Þjóðólfur - 17.12.1886, Blaðsíða 3
219
aðalsönnun höfundarins fyrir þvi. Segist höf.
s^o frá, að 1872—79 að báðum þeim árum með-
töldum haíi verið að jafnaði 229 12—8-æringar
á landinu, en 1311 6—4-manna-för; nál. */4 af
Þeim hafi verið úr Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Hann gerir nú ráð fyrir, að V10 af þessumfjórða
Muta hafi eigi verið haldið út til sjósókna, en
af því, að það kunni að vera oflitið, sleppir
hann öllum förum minni en fjögramanna-förum.
Eptir því hafa áðurnefnd ár að jafnaði gengið
347 för til sjósókna úr Gullbringu- og Kjósar-
sýslu. Gerir hann að hvert kosti 900 kr. með
öllum veiðarfærum eða öll 317315 kr., sem að
visu er skakkt reiknað, en þvi skulum vjer þó
sleppa. Hvert þilskip gerir hann að kosti 12000
kr. 0g veiðarfæri 200 kr. Fyrir verð opnu
skipanna (317315 kr.) fæstþá, segir hann, 26V4o
þilskip; það er heldur eigi alveg rjett reiknað; þó
skulum vjer einnig láta það óhaggað. Höf. ger-
ir, að á hvert opið skip aflist að meðaltali á
ftvi 700 til hlutar af þorski, sem sje 6 skpd.
°g 9 hlutir á hverju skipi eða alls 54 skpd.
Eptir verði undanfarinna ára gerir hann skpd.
ö0 kr.; aflinn á hverju opnu skipi yrðiþá2700
Er. Ái’safla hvers þilskips gerir hann 13000
kr. virði. Ber höf. síðan ársafia hinna áðurnpfndu
26y40 þilskipa saman við ársafia opnu skipanna
347, sem kosta jafnmikið <>11 og 26V40 þilskip
eptir hans reikningi. Sá samanburður litur
svona út: Kr
Ársafli 26'/40 þilsk.: 13000 kr.X26V40=338325
— 347 opinna sk.: 2700 — X 347 = 207900
Mismunur þvi kr. 130425^
sem hann segir þilskipin gefa meira af sjer en
opnu skipin. En hjer liefur höf. orðið á hrap-
arleg reikningsvilla, því að
ársafli opnu skipanna er . . . 936900 kr.
— þilskipanna er ... . 338325 —
Mismunurinn því . . 598575 kr.,
sem opnu skipin œttu að gefa meira af sjer en
þilskipin. — Þessi samanburður er aðalsönnun
höfundarins fyrir arðsemi þilskipanna fram yf-
ir opnu skipin, en hann sannar hið gagnstæða,
þvi að eptir þessu ættu opnu skipin að vera
langt um arðsamari. Höfundurinn telur há-
karlaveiðar langt um arðminni en þorskveið-
nrnar. Skyldu allir vera sömu skoðunar um
það?
Þar sem ritgjörð þessi var sæmd verðlaunum,
þrátt fyrir áður nefnda villu auk annara smá-
reikningsvillna, þa lætur að líkindum, að hún
hafi mikið til síns ágætis að öðru leyti, enda
eru í henni margar góðar hugvekjur, skýrslur
°g hendingar um þilskipaveiðar t. a. m. að þif-
Rkipin geti farið þangað sem afli er, þótt langt
sJe i hurta, þar sem opnu skipin eru bundin
VIð vissar veiðistöðvar, — að færri menn þurfi
að öllu samanlögðu til þilskipaveiða, að þær
sjeu hættuminni, að þær stuðli að snndurliðun
atvinnuveganna o. s. frv. Það væri sannlega
þess vert, að menn, einkum útvegsmenn, !æsu
Þtgjörðina, bæru liana saman við þá reynslu,
Sem þeH' hafa á fiskiveiðunum, og skrifuðu svo
um þetta mál, sem er mjög mikilsvarðandi fyr-
ir landsmenn.
Reykjavík, 17. des. 1886.
Kvennaskólinn í Reykjavík veturinn 1886
—87. Til frekari upplýsingar um skólann skal
þess getið, að þær stúlkur, sem sitja í öðrum
bekk, taka þátt í öllum (14) námsgreinum, og
er, samkvæmt einkunnabókum, röðin frá 1. des.
næstl. þessi:
Annarbeklmr: 1. Þóra Magnúsdóttir. 2. Vig-
dís Pjetursdóttir. 3. Jóhanna Jónasdóttir. 4.
Sigríður Sigurðardóttir. 5. Sigríður Brynjúlfs-
dóttir. 6. Elinborg Jakobsen. 7. Lára Sohev-
ing. 8. Anna Auðunnsdóttir. 9. Ingunn Jóns-
dóttir. 10. Þorgerður Eysteinsdóttir. 11. Mar-
ía Þórðardóttia.
Fyrsti bekkur. Eins og svo opt að undan-
förnu hefur verið tekið fram í blöðunum, er
fyrirkomulag fyrsta bekkjar þannig, að hlut-
aðeigendur geta ráðið því, í hvað mörgum eða
fáum námsgreinum — en þær eru aðeins 11 í
þessum bekk — hver stúlka tekur þátt, og
þess vegna verður þeim eigi raðað eptir venju-
legum skólareglum, heldur er eptirfylgjandi röð
hyggð á því, hve margar eða fáar námsgrein-
ar hver stúlka hefur lagt fyrir sig vetrarlangt:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, Hólmfríður Guð-
mundsdóttir og Hildur Jónsdóttir taka þátt í
10 námsgreinum. 4. Guðný Magnúsdóttir, og
5. Sigríður Eyþórsdóttir taka þátt í 9 greinum.
6. Björg Sigurðardóttir, Helga Jónsdóttir, Torf-
hildur Guðnadóttir taka þátt í 7 greinum. 9.
Guðrún Jónsdóttir tekur þátt í 4 greinum. 10.
Sigurlaug Bjarnadóttir, 11. Margrjet Björns-
dóttir taka þátt í 2 greinum. 12. Elísabet
Þórðardóttir, 13. Svanborg Liðsdóttir, 14. Sig-
ríður Magnúsdóttir, 15. Guörún Daníeisdóttir
taka að eins þátt í einni grein.
Reykjavík 13. des. 1886.
Tliora Melsted.
Aflabrögð. Hjer á innnesjum er nú tekið
fyrir fiskafla, en suður í Garðsjó og Leiru er
talsverður afli.
Veðrátta hefur verið hæg og góð þessa viku.
Úr brjefi frá Húsavík 22. nóv. „Síðari
hluta októbers var sjáldgæf veðurbliða og þurk-
ar hjer nyrðra; sem dæmi þess má nefna, að
eptir veturnætur voru heyjuð 3 eða 4 kýrfóður
af stör i Múla i Aðal-Reykjadal“.
Úr brjefi úr Árnessýslu 16. nóv. . . . „Þá
vil jeg minnast á eitt málefni, sem jeg álít ó-
sæmilegt að haldist uppi svona afskiptalaust
um fleiri ár. Það er nefnilega hið aumkvun-
arverða ferðalag Johanns Bjarnasonar úr Húna-
vatnssýslu, semalmennt er nefndur Jóhann „beri“
Er það sorglegt að sjá þann krossberara flækjast
á milli manna um hávetur i öðrum landsfjórð-
ungi, beran og nakinn og i hinu hryggilegasta
ástandi. Þessi aumingi er hjer á ferð um þess-
ar mundir; öllum ofbýður eymd hans, en geta
ekki úr henni bætt , með því líka fólk
er ekki aflögufært. Þessu málefni þarf að hreyfa,
. . . . því að þessi vesalingur þarf hjúkrunar
og aðstoðar. Það er svo einstaklegt á þessum
menntunar- og mannelskunnar tímum, að þetta
skuli vera látið svona óátalið um mörg ár.
Þótt ekki sje nema um eitt vesæls manns líf
að gera, þá getur það orðið þungt, ef því er
ekki sýnd sú umönnun, sem það þarf. — Viljið
þjer ekki hreyfa þessu i blaðinu, þvi að vera
kann að það geti komið einhverju góðu til leið-
ar í þessu máli?“
Til þess að koma í veg fyrir ferðalag Jóhanns
þessa og útvega lionum góðan verastað liggur
beinast við að fá yfirvaldsúrskurð til að flytja
hann á sina sveit, og flytja hann svo þangað,
sem annan þurfamann. Að visu mun hann vera
óþýður viðfangs og illa tolla á sama stað, en
það getur engan veginn losað framfærslusveit
hans við þá skyldu, að sjá honum fyrir veru-
stað og annari framfærslu. Ritstj.
Um Stefán Jonasson, hinn „efnilega landa
vorn“, sem Suðri kallar svo, stóð grein í norska
Dagblaðinu 26. okt. þ. á., sem undirskiifuð er
af „P. A. Knag — Aursnæs, Sukelven11. Blaðið
hafði áður skýrt frá, að St. J. hefði fengið styrk
hjá konungi Danmerkur og úr landssjóði ís-
lands til „praktískrar11 menntunar í Noregi.
Aursnæs þessi lætur mjög illa yfir Stefáni
þessum. Meðal annars kveðst hann hafa orðið
„mjög gramur“, er hann hefði lesið í Dagblað-
inu, að St. J. „hlyti að vera gáfaður og elju-
samur maður, sem verðskuldaði styrk“ o. s. fr.
því að það væri hann alls ekki, nema hvað
hann hefði „sýnt sig eljusaman i fjárbrellum
og þess konar“. í Kristjauiu hafi haun sagt
háskólakennurum og ýmsum rikismönnum, að
hann væri guðfræðisnemandi og leitað fjárstyrks
hjá þeim, og fengið hann hjá mörgum. „Hann
hafi orðið að fara úr skóla einum (Storjohans
skole, Hauges Minde) með því að ómögulegt
hafi verið að troða nokkru i hann“.......,Hann
hafi leitað fjárstyrks hjá katólska prestinum i
Kristjaníu; hvort hann hafi fengið hann, vita
menn ekki, en skömmu síðar hafi hann verið
orðinn katólskrar trúar, að minnsta kosti í kat-
ólsku kirkjunni11. Enn fremur segir Aursnæs
frá fjelagsskap St. J. við norskan stúdeut einn
og lætur allt annað en vel yfir, og segir að
siðustu: „Ef þeir fjelagar skyldu vera svo ó-
svífnir, að neita nokkru af því, sem hjer er
sagt, . . . skal jeg koma með langtum nákvæm-
ari skýrslur, sem munu sanna, að Stefán Jónas-
son hefur leikið illa á Danakonung, alþingi ís-
lendinga og allra mesta sæg af einstökum mönn-
um“.
M O Ð.
—:o:—
Sannnefnd kongsgersemi. Yjer minnumst
allir lýsinganna á dvergunum í þjóðsögum vor-
um og æfintýrum og hversu mikið uppáhald
dvergarnir hafa verið og eru enn þá i hug-
myndalifi voru og sama hefur verið hjá öðrum
þjóðum frá alda öðli; það er því mjög eðlilegt,