Þjóðólfur - 17.12.1886, Blaðsíða 4
220
J>ótt mönnum hafl almennt þótt, mikið til koma
að fá að sjá þá menn, sem að ytra áliti hafa
líkzt þessum hugmyndafóstrum, og konungar
og höfðingjar hafl sótzt eptir að hafa þá hjá
sjer, enda sjáum vjer þegar rómversku keisar-
ana Ágústus og Tíheríus hafa dverga hjá sjer
sem hirðfífl, einkanlega sóttust höfðingjar mik-
ið eptir að fá þá sem hirðfífl á miðöldunum og
lengi fram eptir; þannig var dvergur einn
og hil'ðfifl í Baden á 18. öld, hjá Karli Filipp
markgreifa, er Perxes hjet, og þótti Karli sjer-
staklega væut um dverginn fyrir það, að hann
gat drukkið 15 vínflöskur daglega, enda var
hann opt kenndur á kvöldin.
Nú er öldin orðin önnur; nú sækjast höfð-
ingjar eptir dvergvöxnum mönnum til að hafa
þá til prýðis og tilbreytni og láta þá ekki leng-
ur vera í bjöllukápum, heldur í tignarklæðum,
svo sem einkennishúningum hershöfðingja; þann-
ig er nú með dverginn Ahdurrhaman pasja, er
nú er á ferð í höfuðborgum Evrópu; hann er
nú 60 ára að aldri og er tæp alin á hæð, mik-
ið skeggjaður, hefur hátt og mikið enni og
svört augu, og er skynsamur maður og fjörug-
ur; haun 'getur talað tyrknesku, persnesku,
rússnesku og frakknesku. Hann er fæddur í
Tyrklandi, var um 20 ár hjá soldáni og var
þar gerður pasja. Síðan hefur hann verið til
og frá á ferðum. (111. Zeit.).
AUGLYSINGAR
1 samfeldu mAli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru let.ri eða setniug
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Af því, að jeg hefi orðið þess áskynja, að bæjarfó^et-
inn í Reykjavik muni við prófin út af kærum gegn Knst-
jáni bókbindara láta sjer íitlu miður ant um að rann-
saka, hver skrifað ba’fi hverja kæru fyrir kærendur,
heldur en hvaða rök þær eigi við að styðiast, skaljeg
ekki dylja hann þess, að jeg hef skrifað kæruna fyrir
Halldóru Árnadóttur; sknfaði jeg hana í þriggjavotta
viðurvist, og hrýndi fyrir kæranda að herma ekkert 1
henni, sein hún væri eigi svo viss um að rjett væri, að
hún gæti staðfest það með eiði, enda vona jeg hún hafi
gjört svo.
Af þvi, að jeg hef heyrt, að þeir, sem fyrir tjóni þykj-
ast hafa orðið við tjeðan hókbindara meðan hann var
gjaldkeri hæjarins, eigi örðugt með að fá sinn hlut rjett-
an hjá bæjarfógeta, þá skal jeg einnig lýsaþvi yfir, að
fyrir fátæklinga, sern svo er ást.att fyrir, og eigi hafa
ráð að á borga málfærslumönnum fyrir að skrifa kær-
ur fyrir sig, skal jeg, að því leyti sem tími minn leyfir,
skrifa ókeypis hvort, heldur kærur eða annað, sem þeim
er nauðsynlegt til að leita rjettar síns. Bæjarfógetinn
má vita það ; það er ekkert launungarmál.
Reykjavík, 16. des. 1886.
Jón Ólafsson.
bæjarfulltrúi, alþingismaður.
Tannlæknir.
Hjer með leyfi jeg mjer að tjá mönnmn, að
jeg ætla mjerað dvelja nokkra mánuði í Reykja-
vík, og að jeg tek að mjer tannlækningar, án
þess að draga tennurnar út, með því að fylla
holar tennur (Plombering), hreinsa tennur, setja
í menn Amerikanskar glerungs- (Emaille) tenn-
ur af beztu tegund og koma reglu á tanntöku
hjá hörnum. Auk alls konar tannlækninga tek
jeg enn íremur að mjer lækning á allskonar
munnsjúkdómum.
O. Niekolln
cand. pharm., tannlæknir.
Þrítugasta f. m. tapaðist stýri frá 6 manna
fari merkt: Þ. St.; beðið að skila því til Jóns
Halldórssonar í Sjávargötu við Reykjavik.
Nú bef jeg nýlega fengið nóg efni til að búa
til úr hinn alþekkta góða vatnsstígvjela-
áburd minn er jeg sel nú nokkuð ódýrari en
áður, af þvi að jeg hef fengið efni í samsetn-
inguna nokkru ódýrara en í fyrra. — Það er
ómissandi fyrir þá, sem vilja hirða vel um stíg-
vjel sín, að kaupa þennan áburð. því að stíg-
vjelin endast miklu lengur, ef þau eru iðulega
smurð með þessum góða áburði frá mjer.
Reykjhvík 16. des. ’86.
Eafn Sigurðsson.
Sunnudaginn hinn 19. þ. m. heldur Lárus
Jóhannsson fyrirlestur í dómkirkjunni kl. 5. e.
m. Efnið hljóðar um tvenns konar. Á
eptir verður sunginn sálmur þýddur úr ensku
með fyrirsögn: „Tak mig sem jeg er“.
Seld óskilatryppi í Leirár- og Melahreppi
haustið 1886: Steingrár hestur veturgamall,
mark: biti apt. h.; sneiðrifað, biti a. v. —
Rauðblesótt meri veturgömul: hvatt, hiti fr. h.;
blaðst. fr. v.
Eigendur geta leyst inn tryppi þessi til 12.
janúar næstkom., en úr því má vitja andvirðis
til undirskrifaðs, að frá dregnum kostnaði.
Leirá 11. des. 1886.
Þórður Þorsteinsson.
Fyrir gestarjetti Giillbr.- og Kjósarsýslu
að Artúni 15. þ. m. inugekk jeg svolátandi
sætt: „Með því að jeg skildi svo ummæli hr.
Árna Eyþórssonar um lamb það, sem auglýs-
ing mín í 52. nr. Þjóðólfs ræðir um, að hann
vildi drótta að mjer óhlutvendni út af tjeðu
lambi, en Árni hefur nú fyrir rjetti lýst því
yfir, að slíkt hafl alls ekki verið tilgangur sinn,
þá apturkalla jeg hjer með greinda au'glýsingu
mína i Þjóðólfl, sem og öll önnur meiðandi um-
mæli, er jeg kann að hafa haft um velnefndan
Árna út af áminnztu Iambi“.
Magnús Ólafsson.
Lamb, sem jeg á ekki, ener með mínu marki:
hvatt h., sýlt og gagnb. vinstra, var mjer dreg-
ið i haust. Eigandinn gefi sig fram og semji
við mig sem fyrst.
Hvanneyri í Borgarfirði 15. des. 1887.
Vilhjálmur Kr. Júnsson.
í fyrra mánuði tapaðíst frá Helgafelli í Mos-
fellssveit rauður hestur 8 vetra gamall, mark:
fjöður og biti aftan vinstra. Hvern sem hitta
eða finna kynni hest þennan, bið jeg um að
koma honum til min, eða gera mjer aðvart.
Reykjavik 16. Desember 1886.
G. Zoéga.
Úskilakindur seldar í Skeiðahreppi
haustið 1886.
1. Hvítur sauður þriggja vetra: tvístýft apt.
biti fr. h.; blaðstýft apt. v.
2. Hvit ær þriggja vetra: tvístýft fr. biti apt.
h., sneiðrifað apt. v. Hornmark: stýftbiti
apt. a.; stúfrifað biti fr. v. Brennimark:
Þ. J. Th.
3. Hvítur sauður þriggja vetra: Geirstúfrifað
h.; hálft af apt. v.
4. Hvitur sauður tveggja vetra: 2 fjaðrirapt.
hægra.
5. Hvítur sauður veturgamall: sýlt fj. fr. h.
sneitt á hamar fr. v.; brennimark: E. 0. 8.
6. Hvítur sauður veturgamall: hvatth.; sneið-
rifað apt. v.; brennimark: B. Th.
7. Hvít ær tveggja vetra: 2 fjaðrir apt h.;
hamarskorið v.; sama mark á hornum.
8. Hvít ær veturgömul: Hvatt h., sýlhamr-
að v.
9. Hvít ær veturgömul: stýft h.; gagnbitað v.
10. Hvít ær 5 vetra: sýlt h.; blaðstýft fr. fj.
apt. v.; hornamark: stýft fj. fr. h.; sýlt
fj. fr. biti apt. v., brm.: J. E.
11. Svartflekkótt geldingslamb: Stýft biti apt. h.;
gagnbitað v.
12. Hvítur geldingur, lamb: heilrifaðfj. apt. h.;
hamarskorið v.
13. Hvitkollótt lamgimbur: 2 fjaðrir apt. h.;
hálfur stúfur apt. v.
14. Hvítkollótt lambgimbur: Tvírifað í sneitt
apt. h.; vaglskorið fr. v.
15. Svarthölsótt lambgimbur: 2 bitar fr, h.; fj.
apt. v.
16. Hvit lambgimbur: Stýft biti apt. h.; tví-
stýft fr. v,
17. Hvít lambgimbur: Sýlt h.; hálfur stúfur
apt. v.
18. Hvít lambgimbur: stúfrifað, biti fr. h.; stúf-
rifað biti apt. v.
19. Hvitt geldingslamb: Sneiðrifað fr. fj. apt. h.;
hamarskorið v.
20. Hvít, lambgimbur: Þrístýft apt. h.; sneitt
fr. v.
21. Hvít lambgimbur: tvístýft apt. fj. fr. h.;
sneiðrifað fr. v.
22. Hvítt geldingslamb: Sneiðrifað fr. fj. apt. h.;
hamarskorið v.
Andvirði framanskrifaðra kinda að frádregn-
um öllum kostnaði, geta eigendui; fengið hjá
hreppstjóranum í Skeiðahreppi, ef þess er vitj-
að fyrir veturnætur 1887.
Skeiðahreppi 10. des. 1886.
Jón Júnsson.
Innbúar i Leiru, Garði og Keflavik, sem
lendingum og húsum ráða, hafa bundizt föstum
fjelagsskap um, að veita alls engum fiskiskipum
nje skipshöfnum úr öðrum veiðistöðvum inn-
töku í þessar nafngreindu veiðistöðvar til að
reka fiskiveiðar frá þessum tíma til 11- maí
næstkomandi.
í umboði Garðs-, Leiru- og Keflavíkurbúa.
Meiðastöðum 14. des. ’86.
Teitur Pjetursson.
Hreppsnefndaroddviti.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg. t
Prentari: Sigm. Oudmundsson.