Þjóðólfur - 14.01.1887, Síða 1
Kemur út á föstudags-
morgua. Verö árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lö.júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXIX. árg.
Reykjavík, lostudaginn 14. janúar 1887.
Nr. 2.
Um menntamál.
f ágústmánuði síðastliðið sumar var
haldið skólamót í Kaupmannahöfn; á
þvi mættu hjer um bil hálft þriðja þús-
und manna, karlar og konur, flest kenn-
endur. Á móti þessu voru rædd ýms
skólamál t. d. um sögukennsluna, trú-
bragðakennslu, um handvinnu (Slöid) í
skólum og um hlutkennslu(?) (Ansku-
elsesundervisning). Þar var og rætt
um nýtt frumvarp til alþýðuskólalaga,
sem nú er á ferðinni hjá Dönum; sýnd
Voru þar og skólaáhöld, bekkir, púlt,
ritföng, landabrjef, myndir, kennslubæk-
Ur o. s. frv,, þar á meðal voru og skóla-
Veglugjörðir, skólabækur og skólaáhöld
frá Englandi og Frakklandi. Nú á dög-
um er mjög mikið rætt og ritað i flest-
um löndum um skólamál og skólamennt-
un. Menn vita, að á Þýzkalandi eru
prentuð allra mestu ósköp af bókum,
þó segir svo í nýlegri skýrslu um bóka-
prentun þar, að eigi sje prentað jafn-
mikið í neinni einstakri fræðigrein sem
uppeldisfræðinni. í flestum löndum í
Norðurálfunni, að vjer ekki tölum um
Ameríku, er fjöldi af skólum með föst-
um kennurum. Víða hafa kennararnir
stofnað fjelög; vinna þau á ýmsan hátt
að því, að bæta kennslu alla og hag
kennaranna. Eitt slíkt fjelag var stofn-
að í Danmörku 1874. Landstjórnir,
fjelög og einstakir menn gefa út mörg
blöð og tímarit, er mestmegnis eða ein-
göngu ræða um skólamál og uppeldis-
fræði, og kennarar eiga við og við mót
Þeð sjer, svo sem það, sem lijer var
í?etið um, til að ræða um skólamál.
^viinarar á Norðurlöndnm liafa átt sam-
eiRinleg mót með sjer. í fyrra komu
^eir 4 fund í Kristjaníu, var þá svo
ráðfyrir gjört, að halda næsta allsherj-
®ót í Kaupmannahöfn árið 1890. Það
'iggur i augum uppi, að þessar kenn-
^rasanikomur muni hafa mikla þýð-
ing. Þótt tíminn sje að vísu stuttur,
geta kennarar þó nokkuð rætt ýms mik-
ilsvarðandi mál, leitað ráða hver hjá
öðrum og komizt í kynni liver við ann-
an. Þá er það eigi lítilsvert fyrir kenn-
ara að sjá saman komin á einn stað
hin beztu skólaáhöld, eins og var á
kaupmannahafnarmótinu, og eiga að
minnsta kosti að nokkru leyti kost á
að velja sjer það af þeim, sem bezt er
og liagkvæmast fyrirþá. FlestarNorð-
urálfuþjóðir hafa fengið töluverða reynslu
í skólamálum, að minnsta kosti meiri
en vjer íslendingar. Nefndir manna
hafa setið ár eptir ár við að semja
skólareglugjörðir, og álits skólatróðra
manna hefur verið leitað um, hvernig
þær mundu geta orðið sem bezt úr garði
gjörðar. Sum af frumvörpum þeim, sem
þannig hafa til orðið, hafa náð laga-
gildi. En þegar til framkvæmdanna
hefur komið, hafa menn fundið agnúa;
þá hefur venjulega verið reynt að
breyta til, til að nema þá af. Svo
hefur það gengið og svo mun það sjálf-
sagt ganga, því að bæði er það, að
mannaverk eru ófullkomin, og mennt-
unarþarfir mannsandans sífelldum breyt-
ingum háðar. Þó munu flestir játa, að
þessar framfara tilraunir hafi borið all-
mikinn árangur og að menn standi nú ,
allmiklu fremur að minnsta kosti í
ýmsum greinum uppeldisfræðinnar en
fyr.
Jeg get ekki betur sjeð, en að vjer
íslendingar hefðum mjög gott af að
kynna oss skólasögu og skólareynslu
annara þjóða, og það því fremur, sem
það sýnist töluverð alvara hjá mönn-
um að reyna að auka almenningsfræðslu
og almenningsmenntun. Jeg veit það
mjög vel, að það liagar svo til hjá oss,
að vjer getum ekki tekið alþýðuskóla-
reglugjörð Dana, Svía, Norðmanna eða
annara þjóða og lögleitt hjá oss. En
vjer getum lært eigi svo fátt af þeim,
bæði hvað vjer þurfum að varast og
hvað vjer munum geta gjört. Það eru
ýms atriði í uppeldisfræðinni eins og
öðrum greinum, sem að mestu leyti
eiga alls staðar við, atriði, sem sjerstak-
lega taka breytingum að eins eptir.því, .
sem vísindin opna möunum nýja heima,
eða hugvitið finnur ný og betri áhöld.
Þessu þurfum vjer að gefa gaum og
hagnýta oss það. Börn vor þurfa að
anda að sjer hreinu lopti eigi síður en
börn annara þjóða, þau þurfa að hafa
hæfilega og hagkvæma birtu og hita.
Ef vjer byggjum oss skólahús, eða þótt
ekki sje nema baðstofa, sem liklega
verður æðilengi enn þá skólahús margra
ungmenna .eins og verið hefur, þá er
mjög liklegt, að vjer liugsum fyrir því,
hvernig vjer getum haft húsið sem lopt-
bezt og með sem hagkvæmastri birtu
og liita eptir þeim efnum, sem vjer
höfum fyrir hendi. En til þess þarf
töluverða þekking, og það mundiverða
til eigi lítilla bóta, ef vjer þekktumog
hagnýttum oss betur reynslu annarra
þjóða í því efni, en vjer höfum gjört.
Kennsluaðferðir liafa og rutt sjer til
rúms, sem oss er lítt kunnar, en sem
þó eru þess verðar að þeim sje gaum-
ur gefinn, hvort sem kennsla fer fram
í skólum eða heimahúsum. í allmörgu
fleiru getum vjer sjálfsagt hagnýtt oss
skólareynslu annara þjóða, eða haft
gagn af að þekkja hana, en nú ætla
jeg ekki að fara lengra út í það mál.
Tilgangur minn er alls eigi sá, að rita
langa ritgjorð um skólamál, heldur
miklu fremur að vekja máls á því efni
enn á ný; það er svo mikilsvert, að
vjer þnrfum að halda því sívakandi
og oss sivakandi yflr því. Vona jeg,
að þeir, sem mjer eru fróðari í kennslu-
fræði og reyndari við kennslu, riti ná-
kvæmar bæði um þau atriði, sem jeg hef
að eins lauslega minnzt á, og annað fleira
viðvíkjandi skólamálum vorum. — s.