Þjóðólfur - 04.03.1887, Síða 2

Þjóðólfur - 04.03.1887, Síða 2
34 ar, sem prestarnir ættu að efla og styðja, en þeir ættu örðugra með það, þegar brauðin væru stækkuð mjög. Eins og höf. segir sjálfur, lagði jeg „mikla á- herzlu á það, hve mikið gagn sje að prestum fyrir alþýðumenntunina“ (meinti samvizkusama, góða presta, er söfn. „vilja halda framvegis“). En má jeg svo spyija þennan greinagóða Gríms- neshöf. Var jeg þá að hugsa um em- bættið vegna þjóðarinnar eða vegna em- lœttismannsins ? Enginn góðfús lesari mundi hafa hártogað orð mín eins hrap- arlega og hann gjörir. (Framh.). • Arni Jónsson, þingmaður Mýramanna. Um dansa og vikivaka1 eptir Sæm. Eyjúlfsson. —:o:— Dansar munu hafa byrjað hjer á landi á 11. öld; voru þeir mjög almenn skemmtun íslend- inga fram yfir lok 17. aldar, og hjeldust jafn- vel við þangað til seint á næstliðinni öld. Pyrst framan af stóð dansinn ekki i neinu samhandi við aðrar skemmtanir, en seinna voru sameinaðir við hann ýmsir aðrir leikir, og var hann þá nefndur vikivaki, og samkoman var opt nefnd gleöi. Dansinn er viss líkamshreifimg, sem gjörð er eptir söng eða hljóðfæraslætti, og kvæðin, sem sungin eru við dansinn, eru nefnd danskvæöi eða dansar. Dönsunum var venjulega svo háttað, að menn skipuðust i hring, og hjeldust i hendur karl og kona á víxl, og gengu svo áfram í hring, hægt eða hratt, eptir því sem söngurinn vísaði til (o: stigu dansinn eptir söngnum); reyndu menn svo að brjóta hringinn, sem kall- að var, þegar minnst varði, þannig, að menn fóru frá þeim, er næstur var, og tóku höndum saman við einhvern annan. Þegar dansinum var þannig háttað, var hann nefndur hring- dans eða hringlcikur (Sturl. I., bls. 82). Stund- um skipuðust menn í raðir, þannig að karl- maður stóð jafnan á móti konu; stigu menn svo fram á fótinn og karl og kona kváðu vís- ur hvort til annars. (Crymogaea Arngr. lærða bls. 57). Eins og áður er sagt voru dansar stignir eptir söng; voru sönglögin nefnd slagir, (þar af að slá dans), Slagur er þó eiginlega það lag, sem leikið er á hljóðfæri (sbr. bumbuslátt- ur, hörpusláttur). Viss lög, sem leikin eru á hljóðfæri, eru t, d. tröllaslagur, Oýgjarslagur, 1) Jeg vil með þakklæti, geta þess, að jeg hefi fengið ýmsar leiðbeiningar viðvikjandi dönsum og vikivökum hjá hr. Pálma Pálssyni. Höf. draumbót, hjarrandahljóð, Faldafegkir, rammi- slagur. Það má því telja víst, að hljóðfæri hafi opt verið notuð við dansa. Danslögin urðu að vera fjörug og ganga fljótt; þess vegna munu danskvæði sjaldan eða aldrei hafa verið undir hinum fornu bragarháttum, t. a. m. dróttkvæðum hrag. Á 13. öld var hinn forni kveðskapur og hinir fornu hættir enn í hlóma sínum, en þó má telja víst, að danskvæðin hafi verið undir allt öðrum bragarháttum; „hann hrökkti hestinn undir sjer, ok kvad dans þenna vid raust: mínar eru sorgirnar þungar sem blý“, (Sturl. III. bls. 317); hjer er auðsjáanlega um annan hragarhátt að ræða en þá er tíðk- uðust í fornum kveðskap. Það litur svo út, sem „metrum“ hafi verið ófnllkomið á öllum danskvæðum, en þau hafi sjerstaklega verið löguð til þess, að gjöra sönginn og þá um leið dansinn fjörugan Enn þá er til allmikið af danskvæðum, frá 14. og 15. öld, og þaðan af yngri, og að því leyti sem kveðandi þeirra er frábrugðin því, sem tíðkaðist í öðrum kvæðum, þá kemur það einkum fram i þvi, að kveðandin er þannig löguð að kvæðin verða betur fallin en önnur kvæði til þess að gjöra dansinn fjörugan og hvatlegan. Hin alkunnu ævintýrakvæði frá miðöldun- um, t. a. m. „Þorkell átti dætur tvær“, „Ólaf- ur reið með björgum fram“ o. s. frv., voru opt notuð við dans. Yiðkvæðin, sem eru svo al- geng í miðaldakvæðunum, munu þannig vera orðin til, að þau hafa þótt vel löguð til að gjöra tilbreytni í dansinum; enda sjest það viða, að viðkvæðið á ekkert við efnið í sjálfu kvæðinu, og sumstaðar má jafnvel sjá, að það á einungis við dansinn; einkum kemur þetta fram i ýmsum færeyskum kvæðum t. a. m. i kvæðinu: „Ólavur riddararós11, sem er sama kvæðið og „Ólafur liljurós“, hjá oss. Fyrsta erindið i kvæði þessu er þannig: „Hvört skalt tú riða, Ólavur mín — kol og smiður við — i lofti hongur brynju tín. — Ungir kallar, kátir kallar, gangiðuppá gólv, dansið lystulig" ! Sama kemur og fram í „Óluva kvæði“. Yið- lagið i þvi kvæði er þannig : „Stígum fast á várt gólv sparura ei vár skó ! guð mun ráða hvar vær drekkum onnur jól“. Sama kemur einnig allviða fram í íslenzk- um ævintýrakvæðum, þótt það sje eigi eins algengt og í hinum færeysku, t. a. m. í „Tófu- kvæði“ : „Tófa situr inni — leggjum land undir fót — ól hún barn við Birni. — á Danamót; og dans vill hún heyra“. Mjer finnst nú allt benda til þess, að öll viðkvæði eigi uppruna sinn að rekja til dans- anna. Þegar viðkvæði var við danskvæðið, söng försöngvarinn einn hverja vísu, síðan tóku allir undir og sungu viðkvæðið. Á síðari hluta 14. aldar, 15. og 16. öld, er svo að sjá, sem menn hafi notað rímnabragi og jafnvel rímur við dansa; til þess bendat. a. m. þessar visur úr Sörlarímum, sem líklega eru ekki yngri en frá 1500. „Allt er það svo lystiligt að leikið er með prýði, sögur og tafl með söngva dikt, svæfa strengir lýði. Því má jeg varla vísu slá veit jeg það tíl sans, þegar að rekkar rímu fá reyst er upp við dans“. (I. ríma 6.—7. er.). Rímnabragur er og við hina alkunnu vísu er Þórunn Jónsdóttir (biskups Arasonar) ljet stúlku kveða til ísleifs bónda síns á Vikivaka: „1 Eyjafirði uppá Grund, á þann garðinn fríða“, o. s. frv. Það hefur samt einatt þótt miklu máli skipta, að kvæðin og kvæðalögin væru vel löguð til þess að gjöra dansinn fjörugan og skemmti- legan; á það bendir líka máltækið: „lengi má stíga þar sem laglega er kveðið“. Efni kvæða þeirra, er notuð voru við dans var ýmis konar, en opt laut það að ástum milli karla og kvenna; var það eitt meðal annars, er kom því til leiðar, að alvörugefnir og vand- lætingasamir menn, höfðu horn í síðu dans- anna. í sögu Jóns biskups Ögmundssonar seg- ir svo: „Leikr sá var kærr mönnum, áður en hinn heilagi Jón varð biskup, at kveða skyldi karlmaðr til konu í dansi blautlig kvæði ok regilig, ok kona til karlmanns mansöngsvísur ; þenna leik lét hann aftaka ok bannaði styrk- liga. Mansöngskvæði vildi hann eigi heyra nje kveða láta, en þó fékk hann þvi eigi af komit með öllu“. (Bisk.s. I. 237). Þaðerauð- sætt, að bann Jóns biskups gegn dönsunum bef- ur farið á siimu leið og bann hans gegn mann- söngvunum; dansarnir tíðkuðust jafnt eptirsem áður, og á siðari hluta 12. aldar og allri 13. öldinni er auðsætt af Sturlungasögu að þeir liafa verið mjög tíðir; menn höfðu jafnvel dansa til að hefna sin á óvinum sínum ; jiann- ig er þess get.ið, að „Breiðdælingar færdu Lopt (son Páls biskups) í flyintan ok giördu um hann dansa marga, ok margs konar spott ann- at“ (Sturl. II., bls. 57.); urðu dansar þessir á- samt öðru orsök til fjandskapar og ófriðar milli Lopts og Bjarnar Þorvaldssonar. Dansar urðu og að nokkru leyti orsökin til hinsmann- skæða Haugsnessbardaga, (Sturl. III., 79. bls.). Á siðari hluta 12. aldar og fyrri hluta 13. ald- ar lítur svo út sem allir hafi viðurkennt dans- ana sem saklausa skemmtun, jafnvel klerkar lögðu sig eptir danslist (Hámundur prestur, Sturl. III., hls. 258.). Það kveður jafnvel svo ramt að, að Guðmundur bi.skup amaðist ekki við dönsum, eptir þvi, sem ráða er af sögunui, því menn hans dönsuðu, og er ekki getið uin, að hann hafi neitt vandað um það, (Sturl. Il i

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.