Þjóðólfur - 11.02.1887, Qupperneq 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lö.júlí.
ÞJOÐOLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXIX. árg.
Reykjavík, fostudaginn 11. fekráar 1887.
Nr. 6.
Dr. K. Maurer og hið ísl.
Bókmenntafjelag.
Það þekkja víst flestir íslendingar
Konráð Maurer. Langa lýsingu þarf hjer
eigi að rita. Hann hefur verið heima
á íslandi, ferðast um landið og kynnt
sjer þjóðina og háttu hennar svo, að
varla mun nokkur útlendingur (að Rask
einum undanteknum) haía gert það
jafnvel. Það er langt síðan, að Maur-
er ferðaðist, svo að ætla mætti, að hann
væri farinn að gleyma íslandi og ís-
lendingum. En því fer fjarri. Enginn
útlendingur nú á tímum tekur innilegri
þátt i kjörum vorum en hann, enginn
fylgir betur með framfaravegi þjóðar-
innar, en hann; enginn á betra eða
fyllra safn af íslenzkum bókum, forn-
um og nýjum, en hann. Hann hefur
yndi af að hugsa um eyna gömlu og
þjóðina ungu, sem þar býr. Hann hef-
ur sýnt í hinum síðustu ritgjörðum sín-
Ulu um íslenzk mál, að hann á engan
hátt hefur dregizt aptur úr. Þegar
þess er og gætt, að K. Maurer er ákaf-
lega lögfróður maður og spekingur að
viti, þá má nærri geta, að orð hans
um það mál, sem nú á dögum lætur
iivað mest til sín heyra, að því er snert-
ir tilveru og hag hins ísl. bókmennta-
ijelags, hafa tvöfalda þýðingu. K. Maur-
er er einmitt sá maður, sem einna bezt
væri fær að skera úr deilunni. Afþví
að vjer þykjumst vissir um, að marga
af lesöndum blaðs vors muni fýsa að
heyra skoðun þessa merkismanns á þessu
uiáli, látum vjer lijer á eptir fylgja þýð-
iugu á „prívat“-brjefi frá honum til
'jius núverandi forseta Hafnardeildar-
lnuar, sem hann síðar hefur gefið hon-
Uln leyfl til að birta á prenti, ef svo
vildi verkast.
Heimfiutningsmenn ættu að lesa þetta
i>rjef með athygli og hugsa svo um allt
uiálið æsingarlaust á eptir, og munu
l>eir þá brátt hitta rjettu leiðina.
(Brjef Konráðs Maurers
til forseta Kaupmannahafnardeildar hins isl.
Bókmenntafjelags, dags. 16, apríl 1886).
„Háttvirti herra!
Jeg liefi með mikilli athygli lesið á-
lit það, sem komið hefur frá nefnd yð-
varri í Bókmenntafjelaginu og skalfús-
lega skýra yður frá skoðun minni á
því mál, sem hjer er um að ræða ; að
vísu verð jeg að taka það fram, að
hvað hina formlegu hlið málsins snert-
ir, þá skortir mig næg skilríki til þess,
að geta skapað mjer sjálfstæða skoðun
um hana. Það eitt get jeg sagt, að
mjer virðist röksemdaleiðsla nefndarinn-
ar sanna það fyllilega að 53. gr. lag-
anna eigi hjer ekki við. — En þegar
um afnám Kaupmannahafnardeildarinn-
ar er að ræða, sem eiginlega er merg-
urinn málsins, þá hika jeg ekki við að
játa það skýlaust, að jeg álít að það
myndi verða til ógæfu eigi að eins fyr-
ir fjelagið, heldur og fyrir ísland og
fyrir vöxt og viðgang námsíðkunar ís-
lenzkrar tungu og sögu. Handrit þau
og skjöl, sem upplýsa um sögu íslands
og bókmenntir eru flest öll í Kaup-
mannahöfn og þau, sem annarstaðar
eru, svo sem í Uppsölum, Stokkhólmi
eða Kristjaníu, má fá lánuð til Kaup-
mannahafnar, en ekkert bókasafn lán-
ar handrit sín til íslands, og erfitt er
og kostnaðaðarsamt að gjöra sjer ferð
írá íslandi til erlendra bókasafna, Þetta
er þegar nóg til þess að gjöra Kaup-
mannahöfn að miðdepli fyrir allrirann-
sókn á fornöld íslands, og það mun hún
líka ávallt verða, en hjer við bætist og
það, að það er um Kaupmannahöfn
eina, að leiðin liggur til andlegra af-
skipta íslands við önnur lönd. íslend-
ingar, sem leita æðri menntunar, leita
nær eingöngu til Kaupmannahafnar en
einmitt þangað snúa sjer og allir þeir
útlendingar, sem afla vilja sjer þekk-
ingar á fornöld- íslands. Vegna fjar-
lægðar Islands og vandkvæðanna á að
komast þangað, er þess konar milliður
nauðsynlegur, frá hverri hlið sem það
er skoðað, og að eins Kaupmannhöfn
er vel til þess fallin, en getur því að
eins komið að fullum notum, að til sjeu
þar sjerstaklegar ísl. menntastöðvar er
halda uppi viðskiptasambandinu milli
íslands og annara landa. Ef Kaup-
mannahafnardeild Bókmenntafjel. legðist
niður, yrði þegar í stað að mynda nýtt
íslenzkt lærdómsfjelag í Kaupmanna-
höfn, er bráðlega myndi komast í ó-
þægilega samkeppni við fjelagið á ís-
landi og innan skamms bera það of-
urliða, þar sem það sæti við brunn allr-
ar sögulegrar þekkingar. En ef menn
nú skyldu vilja taka það tillit til gamla
fjelagsins, að stofna ekki annað fjelag
þegar í stað, þá mundi þó eflaust fara
svo áður langt liði, að lærðir menn
meðal Dana, tækju þær stöðvar, sem
íslendingar hefðu frá horfið, og fylltu
hið auða skarð. — Myndi nú þetta
verða íslandi til heiðurs og hagnaðar?
Þetta er alvarleg og einlæg skoðun
mín. Jeg vona og óska, að yður tak-
ist að fá Reykjavíkurdeildina til þess
að snúa af þeirri ískyggilegu braut,
sem hún er komin inn á. Sundrung
fjelagsins myndi stofna því í mikla
hættu og um leið áhugamálum þeim,
er það hefur barizt svo vel fyrir og
komið svo langt á leið“.
Útlendar frjettir1.
Khöfn 15. jan. 1887,
Árið 1886 er liðið. Búlgaríumálið
| hefur verið á dagskrá allt árið og er
það enn. Þeim vill ekki takast að ná
í fursta, þótt þeir leggi sig í líma.
Það er annað, sem einkennir árið og
varðar lesendur Þjóðólfs meira. íflest-
um löndum heimsins hafa verið megn-
1) Sbr. síðasta bl.