Þjóðólfur - 04.03.1887, Side 4

Þjóðólfur - 04.03.1887, Side 4
36 sem gengrir upp um smágöt á lokinu út í loptið. Verkfæri þetta er mjög fyrirferðar- lítið og ódýrt. Það hefur verið reynt á sjúkra- húsi einu i Kaupmannahöfn og gefizt, vel. Lækn- ar hæla því sem hentugu i sjúkrastofum, svefnherhergjum og skólum. Það er nú komið í verzlanir í Höfn. Koltjörusykur. Prófessor einn, er Fahl- herg heitir, hefur fundið upp á að vinna sykur úr koltjörn, og hefur nefnt þann sykur saccha- rin, og er hann sagður 230 sinnum sætari en hinn hezti sykur úr svkurrevr. Læknum þykir einkum mikið varið i þennan sykur, af því að með honum má gera sætan mat fyrir sjúklinga þá, er þjást af þvagstreymi (diabetes), og hef- ur hann því verið fenginn lianda sjúkrahúsi einu í Berlín. Af tilraunum er það sannreynt, að hann er öldungis óskaðlegur. Enn hann er dýr, því að pundið kostar 36 krónur; enn ef hann gæti orðið nokkru ódýrari mundi hann að líkindum fá útrýmt öðrum sykurtegundum. -H|M OÐ.|+ —:o:— Tuttugu synir. í þorpinu Kamdorf nálægt Magdeburg i Austurríki eru hjón nokkur, sem hafa átt tuttugu sonu; liinn tuttugasta eignuð- ust þau í okt. i haust. Þau giptnst 1857; var maðurinn þá 22 ára, en konan 19 ára. Allir þessir 20 synir eru á lífl, af þeim eru einir þríburar og þrennir tvíburar. Hjón þessi eiga enga dóttur. í Teheran í Persíu kom i sumar sem leið sendinefnd af konum fyrir konunginn (Shainn) og kvörtnðu yfir því, að karlmennirnir þar í höfuðborginni sætu lengst af á veitingastofum til mikils tjóns og niðurdreps fyrir heimili þeirra. Konungurinn ljet rannsaka þetta og komst að raun um, að það var alveg satt; brá því skjótt við og bauð að loka öllum veitinga- stöðum í riki sínu. — Fyrstu blöð norðurálfunnar. Prentlistin var uppfundin um 1450. Eptir það voru stofn- uð fyrstu 20 blöðin í álfunni á þeim tíma og með þvi millibili, sem hjer segir : 1. blaðið Gazet- te í Niirnberg á Þýzkalandi 1457. 2. Chronik í Köln 1499. 3. Gazzetta í Feneyjum 1570. 4. die Frankfurter Oberpostamtszeitung í Frank- furt a. M. 1615. 5. Weekly News í Lundún- um 1622. 6. Gazette de Erance í París 1631. 7. Post-och Inrikes Tidning í Stokkhólmi 1644. 8. Mercurius Politicus í Leith á Skotlandi 1653. 9. Courant í Harlem á Hollandi 1656. 10. Public Occurrences i Boston 1690. 11. Pue’s occurrences í Dyflinni 1700. 12. Gazette í Pjet- ursborg 1703. 13. News Letter í Boston 1704. 14. Gaceta de Madrid í Madríd á Spáni 1704. 15. Mercury í Filadelfíu 1725. 16. Gazette í New York 1725. 17. Gazette í Annapolis 1727. 18. Gazette í Charleston 1731. 19. Hamburg- ischer Correspondent í Hamborg 1731. 20. Gazette í Williamburg 1736. (Bibl. d. Unterh.). AUGLYSINGAR í sarafeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orö 15 stafa frekast; ni. ööru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Poki með kvennkápu í og blikkmáli hefur nýlega fundizt upp i Þingholtum og getur eigandi vitjað þessa hingað á skrifstofuna gegn því að greiða fund- arlaun og auglýsingarkostnað. Sömu- leiðis má vitja hingað 3 régnhlífa, sem skildar hafa verið eptir í húsi Jensens bakara hjer í bænum næstliðið sumar og haust. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 3. marz 1887. Halldór Daiiíelsson. 80 Gylliniæö og harðlífi í 25 ár. Kona mín hefur um 25 ár verið þjáð af gylliniæð, magaveikindum, melting- arleisi, lángvinnu harðlífi og gylliniæð- arhnútum. Um þenna tíma hafa 5 mik- ils metnir læknar reynt til við hana, án þess nokkuð hafi dugað. I tvö ár reyndi hún að drekka „eplavín“ og í eitt ár „Hoffs maltextrakt“, en versnaði æ. Þjáðist hún svo mjög, að dauðinn mundi hafa verið henni þæg lausn. Vinir mín- ir rjeðu mjer að reyna hið orðlagða Brama-lífs-elixír þeirra Mansfeld-Búllner & Lassens, og eptir að hún nú hefur neytt 12 glasa af því, er hún svo á batavegi að eg giöri mjer góða von um að hún verði brátt alheil heilsu, og þakka eg það næst guði herra Mans- feld-Búllner og „bittir“ hans. Berlín J. C. Rieneck. Manteufelsstræti 71. Einkenni á vorurn eina egta Brama-lífs-el- ixír eru firmamerki vor á glasinu, og ámerki- skildinum á miðanum sjest blátt ljón og gull- hani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansjéld-Btíllner & Lassen, sem einir baa til hinn verðlaunaóa Brama-lífs-elixir. Kaupmannahöfn. Yinnustofa: Nörregade No. 6. 81 Zuckerkrankheit. wird nach Professor Wilkensons neuester Methode dauernd beseitigt. Prospect gratis. Carl Kreikenbaum, Braunschweig. 82 Ár 1887 dag 25. janúar samdist fyrir sætta- nefnd Reykjavíkur svolátandi sætt á milli bók- sala Kr. Ó. Þorgrimssonar sem kæranda, og ljósmyndara og agents Sigfúsar Eymundssonar sem kærða, í tilefni af meintum meiðandi um- mælum í viðankablaði við „Þjóðólf". Kærði Sigfús Eymundsson lýsir yfir þvi, að hann með hinum kærðu ummælum: „sam- dóma óflekkaða dánumanninum Kristjáni Ó. Þorgrímssyni o. s. frv.........hreinleik hvata hans“, hafi eigi hið minnsta viljað - ærumeiða Kr. Ó. Þorgrímsson og gjörir kær- andi sig þar með ánægðan. Sátt þessari til staðfestingar undirskrifa málspartar. Kr. Ó. Þorgrímsson, Sigfús Eymundsson. Rjettan útdrátt úr sættabók Reykjavikur- kaupstaðar staðfestir. Reykjavík, 28. febr. 1887. ■ Hallgrímur Sveinsson. * * * Við undirritaðir höfum hjer með gjört svo- fellda sætt okkar í milli: Jeg Kristján Ó. Þorgrímsson, apturkalla hjer með að öllu leyti ]iau óvirðingarorð og meiðyrði, er jeg hefi viðhaft um Ijósmynd- ara Sigfús Eymundsson í grein þeirri með yfirskript „Viðaukablaðið“, er prentuð er i 4. árg. 31. blaði „Suðra“ og i sjerstöku auka- blaði, er jeg hef látið prenta. Apturkalla jeg hjer með að öllu leyti öll orð í tjeðri grein, er að nokkru geti hniðrað æru. eður virðing herra Sigfúsar Eymundssonar, og er svo að skoða, sem þau aldrei hafi skráð ver- ið. — Svo borga jeg einnig allan kostnað þessa máls. — Sætt þessa lofa jeg að aug- lýsa í einhverju af bliiðum þeim, er út koma nú í Reykjavík. Sætt þessari er jeg, Sigfús Eymundsson, samþykkur og er þar með burtfallið mál það, er jeg hef höfðað gegn hr. Kr. Ó. Þorgríms- syni út af ofanrituðu efni. Reykjavík, 2. febr. 1887. Kr. Ó. Þorgrímsson, Sigfús Eymundsson. 83 Selt óslíilafje í Borgarhreppi haustið 1886. 1. Gráhöttóttur sauður 2. vetra: ómarkaður á hægra eyra; tvístýft fr. vinstra. 2. Hrútlamb: stýft hægra, hvatt vinstra. 3. Lambgimbur: sýlt biti fr. h.; stýft biti apt. vinstra. Til undirskrifaðs má eigandi vitja andvirð- is til næstk. ágúst mán. Kárastöðum 1. febr. 1887. S. Sigurðsson. 84 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastig. Prentari: Sigm. Ouðmundsson.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.