fram aptur á öðrum stað, og litu þá
þessir smáhlutar út eins og silfurdopp-
ur sem glittir i hjer og þar ámillieik-
artoppanna meira eða minna eptir þvi
sem kveldblærinn hrærði til laufdjásn
þeirra. Það eina, sem mjer fannst
vanta á fylling fegurðarinnar var fjöll
í fjarska. Sólin gekk uudir. Það fór
að rökkva, og þá fóru að koma upp
gullegar stjörnur lijer og þar inn í bæn- !
um, sem köstuðu rauðleitu skini út á
síkin. Það var farið að kveikja.
Nú hef jeg ekki tíma til að skrifa
meira að sinni. Eptir hálfa stund fer
jeg með vagnlestinni til Uppsala. f
Þilskipaveiðar við ísland. Eptir
Ólaf Davíðsson. (í Andvara 1886). Það
liefur ekki verið skrifað mikið um þil-
skipaveiðar íslendiuga; ættu því rit-
gerðir um það efni að vekja því meiri
athygli manna en ella. Þessi ritgjörð,
sem hjer ræðir um, er því eptirtekta-
verðari, sem höfundur hennar hefur
hlotið verðlaun fyrir hana úr gjafasjóði
Guttorms prófasts Þorsteinssonar eptir
atkvæði stjórnarnefndarinnar (biskups
P. Pjeturssonar, prófasts Þ. Böðvars-
sonar og dómkirkjuprests Hallgr. Sveins-
sonar). Aðaltilgangur ritgjörðarinnar
er, að sanna að þilskipaveiðar sjeu miklu
arðsamari og yfir höfuð betri fyrir oss
íslendinga, en fiskiveiðar á opnum skip-
um. Vjer skulum að eins mínnast á