Þjóðólfur - 11.02.1887, Síða 3
23
atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum
skipum 14. des. 1877. (sjá 37. tbl. f.
á.). 3. lög um breyting álögum8.jan.
1886 um lán úr viðlagasjóði til handa
sýslufjelögum til æðarvarpsræktar (37.
tbl. f. á.). 4. lög um að stjórninni veit-
ist heimild til að selja þjóðjörðina Höfða-
hús í Fáskrúðsfjarðarhreppi í Suður-
múlasýslu (37. tbl. f. á.).
Þlngsályktunartillaga alþingis
1885 um aðgang kvenna til náms-
prófa heíur nú verið tekin til greina,
og um þetta efni gefin út konungleg
tilskipun 4. des. f. á., þar sem konum
er veitt heimild til með sömu kjörum
og sveinum lærða skólans að ganga
undir árspróf 4. bekkjar og burtfarar-
próf. — Sömuleiðis að njóta kennslu á
læknaskólanum og ganga undir burt-
fararpróf; en á prestaskólanum mega
þær að eins njóta kennslu að nokkru
leyti; verður þaðsíðar ákveðið nákvæm-
ar af ráðgjafanum. Eigi mega þær
ganga undir burtfararpróf á prestaskól-
anum, heldur að eins undir sjerstök
próf í guðfræði, eptir því sem ráðgjaf-
inn ákveður síðar. En rjett hafa þær
til að ganga undir próf í sálarfræði og
^ugsunarfræði á prestaskólanum. —
Eigi veita þessi prót konura neinn rjett
til styrktarfjár við skólana, nje heldur
til embætta eða að stíga í stólinn, svo
að minna er varið í próf þessi en skyldi,
en alþingi var svo hógvært, að fara
ekki fram á meira, þótt engin ástæða
sje til annars en láta konur að öllu
fijóta jafnrjettis við karlmenn.
Ura leigubreyting- danskra ríkisskulda-
brjefa eru komin út lög í Danmörku dags. 12.
nóv. f. á. Bins og mönnum er kunnugt liefur
rikissjóður Dana að undanförnu orðið að borga
4% aí lánum sínum og gefið út skuldabrjef
raeð þeim vöxt.um, en nú bjóðast honum lán
8egn ðVaVo vöxtum, svo að hann þarf eigi að
*rata lán gegn hærri rentu. Af þessu eru
sprottin nýnefnd lög. Samkvæint þeim eru vext-
lr af dönskum rikisskuldabrjefum færðir niður
1 3Va»/o og eigendum hinna gömlu skuldabrjefa
gefinn kostur á annaðhvort að fá þau borguð
ílr ríkissjóðnum með ákvæðisverði í peningum,
e^a fá ný ríkisskuldabrjef með sömu upphæð,
en með eð eins 31/2°/o vöxtum. — Samkvsémt
^úglýsing frá ráðgj. fslands skulu eigendur rík-
raskuhlabrjefa hjer á landi gefa sig fram fyrir
3'/ l)e*r vilja lialda þeim með
/2 /0 vöxtum, en ef þeir vilja fá þau útborg-
uð, geta þeir fengið það hjá landfógeta eptir
að póstskipið er komið næst hingað.
Hjer á landi munu einstakir menn og sjóðir
eiga um 1 miljón kr. i dönskum rikisskulda-
brjefum. Telja má víst, at flestir þeirra kjósi
heldur að fá þau borguð i peningum, þar sem
hægðarleikur er að lána fje gegn 5°/0 vöxtum
og góðri tryggingu innan lands.
Bðkmenntaíjelagið. Á fundi 12. f. m. hjelt
Hafnardeildin enn fast fram skoðun sinni á
„heimflutningsmálinu“, og bar því eigi heldur
undir atkvæði afnám sjálfrar sín, en lýsti yfir,
að hún væri eigi ófáanleg til, að leggja málið
í gjörð þriggja manna. — Deildin hjer hjelt
fund 7. þ. m., þar sem var samþykkt, að „sú
spurning sje lögð undir gerð 3 manna, hvað
útheimtist samkvæmt lögum fjelagsins til þess
að uppástungur þær til breytingar á lögum þess,
sem samþ. voru á fundi í Rvíkurdeildinni 9. júlí
1883 verði að lögum, — að áskildu samþ. Hafn-
ardeildarinnar til slíkrar gerðar svo fljótt, að
það geti kunnugt orðið vorri deild með næstu
póstskipsferð". í gerðina skal kjósa sinn mann-
inn hvor deild, en báðar oddarmanninn. Kosinn
var fyrir deildina hjer yfirdómari Kristján Jóns-
son og sem oddamaður frá hennarliálfu geheime-
etazráð A. P. Krieger. — Hafnardeildin hafði
samþykkt aðfá rikisskuldabrjef fjelagsins (14000
kr.) borguð úr ríkissjóði í peningum, að áskildu
samþykki deildarinnar hjer, sem einnig sam-
þykkti það, að viðbættu því skilyrði, að Hafn-
ardeildin sendi þegar 9000 kr. af peningunum
til Reykjavíkurdeildarinnav til ávöxtunar hjer
á landi, en 5000 kr. ávaxti Hafnardeildin á á-
reiðanlegum skuldastað og ábyrgist 4% vöxtu
af þeim að minnsta kosti, ella sendi alla upp-
hæðina (14000 kr.) til Reykjavikurdeildarinnar.
100 ára afmæli Bjarna Thorarensens,
hins ágæta þjóðskálds vors, var 30. desember
1886, en svona rjett milli jóla ognýárs, skömmu
eptir Þorláksmessugildið, er eigi hægt aðkoma
því við, segja menn, að halda fund í íslend-
ingafjelagi í Khöfn, eða að minnsta kosti yrði
það miklum erfiðleikum bundið fyrir stjórn fje-
lagsins að koma þá á fjölmennum fundi.
Fyrsti fundur í fjelaginu á þessu ári var á
þrettánda 6. janúar, og þá var haldin ninning-
arhátíð, 100 ára afmæli Bjarna Thorarensens.
Stud. jur. Þorsteinn Erlingsson hjelt fyrirlestur
um Bjarna sem skáld. Þorsteini veitir manna
ljettast að tala, og var ánægja að heyrahann,
þótt hann talaði langt erindi. Fyrst talaði hann
um einkunnir þær, sem Bjarna hafa verið gefn-
ar sem skáldi af þeim, sem um hann hafa rit-
að á siðustu árum, og þótti lionum þær ófull-
komnar og óljósar, og siðan frá eigin brjósti
um skáldskap lians. Hanu byrjaði með því að
hann gæti tekið sjer í munn orð dr. Guðbrands
Yigfússonar um íslendingabók Ara fróða : kvæða-
bók Bjarna er lítil bók, en hvert orð í henni
er gullvægt; en —• rúmið leyfir eigi að skýra
hjer frá fleiru úr ræðu hans. Þegar menn höfðu
skipað sjer við borðin var kvæðið „Eldgamla
ísafold11 sungið. Síðan mælti stud. mag. Jón
Jakobsson áhrifamikla og snjalla ræðu fyrir
minningu Bjarna, sem hann kvað vera skáld-
konung vorn. Hann minnti á, að þar sem vjer
hjeldum afmælishátíð Bjarna hjeldum vjer af-
mæli nýíslenzks skáldskapar. Yar minni hans
drukkið með miklum fögnuði. Þá kom framsú til-
laga að efnt væri til samskota til þess að láta
gjöra brjóstlíkneski af Bjarna úr „bronce“
skyldi það verða eign íslands og látið standa
á hæfilegum stað í Reykjavík. Voru þegar
gefnar 162 kr. til þess; rnargir gáfu 5 kr.,
sumir 10, hæst 25 kr. Mörg af kvæðum hans
voru lesin npp og sum sungin, þess i milli var
dansað. í danssalnum stóð nafn skáldsins um-
gyrt með lauffljettum settum blómum.
Hátið þessi fór prýðilega fram og stóð til
kl. 3. Áður en menn skildu, var samþykkt í
einu hljóði að senda Morgunblaðinu þakkar-
kveðju fyrir það, að það hefði orðið til að
minnast skálds vors svo fagurlega, með því að
flytja þennan dag vingjarnlega og glöggva
ritgjörð um Bjarna og þýðingu af 3 kvæðum
hans; það hefði nú sem endrarnær vottað oss
íslendingum vinátta sina frainar öðrum dönsk-
um blöðum.
Við þetta tækifæri keyptu menn góða mynd
(„Cabinetsmynd“) af Bjarna, sem „fotograf“
Crone hefur tekið. Herra Crone gefur helming
Verðsins, verður því varið til líkneskjugjörðar-
innar og á hann þakkir skilið fyrir það. Mynd-
in er seld fyrir 2 kr., sem er vanalegt verð á
myndum af þeirri stærð.
Markaður fyrir liarðftsk. Utanríkisstjórn-
arráðið danska hefur fyrir skemmstu (23. des.
f. á.) leitt athygli verzlunarstjettarinnar i Khöfn
að þvi. að Belgía sje góður markaður fyrir harð-
an fisk, en, sem hingað til að eins hefur
verið fluttur þangað frá svenskum og norskum
höfnum, enda þótt Danmörk, eptir gildandi verzl-
unarsainningum við Belgiu, njóti þar sömu rjett-
inda og þær þjóðir. sem mest eríviliiað. Vóru
til Belgíu hafna aðfluttar frá Svíaríki og Noregi
árið 1880: 680 smálestir á 2000 pund af harðfiski
— 1881 : 990 ---------- — — -------
— 1882: 570 ----------- — — -------
— 1883: 708 ----------- — — -------
= 1884: 747 ------------- — — -------
Þau belgisku verzlunarhús, sem sjerílagi gefa
sig við fiskverzluu eru búsett. í Antwerpen,
Briigge, Gent, Mecheln og Termonde.
Heyrzt hefur að sá harðfiskur, sem flytzt til
Belgíu frá Noregi, sje sjerílagi „ráskerðingur“.
Verzluuarvörur íluttar frá Islandi 1886
eptir skýrslu frá Simmelhag og Holm, brak-
únum i Höfn. (í aptari dálki eru settar sam-
svarandi tölur frá árinu 1885).
1886 1885
UU til Khafnar . . pd. 1,092,000 1,210,000
— — Englands . . — 276,000 253.000
Samtals — 1,368,000 1,463,000
Lýsi til Khafnar . . tnr. 9600 10600
— — Liverpool . — 228
SamtahT 9828 10600
Saltfiskur til Khafnar pd. 3.520,000 4,700,000
---------- Spánar — 4,000,000 3,580,000
---------- Englands — 4,697,000 1,945,000
Samtals 12,217,000 10,223,000
Harðfisknr til Khafnar pd. 263,000 206,000
Sauðakjöt saltað til Kh. tnr. ji,400 6,000
Tólg til Khafnar . . . pd 65,000 123,000